Morgunblaðið - 16.04.1980, Side 29

Morgunblaðið - 16.04.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980 29 TXTwTw. VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI undirskriftasöfnun til stuðnings framboðinu, en það verður létt verk og skemmtilegt, því að ekki mun skorta meðmælendur. Vilji er allt sem þarf, þá er sigurinn vís. 30. marz, 1980, Bjarni Jónsson. • Forsetaembættið óþarft Eg þakka kærlega „stuðnings- manni" mínum sem ritar í Velvak- anda h. 29. marz og einnig Eiríki hinn 9. apríl það traust sem þeir sýna mér með því að skora á mig, að gefa kost á mér til forsetakjörs. Eins og ég lofaði í Velvakanda þ. 2. apríl hef ég kynnt mér og hugsað málið. Það eru uppi skiptar skoðanir um hvort ég á að gefa kost á mér. Sumir segja að það væri það versta fyrir okkur í hugsjónar- hreyfinguni Valfrelsi og baráttu- mál okkar. Aðrir segja að framboð yrði það besta, því það myndi vekja athygli á Valfrelsi og bar- áttumálum okkar en þau eru algjör hugsjón hjá mér. Frá mínu sjónarhóli væri það frekar öfugt að farið, að ég gæfi kost á mér, því síðan ég kom heim, hef ég bent á að forsetaembættið í þeirri mynd sem það er nú í væri óþarfi og ætti að sameina forsætisráðherraemb- ættinu, og nota peningana, 100 millj. kr. á ári, til þarfari mála. Hitt er annað, ef þjóðin sam- þykkir að forsetinn notaði vald sitt, þá legg ég til að við finnum þann mann, sem mundi nota vald embættisins. Því miður hafa allir frambjóðendur lýst því yfir að þeir vilji enga breytingu á emb- ættinu. 25. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta." Einnig getur hann neitað að skrifa undir lög, t.d. þegar vísitalan er reiknuð á prósentum í staðinn fyrir krónutölu. Þegar forsetinn neitar að skrifa undir verða málin lögð fyrir dóm allra kosninga- bærra manna í landinu. Það eitt væri í áttina að bættu lýðræði. Eitt brýnasta mál þjóðarinnar, að mínu áliti, er endurskoðun stjórnarskrárinnar og bið ég þess vegna „stuðningsmann" minn og Eirík að fá sem flesta í lið við Valfrelsi og vekja stjórnarskrár- nefnd til að flýta endurskoðun- inni. Stjórnarskráin hefur verið í nefndum (á kaupi?) í nær 40 ár. Að mínu áliti er kominn tími til að SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Bandaríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Spraggetts, Kanada, og Walters Browne, sem hafði svart og átti leik. 27.... Rf3+!, 28. gxí3 (Ef 28. Dxf3 þá 28. ... d2, 29. Hdl - Db6+) He2. Hér leysti klukkan hvít undan frekari þjáningum, en framhaldið hefði orðið annaðhvort 29. Dfl Dd4+, 30. Khl - Dxf4 o.s.frv. eða 29. Dg3 — d2 30. Hdl — Db6+ og vinnur. stjórnvöld efni nú endurtekin lof- orð sín í sambandi við stjórnar- 'skrána og hætti að draga almenn- ig á asnaeyrunum. Eitt mundi ég þiggja og er það stuðningur til að komast í stjórnarskrárnefnd, en þó kauplaust. Sverrir Runólfsson. Dýraspítali er hendi fyrir Vegna skrifa Elísabetar L. Sigurðsson í Velvakanda sl. sunnudag vill stjórn Sambands dýraverndunarfélaga íslands taka fram eftirfarandi: Síðastliðin tvö ár hefir verið rekin í húsakynnum spítalans, Hjálpar- stöð fyrir dýr, í samræmi við skipulagsskrá sjálfseignarfélags- ins. Á þessum tveimur árum hafa a.m.k. 3—4 þús. manns leitað þangað vegna ýmissa vandamála varðandi dýr, og líklega helmingi fleirum hefir verið vísað til dýra- lækna. Hefir starfsemi þessi gefist mjög vel. Samdar voru reglur fyrir hjálparstöðina að amerískri fyrirmynd (Animal Care Center) og eru þær eftirfarandi: a) skyndihjálp við særð og sjúk HÖGNI HREKKVlSI 4-/4 © »*» McNaught Synd.. Inc. „60TT RJÁ þre A0 LUiv\6gA ÓVOLITIÐ 'A HÖ6MA ! i" Nýlegar rannsóknir í Júgóslavíu: Þeir sem drekka minnst