Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980 Davíð Qddsson borgarfulltrúi: IJin og lítiö tilefni Helgasyni svarað Inga R. Ingi R. Helgason skrifar langa grein í Morgunblaðið s.l. fimmtu- dag. Slíkt er fátítt. Tilefnið er afgreiðsla borgarráðs á beiðni hans, fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar Is- lands um styrk vegna hljómleika- ferðar til Evrópu næsta sumar. Ekki þarf að deila um ágaeti þess málefn- is. Hins vegar þótti meirihluta borgarráðs ekki ástæða til að taka afstöðu til erindisins nú, enda út í hött að hald því fram, að slík ferð ráðist af þeirri styrkveitingu. Ekki er um að ræða nema því sem næst 30.000 kr. styrk á hvern ferðalang og slík fjarhæð getur ekki sköpum skipt, þótt hun komi sér sjálfsagt vel fyrir hljómsveitina. Erindið á því heima með öðrum slíkum við gerð fjarhagsáætlunar vegna ársins 1981. Ekki mun vefjast fyrir borgar- stjórn að afgreiða svo hógværa beiðni þá. Ekkert gerzt í menningarmálum Hvað vakir þá fyrir Inga R. Helgasyni, sérlegum menningar- postula Alþýðubandalagsins? Hvers vegna kveður hann dyra hjá Morg- Tilraun Björgvins og Sigurjóns 1977 t hinni löngu og lágkúrulegu grein sinni harmar Ingi R. Helgason það, að „varamenn" sem að auki séu menningarfjandsamlegir skuli hafa verið til staðar í borgarráði þegar umrætt mál barst þangað. Hann harmar fjarveru hinna traustu menningarlegu manna, ekki sízt Björgvins Guðmundssonar og Sigur- jóns Péturssonar. — Ingi R. á að vita, að hinn 20. janúar 1977 lagði Björgvin Guðmundsson fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að borgin hætti alfarið að greiða venjubundið framlag til Sinfóníu- hljómsveitar íslands, því slíkt ætti alfarið að vera ríkisins mál. Þessa tillögu studdi Sigurjón Pétursson en við sjálfstæðismenn samþykktum að vísa henni frá enda vildum við ekki stefna framtíð hljómsveitar- innar í voða. Miðað við þá fjárhæð og þá hagsmuni sem um var að ræða við þessa tillögugerð og sjö dálkana hans Inga R. nú, hefði Morgunblaðið allt ekki dugað undir merka vand- lætingargrein menningarpostulans. En um þær mundir heyrðist hvorki hósti né stuna frá Inga R. Helgasyni þótt öll tilvera Sinfóníu- hljómsveitarinnar væri í húfi! tilgangi að gera fjórum mönnum kleift að skíra togara í Portúgal. Styrkupphæðin til hljómsveitarinn- ar er hjóm við hliðina á því. Var Inga úthýst í grein sinni óskapast Ingi R. ekki sízt yfir því hneyksli, að borgarráð hafi synjað honum um aðgang að fundi sínum. Þessu lýsir hann í allnokkru máli enda telur hann hér vera um einsdæmi að ræða. Þetta er allt saman bull. Það var aldrei nefnt aukateknu orði á borgarráðsfundi að lögmaðurinn vildi sem stjornar- maður í Sinfóníuhljómsveit Islands koma á fundinn og fylgja eftir erindi sínu. Það mun hins vegar rétt að Ingi kom á fundarstað og spurði eftir Agli Skúla Ingibergssyni borg- arstjora. Egill Skúli brá sér fram að tala við komumann en gat ekkert um hvað þeim fór á milli þegar hann kom inn á ný, né heldur hvaða erindi Ingi hefði átt niður í Póst- hússtræti. Koma hans var því aldrei rædd á fundinum enda önnur og merkari mál til umræðu. Eins og allir vita er Ingi R. Helgason jafnan eins og grár köttur hvar svo sem kommúnistar hafa hreiðrað um sig í stjórnkerfinu. Það getur því engum komið á óvart nú þótt hann sé á sveimi á borgar- Davið OddsKon skrifstofunum. Hefði ég haft pata af komu hans þennan umrædda dag hefði ég helzt haldið að hann væri að selja Ikarus-vagna, því það voru einu menningarafskiptin sem ég vissi fram til þessa að hann hefði haft hjá Reykjavíkurborg. Ekki bregst honum smekkleysið Flest af því sem fram kom í grein Inga R. Helgasonar var harla ómerkilegt og ógrundað eins og heiti Sigurjón Pétursson og Björgvin Guðmundsson hennar gaf reyndar til kynna. En lengst og lægst gekk þó greinarhöf- undur með dylgjum sínum í garð Sjafnar Sigurþjörnsdóttur borgar- fulltrúa, en hún er einn af sam- starfsaðilum Alþýðubandalagsins í borgarstjórn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem dylgjur og meiðingar falla frá þeim Alþýðubandalagsmönnum í