Morgunblaðið - 14.05.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.05.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAI1980 23 Bjarni Jónsson úr- smiður — Bjarni Jónsson úrsmiður á Ak- ureyri er fallinn frá. Andlát hans kom ekki á óvart. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða og var kominn til ára sinna, jafngamall öldinni. Samt sem áður kom fregnin illa við mig. Það er erfitt að sætta sig við að geta ekki oftar átt von á Bjarna, léttum á fæti og léttum í lund, skjótast fyrir næsta götuhorn með vísu á vörunum og maður er undir eins kominn í sólskinsskap: Vanalega vísan hálí verður illa kveðin. ef hún kemur ekki sjálf eins og hjartagleðin. Þannig voru vísur Bjarna frá Gröf, — eins og hann nefndi sig í þessu samhengi. Maður hefur það jafnan á tilfinningunni að þær hafi orðið til fyrirhafnarlaust og samstundis. Þó hefur hann sjálfur sagt svo frá, að hann hafi oft haft mikið fyrir sínum vísum og alltaf þótt það lélegt, sem hann orti í Minning flýti til skemmtunar. — Vitaskuld er þetta ofsagt hjá Bjarna en lýsir vandvirkni hans og þeirri virð- ingu, sem hann bar fyrir stökunni og raunar öllum sínum skáldskap, — sínum smíðisgrip, þar sem hamarshöggin máttu ekki sjást. Bjarni fæddist á Stóruborg í Víðidal hinn 30. ágúst árið 1900, sonur hjónanna Jóns bónda þar Bjarnasonar gull- og silfursmiðs, síðast í Gottorp í Víðidal og Rósu Stefánsdóttur frá Tungu á Sval- barðsströnd, systur Stefáns á Varðgjá eða Svalbarði og þeirra systkina. 1901 fluttust þau að Gröf, sem Bjarni kenndi sig jafn- an við, þegar skáldskapur hans var annars vegar. Hann lagði mikla rækt við bernskustöðvar sínar og hugur hans leitaði þangað oft: Og aldrei betri unað síðan átt ég heí, er lögðu upp í langa göngu iítil skref. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað segið þér um þennan fyrrverandi háskólaprófess- or, sem varð leiðtogi LSD-dýrkenda? Er hugsanlegt, að hann sé spámaður, sem kominn sé til að fullkomna boðskap kristindómsins með nýjum hætti? Þessi háskólaprófessor sagði: „Innan tíu ára verður hér sálsjúkur forseti og hæstaréttarlögmenn, sem neyta ávanalyfja.“ Maður, sem lætur sér slík orð um munn fara, er ekki verður þess, að honum sé gaumur gefinn. Eg er þeirrar skoðunar. Athæfi og orð prófessorsins eru dæmi um afskræm- islegan flótta inn í trúarbrögðin. í rás sögunnar hefur kristin trú skýrt hugsun manna, ekki sveipað þá þoku. Sérhver trúarbrögð, sem verða að grípa til örþrifaráða til þess að öðlast hvatningu og hugsjónir, eru í mótsögn við Nýja testamentið. Biblían hvetur menn til að sækjast eftir fyllingu anda Guðs. Stundum gagntekur hún menn svo, að svo virðist sem þeir hafi „tekið eitthvað inn“. Þannig var á hvítasunnudag, þegar kristnir menn voru sakaðir um að vera drukknir. En hvergi get eg fundið, að sagt sé frá því, að þeir hafi étið örvandi lyf til þess að framkalla einhver andleg fyrirbrigði. Biblían segir: „í stað þess að drekka yður drukkna í víni, sem aðeins leiðir til spillingar, skuluð þér fyllast andanum." Andar og andi Guðs fara ekki saman. Eg lít svo á, að LSD-notendur og meðmælendur séu eins langt frá frumkirkjunni og hugsazt getur. Eg hef aldrei hitt þennan prófessor og skal ekki kveða upp dóm um hvatir hans. Eg lít svo á, að hann sé einn þeirra manna, sem Biblían talar um, er hún segir: „Margir falsspámenn munu rísa upp og leiða marga í villu.