Morgunblaðið - 16.04.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.04.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980 23 Aðfaranótt 6. apríl s.l. andaðist á Landspítalanum í Reykjavík ein úr hópi okkar í saumaklúbbnum, Ingibjörg G. Kristjánsdóttir, og verður útför hennar gerð í dag frá Kópavogskirkju. Það var fyrir allmörgum árum að okkur nokkrum vinkonum datt í hug að stofna saumaklúbb og var hún aðalhvatamaður að stofnun hans. Þá starfaði hann aðeins í 1—2 ár og lagðist síðan niður einhverra hluta vegna. En fyrir 3 árum var hann endurvakinn og einnig þá var það hún sem átti mestan þátt í því. En s.l. vetur gat hún ekki tekið þátt í störfum hans sökum veikinda. Við vonuðum að henni auðnaðist að vinna bug á þeim en sú von brást, og í dag fylgjum við henni til grafar. Við höfum átt margar ánægjulegar samverustundir með henni bæði í saumaklúbbnum, og einnig við mörg önnur tækifæri og erum við innilega þakklátar fyrir þær. Ingibjörg var fædd hinn 12. nóvember 1914. í einkalífi sínu var hún mjög hamingjusöm. Árið 1944 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Sveini A. Sæmundssyni blikksmíðameistara og var hjóna- band þeirra mjög farsælt, svo aldrei bar skugga á. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttust síðan í Kópavog og reistu sér fallegt heimili að Vallargerði 2. Hún var mikil húsmóðir og voru þau hjónin samhent í öllu eins og heimili þeirra ber vott um. Þar var gott að koma. Hannyrðakona var hún mikil og prýða heimili þeirra margir fallegir hlutir sem hún hefur gert. Þau eignuðust 2 dætur, Öldu og Ólínu, sem báðar eru giftar og hafa stofnað sín eigin heimili. Mikið ástríki var milli allra þessara heimila og bar hún hag dætra sinna og fjölskyldna þeirra mjög fyrir brjósti. Við vitum að söknuðurinn er mikill hjá öllum ástvinum hennar, en við vitum einnig að minningin um góða eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu mun milda hann Við vottum öllum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúð og henni þökkum við samveruna og biðjum henni allrar blessunar á nýjum tiverustigum. Saumaklúbburinn í dag 16. apríl fer fram útför Ingibjargar Guðrúnar Kristjáns- dóttur sem lést í Landspítalanum aðfaranótt páskadags. Ingibjörg var fædd að Kirkju- bóli í Korpudal í Önundarfirði hinn 12. 11. 1914, en fluttist suður ung að árum. Hugur Ingibjargar hneigðist að iðnaðarstörfum og nam hún ung fatasaum, og öðlaðist snemma meistararéttindi í tveimur grein- um fatasaums eða í kjólasaum og kápusaum, og rak um skeið saumastofu með sytur sinni. Ingi- björg hafði alla tíð mikinn áhuga á félags- og réttindamálum starfs- greinar sinnar og var virkur þátttakandi í störfum Kjólameist- arafélags íslands síðari árin. Árið 1944 urðu straumhvörf í lífi Ingibjargar, þegar hún gekk að eiga Svein A. Sæmundsson blikk- smið, sem þá starfaði hjá Nýju blikksmiðjunni. Árið 1949 stofnaði maður hennar ásamt félögum sín- um blikksmiðju í Kópavogi, eða nánar tiltekið í kjallara og bílskúr nýbyggðs íbúðarhúss þeirra hjóna að Vallargerði. Ingibjörg valdi fyrirtækinu nafnið Vogur, með hliðsjón af legu fyrirtækisins, og með það í huga að hér var um að ræða fyrsta iðnfyrirtæki Kópavogs. I húsakynnum þeirra hjóna var fyrirtækið í áratug, eða þar til það flutti í núverandi húsakynni. Þau voru ófá handtökin, sem Ingibjörg átti í uppbyggingu