Morgunblaðið - 20.07.1980, Page 36

Morgunblaðið - 20.07.1980, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLI1980 36 Umsjón: Séra Jón Dulbú Hróbjatiason Séra Karl Siyurbjörnsson Siffurður Pdlsson JL Á U DROTTINSDEGI Það hjálpar þeim í raun og veru að vaxa, og þau þykjast fullorðin Setjum (Kafli úr bók C.S. Lewis, Guð og menn. i þýð. Andrésar Björns- sonar. útg. Lilja 1947. Nokkuð stytt.) Má ég byrja á því að bregða upp tveimur myndum eða öllu heldur tveim sögum fyrir hugskotssjónum ykkar? Önnur er saga sem þið hafið öll lesið og heitir Stúlkan og ófreskjan. Þið munið að stúlkan mátti til að giftast ófreskju af einhverri ástæðu. Og hún gerði það. Hún kyssti hana eins og hún væri maður. Og henni til mikils hugarléttis breyttist ófreskjan í raunverulegan mann, og allt fór vel. Hin sagan segir frá manni, sem varð að nota grímu, sem lét hann sýnast miklu fallegri en hann var í raun og veru. Hann varð að nota hana árum saman. Og þegar hann tók hana af sér, varð hann bess vísari, að andlit hans hafði lagað sig eftir grímunni. Hann var nú raunverulega fallegur. Það sem fyrst hafði verið dulargervi, var nú orðið raunveruleiki. Eg held að báðar þessar sögur geti, á tákn- rænan hátt auðvitað, hjálpað okkur til að skýra það, sem ég ætla að tala um í kvöld. Hingað til hef ég verið að lýsa staðreyndum, — hvað Guð er, og hvað hann hefur gert. Nú ætla ég að tala um framkvæmdir, — hvað við eigum að gera næst. Hvaða gagn er í allri þessari guðfræði? Jæja, hún getur farið að verka í kvöld. Ef þið hafið áhuga á þessum erindum, þá hafið þið sjálfsagt nógan áhuga til þess að biðja bænirnar ykkar, og líklega biðjið þið Faðir vor, hvað sem þið segið nú umfram það. Allra fyrstu orð þess eru: Faðir vor. Sjáið þið nú hvað þessi orð merkja? Þau þýða blátt áfram það, að þið setjið ykkur í stað sonar Guðs. I stuttu máli sagt, þið dulhúið ykkur sem Krist. Þið eruð að látast, ef ég má segja ykkur það. Því að auðvitað gerið þið ykkur ljóst óðar og þið aðgætið, hvað orðin þýða, að þið eruð ekki synir Guðs. Þú ert ekki vera lík Guðs syni, en vilji hans og áhugamál eru hin sömu og föðurins. Þú ert dálítið knippi af sérgæðingslegum ótta, vonum, græðgi, afbrýði og sjálfsánægju. Allt er þetta dæmt til dauða. A vissan hátt er því þessi dulbúningur í gervi Krists hrotta- leg ósvífni. En það skrítna er, að hann hefur skipað okkur að gera þetta. Hvers vegna? Hvaða gagn er í því að látast vera það, sem maður er ekki? Jæja, jafnvel á tilverustigi mannsins eru til tvenns konar látalæti. IIIs eðlis, þar sem yfir- skinið er látið koma í stað hins raunverulega, eins og þegar maður lætur sem hann ætli að hjálpa þér í stað þess að gera það í raun og veru. En það er líka gott yfirskin, sem leiðir til hins raunverulega. Þegar þú finnur, að þú ert ekki sérstaklega vingjarnlegur, en veist að þú ættir að vera það, geturðu mjög oft ekkert betra gert en að gera þér upp vingjarnlegt viðmót, og hegða þér eins og þú værir betri maður en þú ert í raun og veru, og það vitum við öll að eftir fáeinar mínútur verðurðu raunverulega vingjarnlegri í skapi en áður. Mjög oft er það eina leiðin að öðlast vissa eiginleika, að byrja að hegða sér eins og maður væri búinn að fá þá. Þessvegna hafa leikir barna svo mikla þýðingu. Þau látast alltaf vera fullorðin ... en þau eru að herða vöðvana og skerpa skiln- ingarvitin, svo að það hjálpar þeim í raun og veru að vaxa, að þau þykjast fullorðin. Jafnskjótt og þér er þetta nú ljóst: „Hér er ég í gervi Krists", þori ég að veðja að þú