Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980
27
mjög ánægjulegir og ég er viss um
að öll eiga þau þaðan ljúfar
minningar.
Kennaraprófi lauk Kristján
1933 og mun hafa stundað kennslu
10—11 ár. Hann kynnti sér erlend-
is blaðamennsku og verzlunar-
hætti. Hann stofnaði og rak um
skeið útgáfu Útvarpstíðinda og
hefði svo mátt vera lengur.
Upp úr 1940 stofnaði hann
iðnaðar- og verzlunarfyrirtækið
Últíma og stjórnaði þar til ævi-
loka, við vinsældir er ég bezt veit,
og alþjóð er kunnugt. — En það
var með hann, eins og oft er með
fjölgáfaða athafnamenn, að við-
fangsefnin virtust ekki nægileg,
og hugur hans og starfsþrá kröfð-
ust fleiri viðfangsefna. — Hann
sat á Alþingi sem varamaður úr
Framsóknarflokki áreiðanlega til-
lögugóður og vinsæll, það var hans
háttur. — Ég held að Kristján
hafi metið þjóðarhag meir en
margur annar og mikil alvara og
manndómur verið að baki, þegar
hann hóf kynningu sína á stefnu
og framkvæmd „Hagkeðjunnar" í
fiskveiðimálum og fiskverndar-
málum okkar íslendinga. Hann
var þar hollur þegn sinnar þjóðar
og nægilega skilningsríkur til
ábendingar um að vernda þann
auð, sem fellur að fótum okkar úr
öllum áttum, hvert, sem litið er
frá þessum litla hólma. — Mér
kæmi ekki á óvart, þó að einhver
góður Islendingur kynnti sér þessa
athugun Kristjáns og tæki upp
þráðinn þar sem hann skildi við.
— Mér kæmi ekki á óvart, þó að
einhver góður íslendingur kynnti
sér þessa athugun Kristjáns og
tæki up'p þráðinn þar sem hann
skildi við. — Gætum þess að
gleyma ekki þeim, sem með
sjaldgæfum gáfum og framsýni
benda á þær leiðir, sem geta orðið
þjóð vorri til belssunar.
Enginn sannur íslendingur, sem
hefur kynnt sér síðustu rit Krist-
jáns í þessum efnum og hlýtt á
erindi hans í útvarpi, getur látið
hjá líða að hvetja áhugamenn til
þess að veita athygli þessu frum-
stæða kerfi, sem hinn horfni
góðborgari var að kynna þjóð
sinni á síðustu árum ævi sinnar.
Það er þögul kveðja hans til
þjóðarinnar.
Ég kveð Kristján Friðriksson
með virðingu og söknuði, ásamt
systkinum hans, Þórnýju og Sæ-
mundi, sem farin eru á undan. —
Eftirlifandi Efri-Hólasystkinum
sendi ég hlýjar samúðarkveðjur,
ennfremur börnum hans og eftir-
lifandi konu, frú Oddnýju Ólafs-
dóttur. Blessist þeim öllum
ókomnar stundir.
Snæbjörn Einarsson.
Hinn 26. apríl sl. andaðist móð-
urbróðir minn og vinur Kristján
Friðriksson í Últíma, frá Efri-
Hólum. Fáa hefi ég um dagana
hitt meiri gleðimenn en hann.
Lífsgleði hans ljómaði svo, að þeir,
sem voru nærri honum hrifust
með, því svo var mikill hans
áhrifamáttur. Ég kynntist frænda
mínum mjög ungur, er henn kom í
heimsóknir til föðurhúsa minna.
Gaman ríkti ætíð er fréttist, að
Kristján frændi væri að koma.
Sem fullorðnir menn áttum við
oft saman góðar og glaðar stundir
bæði hérlendis og erlendis, svo
sem er við frændur nutum með
hinni mestu kæti „Lidt men godt“
á Restaurant „Scandia" í Kaup-
mannahöfn.
Engin orð á ég til að lofa það að
hafa fengið notið samvista og
samferðar við hann um nærri
hálfrar aldar skeið. Það er skarð
fyrir skildi.
Guðs blessun konu hans og
börnum. pþ
Lokað
mánudaginn 5. maí frá kl. 1—3 vegna útfarar
KRISTJAN FRIÐRIKSSON
iðnrekanda.
