Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
29
Framtíðarfræðingurinn
Alvin Toffler
spáir stórfelldum
þjóðfélagsbreytingum
Þannig getur dagblað varla plum-
að sig, og frá mínum bæjardyrum
séð er það alger sóun að láta allt
þetta á þrykk út ganga.
Gn á ekki sú tölvuvæðing
sem við höfum vikið að
eftir að gera dagblöðunum
einnig kleift að sníða
sér stakk eftir vexti?
Örugglega. Þau munu geta fellt
niður matardálkinn og bætt við
viðskiptasíðuna fyrir mig, eða séð
mér fyrir meira fréttaefni og
minna af íþróttum eða öfugt.
Sérðu fyrir þér
múghjöðnun í
menntamálum einnig?
Partur af endurskipulagingu
sjöunda áratugsins var í þá átt en
á áttunda áratugnum varð aftur-
kippur því „grundvallarendur-
reisnin" svonefnda var í rauninni
áras á margbreytni. Ég held að
afturhvarf til grundvallaratriða
sé glataður málstaður — ekki
vegna þess að það sé til óþurftar
að fólk kunni að lesa, skrifa og
telja, heldur vegna þess að skól-
arnir eru ekki sjálfstæðir aðilar.
Ef það er nokkur einn þáttur,
sem stendur menntun í Bandaríkj-
unum fyrir þrifum, er það sú
krafa fyrirtækja að starfskraftar
þeirra hafi prófskírteini. Þegar sú
krafa náði að festa rætur tóku
háskólar að miða námsefni sitt við
þessa kröfu, menntaskólar fóru að
framleiða fyrir háskóla og barna-
skólarnir fyrir menntaskólana.
Eftir því sem vinnuveitendum
verður ljósara að brottfararbleðl-
ar skólanna gefa enga raunhæfa
mynd af hæfni, verða breytingar á
menntakerfinu.
En gæti almennum skólum
ekki reynzt torvelt að
þroska ólíka hæfileika
með einstaklingum?
Skólunum er einmitt ætlað að
sniðganga þá. Þeir stefna að
markvissri fjöldaframleiðslu og
gera ráð fyrir að allur efniviður,
sem inn kemur sé í grundvallar-
atriðum jafn og samur.
Á tímum heimstyrjaldarinnar
síðari var það gott og gilt. Þá var
það sókn í lýðræðisátt og tilraun
til að veita öllum sömu tækifæri.
Nú erum við hins vegar að fara
inn á allt aðrar brautir og tel ég
að kröfur iðnaðar og efnahagslífs
til menntakerfisins eigi eftir að
breytast og að mismunandi hæfi-
leikar fólks fái að njóta sín frekar.
Mitt slagorð fyrir skólana er
ekki „aftur til grundvallaratriða"
heldur „áfram til grundvallaratr-
iða“ — og vera má að þau verði
allt annarrar tegundar. Ég álft að
við þurfum að endurmeta hvaða
hæfileika beri að telja ákjósan-
lega. Sjálfur tel ég að e.t.v. þurfi
að leggja mesta áherslu á hæfni
sem lýtur að mannlegum sam-
skiptum — störfum og fjölskyldu-
lífi — og kunnáttu, er snertir
ákvörðunartöku: hvernig meta
skal valkosti og velja úr þeim,
aðgæta mismunandi viðhorf og
skilja kjarnann frá hisminu.
Hver yrðu áhrif
múghjöðnunar á
dreifingarskipulag?
Fyrst og fremst myndi hún hafa
áhrif á tilflutning upplýsinga —
en í því efni höfum við þegar náð
góðum árangri. En okkur hefur
enn ekki tekizt að ráða fyllilega
fram úr því hvernig færa má
áþreifanlega og efnishluta á
milli.Ég get augljóslega ekki bent
á leiðir til að leysa núverandi
flutningakerfi af hólmi. Það, sem
ég get á hinn bóginn bent á, er sú
staðreynd að ef okkur þokar í átt
að efnahagskerfi með afmarkaðri
svæðisstjórn og aukinni dreifstýr-
ingu framleiðslunnnar, þá munu
umsvifin minnka og teinarnir
styttast þrátt fyrir að enn verði
þörf á lestum og flutningavögnum.
Þegar til langtíma lætur munu
flutningar einnig víkja fyrir fjar-
skiptum í æ ríkari mæli — og hafa
í för með sér frekari útbreiðslu
fjöldans til strjálbýlisins.
Má þá einnig vænta þess að
fjarskipti komi í stað
leikhúsa? Breytist mannlífið
á þann veg að æ minna þurfi
fyrir því að hafa?
Vel kann svo að fara að stærstu
borgir eins og New York þrífist og
dafni, en það verður þá á öðru en
framleiðslu, á hlutum eins og
leikhúsi, óperu, ballett, íþróttum
og öðru lifandi efni. í rauninni
munu skemmtanalíf, menntun og
siðmenning halda áfram að svala
aukinni þörf eftir því sem önnur
samskipti krefjast frekari miðlun-
ar og rafeindatækni.
Ástæða þess að þörfin gæti
aukist er sú að afleysing flutninga
með fjarskiptum hefur í för með
sér tilkomu þess sem, ég kalla
rafbýlið og þýðir að sífellt fleiri
munu starfa í heimahúsum. Ég
held að við eigum eftir að sjá
milljónir manna með ódýra og
einfalda skerma á heimilum sín-
um, sem tengdir verða umheimin-
um með símþræði eða um gerfi-
hnetti.
Það er blátt áfram fáránlegt að
flytja milljónir starfsmanna lang-
ar leiðir til vinnustaða til að tala í
sima klukkustundum saman dag
hvern. Hverjum heilvita manni
hlýtur að vera ljóst að starfsdreif-
ing milli fjarlægra staða er þjóð-
hagsleg nauðsyn.
Á næstu tíu til tuttugu árum
reikna ég með að gífurlegri um-
breytingu frá skrifstofum til
heimila og mun það valda gjör-
byltingu á framleiðsluháttum,
fasteignaskipun miðborgar, skatt-
kerfi, fjölskyldulífi, menntun og
úthverfum.
„... skermar á heimilum tengdir um gervihnetti...“ „.. .menningar- þörfeykstmé frekari tækni u • • •
(g> TOYOTA |
Leiðrétting Skrifstofur og aörar deildir veröa opnar aö venju aöeins verkstæðið er lokaö frá 21. 7 — 11. 8. en heldur þó uppi nauösynlegustu þjónustu.
1 ^ Sá) TOYOIA^ I s. / Um m SÍMI 44144
-ertþú
bóinnaó
endurnýja?
Austurstræti 10