Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 Sigríður Guðmunds dóttir—Minning Fædd 11. ágúst 1897. Dáin 24. mars 1980. Hinn 24. mars sl. lést að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund frænka mín, Sigríður Guðmunds- dóttir fyrrum húsfreyja í Núps- túni, Hrunamannahreppi. Sam- kvæmt hennar eigin ósk fór jarð- arförin fram í kyrrþey. Það var í fullu samræmi við allt hennar líf og starf. Þar fór allt fram í kyrrþey. Sigríður var fædd 11. ágúst 1897 að Fjalli á Skeiðum, dóttir hjón- anna Guðríðar Erlingsdóttur f^á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og Guðmundar Ófeigssonar frá Fjalli, Skeiðum. Sagt hefur mér verið af fólki, sem þekkti Sigríði frænku mína unga, að henni hafi flestir vegir staðið opnir. Hún var óvenjuleg- um kostum búin, framúrskarandi gáfum og glæsileik. Og ævistarf hennar varð mikið. Það var ekki unnið á opinberum vettvangi. Það var ekki auglýst í biöðum eða borið á torg. Aldrei fékk hún heiðursmerki fyrir störf að líknarmálum, enda ekki í sam- bandi við orðunefnd. En hún vann og starf hennar var óvenjulegt. Hún þrælaði alla tíð og sleit sér svo gjörsamlega út fyrir aðra, að í bókstaflegum skilningi var ekkert orðið eftir af henni sjálfri undir lokin. Ung giftist hún Guðmundi Guð- mundssyni frá Núpstúni í Hruna- mannahreppi og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Heimili þeirra var alla tíð opið gestum og gang- andi og hugsa ég, að mörgum hefði blöskrað slík örtröð, sem þar oft var. En þó veitingar væru þar ávallt góðar, þá voru það þó hinar andlegu veitingarnar, sem flestir hljóta að minnast. Ef einhvers- staðar var vandræðagepill í fjöl- skyldu, þar með talin undirrituð, þá var talið sjálfsagt að senda slíkan böggul að Núpstúni til frekari umfjöllunar. Almenn bú- störf í sveit eru mikið starf, en starf húsfreyjunnar í Núpstúni var svo miklu, miklu meira. Fáa getur rennt grun í, hvílíkt þrek- virki þar var oft unnið. Má með sanni segja, að „öllum kom hún til nokkurs þroska". Tengdaforeldra sína annaðist Sigríður, þar til yfir lauk. Faðir hennar kom að Núps- túni rúmliggjandi sjúklingur. Hún græddi sár hans og hjúkraði í mörg ár eða allt þar til hann dó. Síðustu árin dvaldi Sigríður á Grund í Reykjavík, farin að heilsu og kröftum. Hinum ytri gildum hafði hún fyrir löngu kastað fyrir róða. Hún hafði að vísu alla tíð ánægju af fögrum hlutum, en þá aðeins öðrum til handa. Sjálfri sér lifði hún'aldrei. Ef til vill hefur einhverjum þeim, sem hitti hana ekki fyrr en síðustu árin, klædda tötrum, virst þar bara beininga- kona. En fleiri munu hinir þó, sem skynjuðu reisn hennar og skildu, að þar fór höfðingi. Eitt var, sem hún aldrei þoldi og það var hræsni. Sannarlega hefði hún get- að gert orð Þorsteins, móðurbróð- ur síns, að einkunnarorðum lífs síns. .Mík lanKar af) sá enxa lyKÍ þar finni, sem lokar aA síAustu bókinni minni.“ Manni hennar, Guðmundi, sem nú er sjúklingur á Sjúkrahúsi Selfoss, votta ég mína dýpstu samúð. Sömuleiðis sonum hennar tveim, Jóhanni Má og Brynjólfi, svo og tengdadóttur. Missir þeirra er mikill, sem átt hafa slíka móður. Sjálf er ég þakklát fyrir allt, sem hún kenndi mér. Helga Friðfinnsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. Laugardaginn 29. mars sl., í yndislegu veðri, fór fram í hinni nývígðu Fossvogskapellu hljóðlát og falleg kveðjuathöfn um látna heiðurskonu. Geislar morgunsól- arinnar sendu birtu og yl inn í þessa litlu kapellu, þann yl, sem mér fannst ætíð stafa í svo ríkum mæli frá frú Sigríði Guðmunds- dóttur frá Núpstúni í Hruna- mannahreppi og fer því fólki senn að fækka sem alla ævi hefur stritað myrkranna á milli án þess að kvarta og oft á tíðum farið ótroðnar slóðir. Sigga, eins og hún var ávallt kölluð, er nú horfin yfir móðuna miklu og kemur ekki framar fyrir sjónir okkar mannanna. Ég sem þessa siðbúnu kveðju skrifa, átti margar ógleymanlegar ánægjustundir í Núpstúni, og eiga þessar línur ekki að rekja æviferil hennar, heldur að vera örlítill þakklætisvottur fyrir alla hennar hlýju og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Sigga var ein af þeim óeigin- gjörnu og dugmiklu konum sem alltaf var boðin og búin til hjálpar öðrum. Heimili hennar var ávallt þéttsetið gestum og gangandi og alltaf var Sigga söm og jöfn, tók á móti öllum með sínu hlýja viðmóti og myndarskap. Sigga var og verður ætið ofar- lega í huga mér, því að frá því er ég fyrst man eftir mér, hefur verið einhver ævintýraljómi yfir Núps- túni. Ekkert sumar gat liðið án þess að komið væri til „Siggu og Guðmundar í Núpstúni“. Þau unnu bæði myrkranna á milli við búskapinn en nutu þó alltaf þeirra gesta er komu, þó svo að þeir hafi oft valdið