Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 fltofgtmfrlfifrife Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Kattarþvottur Þjóðviljans Skattstiginn, sem mælir fólki og fyrirtækjum tekjuskatt, hefur vafizt fyrir ráðherrum vikum saman og afgreiðsla hans dregizt, vegna endurtek- inna mistaka og ágreinings í stjórnarliðinu. Hver „leiðrétting", sem á drögum skattstigans hefur verið gerð, hefur jafnharðan ver- ið túlkuð sem skattalækkun í Þjóðviljanum. Ef fer sem horfir í skattlækkunar- skreytni blaðsins horfir illa fyrir tekjuöflun ríkissjóðs annó 1980. Þannig sló Þjóð- viljinn því enn upp sl. miðvikudag, að nýjasta „leiðrétting“ fjármálaráð- herra á eigin tillögum að skattstiga þýddi 5500 millj- óna króna skattalækkun hjá láglaunafólki, hvorki meira né minna. Sannleikurinn er hins vegar sá að nýjustu skatt- stigatillögur ríkisstjórnar- innar þýða a.m.k. 2ja til 3ja milljarða hækkun tekju- skatta í heild frá vinstri stjórnar sköttum liðins árs, miðað við nýjustu upplýs- ingar um tekjuaukningu milli ára og gjaldstofn til álagningar nú. Síðasta breyting ríkis- stjórnarinnar á skattstiga hækkar skatta hjóna um 40 þúsund krónur, miðað við fyrri tillögur hennar sjálfr- ar, hvort sem um háar eða lágar tekjur er að ræða. Samkvæmt upplýsingum reiknistofu háskólans veld- ur lækkun persónufrá- dráttar í 505 þúsund krón- ur 2.6 milljarða tekjuauka hjá ríkissjóði. Hækkun lág- marksfrádráttar einstakl- inga og breyting gagnvart einstæðum foreldrum kost- ar ríkissjóð sömu fjárhæð. Hér er því einungis um tilfærslu í skattbyrði að ræða en alls ekki skatta- lækkun eins og af er látið. Þar að auki fjara áhrif eftirgjafar til einstaklinga út við 4.9 m.kr. tekjumark- ið, en samkvæmt upplýs- ingum kjararannsóknar- nefndar vóru meðaltekjur verkamanna á sl. ári 5.1 m.kr. Þessi svokallaða eft- irgjöf nær því ekki til verkamanns með meðal- tekjur. Ef borið er saman við skattalög, sem lagt var á eftir 1978, er skattahækk- un nú á meðaltekjur verka- manns tæpar 200.000 krón- ur, þegar allt er talið. Frásögn Þjóðviljans er því hrein fréttafölsun og katt- arþvottur af lélegra taginu. Þjóöartekjur, lífskjör og framleiðni ví hefur verið haldið fram að kaupmáttur launa, sem rýrnaði nokkuð 1979, haldi áfram að rýrna 1980 — og að ekki sé svigrúm í þjóðarbúskapn- um fyrir grunnkaupshækk- anir. Þetta er rökstutt með versnandi viðskiptakjörum, olíuhækkun og verðlækkun erlendis á útflutnings- framleiðslu okkar, og minnkandi þjóðartekjum. Við þessar aðstæður var það skylda ríkisvaldsins að draga saman segl í ríkis- útgjöldum og lækka skatt- heimtu, til að rýra ekki ráðstöfunartekjur fólks og rekstrarfjármagn fyrir- tækja enn frekar og um of. — Því miður valdi ríkis- stjórnin þveröfuga leið. Hún þyngdi bæði útsvör og tekjuskatt. Hún hækkaði söluskatt og hélt fast við alla nýju vinstri stjórnar skattana frá fyrra ári, sem sumir höfðu þó heitið að fella niður í kosningasátt- mála við kjósendur sína. Jaðarskattar í hæsta skattþrepi geta nú orðið sem hér segir: tekjuskattur með álagi til byggingar- sjóðs 50,5%, útsvar 12,1%, sjúkratryggingargjald 2% og kirkjugarðsgjald 0,2% — eða samtals 65 skatt- krónur af hverjum 100 aflakrónum. Þá er enn eftir hlutur skattheimtu í toll- um, vörugjaldi, söluskatti, bensíngjaldi — og öðrum stjórnvaldsleiðum til að „telja niður“ vöruverð í landinu. Svo háir jaðarskattar eru ekki hvati til aukins vinnu- framlags, nýs framtals né aukinnar verðmætasköpun- ar