Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 1980
Yfirburðir
Ballesteros
SPÆNSKI Kolfsnillingurinn
Sevrino Ballesteros varð ör-
UKKur sÍKurveKari á hinni
árlegu meistarakeppni í
Kolfi sem fram fer jafnan í
Augusta í Georgiu-fylki. Eft-
ir keppnisdagana fjóra var
Ballesteros með fjórum
hóggum minna heldur en
skaeðustu keppinautarnir
Gib Gilbert og Jack New-
ton.Sló Ballesteros 275 högg
(66-69-68-72). Gilbert
og Newton slógu báðir 279
högg. Gilbert 70—74—68—
67 og Newton 68—74—69—
68.
Næstur kom svo Nubert
Green með 280 högg. Ballest-
cros hlaut í verðlaun 55.000
Bandaríkjadali, en þeir Gil-
bert og Newton 35.000 dali
hvor.
„íslensku“ liðin
fengu ekki á
sig mark
TEITUR Þórðarson og fé-
lagar hans hjá Öster byrj-
uðu nýja keppnistímabilið i
Sviþjóð ekki betur en þokka-
lega, en liðið varð að sætta
sig við jafntefli á heimavclli
gegn Elfsborg, ekkert mark
var skorað. Fyrsta umferðin
i sænsku knattspyrnunni fór
fram um helgina og urðu
úrslit þessi:
Haimst. — Djurgarden 0—1
Ilammarhy — Norrköp. 1 — 1
Landskrona — Sundsv. 4—0
Gautaborg — Brage 0—0
Malmö FF — Atvidab. 1 —0
Mjallby — Kalmar 0—1
öster — Elfsborg 0—0
Ekki verður annað sagt,
en að tölur þessar séu mjög
„ítalskar“ og sænsku fram-
herjarnir hafi verið feimnir
við að skora hvað svo sem
síðar verður. Þorsteinn Ól-
afsson og félagar hans hjá
Gautaborg eru vafalaust
óánægðir með sinn hlut. að-
eins jafntefli heima gegn
nýliðunum i deildinni
Braga. Það gerðu Árni Stef-
ánsson og félagar hans hjá
Landskrónu sem vann
stærsta sigur dagsins.
„Er bjartsýnn á sumarið“
— segir George Kirby, sem þjálfar Skagamenn í fimmta sinn
— ÞAÐ ER gott að vera kominn til Akraness aftur ok ekki spillti það
fyrir að ísland heilsaði mér eins og þegar ég kom hingað fyrst. með
snjókomu. sagði George Kirby knattspyrnuþjálfari AkurnesinKa í
samtali við Mbl. um helgina. en hann kom hingað til lands á
föstudaginn ásamt konu sinni PegKy og munu þau dvelja hér um
vikutíma. Enginn erlendur þjálfari hefur verið jafn sigursæll í
íslenzkri knattspyrnu og George Kirby og því þykja það vissulega
tíðindi þegar hann kemur hingað til starfa í fimmta sinn.
Kirby kom fyrst til Akraness
1974 og urðu Skagamenn Islands-
meistarar það ár og einnig árið
1975. Hann dvaldi við þjálfunar-
störf í Kuwait árið 1976 en 1977
kom hann aftur og gerði Skaga-
menn að íslandsmeisturum það ár
og bikarmeisturum í fyrsta skipti
árið eftir, 1978. Og nú er það
spurningin hvað Kirby gerir í
sumar, tekst honum að gera
Skagamenn að Islandsmeisturum
enn eitt árið? Þeir urðu íslands-
meistarar 1960 og 1970 og stefna
auðvitað að því að vinna titilinn
1980.
Komur meö þjálfarann
— Fln hvernig stendur á því að
Kirby, framkvæmdastjóri hjá
ensku deildarliði hefur tök á því
að þjálfa Akurnesinga í sumar? —
Það kom þannig til að Gunnar
Sigurðsson hringdi í mig þegar
ljóst var að þýzki þjálfarinn Hil-
pert gæti ekki komið og spurði
hvort ég gæti bjargað málunum.