meiri töfum frá sveita- búskapnum á góðviðrisdögum heldur en hitt, en alltaf var þeim fagnað. Sigga var ábyggilega orðin södd lífdaga enda vinnudagurinn orð- inn langur og strangur en þó að heilsan væri farin að gefa sig, vildi hún ekki láta neinn hafa fyrir sér, vildi sjá um sig sjálf. Hún hafði alltaf verið sjálfstæð, jafnt í skoðunum sem og í vinnu. Hún var ein af þeim konum sem gekk að hvaða verki sem var, hvernig sem viðraði og hvernig sem heilsan var, það var aldrei kvartað. Hún var vel greind og hreinskiptin kona og sagði um- búðalaust sína meiningu en þeir sem best þekktu hana, vissu að undir niðri sló stórt og hlýtt hjarta, sem öllum vildi vel og ekki síst þeim sem minna máttu sín. Ég efast um að þau hafi verið mörg sveitaheimilin sem jöfnuð- ust á við Núpstún, hvað þá það sem sneri að kaupafólki og börn- um sem dvöldu þar á sumrum. Sýndi sig þá best allur myndar- skapurinn og hlýjan sem hús- bændurnir báru með sér, því sama fólkið og sömu börnin komu ár eftir ár í Núpstún og varð það eins og þeirra annað heimili. Sigga var ávallt vakin og sofin yfir fólkinu sínu og gerði miklu meira heldur en henni bar að gera. Hún unni heimili sínu og vann því allt þar til kraftar hennar voru þrotnir og að hún varð að yfirgefa það. Lá leið hennar þá á Elli- og hjúkrun- arheimilið Grund, þar sem hún dvaldi síðustu árin. Náttúrufegurð í Núpstúni er mikil en skugga hefur nú brugðið á, þegar hinir góðu húsbændur er unnu jafnt nætur sem daga fyrir jörðina sína og fólkið sitt, eiga ekki afturkvæmt þangað. Það er stórt skarð fyrir skildi þegar slík valmenni eru ekki lengur leiðar- ljós fyrir hina yngri en þeim sem hlotnaðist sú hamingja að mega njóta þeirra, minnast nú allra þeirra mannkosta, hlýju og ósér- hlífni sem Sigga hafði í svo ríkum mæli. Ekkert var of gott fyrir aðra. Að Siggu er mikil eftirsjá og ég veit að henni hefur verið vel fagnað nú er hún hefir skipt um íverustað en ég og fjölskylda mín getum huggað okkur við það að einhvern tíma munum við hittast aftur. Guðmundi, eiginmanni Sigríðar, sem nú dvelur á sjúkrahúsi Sel- foss og ástvinum öllum sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hjartans þökk fyrir allt og allt elsku Sigga mín. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubiii. t Faðir minn JÓHANN G. KRISTJÁNSSON, fré Blönduósi, Grettisgötu 20 C, andaðist 25. apríl í Elliheimilinu Grund. Alda Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn, ÞORGRÍMUR EINARSSON, garöyrkjubóndi, verður jarösunginn frá nýju kapellunni í Fossvogi, miövikudaginn 30. apríl kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Sigrtöur Guöbjartsdóttir. + Útför fööur okkar, HALLDÓRS SIGURÐSSONAR, fyrrum bónda frá Efri-Þverá, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. aprft kl. 10.30. Börn hins látna. Faöir okkar. + BENEDIKT SVEINSSON, hú8asmíöameistari, Austurbrún 2, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 29. apríl kl. 15. Valur Benediktsson, Kristborg Benediktsdóttir, Lára Benediktsdóttir, Áslaug Benediktsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNARJÓNATANSSON, Laugateig 17, fyrrv. formaður og ráðunautur Búnaöarsambands Snæfells- og Hnappadalssýslu, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöju- daginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabbameinsfólagiö. Hildur Vigfúsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Vigfús Gunnarsson, Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Oskarsson. + Útför mannsins míns og fööur okkar, ÞORGRÍMS GUÐMUNDSSONAR, Meistaravöllum 19, sem andaöist 16. apríl sl. fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 29. aprft kl. 10.30. Jónfríöur Ólafsdóttir, Guömundur Þorgrímsson, Þóröur Þorgrímsson. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, THEÓDÓRA ODDSDÓTTIR, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, aprft. kl. 3 e.h. þriöjudaglnn 29. Ásgeir Þórarinsson, Dúa Þórarinsdóttir, Baldur Eíríksson, Brynja Þórarinsdóttir, Ása Þórarinsdóttir, Gunnar Bergsteinsson, Óli Geir Þorgeirsson. og barnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, STEINGRÍMS MATTHÍASSONAR, frá Holti, Skólavöröustíg 22C. Fyrir hönd vandamanna. Skúli Matthíasson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, ÞÓRÐAR JÓHANNS SÍMONARSONAR, frá Bjarnastööum. Ásta María Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför, GUNNARS KRISTJÁNSSONAR, vélsmiös, Tryggvagötu 4, Selfossi, (áöur Mýrargötu 10, Reykjavík). Elín Pálsdóttir, Siguröur Gunnarsson, Edda Garðarsdóttir, Kristján Gunnarsson, Eygló Jónasdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Helgi Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.