Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980 Nýkomið: Litur: Hvítt og rautt. Veró: 24.500,- Litur: Hvítt og blátt. Verö: 24.500- Litur: Ljós. Verð: 29.200.- Póstsendum, Litur: Hvrtt. Verö: 25.100.- Skósel Laugavegi 60, sími 21270. Þetta gerðist 20. júlí 1976 — Víkingur I lendir á Mars og hefur myndasendingar. 1974 — Tyrkir gera innrás í Kýpur. 1973 — Japanskri farþegaflugvél með 135 manns snúið til Dubai. 1969 — Neil A. Armstrong stigur fyrstur manna fæti á tunglio. 1962 — Hlutleysi Laos ábyrgzt á ráðstefnu í Genf. 1954 — Vopnahlé í Indókína undir- ritað í Genf; Frakkar fara frá Norður-Víetnam og kommúnistar frá Suður-Víetnam, Kambódíu og Laos. 1953 — Sovétríkin og ísrael taka upp stjórnmálasamband. 1951 — Abdullah konungur Jórdaníu ráðinn af dögum. 1946 — Friðarráðstefnan í París hefst. 1944 — Banatilræði Stauffenbergs við Adolf Hitler. 1936 — Montreaux-sáttmálinn um yfirráð Tyrkja yfir tyrknesku sund- unum. 1932 — Stjórnarbylting Franz von Papen í Prússlandi. 1913 — Tyrkir taka Adríanópel. 1895 — Bandaríkjamenn grípa inn í deilu Breta og Venezúela. 1877 — Fyrri orrustan um Plevna; fyrsta áfall Rússa í ófriðnum við Tyrki. 1871 — Brezka Kólumbía gengur í kanadiska sambandsríkið. 1866 — Sjóorrustan við Lissa; Aust- urrikismenn gersigra flota ítala. 1858 — Viðræður Napoleons III og Cavour um sameiningu Ítalíu. 1810 — Kólombía lýsir yfir sjálf- stæði. Afmæli. Francesco Petrarch, ítalskt skáld (1304-1374) - Sir Edmund Hillary, nýsjálenzkur fjallgöngumað- ur (1919-). Andlát. 1903 Leo páfi XIII — Gugli- emlo Marconi, uppfinningamaður. Innlent. 1375 Skálholtssamþykkt — Árnesingaskrá — 1627 d. Guðbrand- ur biskup — 1198 Bein Þorláks tekin upp og skrínlögð — 1237 Þorláks- messa hin fyrri lögleidd — 1433 Jóni Gerrekssyni biskupi drekkt í Brúará — 1689 d. síra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ — 1745 Sýslumenn kæra Prese landfógeta fyrir drykkju- skap & óreiðu — 1783 Eldmessa Jóns Steingrímssonar — 1798 Síðasti Al- þingisfundur á Þingvöllum — 1930 d. Klemens Jónsson — 1947 Ólafur krónprins afhendir Snorrastyttuna — 1968 Skrúfað frá vatnsleiðslunni til Eyja — 1973 Stofnun Flugleiða — 1894 f. Stefán Jóh. Stefánsson — 1907 f. dr. Jakob Benediktsson. Orð dagsins. Peningaleysi er undir- rót alls ills — George Bernard Shaw írskur rithöfundur (1856—1950). 21. júlí 1978 — Hugo Banzer forseti í Bólivíu segir af sér eftir uppreisn. 1977 — Landamærastríð milli Egypta og Líbýumanna hefst. 1976 — Jarðsprengja verður sendiherra Breta á Irlandi að bana. 1974 — Grikkland og Tyrkland samþykkja vopnahlé á Kýpur. 1969 — Apollo II fer frá tunglinu með Armstrong og Aldrin. 1962 — Landamæraátök milli Indverja og Kínverja í Kasmír. 1960 — Fyrsta konan, frú Siri- mavo Bandaranaike á Ceylon, verður forsætisráðherra. 1944 — Bandaríkjamenn taka Guam herskildi. 1918 — Bandamenn taka Chat- eau-Thierry, Frakklandi. 1877 — Bretar ákveða að fara í stríð við Rússa ef þeir taka Konstantínópel. 1873 — Fyrsta bankaránið í „Villta vestrinu", James & Young- er í Adair, Iowa. 1831 — Sunnanmenn sigra í orrustunni um Bull Run, Virginíu. 1831 — Leopold I verður konung- ur í Belgíu. 1798 — Sigur Napoleons í orrust- unni við Níl og hann nær yfirráð- um yfir Egyptalandi. 1774 — Rússar fá Krím og mynni Dniepr með friðnum í Kutchuk- Kainardji. 1773 — Clement páfi XIV leysir upp Jesúítaregluna. 