Morgunblaðið - 16.04.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 16.04.1980, Síða 32
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980 Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags: Höfnuðu samningsdrögum Ólafs í Jan Mayen-deilunni Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags voru kallaðir saman til skyndifunda eftir hádegi i gær til þess að fjalla um samningsuppkast sem ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra vildi leggja til grundvallar samningagerð við Norðmenn í viðræðunum um Jan Mayen-deiluna, en viðræðurnar fóru fram í Ráðherrabústaðnum í gær og fyrradag. Einnig óskuðu þingmenn Framsóknarflokksins eftir þingflokksfundi með formanni flokksins, Steingrími Hermannssyni, þegar þeir fréttu af fundum hinna flokkanna, en þingmenn Fram- Meginatriði þessa uppkasts sem um var rætt voru: Ekki lá fyrir samkvæmt samningsuppkastinu viðurkenning Norðmanna á 200 mílna efnahagslögsögu á Jan Mayen-svæðinu. I samningsupp- kastinu fólst heldur ekki viðurkenn- ing Norðmanna á réttindum íslend- inga til hafbotnsins. Hins vegar skyldu Islendingar viðurkenna 200 mílna efnahagsútfærslu Norð- manna við Jan Mayen eða að minnsta kosti iáta hana óátalda. Norðmenn voru tilbúnir til þess að sóknarflokksins munu lítið hafa vitað um samn- ingahugmyndir Ólafs. Þingflokkar Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags höfn- uðu samningsuppkastinu sem algjörlega óað- gengilegu að svo miklu leyti sem það iá þá fyrir og ekki náðist samkomulag um málið í þing- flokki framsóknarmanna. Meirihluti fulltrúa stjórnmálaflokkanna í viðræðunefndinni hafnaði uppkastinu þegar eftir að það hafði verið lagt fram og boðaði til þingflokksfundanna til þess að staðfesta að ekki væri þingmeirihiuti fyrir samkomulagi. Norðurlanda fór hann fram á um- boð íslenzku ríkisstjórnarinnar til þess að ganga frá samningum í Jan Mayen-deilunni. Forsætisráðherra mun hafa verið hlynntur því en málið fékk ekki afgreiðslu í ríkis- stjórninni. Hins vegar hefur Olafur þá rætt málið við Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs, því í Morgunblaðinu 27. marz segir í frétt frá fréttaritara Mbl. í Ósló að utanríkisráðherra hefði tjáð honum að þótt Islendingum væri annt um að heildarlausn næðist, sem tæki til viðurkenna loðnuveiðar Islendinga við Jan Mayen í eitt til fimm ár, en Islendingar áttu að samþykkja að Norðmenn færðu út landhelgina við Jan Mayen samkvæmt norskum iögum. Samningaviðræðum í Ráðherra- bústaðnum lauk í gærkvöldi eftir þessa afgreiðslu á uppkastinu og varð samkomulag um að halda viðræðum áfram í Ósló dagana 7.—10. maí. Áður en Ólafur Jóhann- esson utanríkisráðherra hélt til Helsinki á utanríkisráðherrafund Tillögur ríkisstjórnarinnar að lánsfjáráætlun: Erlend lán verði 94,5 milliarðar króna — greiðslubyrðin í ár komin fram úr mörkum málefnasamningsins ið sett. Töldu þingmenn Framsókn- arflokksins, að þeir gætu við af- greiðslu síðari hlutans haldið niður- stöðutölunum við sín mörk. Nú felur hvorstveggja, fiskveiðimála og skiptingar auðlinda á hafsbotninum við Jan Mayen, þá væri óskynsam- legt að standa fast á tillögu íslend- inga frá því í fyrra, sem Norðmenn hefðu þegar hafnað fyrir aprílvið- ræðurnar á íslandi. Sagði Ólafur Jóhannesson í samtalinu að hann væri bjartsýnn á að aðeins yrði samið um lausn er tæki til fiskveiða við Jan Mayen. Fram eftir degi í gær taldi Knut Frydenlund að samkomulag myndi nást í gærkvöldi, en eftir hin ákveðnu viðbrögð þingflokkanna var ákveðið að fresta fundum. Hins vegar sögðu bæði fulltrúar Norð- manna og Islendinga í samtali við Mbl. í gærkvöldi að þokast hefði í rétta átt í viðræðunum, sérstaklega hvað varðar fiskveiðimálin. Sjá nánar viðtöl á bls. 3. Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs og ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra ræða saraan að loknum samningaviðræðum í gær. Ljósmynd Mbl. Emilía. FFSÍ styður kröfur og bar- áttu ísfirzkra sjómanna NÝJAR upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun og Seðlabanka um að greiðslubyrðin af erlendum lánum verði um 16% af útflutningstekjum ársins hefur valdið drætti á af- greiðslu þingliðs ríkisstjórnarinn- ar á síðari hluta lánsfjáráætlunar. Einkum hafa þessar upplýsingar valdið óánægju í þingflokki Fram- sóknarflokksins, sem fékk inn í málefnasamning ríkisstjórnarinn- ar ákvæði um að stefnt skuli að því að greiðslubyrði af crlendum skuldum fari ekki fram úr um það bil 15% af útflutningstekjum þjóð- arinnar á næstu árum, en þá var miðað við að greiðslubyrðin í ár yrði rösk 14%. Þessar nýju upplýs- OPINBER fyrirtæki og stofnanir hafa að undanförnu lagt fram beiðnir um gjaldskrárhækkanir, en þær eiga að taka gildi á þriggja mánaða fresti, 10 dögum fyrir útreikning framfærsluvísitölu. Hún verður næst reiknuð út í maibyrjun og tekur gildi 1. júní, svo að næst eiga opinberar hækk- anir að taka gildi 20.