Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980
Reyðarfjörður:
Efiðleikar
hjá Sauma-
stofunni
Hörpu
Reyðarfirði 15. apríl
Ilér á Reyðarfirði hefur verið
lítill snjór í vetur og muna
gamlir Reyðfirðingar ekki eftir
jafnsnjólettum vetri. Af afla-
brögðum er það að segja að
Gunnar byrjaði netaveiðar 30.
janúar og afli hans er 493 tonn
til páska. Fylkir hóf netaveiðar
17. febr. en aflinn er 230 tn
fram að páskum. Á sunnudag
kom Gunnar með 71,7 tonn og
Fylkir kom í gær með 51 tonn.
Fylkir bilaði er hann var kom-
inn á miðin og varð að koma heim
til viðgerða og missti 3 daga frá
veiðum í þessum fyrsta túr.
Frystihús K.H.B. hefur tekið á
móti 513 tonnum af fiski frá
áramótum og af því er farið 4.167
kassar til útflutnings til Ameríku
og Rússlands. Hjá frystihúsinu
vinna 44.
Heldur illa gengur hjá Sauma-
stofunni Hörpu hf. eins og hjá
öðrum í þessum iðnaði, en vonandi
rætist úr þeim erfiðleikum á
næstunni. Verkalýðsfélagið hér er
steindautt og óvirkt. Ekki hafa
verið haldnir fundir í mörg ár, né
innheimt verkalýðsgjöld og ríkir
mikil óánægja út af þessu hér.
Gréta.
INNLENT
Teygði sig eftir
veskinu og missti
stjórn á bílnum
SIÐDEGIS í gær varð það óhapp að Wagooner-jeppi ók
á staur við Suðurgötu, vestan Melavallar. Bifreiðin er
stórskemmd og nemur tjónið vafalaust hundruðum
þúsunda króna. Óhappið vildi þannig til, að bifreiðin
beygði af Melatorgi og suður Suðurgötu. Við það rann
veski af stað sem var ofan á mælaborðinu. Bifreiðastjór-
inn teygði sig eftir veskinu en missti um leið stjórn á
bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Bifreiðastjórinn
var fluttur á slysadeild.
Ljósm. Gunnlaugur.
Níræð:
Guðrún Magnús-
dóttir Brekku,
Ytri-Niarðvík
í dag, þann 16. apríl, er 90 ára
afmæli Guðrúnar Magnúsdóttur á
Brekku í Ytri-Njarðvíkurhverfi.
Guðrún er elst þeirra nær 2000 íbúa
sem búsettir eru í Njarðvíkurbyggð-
um. En í dag, þrátt fyrir sinn háa
aldur brosir Guðrún sínu gamla og
góða sumarmálabrosi og nú ætlar
hún að taka tíunda tuginn til
meðferðar.
Guðrún Magnúsdóttir er fædd í
Akurhúsum (Ekruhúsum) í Grinda-
vík 10 árum fyrir aldamótin síðustu.
Þar bjuggu þá foreldrar hennar,
Magnús Magnússon og Snjáfríður
Ólafsdóttir. Þau giftust 1889 og
bjuggu þar í röskan áratug. Magnús,
faðir Guðrúnar, var Grindvíkingur
að ætt, fæddur þar á býli er Langi
hét. Þar bjuggu foreldrar hans,
Magnús Magnússon og Gunnhildur
Pálsdóttir. Sá Magnús var sonur
Magnúsar Guðmundssonar er kom
ungur til Grindavíkur vestan frá
Bíldudal. Hans kona var Katrín
Þórðardóttir frá Járngerðisstöðum,
systir Sveinbjarnar Þórðarsonar,
stórbónda í Sandgerði, og þeirra
systkina. Gunnhildur, móðir Magn-
úsar, amma Guðrúnar var fædd að
Húsatóftum í Grindavík. Foreldrar
hennar voru Páll Brandsson frá
Fíflholtum í Landeyjum og Guðrún
Þorláksdóttir Björnssonar og
Kristrúnar Einarsdóttur hjóna á
Húsatóftum í Grindavík. Eru þetta
rótgrónar Grindavíkurættir. Snjá-
fríður Ólafsdóttir móðir Guðrúnar,
var fædd að Skrauthólum í Kjalar-
nesi. Foreldrar hennar voru Ólafur
Jónsson, ættaður frá Varmadal í
Mosfellssveit, og Gróa Jónsdóttir frá
Norðurkoti í Saurbæjarsókn á Kjal-
arnesi. Ólafur og Gróa, foreldrar
Snjáfríðar, bjuggu 1870 í Saltvík á
Kjalarnesi. Þar var Snjáfríður ung
telpa, næstyngst af systkinum sín-
um, Kristbjörgu, Einari og Guðnýju,
er var yngst þeirra. Þegar Snjáfríð-
ur var 23 ára gömul, kom hún frá
Brautarholti á Kjalarnesi að Akur-
húsum (Ekruhúsum) í Grindavík.
