Morgunblaðið - 27.04.1980, Síða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
Afstaða
Sovétríkjanna
til íslands
Eins og áður sagði voru Sovét-
ríkin ekki beinlínis hiynnt því í
upphafi, að strandríki fengju yfir-
ráð allt að 200 mílum út frá
ströndum sínum. í ágúst 1975
sendu þau orðsendingu til íslensku
ríkisstjórnarinnar, þar sem þau
drógu eindregið í efa rétt okkar til
að færa einhliða út í 200 sjómílur
og útiloka þannig sovésk fiskiskip
frá hefðbundnum miðum sínum.
En þann 4. desember 1975 birtist
um það frétt í Morgunblaðinu, að
sjávarútvegsráðuneytið í Moskvu
eða aðilar á þess vegum hafi leitað
eftir því við íslenska aðila að fá
hér á landi viðgerðaaðstöðu fyrir
sovésk fiskiskip á Atlantshafi og
ennfremur spurt, hvort heimilt
yrði að flytja hingað sveitir við-
gerðamanna, sem hafa mundu
eftirlit með viðgerðum á togurun-
um og framkvæma meiriháttar
viðgerðir og loks hvort heimilt
yrði að flytja áhafnir þeirra sov-
ésku fiskískipa, sem hingað kæmu
til viðgerða, til Moskvu og aftur til
íslands að viðgerð lokinni.
Sérréttindi
við fisksölu
Það hefur verið stefna sovéskra
stjórnvalda að reyna að koma sér
upp sem bestri aðstöðu næst
fengsælustu fiskimiðunum. Fram
á síðustu ár hafa 53% af heildar-
afla Sovétríkjanna fengist á Atl-
antshafi og einn þriðji þess afla í
Norðaustur-Atlantshafi.
Fiskveiðar skipta miklu fyrir
prótín-öflun Sovétmanna og hafa
þær aukist jafnt og þétt. Eru
Sovétríkin nú nettó-útflytjendur á
fiskafurðum, og ég hef séð, að á
árinu 1974 keyptu þau aðeins
sjávarafurðir frá tveimur löndum,
það er að segja 2000 lestir af
ferskum og frystum fiski og ka-
víar frá íran og 11.500 lestir af
sjávarafurðum frá íslandi. íranski
kavíarinn var fluttur út aftur til
Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna
til gjaldeyrisöflunar. En engar
sögur fara af því hvað varð um
íslenska fiskinn, hins vegar sýnir
þetta okkur, að íslenskar sjávaraf-
urðir njóta mikillar sérstöðu í
Sovétríkjunum og hefur hún verið
rakin til olíuviðskiptanna við þau.
I apríl 1977 var gerður samningur
milli ríkisstjórna íslands og Sov-
étríkjanna um vísinda- og tækni-
samvinnu og samráð á sviði sjáv-
arútvges og rannsókna á lifandi
auðævum hafsins og er þar gert
ráð fyrir skipan samstarfsnefndar
þjóðanna til að vinna að markmið-
um samningsins.
Jan Mayen-málið
Nýlegar fréttir benda til þess,
að Sovétmenn hafi skipað sér við
hlið íslendinga í Jan Mayen-mál-
inu. Þeir telji það hagsmunum
sínum fyrir bestu, að ekki takist
samkomulag milli Islendinga og
Norðmanna og þannig verði annað
hvort komið í veg fyrir útfærslu
eða rekinn fleygur milli okkar og
Norðmanna. 14. ágúst 1979 sendi
Novosti-fréttastofan sovéska frá
sér tilkynningu, þar sem segir
meðal annars: „Hvað viðvíkur
yfirlýsingum í norskum blöðum
varðandi þann möguleika að lýst
verði yfir 200 mílna lögsögu um-
hverfis Jan Mayen, þá líta sovésk-
ir fiskveiðisérfræðingar svo á, að
þar til þriðja hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna hefur lokið
störfum, væri vart hyggilegt að
stíga nokkur spor er Ieiða kynnu
til aukinnar spennu á þessu haf-
svæði." Vorið 1979 mun það hafa
gerst að lokinni venjulegri voræf-
ingu sovéska flotans við Island, að
nokkur skip efndu til sérstakrar
æfingar á svæðinu frá Langanesi
til Jan Mayen.
Mjög
afdrifaríkt
Mér sýnist augljóst af því, sem
ég hef hér rakið, að í landhelgis-
málum hafi Sovétmenn tekið þá
ákvörðun að sýna okkur vinsemd
um leið og þeir gerðu grein fyrir
sjónarmiðum sínum og drægju
réttmæti ákvarðana okkar í efa.
Raunar má rekja þessa vinsemd
allt aftur til útfærslunnar í 4
mílur, en eftir löndunarbann
Breta þá var viðskiptasamningur-
inn gerður við Sovétmenn 1953.
