Morgunblaðið - 20.07.1980, Side 1

Morgunblaðið - 20.07.1980, Side 1
161. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sautján teknir höndum í Kóreu Scoul. 19. júlí. AP. HERLAGASTJÓRNIN í Suður-Kórcu tilkynnti á laugardag að sautján þingmenn og fyrrverandi ráðherrar hefðu verið teknir hondum sakaðir um spillingu. valdníðslu og truflun á pólitísku og félagslegu velsæmi. Handtökurnar voru liður í áframhaldandi hreinsunum þjóð- aröryggisnefndar hersins, sem sett var á stofn til að fást við meint skaðaöfl í landinu. Alls hefur 4992 embættismönnum stjórnarinnar verið sagt upp störfum á síðustu tveimur vikum. í tilkynningu herlagastjórnar- innar kom fram að sex þingmann- anna væru úr Lýðræðislega lýð- veldisflokknum, sem hlynntur er ríkisstjórninni, átta þeirra úr Nýja lýðræðisflokknum og þrír fanganna væru fyrrverandi ráð- herrar úr stjórn Park Chung-Hee, forseta sem myrtur var. Herlagastjórnin sagði að menn- irnir hefðu verið teknir höndum eftir að þeir létu sem vind um eyru þjóta endurtekin tilmæli stjórnar- innar um að þeir létu „ólöglega fenginn auð“ af hendi. Fyrrv. leiðtogi Tyrkja veginn Istanhul. 19. júli. AP. HRYÐJUVERKAMENN skutu Nihat Erim, íyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, til bana í dag í sumarhúsi hans í Dragos, 60 km austur af Istanbul. Erim var 68 ára að aldri og gegndi embætti forsætisráðherra með stuðningi hersins á árunum 1971—73 þegar lýst var yfir herlögum vegna starfsemi vinstrisinna. Hann var úr Lýðveldisflokki Búlent Ecevit fyrrum forsætisráðherra. „Þetta er ungt og leikur sér.‘ Austurvelli eftir ÓI K.M. Sólskinsmynd frá Moskvuleikar settir í mótmælaandrúmslofti Einn lífvarða Erims var einn- ig myrtur í árásinni. Tilræðið við Erim fylgir í kjölfar morðs- ins á þingmanni Lýðveldis- flokksins, Abdurrahman Koksa- löglú, í Istanbul á fimmtudag. Utför hans var gerð á kostnað ríkisins í gær. Vitni segja að Kamile kona Erims og lífvörður hans hafi Sovézk herstöð í Víetnam Manila, 19. júlí - AP. YFIRMAÐUR Bandarikjahers á Kyrrahaíi. Herbert Eric Wolff hershöfðingi, sagði í dag i viðtali að Rússar væru að koma sér upp geysistórri herstöð við Cam Ranh- flóa. sem Bandarikjamenn yfirgáfu 1975, „í árásarskyni.“ Hann kvað þetta hernám Rússa ekki aðeins ógnun við lönd Suð- austur-Asíu heldur flugleiðir og sigl- ingarleiðir um þennan heimshluta. Hann líkti nærveru Rússa í Cam Ranh-flóa við rýting sem væri beint að Filippseyjum, þar sem Banda- ríkjamenn hafa tvær herstöðvar. Árekstur við skriðdreka Berlln, 19. júli. AP. ELLEFU manns særðust á laugar- dag er hópferðabill rakst á sovézkan skriðdreka á hraðbraut frá Lauen- burg í Vestur-Þýzkalandi til Vestur- Berlínar, að sögn lögreglu. Samkvæmt frásögn lögreglunnar ók skriðdrekinn ljóslaus þvert yfir hina fjölförnu umferðarbraut í þann mund er bifreiðin nálgaðist. Ekki er vitað um meiðsli á áhöfn skriðdrek- ans. lent í kúlnaregni þegar þau stigu úr bíl Erims til að ganga í fjörunni. Erim var skotinn nokkrum sinnum í kviðinn og lífvörðurinn, Ali Kartal, beið bana á leið í sjúkrahús. Konu Erims sakaði ekki í árásinni. Fjórir menn, allir um tvítugt, tóku þátt í árásinni að sögn sjónarvotta og flýðu í bíl sem beið þeirra. Samkvæmt orðsend- ingu, sem var skilin eftir nálægt líki Erims, var tilræðið verk „Dev-Sol“ (Vinstribyltingarinn- ar), einna þeirra vinstriöfga- samtaka sem taka þátt í blóðugu hugsjónastríði sem geisar í Tyrklandi. Samkvæmt orðsendingunni var morðið „refsing". Einnig var minnzt á Gun Sazak, fyrrum ráðherra hægriöfgaflokks, er var skotinn til bana í Ankara 28. maí. Mowkvu. 19. júlí AP. TUTTUGUSTU og aðrir sumaról- ympiuleikarnir voru settir í Moskvu á laugardag og voru um sex þúsund iþróttamenn frá átta- tíu og einu landi viðstaddir setningarathöfn leikanna. sem standa munu yfir í tvær vikur. Setningarathöfnin, sem að jafn- aði endurspeglar fjölbreytni og ólíkar siðvenjur keppnisþjóða var þrungin pólitísku táknmáli og mót- mælum. Alls þrjátíu og sex þjóðir, þ.