Morgunblaðið - 04.05.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 04.05.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Askriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Fá fyrirtæki standa á jafn traustum grunni meðal íslensku þjóðarinn- ar og Eimskipafélag íslands hf. Hluthafar í fyrirtækinu eru rúmlega þrettán þúsund og starf- semi þess er burðarásinn í samgöngum íslands við umheiminn. Á aðalfundi Eimskipafélagsins í fyrra- dag kom fram að efnahag- ur þess er traustur og stendur föstum fótum, eins og Halldór H. Jónsson stjórnarformaður félags- ins komst að orði. Eigið fé fyrirtækisins nemur rúm- um 9 milljörðum króna. 1979 var tap á rekstri þess að upphæð 46 milljónir króna og 5% samdráttur í heildarflutningum Eim- skips. Tapið og samdrátt- inn má rekja til átta vikna verkfalls farmanna á fyrri hluta síðasta árs og tregðu stjórnvalda til að heimila nauðsynlegar verðhækkan- ir í samræmi við hækkað- an tilkostnað. Síðari hluta árs 1979 stóð reksturinn undir sér og bætti að hluta þann taprekstur, sem orðið hafði fyrri hluta ársins. Ástæðurnar fyrir rekstrarvanda Eimskipa- félags íslands á síðasta ári eru sígildar í íslenskri efnahagsstarfsemi. Óróinn á vinnumarkaðinum hefur valdið ómældu tjóni fyrr og síðar. íhlutunarsemi ríkisvaldsins í atvinnu- reksturinn með lítt ígrund- uðum ákvörðunum í verð- lagsmálum hefur til þessa ekki skilað þeim árangri í viðureigninni við verðbólg- una, að sannaður sé áhrifamáttur hennar. Þvert á móti má með rökum halda því fram, að þeim mun afturhaldssam- ari sem vinstri stjórnirnar eru í svokölluðum verð- lagsmálum því hraðar eykst verðbólgan. Er eng- inn vafi á því, að þessi afturhaldsstefna, sem er eina „vopn“ Alþýðubanda- lagsins gegn verðbólgunni hefur stuðlað mjög að lág- um launum hér á landi og tiltölulega hægum fram- förum í mörgum greinum. Á aðalfundi Eimskipa- félagsins kom fram ótví- ræður vilji stjórnenda þess til að takast á við fram- tíðarverkefnin af þeim stórhug, sem jafnan hefur einkennt rekstur þess. Undir forystu hins nýja forstjóra Harðar Sigur- gestssonar hefur verið tek- in upp ný skipan í innra skipulagi fyrirtækisins. Og nú stendur fyrir dyrum endurnýjun á skipakosti Eimskips og óskir hafa verið settar fram við yfir- völd Reykjavíkurhafnar um breytingar á aðstöðu félagsins við höfnina. Hér á landi hefur ný tegund flutningaskipa ver- ið kynnt undanfarin ár. Þar reið skipafélagið Bif- röst hf. á vaðið og síðan hefur Hafskip hf. beitt sér fyrir nýjungum á þessu sviði. Stjórn Eimskipafé- lagsins hefur markað stefnu í þessu efni, sem miðar að því að fækka skipum félagsins og stækka þau. Verður áherslan að líkindum lögð á svonefnd RoRo-skip (þyrftu málhagir menn að finna gott íslenskt heiti, sem lýsir þessum skipum). Endurnýjun skipastólsins hefst strax á þessu ári, og hún krefst breytinga á aðstöðu Eimskips við Reykj avíkurhöfn. Hugmynd stjórnenda Eimskipafélagsins er sú, að öll starfsemi þess flytj- ist í Sundahöfn og þar verði sem mest af vöru- afgreiðslurekstri þess sett á einn stað, en hann er nú á tíu stöðum í gömlu höfn- inni, í Sundahöfn og með- fram strandlengjunni á milli hafnanna. Greinilegt er, að nokkurrar tregðu hefur gætt hjá borgaryf- irvöldum til að verða við óskum fyrirtækisins í þessu efni og enn hefur ekki náðst samkomulag milli aðilanna um viðbót- arlandrými félagsins í Sundahöfn, þótt það telji, að 1975 hafi það fengið vilyrði fyrir því. Að óreyndu verður því ekki trúað, að afstaða borgaryf- irvalda verði til þess að tefja fyrir framgangi