Morgunblaðið - 04.05.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980
29
færðir um, að stríð væri í uppsigl-
ingu. En raddir þeirra máttu sín
lítils á þessum árum. Þeir voru
„svartsýnismenn" eða stríðsæs-
ingamenn".
Því minna sem
vitað var um
hann þvi betra
Það hlaut því að fara svo, að
Stephenson kæmist í snertingu við
brezku leyniþjónustuna. Það var
fyrir milligöngu áhrifamikils
íhaldsþingmanns, Ralph Glyns,
sem var áhrifamaður i City og
kynni þeirra voru einmitt í gegn
um viðskipti. Hann kynnti Steph-
enson fyrir Stewart Menzies, yfir-
manni leyniþjónustunnar en hún
gekk undir nafninu „C“ meðal
kunnugra. Allar upplýsingar um
gerðir og athafnir Stephenson
Dulmálsvél nazista, sem
pólskum andspyrnu-
hreyfingarmönnum
tókst aö ná af nazistum.
Mikill fjöldi stærðfræö-
inga vann viö aö reyna,
aö brjóta dulmálslykla
þess og um tíma virtist
þaö næsta vonlaust
verk. Nazistar álitu þaö
ekki hægt aö lesa dul-
mál tækisins.
Þýzkir nazistaforingjar töluðu
opinskátt um leifturstríðið. Kess-
elring, flugmarskálkur sagði ein-
hverju sinni, „Leyndarmál okkar
verður hraði, hraði, — Leiftur-
hraði, — leifturstríð." Stephenson
spurði Erhed Milch, flugmálaráð-
Án þess að átta sig á því þá, þá
voru Bretar — þeirra á meðal
Stephenson, á eftir þýzku dul-
málsvélinni.
Þýzki stálkóngurinn Fritz
Thyssen veitti miklu fé í nazista-
flokkinn en þegar hann missti
stjórn á Hitler árið 1938 þá ákvað
hann að sækja eftir stuðning
erlendis. Hann lét af hendi ýmsar
mikilvægar upplýsingar og meðal
þess, sem hann skýrði frá, var
framleiðsla hundruða dulmáls-
véla, sem voru smíðaðar skammt
frá Berlín. Þessar dulmálsvélar
áttu að verða nokkurs konar
taugamiðstöð þýzku stríðsmaskín-
unnar, — leifturstríðsins. Dul-
málsvélin, sem nazistar fram-
leiddu nú, var mjög frábrugðin
hinni upprunalegu dulmálsvél.
Hún líktist ritvél — en væri ýtt á
stafinn A þá kæmi Z fram á þeirri
vél sem tæki við. Sá sem kæmist í
þessi skilaboð væri engu nær um
merkinguna — nema hann hefði
lykilinn að dulmálinu.
Bretar höfðu mikinn hug á að
komast yfir þetta tæki. Kostirnir
Sir William
Stephenson.
hana. Pólverjar réðust að herbíl
en í honum var einmitt dulmáls-
vél. Pólverjar létu líta svo út, að
um slys hafi verið að ræða og þeir
kveiktu í bílnum eftir að hafa náð
dulmálsvélinni. Þýzkir rannsókn-
armenn álitu að um slys hafi verið
að ræða, þar sem Pólverjarnir
höfðu skilið eftir leifar, sem
líktust dulmálsvélinni þýzku.
Þann 22. ágúst 1939 var komið
með vélina til Lundúna. Svo mikil
leynd hvíldi yfir þessum feng, að
meira segja Chamberlain, forsæt-
isráðherra fékk ekki að vita um
dulmálsvélina. Aðeins örfáir í
innsta hring brezku leyniþjónust-
unnar höfðu vitneskju um fenginn
— og þeir treystu ekki Chamber-
lain, sem var meir í mun að reyna
að koma í veg fyrir stríð en
nokkuð annað.
Þagað um árás-
ina á Coventry
En það eitt að ná dulmálsvélinni
var gífurlegur fengur og það var
farið með hana til Bletchley-set-
ursins, sem var í eigu hertogans af
Bedford. Þegar kom fram í apríl
1940 hafði verið unnið gífurlegt
starf við að reyna að ráða dulmál
en aðeins hafði tekist að ráða
Iítinn hluta — og það á löngum
tíma. Færustu sérfræðingar Breta
voru sendir til Bletchley til að
reyna að glíma við þessa miklu
gátu. Smám saman fékkst meiri
vitneskja en það var þó ekki fyrr
en með tilkomu örtölvunnar, að
verulega fór að rofa til við ráðn-
ingu dulmáls Þjóðverja. í nóvem-
ber 1940 komust Bretar að því í
gegn um Bletchley, að Þjóðverjar
hygðust gereyða Coventry, borg í
miðlöndum Englands. Bletchley
var 40 mílur fyrir norð-austan
Coventry og starfsmenn í Bletch-
ley áttu ættingja í Coventry.
