Morgunblaðið - 04.05.1980, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980
Minning:
Kristján Friöriks
son iðnrekandi
Að Kristjáni Friðrikssyni í Úl-
tíma er margfaldur sjónarsviptir,
svo mjög sem hann lét til sín taka
á hinum ýmsu sviðum. Hann kom
mér stundum fyrir sjónir sem
sérkennilegur blendingur hug-
sjónamanns, jafnvel draumóra-
manns á menningarsviði og at-
hafnamanns í þjóðfélagsmálum,
en slíkir persónuleikar eru næsta
sjaldgæfir hér á landi.
Kristján hefði sómt sér vel
meðal hinna listfengu fursta End-
urreisnartímabilsins og ekki sak-
aði að hann hafði til að bera
eðlilegan virðuleika, arfleifð þing-
eyskra höfðingja. En sá virðuleiki
gat ekki alveg dulið ríkulega
kímnigáfu, áhuga á sérkennum
mannskepnunnar sem hann sjálf-
ur flokkaði undir fræðilegt stúd-
íum og nefndi persónufræði.
En meðan margir mér fróðari
eiga eftir að fjalla um framlag
Kristjáns til skólamála, stjórn-
mála, iðnþróunar, hagfræði og
blaðamennsku, þá langar mig að-
eins að fara nokkrum orðum um
listfengi hans og þau áhrif sem
hann og kona hans, skörungurinn
Oddný frænka mín, höfðu á mína
persónu sem óharðnaðan ungling,
með smekkvísi sinni og daglegu
samneyti við listir og listamenn.
Efa ég ekki að þau áttu stóran
þátt í að beina mér inn á þær
brautir sem ég hef reynt að feta
síðan. Ekki gætir þeirra áhrifa
síður í börnum þeirra hjóna sem
öll hafa hneigðir til lista.
Ég man glöggt að í barnæsku
laðaðist ég strax að Kristjáni og
það var ekki fyrr en síðar að mér
var ljóst í hverju aðdráttarafl
hans fólst, er ég fylgdist með
sambandi hans við eigin börn og
barnabörn. Hann lét þess reyndar
getið í nýlegu viðtali, að hann
hefði aldrei kunnað að ala upp
börn þótt hann ætti þau mörg.
Samt lét hann sér ávallt annt um
börn, sín og annarra, samdi og gaf
út ævintýri (Prinsessan í hörp-
unni, 1940 og Smávinir fagrir,
1942) og hafði lag á því að ná
athygli þeirra. Aðferð hans, ef-
laust algjörlega ómeðvituð, var sú
að ávarpa börn eins og fullorðið
fólk, kannski eilítið hátíðlega,
sýna viðbrögðum þeirra sömu at-
hygli og annarra viðmælenda og
svara þeim með sömu einlægni og
þau spurðu. Síðan var kannski
haldið í merkilegar könnunarferð-
ir í límúsínu hans, þangað sem dýr
var að finna eða á stað sem hafði á
boðstólum alveg sérstaklega
gómsætan ís og þessar ferðir
höfðu á sér yfirbragð rannsókn-
arleiðangra sem okkur börnunum
fannst talsverð upphefð að taka
þátt í.
Er ég komst til vits og ára urðu
heimsóknir mínar á heimili
Kristjáns og Oddnýjar lær-
dómsríkari. Því olli m.a. úrval
myndverka sem þau hjón höfðu
sett upp í kringum sig, verk eftir
Snorra Arinbjarnar, Kjarval, Jó-
hann Briem, Jón Engilberts o.fl.,
og var þeim einstaklega smekk-
lega fyrir komið. Þegar veggpláss-
ið þraut voru málverk hengd upp
fyrir ofan jakkaföt og áklæði í
verslun Kristjáns, viðskiptavinum
til augnayndis, og er mér til efs að
aðrir listunnendur hefðu tekið
slíka áhættu með verk margra
ágætustu listamanna okkar. Um
þessi listaverk ræddi Kristján eins
og gamla en samt síunga vini og af
ríkum skilningi. Sjálfur teiknaði
hann og málaði alla ævi, gaf út
kennslubók í teikningu og varð, að
ég held, fyrstur íslendinga til að
gefa út bók um íslenska list, til
kynningar útlendingum. Hún kom
út árið 1943 („íslensk myndlist"),
með enskum og íslenskum texta og
innihélt m.a. verk eftir Nínu
Tryggvadóttur sem þá var ekki
farin að kveðja sér hljóðs fyrir
alvöru og er þetta til marks um
skarpskyggni Kristjáns.
Ég man ekki þá tíð sem þau
hjón voru ekki sívakandi fyrir
myndlistum, þau sóttu allar sýn-
ingar bæjarins og voru málkunn-
ug mörgum myndlistarmönnum.
Ég hlustaði hugfanginn á hann
segja sögur af Kjarval og í teikni-
bók sem Kristján átti, er að finna
ágæta teikningu Kjarvals af hon-
um í prófíl. Er mér nær að halda
að hinn skarpi, klassíski prófíll
fyrirmyndarinnar komi fyrir oftar
en einu sinni í síðari verkum
málarans.