Tízkuverzlun Guörún s.f.,
Rafborg s.f.,
Rauðarárstíg 1.
Lokað
mánudaginn 5. maí 1980 frá kl. 1—3 vegna
útfarar
KRISTJÁNS FRIÐRIKSSONAR.
Kjörgaröur,
Laugavegi 59.
I Ertu aö byggja — Viltu breyta — Þarftu aö
markaöur
Gólfdúka-
markaður
Litaverskjörverð fyrir
alla þá sem eru að
byggja, breyta eða bæta.
Líttu vió í Lítaveri, því þaö
hefur ávallt borgað sig.
íRÍ
UJ Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu aö bæta -W
GRUPPEN
ÁRDAL OG SUNNDAL VERK a.s,
Við óskum eftir að ráða
starfsmenn/ afleysingamenn í
leyfum helst frá því í byrjuöum
maí á þessu ári. Skólafólk/
stúdentar veröa að geta unn-
ið til ágústloka í ár. Við höfum
einnig áhuga á að ráða aðra er
leita sér að atvinnu, geta hafið
störf sem fyrst og hafa áhuga
á lengri ráöningartíma, hugsan-
lega fastráðningu seinna.
Allir umsækjendur veröa aö
vera orðnir 18 ára.
Vinnan er fólgin í því að gæta
ofna og einnig er starfaö við
rekstur í álverksmiðju okkar og
steypustöð. Nýliðar fá nauð-
synlega tilsögn á fullum laun-
um á kennslutíma, sem er um
fjórar vikur.
Þeir, sem ráðnir eru, veröa að
geta gert sig skiljanlega viö
norska samstarfsmenn sína.
Samningsbundin laun sem
greidd eru mánaðarlega eru frá
norskum krónum 5.894.22 upp í
kr. 6.008.30 á mánuöi. Við
þetta bætist vaktaáiag sem
getur verið frá um það bil
norskum krónum 850.- til um
það bil kr. 1.000.- á mánuði.
Vinnutíminn skiptist aö
nokkru leyti á 40 stunda dag-
vinnuviku og samfellda tvískipta
vaktavinnu sem er 38 og 36
tímar aö meöaltali á viku.
Hægt er að útvega húsnæði í" *
eins manns herbergjum búnum
húsgögnum. Húsaleigan er frá
n.kr. 50 - til kr. 100.- á mánuði.
Þeir sem þess óska, geta
boröaö í mötuneyti. Fullt fæði
kostar sem stendur n.kr. 20.- á
dag.
Nánari upplýsingar gefur
starfsmannadeildin sími Noreg-
ur, Árdalstangen 056-61011-
135.
Umsóknir á norsku eöa
dönsku, hugsanlega sænsku
má senda:
Við ÁRDAL VERK
vinna um 1800 manns,
en það er í Árdal innst í
Sognsæ á Vesturströnd
Noregs. Um 7000
manns búa í bænum.
í nágrenni Árdal er
mikil náttúrufegurö, Jöt-
unheimar, Tyrinsvæðið og
Fillefjall. Samgöngur eru
góðar, vegasamband
viö allt Austurland og
mjög vel séð fyrir verslun-
um, skólum og tóm-
stundaiöju.
Félagsleg og menning-
arleg tilboð eru góð og
margvísleg. í bænum er
íþrótta/sundhöll, virk
íþrótta- og verksmiðju-
íþróttafélög með marg-
háttaöri starfsemi. Þar eru
einnig söng- og tón-
listarfélög^og tóm-
stundaklúbbar.
Árdal og Sunndal Verk a.s.
Ardal Verk
Personalavdelingen
5875 ÁRDALSTANGEN
NORGE
ú
fi
I
íí
5.
|
f
Til viðskiptavina
PENNABÚÐANNA
Penninn s.f. biöur viöskiptavini sína
velviröingar á því, aö fyrirtækiö
veröur
lokaö frá kl. 9-10 f.h.
á eftirfarandi dögum vegna starfs-
þjálfunar.
Hallarmúla 2 — Laugavegi 84 — Hafnarstræti 18
1
'í
í
l tr rí þriöjudaginn 6. maí i
1 föstudaginn 9. maí ■i ■ $
! þriöjudaginn 13. maí í --S
- í föstudaginn 16. maí I
X l þriöjudaginn 20. maí s
í