Morgunblaðið - 20.07.1980, Side 15

Morgunblaðið - 20.07.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1980 1 5 Hún segir: „Hvað var það í fari og karakter karlmanna, sem gerði að verkum að þeir gátu skrúfað frá tilfinn- ingum sinum — og svo fyrir þær eins og ekkert væri? Eins og þeir hefðu aðskilin sjálf, hluta sem væru ekki tengdir hvor öðrum, þótt þeir héldu til í sama líkama. Annar var þrunginn þrá og blíðu, viðkvæmur og þurfandi. Eða full- ur af bræði, sem vakin var við minnstu ögrun. Og annar sem var klæddur í skyrtu og buxur og með hálsbindi og stundum meira að segja í vesti — þurrlegur, óper- sónulegur, albúinn að takast á við dagsins önn ... Líkami og sál í einkennisklæðum ... Sjálf hafði hún bara eitt herbergi... hún var sú hin sama hvað sem hún gerði ... já, hefði hún þurft að fara á fund, hefði hún að sjálfsögðu gert það. En fyrst hefði hún hlúð að honum með atlotum, fullvissað hann um kærleika sinn og hversu leiðinlegt væri að fara frá honum, og hún hefði sagt honum frá sektartilfinningunni ... Það var lóðið, fjárakornið. Nei, víst ekki. Það gekk lengra en sektin. Það var sprottið af því að hugsa um aðra — ekki allar stundir né alltaf á undan sjálfri sér, en að hún hugsaði yfirleitt um aðra, sem karlmenn gerðu ekki. þeirri niðurstöðu, að elskhugar hennar hafi yfirleitt verið að leita einhvers í henni sem hún megnaði ekki að rísa undir. Að gefa enda- laust. Leika mömmu þeirra, barnapíu, hjúkku, áheyranda, sem stöðugt hlustaði en fékk aldrei að segja neitt sjálf. Varð að dylja sig, dylja reiði sína. Og í hvert skipti Og Victor. Ja, það er ekki auðvelt, en það er ekki dautt. Það er ekki rútína. Og verður aldrei. Því lýkur eftir árið.“ Dolores og Victor ákveða að eyða saman jólunum og hún fer til hans í London. Þau upplifa und- urfagra daga, hveitibrauðsdaga, en Dolores gerir sér grein fyrir því að þessir dagar væru ekki svona, ef þau vissu að þau ættu að vera saman allar tíðir. Einmitt sakir þess, að þau vita að sambandi þeirra muni ljúka, framkallast í þeim angist og elska, sem vekur það bezta í þeim. Eins og elskenda er siður eru þau haldin óslökkvandi þörf fyrir að tjá hvort öðru um fortíð sína. Þær frásagnir og upprifjanir eru hvorugu sársaukalausar, bæði hafa gengið í gegnum eld og brennistein. Mér þótti afar vel lýst hjá Marylyn French, þegar Victor byrjar á að segja henni frá hjónabandi sínu. Það var aldrei meiningin að kúga Edith, né svívirða á neinn hátt. En niður- staðan er jafnan hin sama, hann skildi hana aldrei, skildi ekki viðbrögð hennar né hin ósögðu orð. Ekki vegna skepnuskapar, heldur vegna þess að hún gaf honum aldrei færi á að skilja neitt og kom því heldur ekki drengilega fram. Að því kom að henni fannst hún síðan verða að hefna sín og það hefur hún gert og sú hefnd var grimm. Traustabresturinn í bókinni finnst mér tvímælalaust vera upp- rifjun Dolores á hjónabandi sínu og Anthony, sem er að vísu löngu lokið. Anthony er óþverri frá byrjun til enda, það er óskiljanlegt hvernig í ósköpunum hún gat búið með þessu ódói í ótal ár. Og það er líka skrítið að höfundurinn sem leggur sig fram um að sýna sanngirni og sjá fleiri hliðar en eina skuli gerast sekur um þetta. Bókin er löng og er orðmörg, en hún er læsilegri, manneskjulegri N ALLTAF MISBJÓÐA KONUM? Hún hefði mátt vita, að það særði að vera skilin eftir og hún hefði sagt upp á mínútu, stað og stund hvenær hún kæmi aftur. Og allan tímann, myndi hún hafa áhyggjur af því að verða of sein. Svo kæmi hún þjótandi. Og hann væri ekki einu sinni á staðnum. Þar sem hann hafði engar sérstakar áhyggjur af því þótt hann stæði ekki við sín orð, vænti hann þess sýnilega ekki að hún gerði það heldur... Var það virkileiki að ástin væri þungamiðja í lífi kvenna, en ekki karla? Ást hafði ekki verið mið- punktur lífs hennar svo árum skipti. En nú, á því augnabliki, sem hún hafði hleypt að tilfinn- ingum, var hún dottin í sama drullufenið og á árum áður. Karlmenn bjuggu þannig um hnútana, að þeir vernduðu sjálfa sig. Konur bjuggu þannig um hnútana, að þær vernduðu aðra. Það var gróflega óréttlátt og auðvitað þurfti hún ekki nema hætta þessu ... „En ég veit ekki hvernig. Auk þess er ég ekki viss um að mig langi til þess. Það sem mig langar er að karlmenn séu líkari konum." Og alltaf þegar miður gengur milli Dolores og Victors brýtur hún heilann um, hvernig hún, vitsmunaveran, yfirveguð, hafi flækzt í þessu neti. Eftir að hafa lifað þessu ágæta og áreynslu- lausa, kynlausa lífi kemst hún að sem samband endaði, sagði hún við sjálfa sig „aldrei aftur" og það varð lengra og lengra á milli elskhuga. Þar til það voru engir elskhugar. Þangað til nú. „Og þetta var undirgefni við líkamann, hvötina. Konur þarfn- ast þó ekki karlmanns fyrst og fremst vegna kynlífsins. Þær gátu gert það fullt eins vel sjálfar. Það var eitthvað annað, þessi þörf fyrir líkama, sem stæði að baki þeim ... svo að þær gætu hallað höfðinu að honum ... að finna einhvern sem vildi vera hjá þeim. Hlýjan. Góðan. Auðvitað hafði hver sínar þarfir hver á sinn hátt. Hvað hana snerti, Dolores, gat hún ekki talið það þess virði að búa í innantómu hjónabandi. Ekk- ert gat réttlætt að búa með einhverjum í dauðri rútínu. Ekk- ert. er Ijóst að Dolores — fulltrúi konunnar — reynir verulega á þolrif Victors — fulltrúa karl- mannsins. — Hún er aukin heldur fulltrúi þeirra sem hafa öðlazt ákveðið sjálfstæði, þeirrar gjörðar sem konur sem búa einar og pluma sig á annað borð, geta einar náð og eru ekki reiðubúnar að afsala sér. Konan er kannski sá aðilinn sem sterkari er, þrátt fyrir allar tilfinningar. Lok bókarinnar eru spurningar- merki. Árið sem þau áttu saman er á enda og það er ekki víst að þau sjáist aftur. Þó að Victor sé búinn að taka ákvörðun um að fara frá konu sinni, er ekkert víst að hann geri það, og það er ólíklegt að Dolores sé tilbúin að hefja sambúð með honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.