lifa lengst DAUÐSFÖLL meðal drykkju- manna eru mun tíðari en meðal þeirra sem lítið sem ekkert drekka samkvæmt nýlegum rannsóknum sem gerðar voru í Júgóslavíu. Hingað til hafa margar rann- sóknir sýnt fram á það að þeir sem drekka eitt til tvö glös af víni hvern dag fá blóðtappa mun síður en þeir sem eru algjörir bindind- ismenn. Þetta kom einnig fram í rannsóknum sem fram fóru í Júgóslavíu og tóku alls sjö ár, en í henni tóku þátt menn á aldrinúm 35—62 ára og var enginn þeirra algjör bindindismaður. Hins vegar kom það í ljós þegar niðurstöður lágu fyrir að dauðsföll meðal þátttakendanna voru fæst meðal þeirra sem minnst drukku. Tala þeirra drykkjumanna sem létust af völdum hjartasjúkdóma var hærri en þeirra sem létust af völdum slysa eða slags. Ekkert samhengi fannst milli áfengis- neyslu og krabbameins. Miklir drykkjmenn virðast fá slag vegna hækkandi blóðþrýst- ings sem getur stafað af neyslu áfengisins. dýr, þar til þau komast undir læknishendi. b) þjónusta við hesta, þ.á m. afnot af röntgentækjum spítalans og öðrum tækjum, sem þörf er fyrir hverju sinni. c) móttaka og umönnun dýra, sem hafa villst frá heimilum sínum eða eigendur hafa yfirgefið eða óska ekki eftir að hafa hjá sér. Einnig umönnun dýra eftir ósk eigenda þeirra. d) leit að heimilum fyrir heimil- islaus dýr. e) rannsókn á kvörtunum yfir illri meðferð á dýrum. f) vinna í nánu sambandi við lögreglu og dýraverndarfélög, vegna slysa, sem dýr valda, svo og um öll ofangreind atriði. g) vinna að ábendingum um end- urbætur á löggjöf um dýra- vernd. h) hverskonar upplýsingastarf- semi um dýravernd s.s. útgáfa bæklinga og fleira í samvinnu við dýraverndarfélög. Stöðin er opin alla virka daga kl. 10—12 og 1—6 og auk þess er svarað í síma 76620 (Dýraspítali Watsons) 26221 (dýrahjúkrunar- kona) og 16597 (Samband dýra- verndunarfélaga Islands). Bandalag kvenna í Rvík: Skattaáþján hindri ekki aldraða í að búa í eigin húsi ELLI- og heilbrigðismálanefnd Bandalags kvenna i Reykjavík bar á aðalfundi samtakanna fram eftirfarandi tillögur: 1. Aðalfundurinn treystir því, að framfylgt verði þeim lögum, sem svo kveða á um, að allir þegnar landsins skuli jafnan eiga aðgang að bestu heilbrigð- isþjónustu, sem völ er á. Aldr- aðir verði þar á engan hátt afskiptir. Jafnframt bendir fundurinn á, að öldrunardeildir og langlegu- deildir þurfa að vera við helstu sjúkrastofnanir landsins, svo að aldraðir sjúklingar megi njóta þar þeirrar hjúkrunar og hjálpar, sem þeir eiga rétt á eins og aðrir. 2. Aðalfundurinn bein'r þeirri ósk til borgar og ríkis, að stuðlað verði að betri upplýsingaþjón- ustu fyrir aldrað fólk. Einnig að aukin verði hjúkrunarþjón- usta fyrir aldraða, 3—4 vikur á ári, sem hjálp fyrir þá, sem annast aldraða í heimahúsum. Jafnframt telur fundurinn það mikilsvert sem gert hefur verið fyrir aldraða og hefur þar sérstaklega í huga hina auknu aðstoð til sjalfsbjargar í heima- húsum og smíði ibúða handa öldruðum. 3. Aðalfundurinn beinir því til ríkis- og borgaryfirvalda að sjá til þess að ellilífeyrisþegum, sem hafa engar eða mjög tak- markaðar tekjur, verði ekki íþyngt svo með sköttum, að þeim sé ókleift að búa í eigin húsnæði. Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík sátu fundarkonur kaffiboð borgarstjórans í Reykjavik á Kjarvalsstöðum. 53? SIGCA V/öGA £ Á/LVE^ Íú U Yltf LfelQ í LÓ\(UN()YÍ,<b06úl? ftWMmWN M 49 HLtíHWh VCOV/O <5\V4 06 KlLNH 49 5KofcKA \\tW 0M AuX 0G 949 ÆR AL\IE& \Mo$A-y LtúOtí 0%.G0$ \ Wó ■^dA 9AGANA EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐI MORGUNBLAÐINU 9ó Aff m 49 yQK 'xiNmr £kk/ 'ósmULIGTW 949

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.