Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980 MARYLYN Fronch gat sér mikinn orðstír, vítt um veröld. þegar b<')k hennar „The Women’s Roorn” kom út fyrir rúmum tveimur árum. Sejíja má, að sú bók hafi orðið eins konar kvennahiblía margra þeirra sem hafa áhuga á stöðu konunnar í nútímaþjóðfélagi, eins ok það er kallað á frasamáli, og þá ekki síður þeirra, sem hafa haldið á lofti kynferðisle^ri kúgun konunnar. Ilvað sjálfa mij? snertir þurfti ég að hafa töluvert fyrir því að komast í KeKnum „Women’s Room”, en hún hélt þó áhuga nægilega til að ekki var gclizt upp og var bókin þó löng ok umfram allt sérstaklena langdregin, svo að skipti tuKum eða hundruðum hlaðsíðna, því að Marylyn F'rench er ákaflcga orðmarsur höfundur ok hneijíist KreiniIeKa ekki að símskeytastíl IleminKways. Bókin „The Bleeding Heart" er fyrir stuttu komin út og þegar hafnar um hana umræður, þó að ég geti ekki ímyndað mér, að þær verði jafn fjálgar og um „Women’s Room“. Þessi bók er ekki máluð í jafnafgerandi litum, og út af fyrir sig er það bæði kostur og galli hennar. Meira kostur, að mínum dómi. Hér setur höfundur frám skoð- un, sem er í stuttu máli sú að karlmenn eru alltaf að misbjóða konum... Það stafar ekki endilega af því, að karlmenn séu svona miklar ótuktir, heldur ekki síður vegna þess, að konur láta viðgang- ast að þeim sé misboðið. Fjallað er um samband karls og konu — og þau ólíku viðhorf sem ráða í sambandi, sem má þó um flest teljast skuldbindingarlaust, utan þess að konan er tilfinningavera umfram að vera kynvera. Þetta viðhorf á karlmaðurinn afar örð- ugt með að skilja og því er karlmaður stöðugt að misbjóða konunni og veit sjaldnast af. Þarna er sem sagt boðað að það sé karlmaður sem ekki skilji konu, en ekki á hinn veginn eins og jafnan segir í skrítlum og raunar oft í alvörunni. Aðalsöguhetjan er Dolores og þetta samband verður henni meira mál vegna þess að hún hefur lifað svona sjálfskipuðu skírlífi um langa hríð. Það er spurning um hvort hún treystir sér til að breyta því. Hún hefur ekki stigið á stokk og strengt nein heit, það hefur bara æxlast svona til og eiginlega er hún farin að una þessu ágætlega. Vegna þess að tilfinningaveran — konan — verð- ur alltaf að sæta öðrum lögmálum í ástarsamböndum en maðurinn — hún gefur meira en karlmaður- inn og hún verður jafnan að gæta sín að hrinda ekki karlmanni frá sér með ótímabærum yfirlýsing- um, vegna þess að ótti karlmanns- ins við bindingu í slíkum sam- böndum er mikill. Hún verður að gæta sín, ekki þó vegna þess að hún elski þennan viðkomandi mann, heldur af því að hvort sem það er Dolores sem á í hlut eða flestar náttúrlegar konur, geta þær ekki vafstrað í slíku nema tilfinningar séu með og þær geta truflað karlmanninn eins og áður sagði, honum finnst í skilnings- leysi sínu og stórmennsku, að til sín séu gerðar kröfur, sem hann er ekki reiðubúinn að uppfylla. Dolores segir: „Allt var langtum hreinna og skírara eftir hún hætti að sofa hjá. Allt var auðveldara. Hún þurfti ekki lengur að hafa gætur á sjálfri sér í hvert skipti, sem hún átti tal við karlmann, né velta fyrir sér, hvaða boð hún væri að senda honum, eða hvaða boð hann væri að senda. Á þessum bæ voru engin boð send né móttekin. Svona var það einfalt. Móttöku- og sendistöðinni lokað." En svo liggja leiðir þeirra Vict- ors saman, í lestrarklefa á leið til Oxford, hvar Dolores hefur fengið árs styrk til vísindastarfa og Victor er með aðsetur í London þetta ár að koma á fót meiriháttar útibúi fyrirtækis síns. Án þess hún geti skilgreint hvers vegna og hvað, hefjast sendingar af offorsi milli þeirra þarna í klefanum. Þau enda vitaskuld í ástarleik í íbúð- inni hennar. Það gengur allt Ijómandi en svo kemur að því þegar karlmaður ætlar að fara á brott eftir slíkt. En það er ekki öldungis sama hvernig hann fer, þegar hann