Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 28

Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 Barna- og fjölskyldusíðan Þórir S. (iuðbcrKsson Rúna (i isIadóHir BR3B Lítill leikur Alltaf er gaman aö leika sér hvort sem maður er ungur eöa gamall. Þessi leikur er í því fólginn aö þreifa á hlutum, sem látnir eru í kassa eða öskju og síðan á viðkomandi aðeins aö þreifa á þeim meö fingrunum og geta hvaða hlutir hann þreifar á. Meðan einn er látinn fara út úr herberginu (eða tveir ef menn vilja ekki skipta um hluti í hvert skipti, sem nýr þátttakandi fer fram), eru vald- ir hlutir í kassann og geta það verið hvaða hlutir sem vera skal nema beittir og oddhvassir (hættulegir). Síðan er handklæði eða léreft sett yfir kassann og þá er að reyna að „þreifa sig áfrarn" og sjá hver hefur næmar tilfinningar! FJÖLSKYLDAN MÍN Sendið sögur, ljóð, gátur og myndir um fjölskylduna eða einstaka meðlimi fjölskyldunnar. Hvað langar ykkur að fjölskyldan geri, hvar eigið þið heima, hvað er að gerast kringum ykkur, hvað er það skemmtilegasta sem þið vitið, kunnið þið ekki einhverjar skrýtlur, gátur eða skemmtilegar sögur? ? ? Setjist nú niður og sendið okkur fáeinar línur. Teiknið greinilega og merkið myndirnar með nafni og heimilisfangi aftan á blaðið. Teikning: Guðrún Jónsdóttir, 8 ára, Hraunbæ, Reykjavík. Texti: Við erum á leiðinni í afmæli. Frá vöggu til grafar Sigrún Hildur Krist- jánsdóttir, 10 ára, Hlíðabyggð 36, Garðabæ. Þarna er Dísa 5 ára úti að Hér er Dísa orðin 30 ára. leika sér. Þetta er hún Dísa litla. Hún er tveggja mánaða, enda ný skírð. Dísa 60 ára amma. Hér er Dísa tíu ára, bráð- Dísa gamla er orðin 90 um stór stelpa. úra. Hér er Dísa 15 ára ungl- ingur. Hérna er Dísa gamla dáin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.