Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
27
Pálmi Rögnvaldsson kennari á Hofsósi:
Fólk sem fluttist héðan
ungt snýr nú heim aftur
Frá árinu 1973 hefur útibú
Búnaðarbankans á Sauðár-
króki starfrækt afgreiðslu á
Hufsósi. sem opin er eftir há-
degi. Pálmi Rögnvaldsson hefur
veitt henni forstöðu frá byrjun,
en auk þess kennir hann i
Grunnskóla Hofsóss á veturna.
Aflanum er ekið
frá Sauðárkróki
Alla mína tíð hef ég verið í
nábýli við Hofsós, fyrst á æsku-
stöðvum mínum Marbæli í
Óslandshlíð og síðan hér á Hofs-
ósi sl. 10 ár, og á þeim tíma hefur
orðið mikil breyting á kauptún-
inu. Ibúar Hofsóss eru rúmlega
300 og fer fjölgandi, en vöxturinn
sést best á miklum byggingar-
framkvæmdum hér á síðustu ár-
um.
Eru fiskveiðarnar megin uppi-
staðan í atvinnulífinu?
Jú, það er rétt, við höfum mikla
atvinnu af nábýlinu við sjóinn, og
þar er Hraðfrystihúsið stærsti
aðilinn, en það vinnur aðallega úr
afla sem kemur úr togurum
Útgerðarfélags Skagfirðinga.
Þannig háttar til hér, að útgerð-
arfélag staðarins var sameinað _____________________________________________________________
Útgerðarfélagi Skagfirðinga, eni ^ ferö um Skagafjörð / Texti: Friörik Friöriksson
staðinn faum við þriðjunginn af ____________________ _______________________________________
Pálmi Rögnvaldsson afgreiðslumaður og kennari.
afla togara félagsins. Aflanum er
ekið hér á milli, og hefur það
gefið ágæta raun, sérstaklega
eftir að vegurinn var bættur.
Auk aflans af togurunum eru
hér smábátar, saltfiskverkun og
beinaverksmiðja, þannig að fisk-
veiðar og 'fiskvinnsla eru óum-
deilanlega mikilvægustu liðirnir í
atvinnulífinu.
Þetta eru þó ekki einu atvinnu-
fyrirtækin, við höfum hér hljóð-
kútaverksmiðju, bílaverkstæði,
kaupfélag, saumastofu, hellu-
steypu og byggingafyrirtæki svo
eitthvað sé nefnt.
Þrátt fyrir nokkra fjölbreytni í
atvinnulífi, þá þurfum við að leita
fleiri leiða, segja má að sauma-
stofan sé upphafið að smáiðnaði
hér og ég álít að við verðum að
beina kröfum okkar í auknum
mæli í þær áttir.
Læknirinn kemur
einu sinni í viku
Hvernig er félagslífi og skóla-
málum háttað hér?
Við höfum hér á Hofsósi
grunnskóla, en við hann kenna 9
manns, en æðri menntun þurfa
menn að sækja annarsstaðar.
Félagslífið er hér með miklum
blóma, á staðnum er Ungmenna-
félagið Höfðstrendingur sem
stendur fyrir íþróttaiðkunum,
skemmtunum á 17. júní o.fl. Auk
þess eru hér kvenfélög, leikfélag,
Lionsklúbbur og nú nýverið var
stofnað hér Félag eldri borgara
og er ætlunin að það félag hafi
samstarf við samskonar félög í
öðrum bæjum hér í Skagafirði.
Hér á staðnum er nýtt félags-
heimili og þegar byggingu nýs
knattspyrnuvallar er lokið má
segja að vel sé búið að félagsmái-
um hér.
I tilefni af ári trésins, má ég til
með að nefna, að öll félög hér á
staðnum, þ.m.t. Skógræktarfélag
Hofsóss, hafi í sameiningu staðið
að stækkun á svæði skógræktar-
innar, og nú er verið að girða
svæðið af, í sjálfboðaliðavinnu.
Auk þessara félaga er hér
blandaður kór, Söngfélagið Harp-
an og að sjálfsögðu eiga hesta-
menn með sér félagsskap, því
hestamennska er vinsæl hér eins
og annars staðar í Skagafirði.
Er heilbrigðisþjónusta góð á
Hofsósi?
Hér er yfirhjúkrunarkona með
fasta búsetu, en læknir kemur
hingað einu sinni í viku, þannig
að menn verða vinsamlegast að
haga veikindum sinum eftir
komu læknisins.
Er Hofsós framtíðarbyggðar-
lag?
Ef litið er til þeirrar þróunar
sem hér hefur átt sér stað í
byggingamálum hin síðari ár,
hlýtur maður að vera bjartsýnn á
framtíðina. Einnig er það já-
kvætt að nú flytur ungt fólk ekki
héðan, eins og áður og þess eru
jafnvel mörg dæmi, að fólk sem
fluttist héðan ungt, snýr nú heim
aftur til að vera.
Fyrirlestur um
ljósfræði á
yegum Háskóla
íslands
PRÓFESSOR Thomas K. Gaylord
frá Georgia Institute of Techno-
logy, heldur fyrirlestur mánu-
daginn 21. júlí nk., sem hann
nefnir „Fiber and Intergrated
Optics“.
Fjallar hann meðal annars um
framtíðarmöguleika á sviði fjar-
skipta og gagnavinnslu með ljós-
leiðum og krystalhólógrafíu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
húsi Verkfræði- og Raunvísinda-
deildar Háskólans að Hjarðar-
haga 2—6 í stofu 158 og hefst kl.
16.00.
„Farfugl-
inn“ er
kominn út
Fyrsta tbl. af Farfuglinum er
komið út. Útgefandi blaðsins er
Bandalag íslenskra farfugla.
Ritið er 16 blaðsíður og í því er
m.a. grein um gistinætur á
Farfuglaheimilium, um ræktun
trjáa á íslandi, sagt frá Norð-
urlandamóti Farfugla o.m.fl.
Blaðið kemur út tvisvar á ári.
DROTTNINGAR
ROKK
Loksins, loksins, er nýja
QUEEN platan komin út.
Óhætt er aö fullyröa aö þeim
félögum hafi aldrei tekist
jafnvel upp en einmitt nú.
Nokkur lög af þessari frá-
bæru plötu hafa nú þegar
náö miklum vinsældum og
má þar nefna Play The
Game, Save Me og Crazy
Little Thing Called Love
sem án efa er eitt vinsæl-
asta rokklag allra tíma.
Ef þú vilt fá þér virkilega
vandaða og skemmti-
lega rokkplötu ætti val-
iö ekki aö vera erfitt.
s»
The Game, kvínandi góö plata með QUEEN.
Fæst í hljómplötuverslun-
um um land allt.
FALKINN
Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670.
Laugavegi 24 — Sími 18670.
Austurveri — Sími 33360.
ivtK