og þjónustu við þetta fyrirtæki, sem í dag er stærsta blikksmiðja lands- ins. Sumarið 1975 stofnuðu eigin- konur blikksmiðjueigenda félag, til að efla félags- og menningar- tengsl þeirra sem að iðngreininni störfuðu. Skipulagði félagið leik- húsferðir og sumarferðir sem efldu félagsleg tengsl. Ingibjörg valdist til formennsku í félaginu og vann að málum þess af þeim áhuga og ósérhlífni sem henni var einlæg. Á árunum 77—79 gengdi maður hennar formennsku í sam- tökum blikksmiðjueigenda á norð- urlöndum. Fylgdi því starfi að veita forystu á mörgum fundum og mótum. Var Ingibjörg verðugur fulltrúi íslensks iðnaðar, en hún tók virkan þátt í þessu starfi. Á sl. sumri héldu samtök norrænna blikksmiðjueigenda fund hér á landi og voru íslenskir blikk- smiðjueigendur gestgjafar. Á þeim fundi sýndi Ingibjörg þá sem ávallt hæfileika og reisn og var öllum ljóst að hún átti mikinn þátt í því hve vel heppnað það mót varð. Sveinn hefur átt sæti í stjórn Sambands málm- og skipasmiðja allt frá því það var stofnað og sl. 3 ár hefur hann verið formaður þess. Á þessum vettvangi sýndi Ingibjörg einnig mikinn áhuga og fylgdist vel með öllum þeim mál- um, sem þar var unnið að. Þessu starfi fylgdu margháttuð sam- skipti við innlenda og erlenda aðila á fundum og mótum. Var ákaflega ánægjulegt að taka þátt í því starfi með þeim hjónum. Var Ingibjörg ávallt virkur þátttak- andi, létt og skemmtileg og einnig vakandi fyrir heiðri íslensks iðn- aðar og hélt merki hans hátt. Við samstarfsmenn Sveins A. Sæmundssonar að félagsmálum málmiðnaðarins minnumst Ingi- bjargar sem hinnar glaðværu styrku stoðar, sem ætíð var til- búin til að leggja framgangi iðn- aðar lið með hvatningu og eflingu félagslegra samskipta í starfi og leik. Um leið og við þökkum Ingi- björgu hin góðu kynni sendum við og eiginkonur okkar Sveini og börnum þeirra hjóna samúðar- kveðjur. Starfsmenn innan Sam- bands málm- og skipasmiðja Baldur Baldurs- son Minningarorð var ætíð svo góður, senda honum hinztu kveðju. Fæddur 2. janúar 1957 Dáinn 21. desember 1979 Allt. hvað minn tfóði Guð Kaf mór í heimi einn taki aftur við annist ok geymi. Hve fátækleg hljóta ekki kveðjuorð okkar systkina Baldurs bróður okkar að vera, er hann yngstur okkar er horfinn okkur úr þessu jarðlífi. Svo allt of fljótt rann hann sitt æviskeið á enda. Við skiljum ekki tilganginn enda eigum við ekki að gera það. Sárt er að horfa á bak ástkærum bróður, en minningin um góðan dreng, sem ætíð var reiðubúinn að rétta fram hjálp- arhönd, er geýmd í hugum okkar og sefar sáran trega. — Og systkinabörn Baldurs, sem hann Guð veiti foreldrum okkar styrk í þungbærri sorg. Megi algóður Guð vaka yfir sálu Baldurs bróður okkar og gefa honum frið. Kveðja frá systkinum í dag hinn 16. apríl kveðjum við í hinsta sinn vin okkar Baldur Baldursson. Baddi var sonur hjónanna Bald- urs Guðmundssonar útgerðar- manns og Magneu Jónsdóttur. Hann var yngstur 6 systkina, fæddur 2. jan. 1957. Allir þekktum við Badda mjög vel og kynntumst honum náið á okkar uppvaxtarár- um. Nú á þessari stundu rifjast upp svo ótal margar góðar minn- ingar um samverustundir okkar með Badda, hvort sem var við leik eða störf. Betri félaga var ekki hægt að hugsa sér, hann var hvers manns hugljúfi, rólegur og skap- góður. Alltaf gátum við leitað til Bádda þegar eitthvað þungt lá á hjarta okkar. Hann