Morgunblaðið - 16.04.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980
Eiginkona mín + INGIBJÖRG HELGADÓTTIR,
Bauganesi 17, Reykjavík,
lést 14. apríl.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og systur hinnar látnu.
Einar Þorsteinsson.
t
Móöir mín
HELGA STEFÁNSDÓTTIR
Búöavegi 12,
Fáskrúðsfirði,
lézt í Landspítalanum 14. apríl. Jaröarförin auglýst síöar.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Sigbjörnsdóttir
t
Faöir okkar og tengdafaöir
ÓLAFUR SIGURÐSSON,
frá Götu,
lézt í Landspítalanum mánudaglnn 14. þ.m.
Börn og tengdabörn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GUOMUNDUR BREIOFJÖRO PÉTURSSON
stýrimaöur,
Stangarholti 32,
andaöist í Landakotsspftala 13. apríl.
Lydía Guðmundsdóttir og börn
t
Elskulegur eiginmaöur minn og faöir okkar,
HELGI INGVARSSON,
fyrrverandi yfirlæknir
á Vífilsstööum,
lést í Borgarspítalanum 14. apríl.
Guörún Lárusdóttir,
Guörún P. Helgadóttir, Ingvar Helgason,
Lárus Helgason, Sigurður Helgason.
+
Föðursystir mín. I GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR
frá Hvammi í Landssveit,
Skeggjagötu 8,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 3
siödegis. Árni Einarsson
t
Móöir mín og tegndamóðir
BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR,
frá Fornhaga Hörgárdal,
verður jarösungin í dag miövikudag 16. apríl kl. 10.30 frá
Fossvogskirkju.
Gunnar Egonsson,
Lóa Björg Jóhannsdóttir.
t
KATRÍN GAMALÍELSDÓTTIR
lést á Vífilsstaöaspítala 11. apríl.
Minningarathöfn fer fram í Kópavogskirkju, föstudaginn 18. apríl
kl. 10.30.
Jarösett veröur aö Kotströnd í Ölfusi aö lokinni athöfn.
Gamalíel Sigurjónsson,
Gísli Ól. Pétursson,
Eyjólfur Hjörleifsson,
Leifur Sigurösson,
Ingigeröur Torfadóttir,
Karl Sæmundarson,
Ragna Freyja Karlsdóttir,
Fanney Magna Karlsdóttir,
Særún Æsa Karlsdóttir,
María Valgeröur Karlsdóttir,
Sigursveinn Óli Karlsson,
Jón Óttarr Karlsson,
barnabörn og aörir aöstandendur.
Minning:
Ingibjörg Guðrún
Kristjánsdóttir
Fædd 12. nóvemher 1914.
Dáin 6. apríl 1980.
Aðfaranótt páskadagsins s.l.
lést á Landspítalanum Ingibjörg
Kristjánsdóttir húsfreyja Vallar-
gerði 2 í Kópavogi. Hún var
eiginkona Sveins A. Sæmundsson-
ar forstjóra í Blikksmiðjunni
Vogi.
Við, félagar og nánustu sam-
starfsmenn Sveins í Vogi, kynnt-
umst þessari mætu konu eigi
alllítið, einkum meðan fyrirtækið
var að slíta barnsskónum og
raunar alla tíð síðan.
Haustið 1949 tók sig saman þrír
ungir menn og stofnuðu vísi að
blikksmiðju. Auðvitað af litlum
efnum við aðstöðu, sem ýmsum
mynd. nú þykja harla bágborin.
Einn þessara þremenninga var
Sveinn A. Sæmundsson. Þau hjón-
in voru einmitt um þessar mundir
að koma sér upp íbúðarhúsi að
Vallargerði 2, og flutt inn í
kjallarann, hæð og ris tilheyrðu
þá enn framtíðinni. Þótt þau
hjónin ættu þá tvær ungar dætur,
var kjallaranum skipt niður í tvo
hluta milli smiðju og íbúðar. Ekki
þarf að fara í grafgötur með, að
þótt aðstaða blikksmiðanna væri í
naumara lagi, var hún þó hálfu
lakari fyrir húsmóðurina með tvö
ung börn.