Ég sagði honum að það væri
mögulegt en auðvitað væru því
skorður settar hve lengi ég gæti
verið hér á íslandi. Ég sagðist geta
sent æfingaprógram sem strák-
arnir gætu æft eftir undir stjórn
Harðar Helgasonar en sjálfur
kvaðst ég geta komið í maíbyrjun
og væntanlega verið eitthvað fram
í júlí. Ég hef mikinn hug á því að
lið mitt Halifax komi hingað í júlí
og verði hér í eina 10 daga við
æfingar og keppni og ef hægt
verður að koma því í kring get ég
verið lengur. Þjálfari Halifax,
Micky Bullock mun koma með mér
hingað og við raunum vinna sam-
an með liðið. Ég þarf að skreppa
út til Englands aftur í maí og
Micky verður með liðið á meðan.
Hann er góður þjálfari og var áður
framherji m.a. hjá Orient. Það
verður svo að koma í ljós hve
mikið ég get verið með Akranes-
liðinu í haust t.d. í Evrópuleikjun-
um. En ég er ekkert svartsýnn, við
eigum eftir að vinna vel saman um
mitt sumarið og svo mun Hörður
taka við og honum treysti ég vel.
— Nú hefur þú séð einn leik
með liðinu. Ertu bjartsýnn á
sumarið?
— Ég vil nú aðeins koma að því
fyrst, að ég taldi nauðsynlegt að
skjótast hingað í vikutíma núna
til þess að sjá strákana, vera með
þeim á æfingum og hitta Hörð
Helgason. Það er auðvitað ekki
hægt að dæma mikið eftir leik,
sem spilaður er gegn unglingaliði
á malarvelli og það í heldur
leiðinlegu veðri. En þó sá ég nóg
til þess að geta verið bjartsýnn á
sumarið. Flesta strákana þekki ég
frá fyrri tíð og veit hvað þeir geta
og mér leist vel á nýju strákana í
liðinu. Þrír þeirra léku allan
leikinn, Bjarni markvörður og
tengiliðirnir Kristján og Sigurður
og gat ég því fylgst vel með þeim.
Þeir eru sterkir leikmenn og
Bjarni virðist vera öruggur í
markinu. Það er mjög mikilvægt
að hafa traustan markvörð, sem
veitir öllu liðinu öryggi. Sigurður
er sterkur og ákveðinn og virðist
vera harður fyrir og Kristján er
ákaflega leikinn. Hann minnir
mig svolítið á Karl Þórðarson.
Bikar.sÍKurinn
hápunkturinn
— Hvernig hefur gengið hjá
félagi þínu Halifax í 4. deildinni
ensku í vetur?
— Þegar ég tók við stjórn
Halifax í nóvember 1978 var
útlitið allt annað en glæsilegt.
Liðið hafði aðeins hlotið 4 stig í 21
leik. Þetta lagaðist heldur og í
þeim 25 leikjum sem eftir voru
fékk liðið 22 stig og endaði því með
26 stig og þurfti að sækja um
I ~—
FLIOTT
&VEL!
Litmyndir
á Kodak
pappír
WÉmSA--
■
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆ
S: 20313 S: 36161 S: 82590
Umboðsmenn um land allt
endurkjör í deildina. Það lukkað-
ist og í fyrrasumar gerði ég
róttækar breytingar, seldi helm-
inginn af liðinu en hélt aðeins
eftir 8 mönnum. Ég keypti svo
nýja menn í staðinn fyrir þá sem
seldir voru. Við byrjuðum þetta
keppnistímabil vel en síðan fór að
halla undan fæti vegna meiðsla,
sem herjuðu á liðið. Um tíma voru
t.d. fjórir framlínumenn meiddir
og ég þurfti því að setja varnar-
menn í framlínuna og þetta kunni
auðvitað ekki góðri lukku að stýra.
Ég er þó vongóður um að Halifax
hljóti svo mörg stig að félagið
þurfi ekki að sækja um endur-
kosningu.
— I bikarkeppninni gekk okkur
miklu betur og hápunkturinn var
auðvitað sigurinn yfir Manchester
City í janúar. Sá árangur vakti
geysilega athygli og leikurinn var
sýndur um allt England í sjón-
varpi og blöðin spöruðu ekki
lýsingarorðin. Ég hafði nóg að
gera þennan dag, allir vildu fá
viðtal við framkvæmdastjóra 4.
deildarliðsins sem hafði öllum á
óvart unnið eitt frægasta félag
Englands.