í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti draga þeir úr hvers konar vinnuáhuga. Ríkjandi skattastefna kem- ur og í veg fyrir eiginfjár- myndun í atvinnurekstri og þar með eðlilegan vöxt, endurnýjun, tæknivæðingu og framleiðniaukningu fyr- irtækja. Hún vinnur því gegn æskilegum vexti í verðmætasköpun og þjóð- artekjum, sem ráða lífskjörum þjóðarinnar; en slíkur vöxtur er óhjá- kvæmilegur undanfari sambærilegra lífskjara hér og í nágrannalöndum. Hún tefur og fyrir þeirri iðn- þróun, sem að er stefnt, og mæta á aukinni atvinnu- þörf vaxandi þjóðar. Og þar sem þjóðartekjur eru, ef grannt er skoðað, gjald- stofn til álagningar ríkis- skatta vinnur hún í raun gegn tekjuhagsmunum rík- issjóðs, ef horft er lengra en niður á tær sér. Og ekki þjónar ofsköttun á borð við þá, sem nú er að stefnt, yfirlýstum markmiðum í baráttu gegn verðbólgunni. i Reykjavíkurbréf Laugardagur 26. apríl Vidburdarík- ur vetur Veturinn, sem kvaddur var í vikunni, hefur verið viðburðaríkur bæði í stjórnmálum innan lands og á alþjóðavettvangi. Skipbrot annars ráðuneytis Ólafs Jóhann- essonar, þingrofið, Alþingiskosn- ingarnar, stjórnarkreppan og myndun ríkisstjórnar þeirrar, sem nú situr, allt eru þetta atburðir, er síðar verða taldir til mikilla tíðinda. Sömu sögu er að segja um töku bandaríska sendiráðsins í Teheran í byrjun nóvember og þvinganir þær, sem starfsmenn þess hafa síðan verið beittir af óaldalýðnum, sem hefur þá í haldi. Innrás Sovétmanna í Afganistan og ófyrirsjáanlegar afleiðingar hennar bæði fyrir íbúa landsins og stöðuna á þessu svæði, sem skiptir sköpum fyrir heimsfriðinn, hefur gjörbreytt sambandi stórveldanna í austri og vestri. Á líðandi stundu ræður mestu, að framvinda mála verði með þeim hætti, að fremur dragi úr viðsjám en þær aukist. Eftir rúmlega tveggja mánaða setu ríkisstjórnarinnar er ljóst, að inn- an hennar er ekki samstaða um nokkur þau úrræði í efnahagsmál- um, sem bæta hag þjóðarinnar. Þvert á móti stefnir allt í þá átt, að íhlutun ríkisvaldsins í málefni manna muni stóraukast: Skattpín- ingarstefnan slævir frumkvæði í atvinnumálum og stuðlar að stór- auknum vanda í kjaramálum. At- vinnurekendur og samtök laun- þega hafa sameinast í mótmælum gegn þessari stefnu. í stað þess að liðka fyrir um lausn kjaramál- anna hefur ríkisstjórnin aukið á vandann. Langlundargeð verka- lýðsrekenda, sem ganga erinda skattkónganna, hefur leitt til innri átaka í verkalýðshreyfing- unni og greinilegt er, að vaxandi óánægja með forystu þeirra eykur enn á óvissuna. Hið eina jákvæða við þá þróun er, að skilningur eykst á nauðsyn þess að efla lýðræðið í verkalýðshreyfingunni. Er nauðsynlegt að Alþingi hafi forystu um að óskir launþega í því efni nái fram að ganga. Taka sendiráðsins í íran hefur gjörbreytt viðhorfi Bandaríkja- manna til alþjóðamála. Þar fagna menn harðorðum yfirlýsingum um, að óþolandi sé fyrir svo öflugt ríki að láta þannig lítillækka sig. Hins vegar er leiðin út úr vandan- um ekki auðrötuð, það sýnir mis- heppnaða björgunartilraunin best. Vegna þeirrar hörku, sem færst hefur í Bandaríkjamenn vegna þessa máls og aukins áhuga þeirra á alþjóðamálum, þola þeir banda- mönnum sínum illa, að þeir séu tregir til að styðja bandarískan málstað bæði gagnvart stjórn Irans og Sovétmönnum eftir inn- rás þeirra í Afganistan. Þrátt fyrir nokkurn skoðanamun hafa ríki Efnahagsbanaalags Evrópu og Japans nú ákveðið að grípa til efnahagsaðgerða gegn íran. Þá virðist