Vitneskjan um árásina á Coventry
var komin til Churchill, aðeins
nokkrum mínútum eftir að Hitler
gaf skipunina. Með árásinni á
Coventry ætlaði Hitler, að brjóta
á bak þrek brezku þjóðarinnar —
með því að sýna mátt þýzka
flughersins. Það var því erfið
ákvörðun sem Churchill þurfti að
taka — átti að láta íbúa borgar-
innar vita um fyrirhugaða árás, og
þar með hætta á, að Þjóðverjar
fengju pata af því, að Bretar hefðu
dulmálsvél í sínum fórum, — að
Bretar gætu lesið dulmál Þjóð-
verja. Þóðverjar réðust á Coventry
þann 14. nóvember. Ibúum borgar-
innar var ekki gert viðvart um-
fram, að hugsanleg árás yrði gerð,
sem var tíðkað þá. Árásin lagði
Coventry í rúst, og Berlín grobb-
aði sig að því, að allar borgir í
Bretlandi yrðu „Coventryseraðar".
Svo mikið þótti Bretum við
liggja, að Þjóðverjar fengju ekki
pata af því, að þeir hefðu dulmáls-
vélina þýzku. Þúsundum var fórn-
að svo streymi upplýsinga um
aðgerðir óvinarins stöðvaðist ekki.
Það var öllum viðkomandi erfið
stund en meira að segja þeir sem
störfuðu í Bletchley létu ekki
ættingja sína í Coventry vita um
hina fyrirhuguðu árás.
hurfu úr blöðum eftjr 1935 og
úrklippur um hann hurfu úr
úrklippusöfnum dagblaða. „Því
minna sem var vitað um hann því
betra. í þýzkalandi varð hann
áskynja hvað í aðsigi var og ræddi
við ýmsa þýzka framámenn. Frá
ráðstefnu skrifaði hann, „gefin
var lýsing á leifturstríði ...“
Steypivélar og skriðdrekar áttu að
vera í fararbroddi sóknar og í
kjölfarið kæmu hermenn. Stríðs-
maskína nazista myndi treysta á
leifturstríðið „Blitzkrieg". Það
þýðir hins vegar að góð fjarskipti
eru nauðsynleg. Leifturstríð getur
aðeins heppnast með því að koma
leynilegum upplýsingum á dul-
máli, sem ekki verður rofið.“
herra nazista hvernig flugherinn
ætti að fá stuðning, langt frá
meginsveitum herjanna. Hann
svaraði, „Stuka-vélarnar munu
verða stórskotalið okkar. Þær
munu vinna í náinni samvinnu við
hersveitir á landi um fjarskipti.
Þú, sem útvarpssérfræðingur, átt-
ar þig á því, að í fyrsta sinn í
sögunni er þetta mögulegt. Leynd-
armálið verður hraði — leiftur-
sóknin, sem verður möguleg vegna
góðra, hraðvirkra fjarskipta."
Stephenson sagði í bréfi til
Churchill að veikleiki þýzka hern-
aðarveldisins yrðu fjarskipti. „Ef
við náum skeytum þeirra, og
getum lesið þau, þá munum við
vita fyrirfram um gerðir þeirra."
voru augljósir — ef tækist að ráða
dulmálslyklana, þá væri hægt að
vita um fyrirætlanir Þjóðverja.
Þannig væri hægt að slá helsta
vopnið úr höndum Þjóðverja —
leifturstríðið, sem byggðist á því
að koma óvininum að óvörum.
Fyrsta skrefið væri að komast yfir
eina slíka dulmálsvél — annað
væri að ráða lyklana. Og í upphafi
stríðsins tókst pólskum and-
spyrnumönnum að komast yfir
dulmálsvél. Það var í ágúst 1939
að Stephenson, tókst vegna þekk-
ingar sinnar á sviði útvarpstækni,
að komast að því, að dulmálsvél
var í notkun í Danzig-héraði og að
möguleiki væri, að pólskir and-
spyrnumenn gætu komist yfir
í Svíþjóð
o g Finnlandi
Pressed-Steel fyrirtækið hafði
mikinn áhuga á að vinna járn úr
jörðu í Svíþjóð. Stephenson hafði
aflað sér upplýsinga um sölu á
sænsku járngrýti til hergagna-
verksmiðja Hitlers. Sænskt járn-
grýti var venjulega flutt til Þýzka-
lands um Narvik í Noregi að
vetrarlagi en um Lulea og aðrar
sænskar hafnarborgir við Hels-
ingjabotn á vorin og sumrin,
þegar ís hamlaði ekki siglingum.