á.m. Kanada, Vestur-Þýzkaland og Japan, fóru að dæmi Bandaríkj- anna og ákváðu að koma hvergi nærri. Aðrar vestrænar þjóðir, Belgía, Frakkland, Bretland, ír- land, Ítalía, Luxemborg, Holland, San Marino og Sviss létu mótmæli í ljós með því að taka ekki þátt í skrúðgöngu við setningarathöfnina. Ólympíueldurinn kom til Moskvu á föstudag og fögnuðu honum tugir þúsunda á götum úti í Moskvu. Keppnin sjálf mun hefjast í dag, sunnudag, með körfubolta, hnefa- Parls. 19. júlí. AP. TVEIR menn til viðbótar voru handteknir i dag. grunaðir um þátttöku i tilræðinu við Shahpour Bakhtiar. fyrrverandi forsætisráð- herra trans. i ibúð hans í útborg Parísar. Þrír menn voru handteknir fljót- lega eftir hið misheppnaða banatil- ræði, allir Palestínumenn. Eftir handtöku þeirra var sagt að ekkert benti til að fleiri menn væru viðriðn- ir tilræðið. En vitni að tilræðinu sá fimm menn. Fréttir herma að yfirmaður árás- arsveitarinnar sé Abou Mazem, öðru nafni Anis Naccache, 29 ára leiðtogi úr palestínsku samtökunum A1 Fat- ah, en þær hafa ekki fengizt staðfest- ar. Hann er sagður eiga sæti í miðstjórn samtakanna og búsettur í Damaskus. Bakhtiar sagði í sjónvarpsviðtali að hann mundi halda áfram baráttu gegn stjórn Khomeini trúarleiðtoga og ekki hafa í hyggju að fara frá Frakklandi á næstunni. Hann sagðist ekki í nokkrum vafa um að tilræðismennirnir hefðu verið launaðir útsendarar Khomeini og Andstaða áfram í Bólivíu I^a Paz, 19. júlí. AP. ANDSTAÐA hélt áíram í daj; gegn heríorin>íjunum. sem haía tekið völdin í Bolivíu og skipað „við- reisnarstjórn“ til að koma á víðtækum umbótum í efnahags- og félagsmálum. „Kosningaævintýri eru á enda,“ sagði yfirmaður land- hersins, Luis Garcia Merza, þegar hann skipaði ríkis- stjórn 15 hermanna og teggja óbreyttra borgara. „Það er kominn tími til að gera Bolivíu að nútíma iðn- aðrríki." Hann bannaði starfsemi verkalýðsfélaga þar til ný vinnulöggjöf hefði veri sam- þykkt og hét „langtíma" umbótum til að binda endi á spillingu, atvinnuleysi, spákaupmennsku og seina- gang í dómskerfinu í þessu fátækasta landi Suður- Ameríku. leikum, knattspyrnu, sundi og fim- leikum, meðal annars. Það var forseti Sovétríkjanna, Leonid Brezhnev, sem setti Ólympíuleikana með einni setn- ingu: „Ég lýsi hér með Moskvuleik- ana setta, sem er tuttugasta og önnur Ólympíuhátíð nútímans", sagði forsetinn. klíku hans. En hann sagði að árásin í gær væri áhætta, sem fylgdi starfi sínu, og mundi aðeins auka óbeit manna á núverandi stjórn írans. Bakhtiar kvaðst eiga von á fleiri árásum. „En það mun ekki breyta hugsunargangi mínum, því að ég mun halda áfram baráttu minni, þeirri lýðræðislegu baráttu, sem ég hefi háð til þessa.“ 26 Rússar biðu bana Islamabad. 19. júli. AP. AFGANSKIR skæruliðar felldu 26 sovézka hermenn. en 13 féllu úr iiði þeirra sjálfra. í bardögum í Surk- hab í Logar-fylki rétt sunnan við Kabul að sögn sjónarvotta i dag. Skæruliðar tóku einnig fjóra stjórnarhermenn til fanga í bardög- unum. þeir hafa verið yfirheyrðir um áform Rússa og Kabul-stjórnar- innar um aðgerðir gegn skæruliðum. Bændur neituðu að yfirgefa sendiráð San Salvador, 19. júlí. AP. HÓPUR 217 vinstrisinnaðra smábænda og landbúnaðar- verkamanna. sem nýlega tók sér bólfestu í sendiráði Costa Rica i San Salvador, hefur neitað að þyggja boð um póli- tískt hæli í Costa Rica ,.af ótta við að það sé gildra*. að sögn talsmanna þeirra i dag. Utanríkisráðherra Costa Rica, Rafael Angel Calderon Fournier, brást við með því að segja að tilboð þetta væri síðasta tilraun lands síns til að leiða vandamál- ið til lykta friðsamlega, og gaf þannig í skyn að hann kynni að leyfa salvadorískum öryggis- sveitum að rýma sendiráðið. Það voru vopnaðir félagar róttæklingahóps er kallar sig Alþýðusamtökin 28. febrúar, er gerð'u áhlaup á sendiráðið þann 11. júlí og felldu þar einn lögreglumann. Þeir hleyptu síð- an fjölda smábænda gegnum hlið sendiráðsins samdægurs og aftur á fimmtudagskvöld. Smá- bændurnir segjast hafa gripið til þessa örþrifaráðs til að komast hjá átroðningi stjórnarliða sem ieita vinstrisinnaðra skæruliða um sveitir dyrum og dyngjum Tveir teknir fyrir árásina á Bakhtiar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.