einsýnt, að æ fleiri þjóðir muni fyrir 24. maí n.k., þegar frestur til þátttökutilkynninga rennur út, ákveða að senda ekki íþróttamenn til Olympíuleikanna í Moskvu. Leikarnir verða greini- lega ekki nema svipur hjá sjón og er erfitt að sjá þau rök, sem mæla með því, að íslenskir íþróttamenn geri sér ferð þangað. Raunar er óskiljanlegt, hvaða hag þéir sjá sér af þátttöku eins og málum er komið. Þjóðarmorð í Afganistan? Leppstjórn Sovétríkjanna í Afg- anistan ákvað 22. janúar sl. að banna öllum blaðamönnum, sem ekki eru yfirlýstir málsvarar kommúnismans, aðgang að her- numdu landi sínu. Þess vegna eru fréttir af þeim hörmungum, sem landsmenn verða að þola, mjög stopular. Einstaka menn hafa þó leitað upplýsinga um það, sem er að gerast í Afganistan með því að ræða við flóttamenn þaðan. Einn þeirra er Bandaríkjamaðurinn Mike Barry en frásagnir hans hafa vakið heimsathygli og orðið tilefni til sérstakra andsvara af hálfu sovéskra stjórnvalda. Mike Barry er 31 árs og búsett- ur í Frakklandi. 15 ára hélt hann fyrst til Afganistan og lærði tungu þjóðarinnar, þegar hann dvaldist þar langdvölum á árunum 1963 til 1973. A sínum tíma var hann í hópi þeirra, sem ákafast börðust gegn Víetnamstríðinu. í febrúar og mars á þessu ári fór hann til landamæra Afganistan fyrir Alþjóðlegu mannréttinda- nefndina og aflaði upplýsinga um ástandið í landinu hjá flótta- mönnum. Eftir rannsóknaferðina dró Mike Barry niðurstöður sínar saman með þessum hætti: 1) Allir flóttamennirnir lýstu hryllilegum áhrifum „eldsprengju", þ.e. nap- alm-sprengju. 2) Þeir höfðu allir að minnsta kosti einu sinni orðið vitni að því, er sovéskir skriðdrek- ar og brynvarðar þyrlur gjöreyddu þorpum. 3) Allir sögðu frá pynt- ingum og margir minntust þess, að menn hefðu verið grafnir lif- andi. 4) Margir greindu frá því, að sovéskir fangaverðir stjórnuðu fangelsum landsins, einkum í höf- uðborginni Kabúl. 5) Nokkrir lýstu undarlegu gasi, sem sovésku hersveitirnar notuðu. Mike Barry segir, að afganska þjóðin hafi breyst: „Hún er buguð og sannfærð um, að hún eigi í höggi við andstæðing, sem virði engar reglur og ætli sér að ganga af henni dauðri." Og hann telur, að einskonar sjálfsmorðskennd hafi heltekið þjóðina, hún vilji fremur deyja en berjast. Vitnin, sem hann ræddi við, endurtóku mörg orð, sem eignuð eru foringja í stærsta fangelsinu í Kabúl: „Við látum milljón Afgana lifa, það nægir til að byggja upp sósíal- ismann." Þegar Mike Barry hafði birt þessar niðurstöður sínar í Frakk- landi tók sovéski sendiherrann þar sig til og skrifaði blaðagrein, þar sem hann lýsir Mike Barry ósannindamann. Sendiherrann heitir Stepan Tchervonenko og var á sínum tíma sendur til Tékkó- slóvakíu til að koma málum þar í „eðlilegt horf“ eftir innrás Var- sjárbandalagslanda í landið 1968. Eins og einn dálkahöfundur frönsku blaðanna segir, er það sjaldséð að sovéskir sendiherrar taki sig til og svari gagnrýni á föðurland KGB. Og hann spyr: Hvorum á að trúa, sendiherranum eða þeim, sem vettvangskönnun- ina gerði? Hvad gera framsókn- armenn? Miðstjórn Framsóknarflokksins kemur saman til fundar þessa dagana. Aldrei þessu vant bíða menn þess með nokkurri óþreyju að lesa stjórnmálaályktun árs- fundar miðstjórnarinnar. Valda- aðilar Framsóknarflokksins hafa ekki komið saman til svo fjöl- menns fundar síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð við mikil fagnaðarlæti flokksformannsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.