—30. apríl. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, liggja nú þegar fyrir allmargar hækkunarbeiðnir. Landsvirkjun hefur farið fram á 30% hækkun frá 1. maí, sem myndi þýða 12—13% hækkun á töxtum almenningsraf- veitna í smásölu ef samþykkt verð- ur. ingar þýða í raun að miðað við ákvæði málefnasamningsins er ekkert svigrúm til að taka erlend lán í ár, cn tillögur rikisstjórnar- innar að lánsfjáráætlun fela i sér erlendar lántökur að upphæð 94,5 milljarða króna. Fyrri hluti lánsfjáráætlunar hef- ur verið lagður fram á Alþingi og felast í honum erlendar lántökur upp á 21,4 milljarða króna. Seðla- bankinn hafði lýst þeirri skoðun að skuldasöfnun erlendis í ár mætti ekki fara yfir 70 milljarða króna og við myndun ríkisstjórnarinnar lögðu framsóknarmenn áherzlu á að erlendar lántökur í á'r yrðu um 80 milljarðar og þannig var 15% mark- Hitaveita Reykjavíkur hefur far- ið fram á 58% hækkun og fleiri hitaveitur víðs vegar um land hafa óskað eftir hækkun á töxtum. Þannig mun Hitaveita Akureyrar telja nauðsynlegt að hækka taxta um 40% umfram almennar kostn- aðarhækkanir. Póstur og sími hefur óskað eftir 15% hækkun á gjaldskrám frá 1. maí, Strætisvagnar Reykjavíkur hafa óskað eftir 44,8% hækkun og Skipaútgerð ríkisins hefur farið fram á 25% hækkun á farmgjðld- um. Ákvörðun um hækkanir verður tekin í ríkisstjórn eftir að gjald- skrárnefnd hefur gefið umsögn sína. síðari hluti lánsfjáráætlunar hins vegar í sér, að erlendar lántökur verði í heild 94,5 milljarðar króna og í síðari hlutanum eru ýmsir „fastir póstar", þ.á. m. um 30 milljarðar til Hrauneyjafossvirkjunar, 9 milljarð- ar til járnblendiverksmiðjunnar, 9 milljarðar til hitaveitna, 7 milljarð- ar til flugvélakaupa og 3 milljarðar til landbúnaðarins. Framsóknarmenn hafa enn neitað að fallazt á þennan síðari hluta, en samkvæmt upplýsingum Mbl. munu þeir telja erfitt um vik að skera hann mjög niður. Aðrir stjórnarlið- ar vísa til þess, að í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar segi einnig, að efri mörk erlendrar lántöku verði þó ákveðin nánar með hliðsjón af eðli framkvæmda með tilliti til gjaldeyrissparnaðar og öflunar" og segja flestar framkvæmdanna þess eðlis. Framsóknarmenn benda hins vegar á, að breytilegir vextir séu æ algengari varðandi erlend lán og að verðbólga erlendis og hækkandi vextir, sem þegar hafi sett greiðslu- byrði úr böndum á þessu ári, muni segja enn betur til sín hér eftir. SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR Farmanna- og fiskimannasambands íslands var haldinn í fyrradag. Á fundinum var samþykkt stuðnings- yfirlýsing við félagsmenn Sjó- mannafélags ísfirðinga í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Álykt- unin er svohljóðandi, en hún var samþykkt samhljóða: „Fundur stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands, hald- inn mánudaginn 14. apríl, lýsir yfir fullum stuðningi við réttmætar kröf- ur ísfirzkra sjómanna, sem að stærstum hluta eru fremur mann- réttindamál en kröfur um launa- hækkanir. Jafnframt fordæmir fundurinn það moldviðri rangfærslna og ósann- inda, sem þyrlað hefur verið upp til að gera málstað sjómanna tortryggi- legan í augum almennings. Harmar stjórn sambandsins að enn þann dag í dag skuli til þeir menn, sem láta sér sæma að viðhafa slíkan málflutn- ing.“ Á blaðsíðum 12 og 13 í Morgun- blaðinu í dag eru fréttir og viðtöl vegna verkfallsmálanna fyrir vestan. Þar kemur fram, að ísfirzkir sjó- menn telja sjómenn í Bolungarvík hafa svikið sig og rofið þá samstöðu, sem nauðsynleg er. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða segir Bolungarvíkursamkomulagið skrípaleik, sem hljóti að veikja samningsstöðu sjómanna um ókomna tíð. Karvel Pálmason, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins í Bolungarvík segir hins vegar, að samningamálin vestra hafi verið komin í hnút, sem á hefði þurft að höggva, lausn hafi ekki verið í sjónmáli, enda hafi Pétur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson, for- maður Útvegsmannafélags Vest- fjarða lýst því í útvarpinu á föstudag, að tilgangslaust væri að halda sátta- fund. Af hverju? — spyr Karvel. Þá segir og Sjómannafélag ísfirðinga samningagerðina í Bolungarvík smánarlega. Utvegsmannafélag Vestfjarða samþykkti í gærmorgun samkomu- lagið í Bolungarvík, en Verkalýðsfé- lagið hafði gert það síðla á mánu- dagskvöldið. Bensínið: Hækkunin 261% síð- an um mitt ár 1978 Á TÆPLEGA tveimur árum hefur bensín hækkað í verði um 261% hér innanlands. í júlí 1978 kostaði bensínlítrinn 119 krónur. Síðan hefur bensínið hækkað níu sihnum í verði, síðast á mánudaginn upp í 430 krónur lítrinn. Opinberar hækk- anir framundan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.