Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 14

Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 WILLIAM STEPHENSON Sir William Stephenson var yfirmadur leyniþjón- ustu Breta vestanhafs í síðari heimsstyrjöldinni. Leyniþjónusta hans teygdi anga sína víðs vegar um heim. Hann var heiðraður af bæði Bretum og Bandaríkjamönnum fyrir störf sín í síðari heims- styrjöldinni. Sir William Stephenson er af íslenzku bergi brotinn, móðir hans var íslenzk. 1. grein Þáði engin laun fyrir starf sitt Sir William Stephenson þáði engin laun fyrir starf sitt á styrjaldarárunum, raunar lét hann af hendi stórfé því þegar heimsstyrjöldinni lauk, hafði hann eytt um milljón dollurum af eigin fé til málstaðar banda- manna. Hann var vellauðugur þegar hann hóf afskipti sín af styrjöldinni. BSC hafði aðalstöð- var sínar í New York og sir William — eða litli Bill eins og hann var gjarna nefndur af sam- starfsmönnum sínum, fór sjaldan þaðan. Það var helst að hann færi til Washington og Lundúna. I Washington hafði hann náið sam- band við „Stóra Bill“ Donovan, einn nánasta ráðgjafa Roosevelt forseta og síðar yfirmann leyni- þjónustu Bandaríkjanna og Edgar Hoover, yfirmann FBI. í Lundún- um hafði hann náin samskipti við Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta. Sir William var 44 ára gamall þegar hann tókst á hendur hið mikla verkefni að samræma og stjórna leyniþjónustu Breta í Vesturheimi. Þeir sem þekktu hann, muna eftir lágvöxnum manni, grönnum, teinréttum með hið fjaðurmagnaða göngulag hnefaleikarans. A sínum yngri árum varð sir William meistari í hnefaleikum, léttvigt, innan bandaríska hersins. Hann barst ekki á í starfi sínu, og bandaríska leikritaskáldið Robert Sherwood kallaði hann „The Quiet Canad- ian“. Bók með þeim titli kom út hér á landi 1963 í þýðingu Her- steins Pálssonar, undir titlinum Dularfulli Kanadamaðurinn. Átti íslenzka móður William Stephenson átti íslenzka móður. W.J. Líndal, dóm- ari skrifaði grein um uppruna sir William Stephensons í tímaritið „The Icelandic-Canadian" árs- fjórðungsrit íslenzk-kanadíska fé- lagsins í Winnipeg. Þar segir, að William Samuel Clouston Steph- enson hafi fæðst af írskum ættum, en móðir hans, hét Gyðfinna, var af íslenzku bergi brotin. Þau hjón áttu þrjú börn, tvær dætur auk Williams, sem var þeirra yngstur. Sonurinn var aðeins ársgamall þegar faðir hans féll frá og móðir hans andaðist skömmu síðar. William fór þá í fóstur til íslend- inga, Stephensonhjónanna, sem bjuggu i grenndinni. Hann ólst upp hjá þeim og þau ættleiddu hann. Á heimilinu voru fjögur börn fyrir. William og Guðmund- ur, sem ávallt var kallaður Mundi, voru mjög samrýndir og héldu saman í öllu eftir því, sem við varð komið. William var settur til náms í Argyllemenntaskólanum, sem talinn var góður skóli á þeirra tíma mælikvarða. Þar nam hann undirstöðu stærðfræði og annarra fræða, sem síðar gerðu honum kleift að ná mjög langt á hinu tæknilega sviði. Ian Fleming: — Hátt á hetjuskrá minni er William Stephenson Meðal þeirra, sem störfuðu und- ir stjórn sir Williams á stríðsár- unum var metsöluhöfundurinn Ian Fleming — höfundur James Bond bókanna. Ian Fleming skrif- aði alllanga grein í Lundúnablaðið The Sunday Times hinn 21. októ- ber 