Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980
GRANI GÖSLARI
___
Já, en þetta var eini stóiinn sem þeir höfðu!
Afsakið, en við erum að hreinsa
undir málninguna!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
I trompsamningi er markmið
sagnhafa venjulega að bjarga
tapslögum sínum. Sé hægt að
trompa þá án þess að fækka
beinum tökuslögum í tromplitnum
þarf ekki að viðhafa sérstakar
björgunaraðgerðir. Enda eru hin
tilfellin, þegar ekki er hægt að
trompa, fremur umhugsunarefni.
Spilið í dag er dálítið sérstakt.
Norður gaf, austur-vestur á
hættu.
Norður
S. Á1074
H. ÁD76
T. 108652
L. -
Vestur Austur
S. D92 S. G65
H. 54 H. K1092
T. Á T. 3
L. KDG9874 L. 106532
Skorað á Sturlu
í framboð
Nú styttist óðum framboðs-
frestur til forsetakjörs, og eru
þegar fimm í boði. Þykir mörgum
það nægur fjöldi út af fyrir sig, en
hitt er áberandi í tali manna á
meðal, að fáum þykir mikill ljómi
stafa af framboðum þessum, þótt
öll séu vammlaus. Þau vekja bara
ekki almennan áhuga, og eru
vafalaust misjafnar ástæður fyrir
því. Ég verð þess var, að enn vona
margir, að fram komi maður, sem
sameini betur en nokkur þeirra,
sem fyrir eru, þá kosti er menn
krefjast af forsetaefni.
Sá maður, sem ég vil leyfa mér
að vekja athygli á, er dr. Sturla
Friðriksson erfðafræðingur, en
hann myndi að mínu áliti og
flestra sem til þekkja, sóma sér
öðrum betur í þessu virðulega
embætti, eins og áður hefur verið
bent á í einu dagblaðanna. Sturla
er velmetinn og víðþekktur fræði-
maður bæði hérlendis og erlendis
og alls staðar eftir honum tekið
fyrir myndarleik og prúðmann-
lega framkomu. Hann er áhuga-
maður mikill og vel að sér um allt
er lýtur að varðveizlu menningar-
legra verðmæta, að ekki sé talað
um náttúruvernd, en á því sviði
hefur Sturla verið í fremstu röð
um langan tíma, enda einn af
fáum íslendingum, sem tekið hafa
virkan þátt í alþjóðanáttúru-
verndarstarfi. Á tímum vaxandi
áhuga og aukins skilnings á gild
náttúruverndar væri vel við hæfi
að kjósa slíkan mann sem Sturlu
til Bessastaða.
Þegar fólk á förnum vegi var að
því spurt fyrr í vetur, hvernig
maður forsetinn ætti að vera,
svöruðu flestir: Eins og Kristján
Eldjárn. Án þess að stofna til
samanburðar á þessum tveim
ágætu mönnum, hygg ég, að margt
yrði líkt með framboði Sturlu nú
og Kristjáns fyrir 12 árum.
Stuttur tími er nú til stefnu, og
skora ég á alla þá, sem umgangast
Sturlu að þrýsta á hann til
framboðs, því að þess mun þurfa
með. Þá verða og einhverjir fram-
takssamir menn að hefja þegar
Suður
S. K83
H. G83
T. KDG974
L. Á
Suður var sagnhafi í fimm
tíglum og vestur spilaði út lauf-
kóngi.
Rétt er að benda sérstaklega á
stöðuna. Andstæðingarnir eiga
vísan slag á trompið og tapslagir
eru sennilegir í báðum hálitunum.
Reyndar felst í þeim báðum mögu-
leiki til að ná aukaslag en hvorn á
að velja?
Sagnhafi leysti vandann á
skemmtilegan hátt. Hann ákvað
að láta andstæðing leysa þrautina
fyrir sig, trompaði laufið í blind-
um og vestur fékk næsta slag á
trompásinn. Og hann greyið átti
ekki til öruggan mótleik. Ekki
þýddi fyrir hann að spila laufi og í
reynd valdi hann spaðatvistinn.
Austur neyddist til að láta gosann
en eftir það gat sagnhafi tekið
fjóra slagi á litinn með einfaldri
svíningu. Seinna fékk austur á
hjartaícónginn — slétt unnið.
Vestur virðist hafa átt betri leik
með því að spila hjarta í stað
spaðáns. En það dugir ekki. Þá er
látið lágt frá blindum og austur
verður að reyna níuna. Annars
verður hægt að láta spaða af
hendinni í hjarta. Suður fær því á
gosann og þá verður auðvelt að
fríspila þrettánda spaðann og
parkera í hann hjarta af hendinni.
Og við má bæta, að enn fleiri
möguleikar leynast í spilinu.
„Hús verslunarinnar“ sem er að rísa í nýja miðbænum í
Reykjavík.
íbúðarblokk. byggð af BSAB í Mjóddinni í Breiðholti, þar sem
heitir Þangbakki. Myndirnar tók ljósmyndari Morgunblaðsins,
Emilía Björg Björnsdóttir.
Stórhýsi rísa í Reykiavík
Undanfarna mánuði hafa
Reykvíkingar veitt því at-
hygli að upp hafa risið tvö
stórhýsi við fjölfarnar akst-
ursleiðir innan borgarmark-
anna, og til að afla upplýs-
inga um hvaða hús hér væri
verið að reisa hafði Morgun-
blaðið samband við skrif-
stofu borgarverkfræðings.
Þar fengust þær upplýs-
ingar, að húsið sem risið er í
Mjóddinni í Neðra-Breið-
holti, væri íbúðarblokk, reist
af BSAB, Byggingarsam-
vinnufélagi atvinnubifreiða-
stjóra. Auk íbúða í húsinu
verða svo einhver þjónustu-
fyrirtæki á jarðhæð. Þegar
er flutt í nokkrar íbúðanna
og flutt verður í fleiri innan
skamms. Húsið stendur við
götuna Þangbakka og er
númer 8 til 10 við þá götu.
Hitt húsið er „Hús versl-
unarinnar“ sem er að rísa í
„nýja miðbænum" í Reykja-
vík, á horni Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar. Þar
verða til húsa fjölmargar
verslanir samkvæmt upplýs-
ingum skrifstofu borgar-
verkfræðings, og einnig
verða þar skrifstofur fyrir
ýmsa aðila í íslenskri versl-
un. Má þar til dæmis nefna
Lífeyrissjóð verslunar-
manna, Verslunarráð, Versl-
unarbanka íslands og fleiri
aðila.