1718 — Ófriði Austurríkis og Tyrkjaveldis lýkur með friðnum í Passarowitz. 1683 — Willliam Russel lávarður hálshöggvinn fyrir samsæri gegn Englandskonungi. 1588 — Floti Sir Francis Drake ræðst á spænska ógnarflotann á Ermarsundi. 1542 — Páll páfi II stofnar Rannsóknarréttinn í Róm. Afmæli. Alexander mikli, kon- ungur Makedóníu (356—323 f. Kr.) — Matthew Prior, enskt skáld (1664-1721) - Ernest Hemingway, bandarískur rithöf- undur (1898—1961) — Isaac Stern, bandarískur fiðluleikari (1920 -). Andlaf. 1796 Robert Burns, skáld. Innlent. 1725 Oddur Sigurðsson lögmaður dæmdur frá embætti — 1808 Úrskurður konungs um tómthúsmenn — 1828 Morðingjar Natans Ketilssonar dæmdir til dauða — 1846 d. Sigurður Breið- fjörð — 1851 Stöðulagafrumvarp á Þjóðfundi — 1873 Stjórnar- skrárfrumvarp á Alþingi — 1896 Franskur sjóliðsforingi hjólar til Þingvalla — 1914 Sig. Eggerz verður ráðherra — 1918 Vélskip fer frá Akureyri til Jan Mayen að sækja rekavið — 1956 Hermanni Jónassyni falin stjórnarmyndun — 1959 Anderson hótar að skjóta á „Þór“ — 1963 Ný dómkirkja vígð í Skálholti — 1923 f. Tómas Árnason. Orð dagsins. Meðan litlu börnin í heiminum eru látin þjást, er engin sönn ást til í þessum heimi — Isadora Duncan, bandarisk dansmær (1878 — 1927). Kabulstjórnin lætur handtaka skólastúlkur Nýju Delhi. 18. júli. AP. STJÓRNIN í Afganistan hefur að sögn látið handtaka á þriðja hundrað ungra stúlkna á aldrin- um 15—19 ára, sem voru í fyrirsvari mótmælaaðgerðanna frægu i Kabul á dögunum. Þær hinar sömu stúlkur héldu mót- mælum áfram með þvi að mæta ekki í próf dagana 10.—15. júlí sl. og greip þá stjórnin til þess ráðs að stinga stúlkunum i svart- holið. Þá segja fregnir frá Kabul, að auk þeirra sitji inni fjölmargar stúlkur og piltar og einnig hafi hundruð ungmenna verið rekin úr skólum fyrir að vilja ekki lúta vilja Kabulstjórnarinnar. Bæklingum og flugritum hefur verið dreift um höfuðborgina síð- ustu daga þar sem ungmenni eru hvött óspart til að halda áfram að sýna í verki andstöðu sína við leppstjórnina í Kabul. w **.VV Enn morð í Guatemala GuatemalaborK. 18. júli. AP. LÆKNANEMI, blaðamaður og lögfræðingur voru skotnir til bana í þremur aðskildum atlögum í Guatemalaborg í dag. Heimildir AP sögðu að svo virtist sem morðin nú væru framin að undir- lagi öfgasinnaðra hægri manna, en þeir hafa hótað að beita sér í ríkara mæli og segjast hafa sett á laggirnar sérstakar aftökusveitir til að berjast gegn öfgamönnum til vinstri, sem hafa staðið að fjölda hryðjuverka í Guatemala upp á síðkastið. Olíufram- leiðslan stóreykst Osló. 18. júli AP. NORÐMENN framleiddu 26.4 milljónir tonna af olíu og gasi fyrstu sex mánuði þessa árs, eða um átta milljónum tonna meira en á sama tíma á fyrra ári, að því er stjórnvöld hafa greint frá. ERLENT Bíræfinn bófi skar málverk úr römmum Mexikóborg, 18. júli. AP. BÍRÆFINN, listelskur þjófur skar fimm verðmæt málverk úr römmunum og gekk með þau i rólegheitum út úr San Carios- listasafninu i Mexikóborg i dag og hefur ekki síðan tií hans spurzt. Verkin voru eftir Rubens, van Dyke, van Kissel, og Tintoretto. Listfræðingar segja, að nánast sé ógerningur að meta þessi stolnu listaverk til fjár, svo ómetanlegir dýrgripir hafi þarna verið hrifnir á braut. I þessu sama safni var framinn svipaður þjófnaður í sl. mánuði og þá stolið frægu mál- verki eftir Picasso.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.