En Ingibjörg var ekki af þeirri
manngerð, sem lætur tímabundna
erfiðleika beygja sig, heldur tókst
hún á við þá af fullum kjarki og
heilum huga, og verður seint
ofmetinn þáttur hennar í upp-
byggingu þessa fyrirtækis. Þegar
okkur starfsfélögunum fjölgaði og
vorum tíðum allt inn á gafli
heimilisins, getur hver sagt sér
sjálfur, að ekki hefur alltaf verið
næðissamt hjá húsfreyju. En þótt
oft hljóti hávaði og annað ónæði
að hafa keyrt langt fram úr hófi í
þessu sambýli heimilis og blikk-
smiðju, skyldi aldrei heyrast
æðruorð frá Ingibjörgu, þvert á
móti uppörvun og glatt viðmót.
Ingibjörg var glæsileg og ham-
ingjusöm húsmóðir enda bar
heimilið ljósan vott listfengi
hennar og smekkvísi, jafnt utan
húss sem innan. Hún var snilling-
ur í höndum og meistari í kven-
fatasaumi. Gestum sínum tók
Ingibjörg með glaðri alúð og hlýju
svo öllum þótti gott til þeirra
hjóna að koma.
Ingibjörg Kristjánsdóttir verð-
ur jarðsungin í dag frá Kópa-
vogskirkju. Á þessari kveðjustund
verður okkur félögunum efst í
huga þakklæti fyrir langt og gott
samstarf og margar ánægjulegar
samverustundir. Slíkri konu er
gott að hafa kynnst.
Sveini, dætrum og öðrum ást-
vinum vottum við djúpa samúð.
Ingimar Sigurtryggvason.
Aðfaranótt páskadags andaðist
í Landspítalanum Ingibjörg Guð-
rún Kristjánsdóttir húsfreyja
Vallargerði 2, Kópavogi.
Ingibjörg var fædd að Kirkju-
bóli í Korpudal í Önundarfirði.
Foreldrar hennar voru Kristján
Guðleifsson bóndi þar og Ólína
Ólafsdóttir kona hans. Ingibjörg
var næst elst af sjö börnum þeirra
hjóna og tvær fóstursystur átti
hún.
Þegar Ingibjörg var ellefu ára
fluttist fjölskyldan að Brekku á
Álftanesi og þrettán ára gömul
var hún fermd í Bessastaðakirkju.
Árið 1928 fluttist fjölskyldan
austur að Efraseli í Hrunamanna-
hreppi í Árnessýslu. Þar var
Ingibjörg sín æskuár, utan þess að
hún stundaði nám við héraðsskól-
ann að Núpi í Dýrafirði.
Til Reykjavíkur fór hún ung,
stúlka og lærði kápu- og kjóla-
saum og hlaut meistararéttindi í
báðum. Saumastofu rak hún um
árabil. Hún starfaði í félagi kjóla-
meistara hin síðari ár.
Hinn 22. júlí árið 1944 giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sínum
Sveini A. Sæmundssyni blikk-
smíðameistara frá Eiríksbakka í’
Biskupstungum. Tvær dætur eign-
uðust þau, Öldu, sem gift er Jóni
Inga Ragnarssyni málarameistara
og Ólínu, maður hennar er Burkni
Dómaldsson húsasmíðameistari.
Ingibjörg átti sex yndisleg barna-
börn, sem veittu henni mikla gleði.
Ingibjörg mótaðist af því um-
hverfi sem hún ólst upp í; stór-
brotin eins og Vestfjarðafjöllin og
yfir henni var óvenju mikil-.reisn.