var sem bróð- ir, veitti okkur stuðning og gaf góð ráð þegar á þurfti að halda. Badda þótti mjög gaman að spila og voru þær margar ánægjulegu stundirn- ar sem við áttum við spilamennsk- una. Bridge átti hug hans og hjarta og var hann mjög efnilegur á því sviði. Baddi lagði stund á nám í rafvirkjun og var ætlun hans að ljúka því námi. Ávalls var gott að sækja Badda heim, var tekið á móti okkur opnum örmum af foreldrum hans með slíkum inni- leika sem við værum einir af fjölskyldunni. Núna er höggvið stórt skarð í okkar vinahóp, skarð sem aldrei verður fyllt. Minning hans mun alltaf lifa í hugum okkar sem minning um góðan og traustan félaga. Við biðjum Guð um að hjálpa og styðja foreldra og systk- ini hans í þeirri miklu sorg sem þau eiga í, um leið og við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Gunnar Bragi, Beggó, Mansi, Gilli. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag 16. apríl frá hádegi vegja jaröarfarar, INGIBJARGAR GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Samband málm- og skipasmiöa, Meistarafélag járniðnaöarmanna. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi ÁRNI GRÍMSSON, MÚRARI Lönguhlíö 3 andaöist á Landakotsspítala 15 þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Andrea Bachmann Árnadóttir Siguröur Bachmann Arnason tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t ÓSKAR CLAUSEN rithöfundur veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudagínn 16. apríl kl. 1.30. F.h. vandamanna, örn og Haukur Clausen. + Jaröarför móðursystur minnar, GUÐRÍÐAR JÓSEPSDÓTTUR, Noröurbrún 1, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. apríl kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd ættingja, Lóra Hjaltested. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát móður og tengdamóður okkar INGIBJARGAR HARALDSDÓTTUR, frá Hvalgröfum. Haraldur Björnsson, Sigríöur Guömundsdóttir, Ingvar Björnsson, Þóra H. Magnúsdóttir, Ragnar Björnsson, Auöur Jónsdóttir, ____ ______ ______________ Ólafía Olafsdóttir. ___ + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö vegna andláts KNUT OTTERSTEDT fyrrverandí rafveitustjóra. Lena Otterstedt, Knútur Otterstedt, Harriet Otterstedt, Haukur Otterstedt, Þórdís Guönadóttir, og barnabörn. + Hjartans þakklæti sendi ég öllum nær og fjær sem sýndu mér hlýhug og hjálpsemi viö andlát og jarðarför systur minnar, JAKOBÍNU S. GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Engihlíö. Einnig sendi ég starfsfólki Héraðshælisins Blönduósi bestu þakkir fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Guö blessi ykkur öll og minningu hennar. Elísabet G. Guðmundsdóttir. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi ÞORGRÍMUR FRIORIKSSON, kaupmaöur, veröur jarösunginn fimmtudaginn 17. apríl í Fossvogskirkju kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu rriinnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guðrún Þóröardóttir, Katrín Þorgrímsdóttir, Kristján Kristiánsson, Sigurrós Þorgrimsdóttir, Guömundur Olafsson, Þóröur Þorgrímsson, og barnabörn. + Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför DÓMHILDAR SVEINSDÓTTUR. Olga Óladóttir, Gunnar Guöbrandsson, Svanhildur Óladóttir, Pótur Gunnarsson, Kristín Óladóttir, Björn Jónsson, ÓLafía Óladóttir, Soffía Sveinsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.