Guðrún var elzta barn þeirra
Magnúsar og Snjáfríðar, alls áttu
þau hjón 5 dætur og 2 syni. Vorið
1901 flytjast þau Magnús og Snjá-
fríður frá Grindavík að Stapakoti í
Innri-Njarðvíkurhverfi. Þá var Guð-
rún 11 ára gömul. Þrjú systkini
hennar, Gróa Magnúsína, Júlíus
Magnús og Guðfinna, fæddust einnig
í Grindavík. Þrjú yngstu börn
þeirra, Þórlaug, Einar og Dagbjört
Unnur, fæddust öll í Stapakoti.
I Stapakoti átti Guðrún sín
bernsku- og unglingsár hjá foreldr-
um og systkinum fram undir tví-
tugsaldur. Fyrstu búskaparár þeirra
Magnúar og Snjáfríðar í Stapakoti
var Gróa Jónsdóttir, móðir Snjáfríð-
ar, þar hjá þeim. Var hún ekkja og
öldruð að árum og var hún þar það
Sextugur:
Séra Sigurður Guð-
mundsson prófastur
á Grenjaðarstað
Séra Sigurður Guðmundsson
prófastur á Grenjaðarstað er sex-
tugur í dag. Hann er fæddur 16.
apríl 1920 í Naustum við Akureyri.
Foreldrar séra Sigurðar voru
hjónin Guðmundur bóndi og
verkamaður Guðmundsson Hall-
dórssonar bóna á Syðra-Hóli í
Kaupangssveit og Steinunn Sig-
ríður Sigurðardóttir bónda í
Geirhildargörðum í Öxnadal Jóns-
sonar.
Séra Sigurður ólst upp í inn-
bænum. Þaðan gekk hann í
Menntaskólann á Akureyri. Þar
lágu leiðir okkar saman, en við
urðum bekkjarbræður í 3. bekk
gamla, kæra skólans, sem nú er að
fylla öldina. Síðan má svo heita,
að við yrðum samferða á náms-
brautinni allt til embættisprófs í
guðfræði — og þaðan áfram út í
þjónustu kirkjunnar. Kynni mín
af hinum sextuga bekkjar- og
starfsbróður eru löng og góð.
Þegar séra Sigurður lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 16. júní 1940 var hann
þegar ráðinn í því að hefja nám í
guðfræði við Háskóla íslands og
gerast prestur. Það haust innrit-
uðust 6 stúdentar frá Akureyri í
guðfræðideildina og 2 frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, svo að
aðeins einu sinni áður höfðu fleiri
nýstúdentar innritast samtímis í
guðfræðideildina.
Séra Sigurður varð kandidat í
guðfræði 26. maí 1944 og settur
sóknarprestur í Grenjaðar-
staðarprestakalli 1. júní. Hann
var vígður prestur 18. júní 1944 í
dómkirkjunni í Reykjavík. Mér er
sú vígsla skólabræðra minna sér-
staklega minnisstæð, því að þá
hlutu 9 prestar vígslu, og var séra
Sigurður einn þeirra. Þetta var
annan hátíðisdag lýðveldisins
1944, og voru hátíðahöldin í
Reykjavík eftir sjálfa lýðveldis-
tökuna á Þingvelli daginn áður.