þeirrar endurnýjunar á skipastóli landsmanna, sem nauðsynlegur er tal- inn að bestu manna yfir- sýn. Og það er dæmafá skammsýni hjá stjórnvöld- um, ef þau átta sig ekki á því, að hagkvæmni í rekstri er miklu áhrifarík- ari til að halda niðri verð- lagi en íhlutunarsemi þeirra. Eins og eðlilegt er um jafn öflugt fyrirtæki og Eimskipafélag íslands, þá hafa af og til staðið um það sviptingar. Af keppi- nautum hefur verið varað við ofurvaldi þess á mark- aðnum og baráttan um viðskiptavinina hefur á stundum verið hörð. Til félagsins var stofnað í því skyni að tryggja sem hag- kvæmasta flutninga íslendinga í höndum þeirra sjálfra, þess vegna stendur það á svo traust- um grunni meðal lands- manna. Öllum er ljóst, að þessum tilgangi verður ekki náð með einokun og því er hún andstæð eðli Eimskipafélags íslands. Félag á traust- um grunni ÍReykj aví kurbréf Laugardagur 3. maí Skattaglaður fjármálaráð- herra Tvennt hefur vakið mesta at- hygli manna þá þrjá mánuði, sem núverandi ríkisstjórn hefur setið að völdum: skattagleði fjármála- ráðherra og dugnaður hans við að leggja nýja skatta á landslýð og afdráttarlausar yfirlýsingar hans um, að grunnkaupshækkanir komi ekki til greina. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, kveðst vera staðráðinn í því að tryggja greiðsluhallalaus fjár- lög og í því skyni hefur hann á fyrstu þremur mánuðum fjár- málaráðherraferils síns lagt nýja skatta á þjóðina, sem nema 650 þúsund krónum á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Þessa upphæð verða menn að greiða til viðbótar við 600 þúsund krónur á hverja fimm manna fjölskyldu vegna skattahækkana vinstri stjórnarinnar á síðasta ári. Nú er það ekkert nýtt, að fjármálaráð- herrar ieggi áherzlu á að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög. En þessi fjármálaráðherra er svolítið öðru vísi en aðrir fjármálaráðherrar. Hann er fyrsti sósíalistinn, sem gegnir þessu embætti. Hingað til hefur þess ekki orðið vart í málflutningi sósíalista hér, að greiðsluhallalaus fjárlög væru lífsnauðsyn. Það hefur hvorki ver- ið á stefnuskrá Sósíalistaflokksins eða Alþýðubandalagsins, að það væri nauðsynlegt að afgreiða hallalaus fjárlög. Þvert á móti hafa kommúnistar talið margt nauðsynlegra í fjármálastjórn ríkisins en það að afgreiða halla- iaus fjárlög. Með málflutningi sínum í vetur um nauðsyn hallalausra fjárlaga hefur Ragnar Arnalds hins vegar markað nýja stefnu fyrir Alþýðu- bandalagið. Hann hefur viður- kennt efnahagskenningar borg- aralegra hagfræðinga þess efnis, að hallalaus fjárlög séu ein for- senda þess að hægt sé að ráða við verðbólgu. Hann hefur sveigt stefnu Alþýðubandalagsins í átt til stefnu lýðræðisflokkanna þriggja sem allir hafa lagt ríka áherzlu á hallalaus fjárlög þótt misjafnlega hafi oft tekizt um framkvæmdina. Þannig hefur sósíalistinn Ragnar Arnalds við- urkennt í orði það meginmarkmið borgaralegra stjórnmálaflokka að reka ríkissjóð hallalausan. Batn- andi manni er bezt að lifa í þessum efnum sem öðrum en hitt er svo annað mál, hvort flokks- bræður fjármálaráðherrans telja hann vera að framkvæma stefnu Alþýðubandalagsins í ríkisfjár- málum. Það er hins vegar mál á milli kommúnista innbyrðis og mun höfundur þessa Reykjavíkur- bréfs ekki blanda sér í þær hugmyndafræðilegu deilur, sem vafalaust eiga eftir að rísa innan Alþýðubandalagsins af þessum sökum. Því miður hallar á ógæfuhliðina hjá fjármálaráðherra, þegar að því kemur að framkvæma það lofsverða markmið að afgreiða fjárlög án greiðsiuhalla. Hann kann ekki til þess önnur