— Ég kann vel við mig í
Halifax og við höfum flutt þangað
frá London. Ég gerði samning við
Halifax til þriggja ára og hann
rennur út haustið 1981. Það er
afar hentugt að búa í Halifax því
mörg góð knattspyrnulið eru í
grenndinni (Halifax er 10—12 km
frá Leeds og 30—40 km frá
Manchester, svo dæmi séu tekin)
og því góðir möguleikar á því að
sjá leiki annarra liða og þar með
svipast um eftir leikmönnum, sem
maður gæti hugsað sér að kaupa.
Hefur áhuga á
íslenzkum leikmönnum
— Hefur þú haft áhuga á
íslenzkum leikmönnum?
— Vissulega eru ýmsir leik-
menn hér á íslandi sem ég vildi
gjarna hafa í liðinu hjá mér en
þeir sem ég hef spurst fyrir um
virðast ekki hafa áhuga. Ég tel
það miður því án efa myndu
íslenzkir knattspyrnumenn hafa
gott af því að leika í Englandi og
þegar þeir á annað borð eru
komnir í deildarlið í Englandi
opnast þeim ýmsir möguleikar.
Ýmsir af beztu leikmönnum 1.
deildar í dag byrjuðu í 4. deild. Ég
tel að knattspyrnan í Englandi
hafi upp á miklu meira að bjóða
en t.d. Svíþjóð, sem nú virðist vera
vinsæl hjá íslenzkum knatt-
spyrnumönnum, jafnvel þótt um 4.
deildarlið sé að ræða.
— Hvernig er 4. deildin í Eng-
landi í samanburði við 1. deildina
hér á Islandi?
— Það er ómögulegt að gera
samanburð, þar sem ég hef ekki
séð íslenzk 1. deildarlið leika gegn
ensku 4. deildarliði. En það má
vissulega fá slíkan samanburð og
af því verður að Halifax komi
hingað í sumar, sem ég vona að
verði.
— Hvaða lið er bezt í Englandi
í dag?
— Það er eitt lið sem ber höfuð
og herðar yfir önnur lið í dag,
Liverpool. Svo miklir eru yfir-
burðir Liverpool að ef þú ferð til
veðmangara í dag og vilt veðja á
það hvaða lið verður Englands-
meistari vorið 1981 þarftu að
borga 4 pund fyrir hver 6 sem þú
fengir ef þú veðjar rétt.
— Telur þú að enska landsliðið
eigi möguleika á sigri í úrslitum
Evrópukeppni landsliða í sumar?
England á möguleika
— Já auðvitað á England mögu-
leika þar. Enska landsliðið hefur
verið á uppleið að undanförnu og
við eigum í dag marga unga og
góða leikmenn. Á síðustu árum
hafa komið fram leikmenn sem öll
lið vilja kaupa, Keegan, Francis,
Cunningham, Woodcock, Wilkins
og markverðirnir Shilton og Clem-
ence svo ég nefni nokkur nöfn. Það
er aðeins einn veikleiki í enska
landsliðinu í dag, vörnin. Það er
merkilegt því England hefur alltaf
átt góða varnarmenn en nú hefur
þetta breyzt.
— Eitthvað sem þú vilt segja að
lokum við stuðningsmenn Skaga-
manna?
— Ég endurtek að það er gott
að vera kominn til Akraness aftur
og ég hlakka til sumarsins. Ég
vona bara að ég eigi framundan
jafn ánægjulegt og árangursríkt
samstarf við lið ÍA og stuðn-
ingsmenn þess og áður fyrr.
- SS.
nmjnimi
Getrauna- spá M.B.L. s c 3 *; c 3 CT ST C- S»* Sunday Mirror Sunday People Sunday Exprcss News of the World s 3 CL PS H 2- S- 35 *1 90 T3 sr SAMTALS
1 X 2
Bolton — Stoke X X 1 1 1 X 3 3 0
Brighton — Middleshr. X X X X 1 1 2 4 0
Coventry — C. Palacc 2 X 1 X 1 1 3 2 1
Leeds — Aston Villa X 1 1 1 X 1 4 2 0
Livcrpool — Arsenal X 1 1 1 1 1 5 1 0
Man. City — Bristol C. 2 1 X X 1 1 3 2 1
Norwich — Man. Utd. 2 X 2 2 2 2 0 1 5
Nott. Forest — Derby 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Southampton — Ipswich 1 X 2 2 X X 1 3 2
Tottenham — Everton X 1 1 1 X X 3 3 0
W.B.A. — Wolves 1 X X X X 2 1 4 1
Birmingham — Luton 1 1 1 1 1 1 6 0 0