“ Jóna Guörún Steins- dóttir — Minning Fædd 9. apríl 1979 Dáin 3. maí 1980 Kveðja frá frændsystkinum Þaö var kátur hópur er safnað- ist saman í Leirubakkanum að kveldi hins 18. apríl til þess að kveðja litla yndislega stúlku. Kveðjur voru samt örlítið trega- blandnar, því ekki voru þau Þór- unn og Steini að fara með litlu stúlkuna sína í skemmtireisu, heldur að leita lækninga fyrir hana í London. Heldur var það hnípinn hópur ættingja og vina sem tóku á móti þeim hjónum er þau komu til baka, því litli engillinn okkar lést hinn 3. maí að undangenginni stórri hjartaskurð- aðgerð. Engin orð og engar at- hafnir geta linað sorgina og treg- ann, sem nú ríkir þar, en vonandi reynist rétt máltækið að tíminn Þannig var hugur Bjarna hlýr og opinn fyrir sínum æskuárum og bernskustöðvum alla tíð. Þó var síður en svo að líf hans hafi verið dans á rósum framan af. Hann getur varla hafa munað mikið eftir móður sinni nema sárþjáðri af erfiðum og ólæknandi sjúk- dómi, sem loks dró hana til dauða eftir fimm uppskurði, þegar hann var á fermingaraldri og hafði sjálfur verið heilsuveill. Bjarni var frá öndverðu frá- hverfur búskap, en hugur hans hneigðist til smíða og þótti hann t.a.m. snemma ágætur skauta- smiður, en gerði raunar við hvað sem var. Einkum sagðist hann hafa haft gaman af allskonar mekanisma, saumavélum, prjóna- vélum og skilvindum, unz hann fór að fást við úr og klukkur. 18 ára gamall lagði hann leið sína til Akureyrar, þar sem hann lærði úrsmíðar hjá Kristjáni Halldórs- syni. Þegar Bjarni stóð á tvítugu dó faðir hans og hvarf hann þá aftur heim, en horfurnar voru síður en svo glæsilegar. Búið átti ekki fyrir skuldum eftir erfið- leikaárið 1918, hann var fráhverf- ur búskapnum og þótt einhver verk féllu til við smíðar eða viðgerðir, átti enginn peninga handbæra. Á þessum árum tók hann virkan þátt í ungmennafé- laginu á Blönduósi, m.a. við leik- list, lagði raflagnir í hús og fleira. En Bjarni undi því ekki að geta ekki lokið sínu úrsmíðanámi, auk þess sem hann fýsti að kanna önnur lönd og álfur. Það varð svo úr, þegar hann var 25 ára, að hann hélt til Svíþjóðar og Noregs og þaðan til New York, þar sem hann starfaði í 8 ár. Eftir að hann kom hingað heim aftur vann hann fyrst í nokkur ár hjá Magnúsi Benjamínssyni í Reykjavík, unz hann fluttist árið 1939 til Ákur- eyrar m.a. vegna áskorunar frá Kristjáni Halldórssyni, sínum gamla læriföður, sem vildi fá hann til starfa með sér. Bjarni kvæntist árið 1935 Ólöfu Guðmundsdóttur, ættaðri úr Dýrafirði, hinni ágætustu konu og stoð og styttu mans síns í blíðu og stríðu. Þau eignuðust sjö syni, en misstu fjóra þeirra á unga aldri. Hinn fimmti, Pétur hafnarstjóri á Akureyri, féll frá fyrir réttum fjórum árum. Hann var mikill manndómsmaður og drengskapar- maður og var þungur harmur kveðinn að allri fjölskyldunni. — í rauninni má segja, að Bjarni hafi búið í nábýli við dauðann allt sitt líf og setti það svipmót á skáld- skap hans og lífsviðhorf. — „Og mér finnst svo margt í heiminum ekkert sorglegt, sem öðrum þykir svo þungbært og mikil sorg,“ segir hann á einum stað. „Mér finnst ekkert sorglegt, t.d. við dauðann. Þó að hann geti stundum verið erfiður og illbær, þá er það nú svona, að hann er lífinu alveg nauðsynlegur eins og segir í þess- ari vísu: Þú mátt ekki drepa dauðann, Drottins löKmál bannar þaö. Hann er eins ok eggjarauöan ómissandi á sínum stað.M lækni öll sár. Eftir eru nú aðeins minningar um litlu fallegu frænk- una okkar sem var sólargeislinn í fjölskyldunni þetta rúma ár sem hún lifði. Mikið var hún búin að vera veik og nú vitum við og trúum að