ráð en þau að leggja á nýja og nýja skatta. Ragnar Arnalds er skatta- glaðasti fjármálaráðherra, sem setið hefur á þeim valdastól, síðan Eysteinn Jónsson fór úr fjármála- ráðuneytinu í desember 1958 við lítinn orðstír. Þegar hann sér fram á aukin útgjöld ríkissjóðs kann hann engin önnur ráð til að standa undir þeim en að seilast í vasa almennings. Kannski munu Alþýðubandalagsmenn fyrirgefa honum hin borgaralegu markmið, sem hann hefur sett ríkissjóði vegna þess að hann ætlar að ná þeim með hefðbundnum sósíalísk- um aðferðum, b.e. að leggja álögur og byrðar á almenning í landinu, jafnt ríka, sem fátæka. En eins og allir vita byggjast öll sósíalísk þjóðfélög um heimsbyggðina á því, að valdhafarnir þræla alþýðunni út og nota áróðurstæki sín til að halda því fram, að sú þrælkun sé framkvæmd í þágu alþýðunnar sjálfrar. Ragnar Arnalds er á góðri leið með að gera íslendinga að skattaþrælum. Þegar svo er komið að menn verða að vinna marga mánuði ársins einungis til þess að greiða skatta til ríkisins þá er orðið tímabært að tala um skattaþrælkun. Og þegar svo er komið að fólk telur það ekki svara kostnaði að vinna vegna skatta er hægt að tala um skattaþrælkun. Vissulega væri það auðveld lausn fyrir fyrirvinnu fjölskyldu, sem sér fram á meiri útgjöld vegna heimilisins en tekjur hrökkva fyrir að seilast í vasa náungans eftir þeirri viðbót, sem vantar. Allir vita hins vegar hvað slíkur verknaður er kallaður. Það er líka auðveldasta lausnin fyrir stjórnanda fyrirtækis sem stend- ur frammi fyrir meiri aukningu útgjalda en reksturinn stendur undir að velta útgjaldaaukning- unni yfir á viðskiptavininn. Það er í fæstum tilfellum framkvæman- legt vegna þess, að viðskipta- maðurinn fer þá eitthvað annað. Fyrirvinna heimilis og stjórnandi fyrirtækis verða að sæta því að skera niður útgjöld til þess að endar nái saman. Hvernig væri að skattborgarar þessa lands taki höndum saman um að kenna stjórnmálamönnunum, hvernig þetta er gert? Ekki sízt þeim, sem nú sitja og hafa sýnt meiri ósvífni í því að seilast í vasa náungans en flestir aðrir. Það er auðveldasta lausnin fyrir hvern fjármálaráðherra og hverja ríkisstjórn að leggja á nýja skatta til þess að jafna gjöld og tekjur ríkissjóðs. Það þarf ekki einu sinni ráðherra til. Það er hægt að láta embættismenn og tölvur um það verk. En það er kominn tími til að venja pólitíkusa af því að velja alltaf auðveldustu leiðina. Það þarf engan kjark til þess að leggja á nýja skatta. En það þarf kjark til þess að skera niður og veita aðhald í ríkisfjármálum. Það þarf ekkert hugmyndaflug til þess að leggja á nýja skatta, en það þarf útsjónarsemi til þess að draga úr ríkisútgjöldum á þann veg, að eðlilegri samfélagsþjón- ustu sé haldið uppi og eðlilegum framkvæmdum á vegum hins op- inbera. Þeir þrír mánuðir, sem fulltrúi Alþýðubandalagsins hefur gegnt embætti fjármálaráðherra, hafa orðið til þess að skýra línurnar í stjórnmálabaráttunni. Ráðherra- dómur Ragnars Arnalds hefur leitt í ljós, að það er stefna Alþýðubandalagsins að hækka skatta og gera Iandsmenn að skattaþrælum. Það er helzta markmið þess flokks að hækka skatta á landslýð. Þeim mun lengur, sem núverandi fjármála- ráðherra gegnir því embætti, þeim mun skýrar mun þessi stefna Alþýðubandalagsins koma í ljós. Kjarkmennið Guðmundur J. Almenningur í þessu landi hef- ur vafalaust litið á Guðmund J. Guðmundsson alþingismann og verkalýðsforingja, sem mikið kjarkmenni. Hann hefur jú orðið frægur í sögunni fyrir vasklega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.