Seinna fékk ég inngöngu í hið
allra heilagasta, einkaskrifstofu
Kristjáns í Kjörgarðsbygging-
unni, en þar eyddi hann sunnu-
dagsmorgnum árum saman við
teiknun og málun. Ég var þá
gripinn á förnum vegi og mér
stýrt upp í helgidóminn til að láta
í ljós álit á því sem Kristján var
að gera það sinnið. Hann hafði
engan áhuga á kurteisislegri hálf-
velgju í svörum og vildi fá skoðun,
orðaða skýrt og skorinort, hvort
sem hún var jákvæð eða neikvæð.
Einhvern tíma réði ég honum frá
því að halda sýningu á verkum
sem hann hafði við hendina, en í
stað þess að býsnast fyrir fram-
hleypni þessa drengstaula, var
eins og honum létti. „Sjálfum
fannst mér þau ekki nógu góð,“
sagði hann og benti mér síðan á
helstu galla þeirra, eins og þeir
komu honum fyrir sjónir. En þetta
aftraði honum ekki frá því að
stunda sitt málverk og sköpun-
argleðina má vissulega greina í
öllu því sem hann afkastaði á því
sviði. í málverkum hans berjast
innbyrðit vitsmunir og tilfinn-
ingar og þar sem vitsmunirnir
verða yfirsterkari hættir þeim til
stífni, en mörg verka hans eru
samt allrar athygli verð.
Ekki vorum við alltaf á sama
máli um hinar nýrri listir, en þó
stjórnuðust viðbrögð Kristjáns
aldrei af blindum fordómum, hann
leiddi rök að skoðunum sínum og
margt var þar sagt af þekkingu
hins innvígða sem sannfært gat
efagjarnan viðmælanda.
Ég kem til með að sakna
þessara funda í helgidómnum.
Frænkum mínum öllum og öðrum
ættingjum Kristjáns sendi ég
samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Kristján Friðriksson iðnrekandi
andaðist fyrir aldur fram, þótt
hann væri orðinn 67 ára. Fram til
þess síðasta má segja, að hann
væri alltaf jafn óvenjulega hress,
sami eldhuginn og hann hafði
verið alla ævi. Ekki kom mér
annað til hugar, en Kristján
myndi verða allra manna elstur,
enda kom manni síst til hugar
kyrrð hins slynga sláttumanns, er
maður hitti Kristján. Hann var
alltaf með allan hugann við alls-
konar dægurmál og framtíðarsýn-
ir, því maðurinn var óvenju hug-
myndaríkur og framkvæmdasam-
ur. Segja má, að honum félli aldrei
verk úr hendi. Hann var vanur því
frá barnæsku, að alltaf þurfti að
hafa eitthvað fyrir stafni. Lífið
var eintóm barátta og stríð. Fyrst
fyrir daglegu brauði í harðbýlu
landi, síðan fyrir fjölskylduna, er
stöðugt stækkaði, og svo ekki sízt
fyrir föðurlandið, ísland, sem
hann elskaði. Hann var vakinn og
sofinn, hvort sem hann var
hraustur eða lasinn, að hugsa um
framtíðarvelferð landsins og
fólksins í Iandinu. Honum sárnaði
iðulega, hve fólk virtist skilnings-
laust á framtíð þjóðarinnar, sem
skipti höfuðmáli að hans áliti.
Hann hafði lifað það, að sjá
þjóðina rísa úr sárustu fátækt og
allsleysi til betri kjara, en nokkur
ríkismaður hafði áður búið við á
íslandi, og jafnbetri lífskjara, en
nokkurs staðar þekktist annars
staðar í veröldinni. Fólk frá
Ástralíu og Nýja-Sjálandi kom
hingað til að rífa upp peninga til
að skemmta sér fyrir í fjölmenn-
ari löndum. En Islendingar sjálfir
voru óánægðir og vansælir og
efndu til stöðugs ófriðar, sem
aðeins gat leitt til ófarnaðar fyrir
alla. Svona ástand var ekki Krist-
jáni Friðrikssyni að skapi. Hann
hafði ekki vanist því, að menn
fengju stóra hluti, nema vinna
fyrir þeim og leggja sig allan
fram.
Kristján Friðriksson var fædd-
ur að Efri-Hólum í Presthóla-
hreppi, N-Þingeyjarsýslu, 21. júlí
1912 og voru þau systkinin öll frá
Efri-Hólum mikið myndar- og
dugnaðafólk.
Útför Kristjáns fer fram mánu-
daginn 5. maí.
Ég sem þetta rita átti því láni
að fagna að kynnast Kristjáni og
fjölskyldu hans og vera um árabil
gestur á heimili hans og þau
hjónin til skiptis á mínu heimili
og nokkurra vina okkar. Var þá
oft glatt á hjalla og mikið skrafað,
svo spilamennskan vildi jafnvel
gleymast. Kristján var hvarvetna
hrókur alls fagnaðar, fjölfróður og
skrafhreifinn, og engin deyfð eða
lognmolla í kringum hann. Við
hjónin höfum oft saknað þessara
ánægjulegu stunda, sem raunar
verða okkur ógeleymanlegar.