En blómabrekkur Árnessýslu
settu einnig sitt mark á hana,
fegurðarþráin og viðkvæmnin
voru sterkir þættir í skapgerð
hennar. Ungmennafélagshugsjón-
in gagntók hana unga og þeirri
hugsjón var hún trú æfilangt.
Ingibjörg og Sveinn fluttust í
Kópavog 1. september 1948. Þá
voru íbúar hér aðeins 500 og lítið
um atvinnufyrirtæki.
Þau reistu húsið Vallargerði 2
og þar hóf Sveinn atvinnurekstur
sinn. Hann stofnaði blikksmiðj-
una Vog, sem nú hefur vaxið í
öflugt og traust fyrirtæki. Þá var
Ingibjörg hans styrka stoð.
Frumbyggjar Kópavogs lágu
ekki á liði sínu enda orti skáldið
Þorsteinn Valdimarsson sautján
árum síðar ljóðið „Kópavogsbær“,
en þar segir:
MVaKKa börnum og blómum.
borífin hjá vogunum tveimur.
risin einn árdag úr eyði. —
heill undrunarheimur!M
Ingibjörg var félagslynd og
starfaði mikið í Kvenfélagi Kópa-
vogs. Hún var formaður félagsins
1971—73 og einnig átti hún sæti í
stjórn Líknarsjóðs Áslaugar
Maack. Við konurnar í Kvenfélagi
Kópavogs söknum vinar í stað við
fráfall hennar.
Hún hafði margt til brunns að
bera. Allt lék í höndum hennar,
heimilisstörfin, saumaskapurinn,
blóma- og trjáræktin. Hún var svo
sannarlega ein af þeim sem hafa
græna fingur.
Ingibjörg var óvenjuvel gift.
Þau hjónin voru einstaklega sam-
hent, heima og heiman. Þau ferð-
uðust mikið bæði innan lands og
utan. Eiginlega var sambúð þeirra
eins og tilhugalíf fram á síðasta
dag.
Við'sendum Sveini, dætrunum
og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Ingibjörgu þökkum við sam-
fylgdina og kveðjum hana með
ljóði Sigurðar frá Arnarvatni:
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðju^jörð.
kveð és: líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild o>f hörð,
mi>f þú tak í arma þína.
YndisleKa ættarjörð.
ástarkveðju heyr þú mína.
Konur í Kvenfélagi Kópavogs.
í dag, miðvikudaginn 16. apríl, ,
verður jarðsungin frá Kópavogs-
kirkju góð frænka mín Ingibjörg
Guðrún Kristjánsdóttir, fædd 12.
nóvember 1914. Hún lézt á Land-
spítalanum aðfaranótt páskadags
sl. Ingibjörg fæddist að Kirkjubóli
í Korpudal í Önundarfirði, dóttir
hjónanna Ólínu Guðrúnar Ólafs-
dóttur og Kristjáns Björns Guð-
leifssonar bónda þar. Þau voru
bæði ættuð úr Dýrafirði. Varð
þeim sjö barna auðið og var
Ingibjörg næst elst þeirra. Hin
eru Sveinbjörn f. 1913 kvæntur
Guðrúnu Sigurðardóttur, Magnús
f. 1916, lézt af slysförum árið 1939
ókvæntur, Rannveig f. 1918 ógift,
Haraldur f. 1919 kvæntur Mar-
gréti Guðmundsdóttur, Svava f.
1920 gift Auðunni Þorsteinssyni
og Ólafur Lúther f. 1927 tvíkvænt-
ur f.k. Sesselja Karlsdóttir, s.k.
Guðlaug Karlsdóttir.