1959. Þar segir meðal annars: „Á þessum tímum þegar ráðist er á hvern þann, sem á stalli stendur (hvernig hefði Nelson sloppið?) — á ég mínar hetjur, þótt slíkt sé engan veginn í tízku og vottur um þrjósku. Þar sem ég var næstelst- ur okkar bræðra, mun mér óhætt að segja, að þetta hafi allt átt upptök sín í því, að ég dáði eldri bróður minn, Peter, sem hetju af því að hann varð að gerast höfuð ættarinnar, þegar faðir okkar féll árið 1917. En þetta eltist ekki af mér, og nú er svo komið, þótt það sé vafalaust barnalegt, að ég á marg- litan sæg af hetjum, allt frá drottningunni og hertoganum af Edinborg til sir Winstons Chur- chills, og margra annarra, sem mundu verða undrandi ef þeir vissu, hversu mjög ég dái þá fyrir eins fornar dyggðir og hugrekki, hreysti eða skyldurækni við mál- efni eða fósturjörð. Mig grunar — og ég vona raunar — að 99,9% af hundraði íbúa þessarar eyju eigi sér hetjur innan fjölskyldu sinnar eða utan. Ég er sannfærður um, að slíkar hetjur eru nauðsynlegir lífsförunautar. Hátt á hetjuskrá minni er einn helsti leyniþjónustumaðurinn í síðasta stríði, sem mun á þessari stundu, ef gert er ráð fyrir tímamuninum, sitja við hlaðið skrifborð í lítilli vinnustofu i fjölbýlishúsi á bakka Austurár í New York. Símanúmerið finnst ekki í síma- skránni. Símefnið er eins og á stríðsárunum. Óragur (Interpid). Við hlið vinnustofunnar er þiljuð vínstúka og handan hennar bað- herbergi. Tíðar kvartanir mínar vegna ofsalega stórrar Lux-sápu hafa reynst árangurslausar. Heimsmaður ætlast til að gestir hans komi á fund hreinir um hendur. Menn spyrja mig oft, hversu mjög „hetjunni" í æsisögum mínum, James Bond, svipi til ósvikins leyniþjónustumanns. Því er fyrst til að svara, að James Bond er í rauninni ekki hetja, heldur áhrifaríkt og sérstaklega fallegt, hrottalegt verkfæri í höndum ríkisstjórnar og þótt hann sé samruni margra kosta, sem ég kynntist í fari leyniþjón- ustumanna og víkinga síðasta stríðs, er hann vitanlega mjög rómantísk útgáfa af hinum sanna njósnara. Hinn raunverulegi spæjari, sem kann að vera sessu- nautur yðar, um leið og þér lesið þetta, er af allt öðru sauðahúsi. En maðurinn, sem nú situr einn í vinnustofu sinni í New York, er svo miklu nær njósnurum skáld- sagnanna og þó svo fjarlægur James Bond og „okkar manni í Havana" að einungis þegar hann hefur verið sviptur kápu nafnleys- isins, sem hann hefur borið síðan 1940, gerum við okkur ljóst, okkur til mikillar furðu, að miklir af- burðamenn geta verið til, og að slíkir menn geta verið afburða- njósnarar og hetjur, hvernig sem á þá er litið. Bill Stephenson drap sig næst- um á vinnu á stríðsárunum þegar hann framkvæmdi leynilegar að- gerðir og tók oft að sér mjög hættuleg verkefni (starfsemi hans náði hámarki í Gouzenko-málinu, sem leiddi til handtöku Fuchs), sem aðeins er hægt að drepa lauslega a í þeirri hrífandi bók, sem Montgomery Hyde, hefur af einhverjum ástæðum verið leyft að skrifa — fyrstu bókinni um brezkan leyniþjónustumann, sem mér er kunnugt um, að gefin hafi verið út með blessun hins opin- bera...“ „Sjaldan hefur hæglátur maður...“ David Bruce, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum skrif-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.