Ég vil að lokum þakka Kristjáni
fyrir kynni okkar og allar ánægju-
legu stundirnar með honum.
Ég og fjölskylda mín vottum
konu hans og fjölskyldu okkar
innilegustu samúð.
Egill Sigurgeirsson.
Þegar okkur berast andláts-
fregnir, einkum þeirra, sem við
höfum þekkt frá bernsku þeirra,
fylgir þeim fregnum venjulega
dýpri tregi en annars.
Gott uppeldi í bernsku er brúin
til athafna í lfinu, og ef þeir sem
minnast hinna horfnu eru þar
kunnugir, eiga þeir hægara með
að minnast þeirra með alúð og
skilningi. — Ég, sem þessar línur
rita átti því láni að fagna að
kynnast Kristjáni Friðrikssyni,
meðan hann var barn og ungling-
ur að aldri. Hann var fæddur að
Efri-Hólum í Núpasveit, N. Þing-
eyjars. sonur sæmdarhjónanna
Guðrúnar Halldórsdóttur og Frið-
riks Sæmundssonar, sem fyrir
löngu eru landskunn. Heimili
þeirra var sérstakt að myndar-
skap á öllum sviðum og uppeldi
hins stóra barnahóps þannig að
vandi er að lýsa.
Þar nam hver af öðrum með
alúð og hlýju og mun það vera
farsæl leið og traust aðferð til
starfs og manndóms.
Sem barn og unglingur var
Kristján óvenju glöggur á margt,
sem ekki er venjulegt og almennt.
Engum, sem kynntust honum,
duldist að hér var fjölgreindur og
listhneigður maður á ferð.
Snemma voru hæfileikar hans til
dráttlistar frábærir og teiknaði
hann mikið og vel þegar á barns-
aldri.
Engum, sem ekki var þá sér-
fræðingur í listinni, datt í hug að
gera athugasemdir við þessi
æsku-listaverk, enda stóð þá ekki
á skýringum og upplýsingum frá
listamanninum. Málverk þessa
unga listamanns standa mér fyrir
hugskotssjónum sem einhver hin
fegurstu, sem ég hef augum litið,
og það, sem verkar þannig á hug
manns og gleymist ekki á langri
lífsleið, er áreiðanlega einhvers
virði.
Hagleikur hans kom víðar fram,
meðal annars skar hann út í tré,
og var handbragð þar, sem annars
staðar með ágætum.
Æskudagar Kristjáns og systk-
ina hans heima á Efri-Hólum voru
t
Litli drengurinn okkar,
SIGURVIN JÓN JÓNSSON,
sem fórst af slysförum þriðjudaginn 29. apríl, veröur jarösunginn
frá Ingjaldshólskirkju Hellissandi, þriöjudaginn 6. maí kl. 2 e.h.
Hansína Guömundsdóttir, Sigurvin Georgesson,
Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, Jón Olgeir Jónsson.
t
Móöir mín,
NANNA SVEINSDÓTTIR,
sem andaöist 24. apríl, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju,
þriöjudaginn 6. maí kl. 13.30.
Sveinn Björnsson.
t
Útför eiginmanns mín,
KRISTJÁNS FRIÐRIKSSONAR,
iönrekanda,
Garöastræti 39,
verður gerö frá Neskirkju mánudaginn 5. maí 1980 kl. 1.30.
Oddný Ólafsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GUNNAR MOSTY,
veröur jarösunginn þriöjudaginn 6. maí kl. 3.30 frá Bústaöakirkju.
Ester Jörundsdóttir og börnin.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför systur
okkar,
JÓHÖNNU GUOJÓNSDÓTTUR,
Grettisgötu 32, Reykjavík.
Guömundur Guöjónsson, Ingimundur Guöjónsson,
Eggert Guöjónsson, Kristjón Guöjónsson,
Guörún Guöjónsdóttir, Sigríöur Guöjónsdóttir,
Siguröur Guöjónsson, Þóröur Guöjónsson,
Guöni Guöjónsson.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÞÓRHILDUR B. HALLGRÍMSDÓTTIR,
Snorrabraut 35,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. maí kl. 3 e.h.
Þelr, sem vildu minnast hinnar látnu, vlnsamlegast láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Atli Þorbergsson,
Jóhannes Atlason, Lóra Rafnsdóttir,
Þorbergur Atlason, Halldóra Helgadóttir,
Kristinn Atlason
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
JÓHÖNNU JAKOBSDÓTTUR,
Skúlagötu 74.
Starfsfólki á deild 4A á Landspítalanum þökkum viö sérstaka
umhyggju í veikindum hennar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför bróöur míns, fööur, tengdafööur, afa og fósturbróður,
STEINGRÍMS EGILS ÞORKELSSONAR.
Fyrir hönd allra aöstandenda,
Jónína Þorkelsdóttir.