hún sé laus allra þján- inga í bústað drottins. Steini, Þórunn og Hinrik sjá á bak einkadóttur og systur og við vitum að guð styrkir þau og styður í þessari raun. Hún fæddist að vori og hún dó að vori, þessi undurfal- lega og káta litla frænka okkar, því alltaf var stutt í brosið hennar og fegurri augu höfum við ekki litið. Við viljum ljúka þessum fátæk- legu kveðjuorðum til litla engils- ins okkar með síðasta versinu úr kvæði Einars Benediktssonar „Eftir barn“: 0(t því er oss erfitt að dæma þann dóm. aft dauftinn sé hryKj?ftareíni. þó ljósin slokkni ok blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? bér foreldrar grátið, en Krátið láyt. við gröfina dóttur ok sonar, þvl allt. sem á lif og andardrátt. til ódáinsheimanna vonar. En það kemur líka fram, að hann hafði margs að sakna, Sem hann sætti sig illa við og lifði með honum í endurminningunni: Þó í okkar feftra fold falli allt sem lifir. enginn getur mokaö mold minningarnar yfir. Þau Ólöf og Bjarni áttu unaðs- reit á Svalbarðsströnd, sem þau lögðu mikla rækt við og er þar nú risinn töluverður skógur, sem þau hafa gróðursett. Þar undu þau gjarna á sumardögum og ætla ég, að þá hafi oft verið glatt á hjalla, ekki sízt ef góða gesti bar að garði eins og frændur Bjarna þá Stefán á Varðgjá hér fyrr meir eða Jóhannes í Tungu. Ég veit ekki hvernig ég á að ljúka þessum fátæklegu orðum. Það kemur upp í hugann, að sólskinsstundirnar í lífi Bjarna voru líka margar. Synir hans, Jón og Stefán, fetuðu í hans fótspor og fjölskyldan hefur verið samhent. Ut á við naut Bjarni virðingar og trausts. Þegar hann varð sjötugur fékk hann að gjöf fallega bók, þar sem skrifaðar voru vísur fjöl- margra hagyrðinga og skálda, sem honum höfðu kynnzt á lífsleiðinni og guldu honum góða vináttu með þessum eftirminnilega hætti. Hann var í Oddfellow og starfaði vel að félagsmálum þar. Loks var hann ákveðinn sjálfstæðismaður, en umfram allt lýðræðissinni, sem ekki gat hugsað sér annað en að maðurinn mætti vera frjáls orða sinna og athafna. í frelsishugsjón hans kom mannvinurinn í honum bezt fram. Þessar línur bera Ólöfu Guð- mundsdóttur og fjölskyldunni mínar samúðarkveðjur. Megi Bjarni Jónsson hvíla í Guðs friði. Halldór Blöndal. + Sonur okkar og unnusti minn, VALÞÓR KÁRASON, Hamarsgötu 9, Fáskrúðsfíröí, lést í Landspítalanum aö morgni 12. maí 1980. Fyrir hönd ættingja Sigríöur Jónsdóttir, Kári Jónsson, Hulda Linda Stefánsdóttir. t Innilegt þakklæti færum viö starfsfólki Landspftalans og öörum, sem vottuðu okkur samúö í sjúkrahúslegu, við andlát og jarðarför, ADAMS HOFFRITZ, Ártúni 14, Selfossi. Sigurbjörg Hoffritz, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför móöur okkar og tengdamóöur, BJARNFRÍDAR Þ. SIGURSTEINSDÓTTUR Leifur N. Karlsson, Ingibjörg Hafberg, Fríöa Guömundsdóttir, Sigurður Nielsen. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur míns, tengdafööur og afa, HAFSTEINS HANNESSONAR Bjarnarstíg 9. Kristín Margrét Hafsteinsdóttir, Páll R. Magnússon og börn. + Þökkum auösýnda samúö við andlát og jarðarför eiginmanns míns og fööur okkar, BJORNS GÍSLA BJARNFREÐSSONAR, Arnheiöur Sigurðardóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför STEFANÍU HELGU STEFÁNSDÓTTUR frá Borg. Hjúkrunar- og ööru starfsfólki á Landakotsspítala deild 3b og Dvalarheimilinu Lundi, Hellu færum vér alúöarþakkir fyrir góöa hjúkrun í veikindum hennar. Fyrir hönd vandamanna Anna Stefánsdóttir, Hafliði Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.