Morgunblaðið - 27.04.1980, Síða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
ÞORSTEINN Valdimarsson gaf límrunni nafn, — þeim bragarhætti, er
í enskumælandi löndum heitir „limerick44 og er þar „máttug
þjóðaríþrótt", eins og Þorsteinn Gylfason hefur komizt að orði. Annars
er uppruni hennar af ýmsum rakinn til írlands, þar sem borg og hérað
heitir Limerick, en fornar sögur nefndu Hiymrek.
Það er almenn skoðun að bezta limra á enska tungu hljóði svo:
There was a young lady of Riga
who smiied as she rode on a tiger.
The returned from the ride
with the lady inside,
and the smile on the face of the tiger.
Ég veit ekki hver orti fyrstu limruna á íslenzku. Eftir 1940 skiptust
þeir Jóhann S. Hannesson og Kristján Karlsson á iimrum vestur á
Kyrrahafsströnd og um svipað ieyti var „Hann var sjómaður
dáðadrengur“ eftir Ragnar Jóhannesson sungið í revíu, undir sama
bragarhætti, en í þvi kvæði, „eyðiieggur eiginlega limrikkina þessi
ljóðræna“ eins og sagt var við mig í síma, og 1965 koma Limrur
Þorsteins Valdimarssonar út og þar með hafði bragarhættinum verið
gefið nafn. Síðar kemur Þorsteinn Gyifason til sögunnar.
í Forspjalli að Limrum Þorsteins Valdimarssonar segir m.a.:
„Bernskuslóðir limrunnar eru á Bretlandseyjum, og þar er hún fyrst í
letur færð í annálum Gæsamömmu. Og við hið gæsasæla Lagarfljót
verður hennar vart hér á landi á öndverðri átjándu öld hjá glettnum
prestfugli, Grími Bessasyni. Hann yrkir svo fyrir biskupsorð út af
kraftaverkasögu í Nýjatéstamentinu:
Undarlegur var andskotinn
er hann fór í svínstötrin.
Öllum saman stakk hann
ofan fyrir bakkann,
helvítis hundurinn!"
Þess verður getið sem gert er
Þorsteinn Valdimarsson
Valtýr Pétursson hefur gaman af limrum. Hann segir, að þær gefi
fólki meira tækifæri til að delera en endranær, — en þess þurfi það
einmitt með!
Af því limran er svona í laginu
Þorsteinn Gylfason
„Eg var eins og vera ber,“
mælti Vera. „En ekki hver?
Fæst má nú gera..."
Og fyrr má nú vera
en vera eins og Vera ber.
Afmælis-
kveðja til KK
Er nú munur á afmæli og ámæli?
Næstum enginn. Með hóflegu flámæli
er ámælisvert
ef ekkert er birt
til að afmæli komist í hámæli.
„Nei, mér lýsa engin orð,“
mælti æsileg hringastorð.
„En þess ber að gæta
að mér er að mæta
ef við mætumst á annað borð.“
Limgerður námsmær á Laugum
var á laugardagskvöldum með
draugum.
„Þeir gera allt sem ég vil
því þeir eru ekki til
og taka mann þannig á taugum."
Af því limran er svona í laginu
er hún laglegri en allt af því taginu.
Og hún leikur oss grátt
þótt hún hafi ekki hátt.
Og svo hættir hún alveg á slaginu.
(Þegar vér erum fullnuma í faginu.)
Helvernd Vor höfuð linna ekki hótunum og hneigja sig eftir nótunum frá margnefndum séff, Morð h.f — Vér mótmælum allir með fótunum. Ó. Glerson & Plast Gróssér Ó. Glerson & Plast fékk í gær nokkuö merkilegt kast: allir, hvert sem hann sneri, voru úr gangsæju gleri — nema gleraugun, í þeim var plast.
Kratar Gamla Vilmundarvitið er vitanlega orðið slitið á stöku stað — svo þeir stíga ekki í það nema stundum, eins og þiö vitiö. Rýnir Hann glottir á tölti um tréö við tönn, sem hann rótnagar með. En þó það sé skrýtiö, þá skaöar hún lítið. — Það er slefan, sem tekur á tréö. Werther Þess verður getið, sem gert er, sagði Goethe og skrifaði Werther, — lét hann ganga út á hlað og gera þaö, sem gert er oftar en vert er.
Kristján Karlsson
Tóta frá Tindriöastöðum var töluvert lesin í blöðum og Ijóðum og vísum, jafnvel leiðarvísum. En þaö lagaðist, sagöi hún, með böðum. Það er ekki spurning um ef, þér eruö með vandræöanef það gýs og ber rangt, það gengur of langt sem gestur á jörð og með kvef.
Bjartsýni Ef dytti ég niður dauður einn dag eins og hver annar sauður, þó illt sé aö kveðjast hlyti einhver að gleðjast sem á eftir mér sæi oní hauður. Sagði María litla frá Læk: „Ég er Ijóöelsk, en hefi þann kæk að svipta mlg fötum og þar fram eftir götum, en á fáguöum prósa er ég tæk.“ „Ég man ekki meira í flýti,“ sagöi maður, sem flaut á spýtu. Hann drukknaði óðara, en hann drukknaði fróöari um dauða og minni og spýtu.