Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
35
Linda Martinsson ljósmyndari ásamt tveimur hnokkum, sem hún
ok Emilia ljósm. Mbi. hittu fyrir.
„Börn hlæja og gráta
alls staðar eins“
UNDANFARNAR vikur haía
verið hér á landi þrír banda-
riskir ljósmyndarar frá sjálf-
boðaliðssamtökum sem nefna
sig The Human Family og
erindið er að vinna að mynd-
aflokki sem er kallaður „Uni-
versal Image of Children“. Einn
ljósmyndaranna, Linda Mart-
inson, sagði í stuttu samtali við
Mbi. að ætlunin væri að gera
myndaflokka frá samtals sjö
löndum og yrði því verki vænt-
anlega jokið á næsta ári.
Auk íslands eru það Kanada,
Ekvador, Kamerún, Burma,
Tyrkland og Suðurhafseyjar.
Hún sagði að þau litu svo á að
ótæmandi möguleikar væru á að
koma síðan ljósmyndunum á
framfæri: þau ætluðu sér að
halda sýningu á myndunum og
helzt koma þeim til allra land-
anna sjö, þau vonuðust til að
koma þeim á myndband til
notkunar í skólum og hafa þegar
hafið samningaviðræður við
skólamenn þessa efnis og einnig
munu myndirnar gefnar út í bók.
Spjall við
Lindu
Martinsson
ljósmyndara
sem vinnur að
gerð mynda-
flokks um börn
í sjö löndum
„Börn láta hvarvetna í ljós hið
sama,“ sagði Linda Martinsson,
„þau hafa sömu þörf fyrir um-
hyggju og blíðu, hvar sem er í
heiminum. Þau brosa alls staðar
eins og þau eru hrygg á sama
máta. Við völdum bernskuár
einstaklingsins vegna þess að á
þeim árum sýnir hann mest
geðhrif og lætur opinskáast til-
finningar sínar í ljósi. Við vilj-
um færa fólki viðhorf barna og
reyna með því móti að auka
skilning þjóða í milli, og trúum
því að þetta geti leitt til vaxandi
samkenndar milli þjóða. Með því
að skilja hvort annað og nálgast
hvort annað verður það okkur
óbærilegra að horfa á þjáningu
náunga okkar, svo að við reynum
þá kannski að gera eitthvað í
málinu. Fólk verður að búa við
tilfinningalegt öryggi, ekki bara
að hafa í sig og á, bræðraþel og
vinsemd verður að ríkja milli
fólks og við erum að leggja fram
okkar skerf á þennan hátt ef það
gæti gert heiminn betri.
Linda Martinsson sagði að hér
hefðu þau m.a. heimsótt barna-
heimili, og farið um og leitað að
börnum við mismunandi aðstæð-
ur. Síðan héldu þau norður í
land, færu til Akureyrar og þar í
grennd til að myndaflokkurinn
gæfi sem fjölbreytilegasta mynd
af íslenzkum börnum.
h.k.
Slettist
upp á vin-
skap hjá
Sadat og
Begin
Tel Aviv 18. júli AP.
ANWAR Sadat, forseti Egypta-
lands sagði i blaðaviðtali í dag,
að hann hefði slegið á frest
áformum um fund með Menach-
em Begin, forsætisráðherra ís-
raels, vegna „persónulegra árása
Begins i minn garð, sem hafa
sært mig mjög“ eins og Sadat
orðaði það. Bendir yfirlýsing
Sadat til hríð og snöggversnandi
samskipta leiðtoganna tveggja,
en á þeim hefur byggzt verulega
hvernig framgangur friðarvið-
ræðnanna hefur gengið. Ætlunin
var að fundurinn snerist um
heimastjórnarmál Palestinu-
mála og framtiðarskipan þeirra,
en Sadat sagði að það væri með
öllu þýðingarlaust að svo stöddu.
Hann bætti við „Það er mér ekki
léttbært að gefa frá mér þá
vináttu sem við Begin höfum
verið að byggja upp millum
okkar. Enn er rými í hjarta mínu
fyrir hann og ég virði hann
umfram aðra, þrátt fyrir alit.“
í yfirlýsingu sem Begin gaf út á
þriðjudag og hefur orðið undirrót
þessara sárinda Egyptalandsfor-
seta sagði Begin að Sadat væri að
hopa aftur á bak frá friðarvið-
ræðunum og hann teldi einsýnt að
Sadat væri með alls konar yfirlýs-
ingum og gjörðum að reyna að
reka fleyg tortryggni milli ís-
raelsku þjóðarinnar og löglega
kjörinnar stjórnar landsins. Þóttu
orð Begins sérkennileg nokkuð, og
hafa leiðtogarnir tveir verið afar
gætnir í orðavali um hvorn
annan, jafnvel þótt syrt hafi í
álinn og lítið mjakast.
Einstákir itioquleíkar
Bíltæki meö upptökumöguleika, beint af
útvarpi eöa gegnum hljóönema, sem
fylgir meö.
Þetta er tækið, sem dreymt var um.
1 Útvarp með 2 Segulbandstæki, sem getur spólað í
miðbylgju báðar áttir, auk þess, sem er einstakt, þú
og FM-Stereo getur tekið upp.
bylgju Roadstar bílhljómtæki eru rétta valið.
ísetning á staðnum
Verð:
157.800
Mikið úrval af hátölurum og loftnetum
fyrir flestar gerðir bíla.
VERSLIÐ I
SÉRVERSLUN
MEÐ
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800
LAND, BARA HRiNGJA!