Veður var fagurt í Reykjavík
þennan dag og allmargir prestar
hempuklæddir voru viðstaddir í
kirkjunni, sem var yfirfull af
fólki. Ég hefi oft hugsað um það
síðan, hve mikil gjöf vígsla þess-
arra 9 þjóna kirkjunnar var hinu
nýstofnaða lýðveldi íslenzku þjóð-
arinnar. — Séra Sigurði var veitt-
ur Grenjaðarstaður 16. nóv. frá
fardögum 1945. Þar hefur hann
síðan setið óslitið og unnið að
kirkjunnar málum með sæmd og
prýði.
Séra Sigurður er kvæntur Aðal-
björgu Halldórsdóttur bónda á
Öngulstöðum í Eyjafirði og eiga
þau hjónin fagurt og indælt heim-
ili á hinu forna og nýja höfuðbóli,
Grenjaðarstað. Frú Aðalbjörg er
manni sínum mikil stoð í starfi
hans. Mikill er hennar þáttur í
víðum verkahring þeirra prófasts-
hjóna.
Börn þeirra eru: Steinunn Sig-
ríður gift Ingólfi S. Ingólfssyni
rafvélavirkja á Akureyri, Þorgerð-
ur kennari gift séra Gylfa Jóns-
syni í Bjarnarnesi, Halldór
íþróttakennari kvæntur Ástu
Finnbogadóttur Þelamerkurskóla
í Eyjafirði, Guðmundur búfræði-
kandidat kvæntur Sigrúnu Krist-
jánsdóttur Hvanneyri og Ragn-
heiður bókasafnsfræðingur gift
Braga Guðmundssyni háskóla-
nema Reykjavík.
Séra Sigurður tók við próf-
astsstörfum í Suður-Þingeyjar-
prófastsdæmi af séra Friðriki A.
Friðrikssyni prófasti á Húsavík,
og 1971 varð Sigurður prófastur í
Þingeyjarprófastsdæmi samein-
uðu skv. lögum 1970.
Prests- og prófastsstörf sín
rækir séra Sigurður af samvizku-
semi, trúmennsku og árvekni.
Hann er ósérhlífinn og áhuga-
samur og oft er vinnudagurinn
langur. Oft verður hann að fara í
löng ferðalög til embættisverka,
og kemur sér það vel, að hann er
duglegur ferðamaður og skarpur
til átaka.
Séra Sigurður prófastur hefur á
liðnum árum gegnt aukaþjónustu í
nágrannaprestaköllum um tímabil
vegna fjarveru nágrannapresta.
Ætíð er hann reiðubúinn til þess
að bæta störfum á sig þótt ærin
séu fyrir, og það sýnir hve starfs-
fús hann er og hjálpsamur.
Kennslustörf hafa ætíð verið
honum hugleikin. Árum saman
hélt hann unglingaskóla heima á
Grenjaðarstað eða flest árin
1944—’66 og kenndi unglingum
undir aðra skóla. Hann hefur
verið stundakennari við skólana á
Laugum, Hafralækjarskóla og
formaður fræðsluráðs frá 1951.
Veturinn 1962—’63 var hann
skólastjóri Héraðsskólans á Laug-
um (í forföllum). Séra Sigurður
hefur ætíð látið skólamál til sín
taka og hefur hann víðtæka þekk-
íngu á því sviði. Hann er ágætur
fræðari, og er óhætt að segja „að
öllum kom hann til nokkurs
þroska."
Séra Sigurður sat á kirkjuþingi
sem varamaður 1958—’64, en síð-
an aðalmaður og kosinn af prest-
um í Norðurlandskjördæmi
eystra, en kirkjuþing starfar hálf-
an mánuð annað hvort ár. Séra
Sigurður er jafnan tillögugóður og
málafylgjumaður. Þegar prófastar
landsins mynduðu með sér samtök
kusu þeir hann formann sinn.
Minnisstæðast verður mér ætíð
samstarf við séra Sigu^ð að æsku-
lýðsmálum. Hann átti mikinn þátt
í stofnun Æskulýðssambands
kirkjunnar í Hólastifti 1959 og var
formaður þeirra samtaka á árun-
um 1969— 75. — Mesta átak sem
unnið hefur verið á vegum ÆSK í
Hólastifti er stofnun og starf-
rækzla sumarbúðanna við Vest-
mannsvatn í Aðaldal.
