Morgunblaðið - 20.07.1980, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
Sumarveðrið hefur svikið
okkur hér sunnanlands um
hrið, svo ekki veitir af sumar-
auka i matargerðinni. Kjúkl-
ingar eru léttur og sumar-
legur matur, og hér fylgja
tvær kjúklingauppskriftir.
Ég kýs að nota bringur i
þessar uppskriftir, en þið get-
ið notað aðra bita, eða t.d.
hlutað heilan fugl. Þið getið
reiknað með um U/2 bringu á
mann, en 1 ef þið eruð með
forrétt og eftirrétt.
Ef þið notið bringur er
e.t.v. ekki úr vegi að úrbeina
þær. Þannig fáið þið býsna
skemmtilega bita. Það er ekki
erfitt verk. Allt sem þið
þurfið er lítill og vel beittur
hnífur. Síðan skerið þið burt öll
bein, með því að renna hnífn-
um þétt eftir beinunum.
Mér finnst flókið meðlæti
óþarfi með þessum réttum.
Gott brauð er alltaf vel til
fundið. Ef þið kjósið eitthvað
annað og meira með, mæli ég
með spaghetti. Spaghetti er
reyndar nafnið á einni tegund
pasta, sem er ítalskt samheiti
yfir þessa deigvöru. í sumum
búðum er selt pasta undir
vörumerkinu Barilla. Það er
býsna gott. Ég mæli með bönd-
um frá þeim (fettucine eða
tagliatelle), gjarnan grænum,
þ.e. spínatbönd. Eins og venju-
lega gætið þið þess að ofsjóða
ekki pastað, hella svo vatninu
af og setja smjörklípu í það,
svo það festist ekki saman. E.t.v.
einnig svolítið af rifnum óðals-
osti. Þar hafið þið gott og
bragðmikið meðlæti. En þá eru
það uppskriftirnar ...
. Góða skemmtun!
Kjúklinga-
bringur með
nýju grænmeti
(handa fjórum)
Nú er nóg til af nýjum
tómötum, paprikum, og sjálf-
sagt að borða sem mest af þessu
ágæta grænmeti. Þetta er ein
leiðin.
olía eða smjör
2 laukar
2 hvítlauksrif
2 grænar paprikur
6 góðir og rauðir tómatar
nýmalaður pipar
3 steinseljukvistir
smjör
6 kjúklingabringur
1. hitið svolítið af feiti.
3. Á meðan snúið þið ykkur
að kjúklingunum. Hitið smjör
og steikið vel þurra bitana þar í.
Það er smekksatriði hversu
mikið þið kjósið að steikja
kjötið. Það er þó alls ekki
ráðlegt að steikja það of lengi,
því þá þornar það, og það er
bæði synd og skömm að fara
svo illa með gott hráefni. 6—8
mín. á hvora hlið ætti að vera
nægilegt, ef þið eruð með
bringur. Ef kjötið þarf að
bíða, haldið því þá heitu, en
látið það ekki steikjast áfram.
Bezt er að steikja ekki kjötið,
fyrr en rétt áður en það er
þorið fram. Sósan þolir aftur á
móti að sjóða heldur lengur en
nefnt er hér að ofan.
4. Piprið sósuna og stráið
saxaðri steinselju í hana.
Bragðið hana og kryddið frekar,
ef ykkur sýnist svo. Setjið nú
kjötbitana í sósuna, en látið
hana ekki hylja þá, eða berið
fram sósu og kjöt hvort í sínu
hvorn vökvann getið þið not-
að í sósuna. Ykkur finnst
kannski að þetta sé ekki stór
skammtur af sósu. Þetta er
heldur ekki sósa, sem flýtur
yfir kjötið, heldur er hún
bragðmikið meðlæti.
smjör
6 kjúklingabringur
safi úr 1 sítrónu, eða 1 dl
hvítvín
1 msk sinnep
1 dl rjómi
nýmalaður pipar
1. Steikið kjötið eins og lýst
er hér á undan. Takið það upp
úr og haldið því heitu.
2. Hellið sítrónusafanum,
eða víninu í pönnuna sem
kjúklingarnir voru steiktir í og
látið þetta sjóða ásamt sinnep-
inu þar til um helmingur er
eftir. Skafið vel úr pönnunni,
svo ekkert fari til spillis af
kjötsafanum. Bætið rjómanum
í, látið sósuna sjóða stutta
stund, svo hún þykkni aðeins.
Rjóminn sér fyrir því. Hafið
LÉTT OG LJUFT
Afhýðið laukinn og sneiðið
hann í þunnar sneiðar. Látið
hann mýkjast í feitinni, ásamt
söxuðum hvítlauknum. Lauk-
urinn á að gyllast, en alls ekki
að brúnast. Þá verður rammt
bragð af öllu saman og það er
ekki ætlunin ...
2. Hreinsið paprikuna,
skerið fræin innan úr henni og
sneiðið hana í þunnar sneiðar.
Látið hana mýkjast með laukn-
um. Þvoið tómatana og þerrið
þá vel. Skerið þá í litla bita og
bætið í grænmetið. Nú á sósan
að sjóða í 15—20 mín. eða þar
til hún hefur þykknað, þ.e.
safinn úr ávöxtunum soðið
niður.
lagi. Hafið e.t.v. pasta með.
Þarna hafið þið dálaglegan
sumarmat.
Kjúklingabring-
ur í sinnepssósu
(Handa fjórum)
Gott sinnep á einkar vel við
kjúklinga. Notið endilega ljóst,
franskt sinnep, því annað sinn-
ep, t.d. sænskt er svo sætt, og
það stendur ekki til að búa til
einhverja sætsósu. Sítrónusafi
og hvítvín er hvort tveggja gott
með kjúklingum, og annan
hana þó ekki mjög þykka.
Bragðið á og kryddið frekar,
ef ykkur sýnist svo, annað-
hvort með sinnepi, pipar, eða
kryddjurtum, ef eitthvað vant-
ar á bragðið að ykkar mati.
Setjið nú kjötið í sósuna, eða
hellið henni í heitt kjötið. Berið
fram, með brauði og eða e.t.v.
með pasta, sbr. hér að ofan.
Það þarf kannski ekki að
taka það fram, að það tekur
ekki langan tíma að hrista
þennan rétt fram úr erminni.
í öllum lengdum
Þakjárniö fæst í öllum lengdum upp að
10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá
6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi:
KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA
RENNUBÖND ÞAKSAUM
B.B. fyrir þá sem byggja
RB.
BYGGINGAVÖRUR HE
Suðurlandsbraut 4.
Sími 33331. (H. Ben-húsið).
Tilboð,
sem ekki
veröur
endurtekið
Við bjoðum
Husqvarna MAXI
uppþvottavélina
á krónur
547.000.-
Ætti að
vera á
krónur
904.000-
Maxi uppþvottavélin rúmar diska og annan boröbúnaö af venjulegu
10—11 manna boröi. — Fæst í litunum: „Lion — Avocato — Hvítum".
Takmarkaöar birgðir. — Látiö ekki Husqvarna úr hendi sleppa.
'mnai (SfyzeiiMan k.f.
SUÐURLANDSBRAUT16
SÍMI 35200