Þegar Hitler hóf stríð á hendur
Pólverjum höfðu Þjóðverjar
járngrýtisbirgðir til níu mánaða
— og eftir að Frakkar og Bretar
lýstu yfir stríði á hendur Þjóð-
verjum, þá var ljóst að Þjóðverjar
myndu þarfnast járngrýtis í aukn-
um mæli til hergagnaframleiðslu
sinnar.
Churchill var þá — 1939 —
flotamálaráðherra. Hann lagði til
að tundurduflum yrði lagt í
norska landhelgi til að freista
þess, að fá þýzk skip, sem sigldu
með járngrýti út á rúmsjó. Ekkert
var gert í þessu máli þá, þar eð
utanríkisráðuneytið vildi ekki
skerða hlutleysi Noregs. Þá var
það, að Stephenson frétti frá
sænskum vinum sínum, að Þjóð-
verjar höfðu safnað málmgrýti' í
hinni íslausu Eystrasaltshöfn,
Öxelösund, um 100 km. fyrir
suðvestan Stokkhólm. Það kæmi
því ekki að sök þó Helsingjabotn
legði. Stephenson kom þessum
upplýsingum áleiðis og lagði til að
skemmdarverk yrðu unnin á
mannvirkjum í Öxelösund, og öðr-
um höfnum á austurströnd
Svíþjóðar. Hann bauðst til að
framkvæma þessar aðgerðir sjálf-
ur og Churchill tók þessari uppá-
stungu vel, en lagði jafnframt
áherzlu á, að leggja tundurdufl í
norska landhelgi. Þann 16. des-
ember 1939 lagði Churchill til á
fundi brezku ríkisstjórnarinnar,
að stöðva yrði málmflutningana
frá Öxelösund, með „aðgerðum
sem hvorki munu vera diplóm-
atískar né hernaðarlegar". Uppá-
stunga Stephenson var samþykkt í
aðalatriðum og tekið var til að
safna birgðum af deigsprengiefni
og flytja það til Svíþjóðar. Þetta
var gert og mestum hluta sprengi-
efnisins var komið fyrir í kjallara
brezka sendiráðsins í Stokkhólmi
— án vitundar utanríkisráðuneyt-
isins eða sendiherrans í Stokk-
hólmi.
En Svíar bundu endi á þessa
ráðagerð — fréttin um fyrirætlan
spellvirkjanna barst til eyrna
sænsku leyniþjónustunni, og það-
an til Gústafs konungs. Hann
sendi Georgi VI samstundis harð-
ort skeyti, þar sem hann krafðist
þess að hætt yrði við þessa
fífldjörfu aðgerð, þar sem hún
myndi þýða þýzka innrás í
Svíþjóð. Og stjórnvöld í Lundún-
um hættu þegar við að fram-
kvæma skemmdarverkin. Steph-
enson var enn í Stokkhólmi þegar
hætt var við áætlunina og hann
var beðinn að fara til Helsinki og
ræða við finnsk stjórnvöld um
leiðir til að veita aðstoð, annað
hvort með undirróðursstarfi eða
spellvirkjum. Meðal þeirra sem
Stephenson ræddi við var Mann-
erheim, marskálkur. Hann skýrði
Stephenson frá því, að Finnar
yrðu að biðja friðar — þeir mættu
ekki við margnum í viðureigninni
við sovéska innrásarliðið. Friður
var síðan saminn 13. marz 1940. í
marzlok 1940 ákvað herstjórnin
loks að leggja tundurdufl í norska
landhelgi, en þá var líka allt um
seinan, — sólarhring síðar réðust
Þjóðverjar inn í Nor'eg. Með
klækjum tókst þeim að blekkja
bandamenn. Þeir létu á land her
úr málmflutningaskipum á leið til
Narvíkur en bandamenn álitu að
skipin hefðu siglt tóm til Noregs.
Churchill studdi þær óskir
Frakka um að Svíar yrðu fengnir
til þátttöku í stríðinu með loforð-
um um, að þeim mundi verða veitt
öll hjálp og brezkar hersveitir
mundu berjast við hlið Svía á
Skandinavíuskaga. „Þetta var
óskaplegt áfall,“ sagði Churchill
við Chamberlain eftir innrásina í
Noreg. „Með hlutleysi kaupa Svíar
frið af Þjóðverjum með sölu
járngrýtis til Þýzkalands,“ og
hann bætti við, „sendiménn okkar
hefðu átt að láta til skarar skríða
í Svíþjóð." Stephenson hafði verið
fús til að gera hvað eina til að ná
þessu marki. Svíþjóð var áfram
hlutlaus — og seldi járngrýti.
Stephenson snéri til Lundúna og
undirbúningur var hafinn að för
til Bandaríkjanna — það var ljóst
að stuðning Bandaríkjamanna
þyrfti ef Bretar og bandamenn
þeirra ættu þess nokkurs kost að
standast Hitler snúning.