Þeir hafa vafalaust metið stöðuna
þannig, að með slíkri framkomu
gætu þeir aflað sér nokkurra
vinsælda og lagt inn fyrir fram-
tíðina um leið og þeim miðaði
vonandi eitthvað í áttina að höf-
uðmarkmiði sínu, að koma íslandi
út úr vestrænu samstarfi. Tilmæl-
in um viðgerðaaðstöðuna 1975 má
bæði túlka sem rangt mat á eigin
vinsældum og sem lið í almennri
viðleitni sovéskra yfirvalda til að
skapa flota sínum sem besta
aðstöðu á sem flestum stöðum í
heiminum.
I mínum augum yrði það mjög
afdrifarík breyting á sambandi
íslands og Sovétríkjanna frá
íslenskum sjónarhóli, ef farið yrði
að óskum þeirra um viðgerðaað-
stöðu fyrir fiskiskip hér á landi. í
eðli sínu yrði um einskonar flota-
stöð að ræða, sem væri í beinu
sambandi við Mosk'vu eftir loft-
brú. Með slíku skrefi myndi sam-
band ríkjanna gjörbreytast. Sov-
étríkin hefðu fengið fótfestu í
landinu. I skjóli hennar yrði unnt
að búa um sig hernaðarlega og
hún myndi gera stórvirkum fisk-
veiðiflota þeirra kleift að athafna
sig með árangursríkari hætti í
nágrenni landsins. Samkvæmt
reynslu Norðmanna af samvinnu
við Sovétmenn um veiðar á svo-
nefndu gráu svæði í Barentshafi
má búast við því, að sovésk skip
hér við land virði að vettugi
ákvæði um möskvastærð og fisk-
lengd. I norðurhöfum stunda þau
stórfellt smáfiskadráp, ef marka
má ummæli Norðmanna.
Stórt
sendiráð
Þegar rætt er um athafnasemi
Sovétríkjanna á Islandi er þeirri
spurningu líklega oftast varpað
fram, hvað allir þessir sovésku
sendiráðsmenn séu eiginlega að
gera hér. Samkvæmt upplýsingum
utanríkisráðuneytisins voru
starfsmenn sovéska sendiráðsins
Stjórnarpóstberar
sovéska sendiráðsins
með farangur sinn á ieið
til Moskvu.
37 í byrjun þessa árs og makar
þeirra 32 eða samtals 69 Sovét-
borgarar skráðir hér á landi með
persónuskilríki. Mörgum hrýs
hugur við þessum fjölda og öllum
þeim húseignum, sem Sovétmenn
hafa eignast í hjarta borgarinnar
á samtals 3600 fermetrum.
Ekki eru öll störf sovéska sendi-
ráðsins unnin í kyrrþey, því að
áróðursmiðstöð þeirra, Novosti,
þar sem starfa sovésk hjón og þrír
Islendingar, sendir fjölmiðlum svo
að segja daglega á íslensku eða
ensku útdrátt úr sovéskum blöð-
um. Þessir fregnmiðar hafa und-
anfarna mánuði einna helst haft
að geyma fúkyrði í garð Norð-
manna ef ekki beinar hótanir
samhliða hefðbundnu sovésku
friðarhjali. Þá gefur Novosti einn-
ig út blaðið Fréttir frá Sovétríkj-
unum en eftir rekistefnu íslenskra
stjórnvalda fékk áróðursskrifstof-
an íslending til að vera ábyrgð-
armann þess.
KGB o g
sendiráðin
Um dagleg verkefni hins mikla
fjölda sendÍTáðsstarfsmanna
liggja ekki fyrir mikið af staðfest-
um upplýsingum. 1963 var þó
tveimur sovéskum sendiráðs-
starfsmönnum vísað úr landi fyrir
að falast eftir því við íslenskan
mann, að hjann aflaði upplýsinga
fyrir þá, einkum á Keflavíkur-
flugvelli. Úr öllum löndum berast
fréttir um njósnastarfsemi sov:
éskra sendiráðsstarfsmanna. í
Sviss voru nýlega meira en 200 af
600 sovéskum diplómötum og
starfsmönnum alþjóðastofnana
afhjúpaðir sem starfsmenn KGB;
sovésku njósnamiðstöðvarinnar. I
Frakklandi varð hún fyrir
skömmu fyrir miklu áfalli, þegar
sovéski aðalræðismaðurinn í Mar-
seilles var handtekinn með gögn
frá útsendara sínum í franska
flugiðnaðinum. Ræðismaðurinn
var strax rekinn úr landi og í
byrjun mars sl. var sá, sem sendur
var í hans stað einnig gerður
Mynd þessi er
tekin 1976 og
sýnir Brezhnev
undirrita eitt-
hvert skjal í við-
urvist þeirra
þriggja ráða-
manna, sem
mest samskipti
hafa við erlend
ríki, þótt með ólík-
um hætti sé. Frá
vinstri: Patol-
ichev utanríkis-
viðskiptaráöherra,
Andropov for-
stjóri KGB og
Gromyko utan-
ríkisráöherra.
STÓRPÓLITÍSKA MARKMIÐIÐ AÐ K0MA ÍSLANDI ÚR ATLANTSHAFSBANDALAGINU