Árið 1926 fluttist Ingibjörg suð-
ur um heiðar með foreldrum
sínum og systkinum að leita nýrra
heimkynna, því ekki reyndist
mögulegt að fá stærra jarðnæði
vestra. Dveljast þaufyrst um sinn
að Brekku á Álftanesi, eða fram
til árs 1928. Þá er haldið enn á nú
af stað og nú er ferðinni heitið að
Efra-Seli í Hrunamannahreppi, en
þá jörð hafði Kristján keypt til
búsetu. Ekki er að efa að mikil
gleði hefur verið ríkjandi að kom-
ast nú loks „heim“ eftir búsetu-
flutningana að vestan. Árið 1932
lézt Kristján og fljótlega bregður
Ólína búi og flyzt til Reykjavíkur
ásamt þeim börnum sem enn voru
í móðurgarði. Þessi ár voru þeim
miklir umbrotatímar og lífsbar-
áttan hörð. Ingibjörg lagði fyrir
sig saumaskap og er ein af fyrstu
kvenklæðskerameisturum lands-
ins. Stundaði hún iðn sína í fullu
starfi, í fyrstu samfleytt í 6—7 ár,
og æ síðan að meira eða minna
leyti.
Árið 1943, þann 22. júlí, giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sínum
Sveini A. Sæmundssyni, f. 24. 11.
1916, frá Eiríksbakka í Biskups-
tungum. Sveinn er sonur hjón-
anna Arnleifar Lýðsdóttur og
Sæmundar Jónssonar, er þar bjó.
Sveinn lauk búfræðinámi frá
Hvanneyri árið 1936, flyzt til
Reykjavíkur árið 1942 og hefur
blikksmíðanám ári síðar. Þau
reistu sér íbúðarhús og myndar-
legt heimili að Vallargerði 2 í
Kópavogi, þar sem síðar var og
starfrækt blikksmiðjan Vogur
lengi vel. Sveinn setti hana á stofn
ásamt félögum sínum og veitir
henni nú forstöðu.
Ingibjörg og Sveinn eignuðust
tvær dætur, Öldu f. 12 marz 1945
gifta Jóni Inga Ragnarssyni og
Olínu Margréti gifta Burkna
Dómaldssyni. Alls eru barnabörn-
in orðin 6 að tölu.
Svo lengi sem ég man hefur
verið gott að sækja í „Kópavog-
inn“ en það orð hafði aðeins eina
merkingu fyrir mig lengi fram
eftir aldri. Otaldir eru þeir sunnu-
dagar er hoppað var í garðinum og
hlaupið inn í mjólkursopa til
Boggu frænku. Stutt var þá í
hláturinn, þegar spaugsyrði hraut
af munni. Bogga mín, haf þú þökk
fyrir ljúfar endurminningar.
Oft vill gleymast í erli dagsins,
að skammt er milli lífs og dauða.
Og þó að við vitum að brátt geti
ástvinamissi borið að höndum, er
þó aldrei svo, að ekki snerti okkur
djúpt, þegar kallið kemur, hversu
vel sem okkur finnst við hafa búið
okkur undir. Mannlegt hjarta er
nú einu sinni svo, að það rúmar
sorg jafnt og gleði. Sorgina að
skiljast við lífsförunaut, sem um
áratugi hefur verið hluti af sjálf-
um okkur, skilið tilfinningarnar
og deilt velgengni og mótbyr. Það
rúmar sorgina sem verður, þegar
mamman og amman er horfin á
braut. Það rúmar sorgina, sem
tómið skapar, þegar maðurinn
stendur einn eftir og deilir ei
lengur með öðrum. En hjartað
rúmar einnig gleðina. Gleðina að
kærum ástvini líður vel og baráttu
við erfiðan sjúkdóm er lokið.
Gleðina að vita að hamingjuríku
æviskeiði er lokið, æviskeiði sem
kenndi okkur svo ótal margt. Við
skulum ekki láta sorgina ryðja
burt minningum um unaðsstundir.
Ég votta Sveini, dætrum og
öllum aðstandendum innilega
samúð og treysti því að guð muni
styrkja þau um ókomin ár.
Kristján Auðunsson.