ÆSK í Hólastifti var m.a.
stofnað í þeim tilgangi að taka
saman höndum um byggingu sum-
arbúða á félagssvæðinu. Við höfð-
um svipast um eftir hentugum
stað fyrir búðirnar. Það var
sunnudag einn í apríl 1959 og ég
átti leið um Aðaldalinn hjá Vest-
mannsvatni þar sem er mjög
fagurt yfir að líta, og kom mér þá
í hug, að þar væri tilvalið sumar-
búðasvæði.
Þegar heim kom, hringdi ég
strax í séra Sigurð til þess að
heyra hans álit. Alltaf man ég
hverju hann svaraði: „Ég hefi
lengi hugsað um þetta sama.“
Fagranes og svæðið umhverfis
vatnið þar seem sumarbúðirnar
eru, heyra til Grenjaðarstaðar-
sóknar. Þar rísa nú hinar fögru
byggingar sumarbúðanna. Séra
Sigurður hefur allt frá fyrstu tíð
verið forgöngumaður fram-
kvæmdanna við Vestmannsvatn,
og eiga þau hjónin, hann og frú
Aðalbjörg miklar þakkir skyldar
fyrir allt sem þau hafa unnið
sumarstarfi ÆSK til heilla og
blessunar.
Séra Sigurður leggur mikið lið
söngmálum í prestakaíIF sínu og
prófastsdæmi. Hann á sæti í
stjórn Kirkjukórasambands Þing-
eyjarprófastsdæmis frá stofnun
þess og hefur átt drjúgan þátt í
kirkjukóramótum undanfarna
áratugi. Hann tekur jafnan virkan
þátt í kirkjukórssöng sinnar
heimabyggðar.
Að lokum færi ég séra Sigurði
beztu þakkir fyrir samstarf hans í
stjórn Prestafélags hins forna
Hólastiftis, en þar hefur hann
verið í stjórn með öðrum próföst-
um á Norðurlandi síðan 1963, og
er varaformaður félagsins.
Prestasamtök þessi, sem eru hin
elztu í landinu, voru stofnuð 1898.
Þau eru ekki stéttarfélag í venju-
legum skilningi heldur áhuga-
mannafélag um eflingu kirkju og
kristindóms á Norðurlandi. Það er
fróðlegt, að kynnast hinum brenn-
andi áhuga norðlenzkra presta
sem stofnuðu þessi samtök um
síðustu aldamót. Og smekkurinn
ef kemst í ker, keiminn lengi eftir
ber.
Séra Sigurður prófastur er einn
þeirra manna, sem á þennan
brennandi áhuga, og það sýnir
hann glöggt í prestsþjónustu sinni
og prófastsstörfum. Hann er mik-
ill bókamaður, eins og bókasafn
hans heima á Grenjaðarstað sýnir
best. En það er ekki aðeins, að
hann safni bókum, heldur er
honum fræðimennskan í blóð bor-
in. Hann hefur næman smekk
fyrir fegurð íslenzkrar tungu og
má eflaust rekja það til íslenzku-
kennslu Sigurðar heitins Guð-
mundssonar skólameistara,
Menntaskólans á Akureyri. Þeir
sem nutu handleiðslu hins mikil-
hæfa kennara í móðurmálsfræð-
um munu seint geta fullþakkað
þau sterku áhrif til málvöndunar,
sem þeir urðu fyrir hjá honum.
Um séra Sigurð leikur ætíð
hressandi blær glaðlyndis og góð-
vilja. Einkennandi er hin jákvæða
afstaða hans til manna og mál-
efna, að bera ávallt gott fram úr
góðum sjóði hjartans. Slíkir menn
koma ávallt góðu til leiðar og með
þeim er gott að starfa.
Á 60 ára afmælisdegi séra
Sigurðar færi ég honum beztu
heilla — og hamingjuóskir frá
okkur hjónunum, við þökkum hon-
um og frú Aðalbjörgu liðnar
samverustundir, ánægjuríkt sam-
starf og vináttu. Fjölskyldunni
allri óskum við blessunar Guðs.
Séra Sigurður verður að heiman
í dag.
Pétur Sigurgeirsson