Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980 31 • George Kirby og konu hans PegKy var vel íagnað er þau komu til Akraness á íöstudaginn. Kirby fylgdist með leik Skagamanna og unglingalandsliðsins á laugardaginn og var þessi mynd tekin að leik loknum af Kirby í hópi þekktra knattspyrnumanna á Akranesi. Talið frá vinstri: Hörður Helgason aðstoðarþjálfari, Árni Sveinsson, Jón Gunniaugsson, George og Guðjón Þórðarson. Ljósm. SS. Skrípadómgæsla er Þróttur lagði ÍR — Dómararnir ráku 15 sinnum af leikvelli STUNDUM hefur maður orðið vitni að góðri dómgæslu í hand- boltaleik, stundum slæmri eins og gengur og gerist. En í gær- kvöldi, er ÍR og Þróttur léku fyrri leik sinn um setu í 1. deild að ári, gekk gersamlega fram af áhorfendum. Það var ekki slæm dómgæsla hjá þeim Jóni Frið- steinssyni og Árna Tómassyni, heldur væri réttara að kalla hana hneyksli. Þeir félagar létu sig hafa það að reka 15 sinnum leikmenn út af og þó að um harðan leik hafi verið að ræða, þá eru 15 brottrekstrar hreinn brandari. En menn vissu varla hvort þcir ættu að hlæja eða Góðir sigrar ÍSLENSKA badmintonlandsliðið hefur unnið góða sigra á Portú- gölum og ítölum í Evrópukeppni landsliða sem fram hefur farið í Groningen i Ilollandi síðustu dagana. Vann ísland bæði löndin 5—0, en hafði áður tapað naum- lega, 2—3 fyrir Pólverjum. ÚRSI.IT loikja í ensku knattspyrnunni urAu •sem hér segir i jtærkvoidi: 1. deild: Bolton — Coventry 1:1 2. deild: Kulham — Cardiff 2:1 3. deild: Swindon — Rotherham 6:2 Wimbledon — Oxford 1:3 4. deild: Huddersfield — Scunthorpe 2:1 Hartlepool - Wixan 1:1 Rochdale - Torquay 0:0 ísland í ÍSLENSKA unglingalansliðið í handknattleik hafnaði í fimmta sætinu á Norðurlandamóti ungl- inga sem fram fór i Finnlandi um helgina. Fékk islenska liðið þrjú stig, tvö fyrir stórsigur, 42 — 19 gegn Færeyjum og eitt fyrir jafntefli gegn Finnum, 27—27. Fyrsta leiknum -töpuðu íslend- ingar fyrir Svíum og var greint frá því í Mbl. á laugardaginn, en lokatölurnar urðu 13—21. Síðan kom naumt tap gegn Noregi, 27—30, þá jafntcflið gegn Finn- landi, 27—27, því næst tap fyrir Þróttur: 21 = 19 gráta. Vonandi verður ekki boðið upp á slíka dómgæslu í bráð, handknattleikurinn líður hrein- lega fyrir það. Til að kóróna allt saman, þá hófst leikurinn 12 mínútum síðar en hann hafði verið auglýstur vegna þess að það þurfti að bíða eftir þeim Jóni og Árna. Hvað um það, Þróttur vann stórmikiK’ægan sigur, 21—19, eft- ir að hafa verið 10—8 yfir í hálfleik. Nægir Þrótti því jafntefli í síðari leiknum, sem er annað kvöld, til þess að lyfta sér í 1. deild. En sigri ÍR, þá gildir ekki betri markatala þótt ótrúlegt sé. Verður þá að fara fram þriðji leikurinn og þykir þó flestum tveir vera meira en nóg. Leikurinn bauð ekki upp á glæsileg tilþrif fyrstu 10 mínút- urnar eða svo, til þess var tauga- slappleiki leikmanna of mikill. Fumið var mikið. En Þróttararnir róuðust mun fyrr auk þess sem þeir virtust hafa sterkara liði á að skipa. Þeir sigu fram úr smátt og smátt og þegar um 12 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik hafði liðið náð 7 marka forystu, 18—11. En þá náði brottrekstraraldan hámarki og má segja að Þróttarar hafi ekki verið með fullskipað lið síðustu 15 mínútur leiksins. ÍR-ingarnir fengu sinn skerf af brottrekstrunum, meira að segja 8 á móti 7 hjá Þrótti. En brott- rekstrar ÍR-inga dreifðust meira yfir leikinn allan, í stað þess að koma hver eftir annan á stuttum tíma. Nú, ÍR minnkaði muninn 5. sæti erkifjcndunuin Dönum, 19—25 og loks rassskelling Færeyinga, 42-19. Svíar urðu Norðurlandameist- arar, þeir hlutu 8 stig. Danir hlutu einnig 8 stig, en markatala þeirra var mun Iakari. En loka- staðan á mótinu varð þessi. Svíþjóð 5 4 0 1 130 - 91 8 Danmörk 5 4 0 1 122 - 93 8 Finnland 5 3 1 1 129- 94 7 Noregur 5 2 0 3 140-128 4 Island 5 1 1 3 128-122 3 Færeyjar 5 0 0 5 76-181 0 óðfluga, en vantaði herslumuninn og Þróttur seig fram úr aftur í lokin. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 8(6), Páll Ólafsson 5, Svein- laugur Kristjánsson 3, Einar Sveinsson 2, Olafur H. 2, Lárus Lárusson 1. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 6, Pétur Valdimarsson 5, Hörður Hákonarson 4(2), Bjarni Bjarna- son, Guðmundur Þórðarson, Bjarni Hákonarson og Sigurður Svavarsson 1 hver. — gg. UMFL vann UMFL varð bikarmeistari ís- lands í blaki, en liðið sigraði Þrótt 3—1 á Selíossi í gærkvöldi. Vann UMFL því tvöfalt, varð einnig íslandsmeistari. í kvenna- flokki sigraði Víkingur, vann Þrótt 3—0. Víkingur vann í bráðabana VÍKINGUR sigraði Fram 3—2 eftir bráðabana í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Fór leikurinn fram í ausandi rigningu og bauð upp á lítið annað en gusugang. Fram náði snemma forystu með sjálfs- marki, en eftir að Pétur Ormslev hafði verið rekinn af leikvelli fyrir að slá til mótherja, þyngdist sókn Víkinga. Þeim tókst loks að jafna með marki Jóns Björnsson- ar undir lok leiksins. Eftir bráðabanann var enn jafnt, 2—2, en í framlengingunni á bananum skoraði Heimir Karls- son fyrir víking en Marteinn lét verja frá sér. Var saga Fram þar með öll. Næsti leikur fer fram í kvöld klukkan 20.00, eigast þá við Valur og Ármann. KR-KA KR OG KA frá Akureyri eigast við í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í kvöld. Fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 18.50. Verður vafalaust hart barist, enda sæti í Evrópu- keppninni í húfi. Myndir af sigurvegurum á skíðamóti Andrésar Andar sem fram fór á Akureyri Guðrún Jóna frá Akureyri á Kristín Hilmarsdóttir 10 ára fullri ferð í sviginu. frá Akureyri sigurvegari í svigi Ljósm. sor. og stórsvigi. Ásta Ilalldórsdóttir sigurveg- Ragnheiður Ragnarsdóttir frá ari í stórsvigi 9 ára flokki Siglufirði 12 ára varð þriðja í stúlkna. svigi í sínum flokki. Jón M. Ragnarsson 10 ára Guðrún Jóna Magnúsdóttir 12 sigurvegari í svigi og stórsvigi. ára sigurvegari í svigi og stór- svigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.