garð þessa samstarfsaðilja, þótt smekkleysan hafi aldrei verið meiri. En burt séð frá smekkleysinu sem í þessum skrifum fólst var sláandi hve rík kvenfyrirlitning skein i gegnum öll ónotin í garð Sjafnar. Þetta er því athyglisverðara þegar haft er í huga að Alþýðubandalag- inu hefur þótzt vera umhugað um réttindamál og stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ég hef löngum undr- azt það hvernig samstarfsflokkar Alþýðubandalagsmannanna í borg- arstjórninni líða þá frekju, yfirgang og ófyrirleitni sem kommúnistar hafa sýnt. En þótt geðleysið sé mikið og flestu kyngt ætti ekki að þurfa að una persónulegum og mannorðsskemmandi dylgjum. Litlir kallar með reykbombur Vinstri meirihlutinn í borgar- stjórn, þar sem Alþýðubandalagið ræður mestu, hefur sýnt og sannað að hann er ófær um að fara með stjórn borgarinnar. Dugleysið og ringulreið hefur verið afhjúpuð í hverjum málaflokknum af öðrum. Allir vita að öngþveitisástand er að verða í skipulagsmálum og þar er þegar stór skaði skeður. Nýlega hefur rækilega verið flett ofan af aðgerðaleysi þeirra og afglöpum við stjórn Strætisvagna Reykjavíkur. í menningarmálum hefur ekkert gerzt sem til nýlundu getur talizt eins og fyrr er rakið. Þar hefur ekki einu sinni verið haldið í horfinu. Það er af þessum ástæðum sem þeir nota minnsta tækifæri til að sprengja málefnalegar reykbombur til að draga athyglina frá veruleik- anum. En reykinn fá þeir jafnharð- an í fangið og verða æ flekkóttari af. Hvar var Ingi R. þegar þessir tveir sýndu menningarvirtleitni sína 20. janúar 1977? unhjaðinu með sjö dálka grein? Það skyldi þó ekki vera, að honum væri orðið Ijóst eins og flestum öðrum, að ekki nokkur skapaður hlutur, sem nafni nær, hefur gerzt í menning- armálum hófuðborgarinnar síðan „nýr“ meirihluti komst þar til vaida? Fyrir forystu sjálfstæðismanna var Reykjavík jafnan í fararbroddi í menningarmálum. Þeir stofnuðu til Kjarvalsstaða, fyrir þeirra atbeina m.a. verður Sinfóníuhljómsveit að veruleika. Leikfélag Reykjavíkur þróast yfir í að verða raunverulegt borgarleikhús og fyrir forystu sjálf- stæðismanna í borgarstjórn er ha- fin samvinna við L.R. um byggingu borgarleikhúss. Listahátíð hefst ár- ið 1970 og er orðin að reglubundnum lið í menningarlífi höfuðborgarinn- ar og landsins alls. Svo mætti áfram telja. Eftir að vinstristjórn kom í Reykjavík hefur ekkert slíkt skref verið stigið og reyndar fjarri því. Það er því í meira lagi broslegt þegar Ingi R. Helgason ætlar sér að nota slíka afgreiðslu á rúmlega tveggja milljóna króna ferðastyrk, til þess að sýna hverjir það séu, sem mest og bezt duga menningunni í höfuðborginni! Ingi reiðir stimpilinn til högKs Það er auðvitað góðra gjalda vert af jafn langdrjúgum pólitískum útsendara og Inga R. Helgasyni að gera sitt til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Bersýnilegt er af grein hans og skrifum Þjóðvilj- ans að til nokkurs þykir að vinna ef koma megi menningarfjandsamleg- um stimpli á formann borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna.'ekki sízt þegar dapurleg frammistaða Alþýðubandalagsins í menningar- málum blasir við. Ákvörðun um tvær og hálfa milljón króna til eða frá er ekki of lítil þegar tilgangur- inn er svo göfugur sem hér var nefnt. Að vísu er Ingi R. Helgason vanari að fást við stærri fjárhæðir í því menningarstarfi sem hann er þekktastur fyrir, sem er hvers konar rjátl með gullkistur Alþýðubanda- lagsins, og möndl með þau fjöl- mörgu hlutafélög sem þessum eina eiginlega braskaraflokki heyra til. Ingi R. Helgason veit fullvel að fjárhæðin í þessu umrædda máli hefur enga hernaðarlega þýðingu. Það á hins vegar að afgreiða á réttum tíma og á réttum forsendum. Það var nýlega upplýst á borgar- ráðsfundi að rétt tæpum 10 milljón- um króna hefði verið eytt í þeim VERÐLÆKKUN! Höfum náð fram verðlækkun á ’80 árgerðum af Fiat 127 Sport Fiat Ritmo Fiat 131 Fiat 132 Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. Ifiat-umbc 'F/AT- UMBODÐ Smiðjuvegi 4 - Sími 77200t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.