ber sig að því að tína á sig spjarirnar, er hann kominn í mynstrið, úr huga hans er horfin sú stund sem þau hafa átt saman. Nú er ekki svo að skilja að Dolores hafi fyllzt ofurást á Victor, en tilfinninga- lega séð finnst henni það lítil- lækkun, að hann getur farið, þegar honum hentar, hún er skilin eftir upptætt, og vitanlega hlýtur að vera undir honum komið hvort þau hittast aftur. „Hann bærði á sér, teygði úr sér og hallaði sér yfir á hina hliðina í áttina að fötunum sínum. Hún fékk þungan hjartslátt. Var hann þá einn af þeim. Hann gat ekki verið svo vondur að standa á fætur núna og fara að klæða sig. Hann gat það ekki ...“ Victor var í þessu tilviki aðeins að teygja sig eftir sígarettum en þegar hann fer nokkru síðar án þess fundur hafi verið ákveðinn milli þeirra, verður hún viti sínu MARYLYN FRENCH finnst þér misboðið. Mér var hlýtt. Mér leið vel. Mig langaði ekki að fara. En ég vissi að ég varð að fá svefn... Eg vissi að ég varð að vera í standi. Ég veit að ég verð að vera í standi og vinna þegar það kallar að. Svoleiðis er það bara. Mér hefur aldrei dottið í hug að neinn ... — væri yfirleitt til? — Nei, stundi hann, — að það gæti haft áhrif á einhvern. Að það gæti sært. Ég skil ekki enn hvers vegna. Hvers vegna þér fannst þér misboðið. — Konur eru öðruvísi. Konur vilja alltaf meira en bara kynmök — si svona. Þú getur bókað að þær vilja meira. En ég get ekki treyst á það hvað viðkemur karlmönnum. Ég get ekki einu sinni treyst því sem þeir segja. Jill, vinkona mín, átti sér einu sinni elskhuga. Hann sagði henni í síbylju, hvað hún væri dásamleg. Þau höfðu verið saman í nokkrar vikur, kannski mánuði og einn góðan veðurdag, þegar Jill var í sérlega ljúfu skapi, tautaði hún „ég elska þig“. Hún sá hann aldrei framar. Hann hvítn- aði upp og varpaði henni fyrir róða með einni sveiflu. — Hann hefur verið giftur. — Náttúrlega. Hver er ekki giftur? AF HVERJU SKYLDU KARLMEf Af því að konur það viðgangast og kynin skilja aldrei hvort annað? láta Hugleiðingar um nýja bók Marylyn French „The Bleeding Heart“ Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur fjær. Henni finnst sér hafa verið sýnd auðmýking, meiri en hún fái afborið. Eftir það sem hún er þó búin að gefa af sjálfri sér þessa stund. Konu getur nefnilega sárn- að... Það er býsna athyglisvert að lesa um það, þegar Dolores reynir síðan að útskýra hvað innra með henni bærist. Hann skilur vita- skuld ekki baun í bala um hvað hún er að tala. Hann segir: „Ég er að íhuga þetta. Ég er að reyna að muna hvernig mér var innan- brjósts í gærkvöldi, hvers vegna ég gæti hafa komið svona fram, eins og þú segir að ég hafi gert... og ég skil ekki enn af hverju þér — Þú ert ekki gift. — Margar konur eru ekki gift- ar. En karlmenn sem eru orðnir 27 ára og þeir sem ekki eru hommar eru yfirleitt giftir. Eða mér sýnist það. — Skrítinn heimur. Hann brosti. Hún leit á hann, hallaði undir flatt. — Þú ert býsna sniðugur. Þér tekst að snúa vörn í sókn gegn mér. Hann hló. — Ég ætlaði ekki að gera það. Ég sver það.“ En síðan upphefjast samskipti þeirra og það gengur á ýmsu, enda viðhorf þeirra til nánast allra mála ákaflega ólík, áhugasvið þeirra sömuleiðis. Það slær þar af leiðandi oft í brýnu milli þeirra. En að sumu leyti myndast hlý væntumþykja sem hvorugt ruglar í neinni alvöru saman við hina svokölluðu ást. En togstreitan er aldrei langt undan. Dolores er öldungis ekki dús við sjálfa sig heldur: að hafa látið kynhvötina ná á sér slíkum tökum, að raskar bæði ró sálar og líkama. Það þarf ekki alltaf mikið út af að bera að hún komist úr jafnvægi og hún sýnir á stundum verulega ósanngirni í samskiptum við Victor, ekki sízt þar sem hún hefur áttað sig á því, að það sem er einfalt til skilnings fyrir hana, er honum eins og lokuð bók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.