munt á sama andartaki sjá eitthvað, sem gerir yfirskinið minna yfirskin og meiri raunveruleika. Þú munt finna margt í huga þínum, sem ekki væri, ef þú værir sonur Guðs í raun og veru. Þá skaltu stöðva þær hugsanir. Kannski gerir þú þér ljóst, að í stað þess að biðja bænirnar þínar þá ættir þú að vera á fótum og skrifa bréf eða hjálpa konunni þinni að þvo upp. Farðu þá og gerðu það. Þú skilur hvað er að gerast. Kristur sjálfur, sonur Guðs, sem er maður (alveg eins og þú) og Guð (alveg eins og faðir hans), stendur í raun og veru við hlið þína og er þegar á því augnabliki farinn að breyta yfirskini þínu í raunveru- leika. Þetta er ekki aðeins táknræn aðferð til að segja þér hvað þú eigir að gera. Ef þú spyrð aðeins samvisku þína, verður árangurinn einn, en annar, ef þú hefur hug- fast, að þú ert að íklæðast Kristi. Til er fjöldamargt, sem samviska þín mundi ekki kalla beinlínis rangt, (einkum ýmislegt í huga þínum), en þú munt strax sjá, að þú getur ekki haldið áfram með það, ef þú reynir í alvöru að líkjast Kristi. Því að nú ertu ekki aðeins að hugsa um rétt og rangt, þú ert að reyna að verða fyrir góðum áhrifum frá persónu. Þetta er líkara því að mála andlitsmynd en að hlýða ákveðnum reglum. Og það skrítna er, að þar sem þetta er að einu leyti langtum erfiðara en halda reglur, er það að öðru leyti langtum auðveldara. Hinn sanni sonur Guðs stendur við hlið þína. Hann er að byrja að breyta þér í sams konar veru og hann er sjálfur. Hann er að byrja svo að segja, að veita sínu lífi og hugsun, sínu andlega lífi inn í þig Sumum ykkar kann að finnast þetta mjög ólíkt eigin reynslu. Þið kunnið að segja: „Ég hef aldrei orðið þess var, að ósýnilegur Krist- ur hjálpaði mér, en aðrir menn hafa oft hjálpað mér.“ Ef engin hjálp kæmi frá Kristi, væri heldur ekki um hjálp að ræða frá öðrum mannlegum verum. Hann orkar margvíslega á okkur, ekki aðeins með því, sem við höldum að sé „trúarlíf" okkar. Hann orkar á okkur með náttúrunni, líkömum okkar, bókum, stundum með reynslu, sem virðist (meðan á henni stendur) andkristin. svo Menn eru speglar eða flytjendur Krists til annarra. Stundum án þess að hafa hugmynd um það. Þessa „góðu smitun“ geta þeir borið, sem ekki hafa orðið fyrir henni sjálfir. Fólk, sem ekki var kristið sjálft, hjálpaði mér að verða kristinn. En venjulega eru það þeir sem þekkja hann, sem flytja hann öðrum. Þessvegna er kirkjan svo mikilvæg, samfélag kristinna manna, þar sem hver sýnir hann öðrum. En gleymið ekki þessu. í fyrstu er barninu eðlilegt að drekka móðurmjólkina, án þess að þekkja móður sína. Okkur er jafn eðlilegt að sjá manninn, sem hjálpar okkur án þess að sjá Krist á bak við hann. En við megum ekki alltaf vera börn. Við verðum að halda áfram og þekkja hinn raunveru- lega gjafara ... Við verðum að vera þakklát öllu fólki, sem hefur hjálpað okkur, við eigum að heiðra það og elska það. En leggðu aldrei, aldrei, allt traust þitt við nokkra mannlega veru, ekki þótt hún sé hin besta og vitrasta í öllum heiminum. Það er hægt að gera margt skemmtilegt með sandinum en reyndu ekki að reisa hús á honum. Og nú förum við að sjá hvað það er, sem Nýja testamentið er alltaf að tala um. Það talar um að kristnir menn „fæðist aftur", það talar um að menn „íklæðist Kristi", um að Kristur „myndist í okkur", um það að við „fáum hugarfar Krists“. Leggðu alveg til hliðar þá hug- mynd, að þetta sé bara likingamál, sem segi, að kristnir menn eigi að lesa það, sem Kristur sagði og reyna að framkvæma það, — eins og maður getur lesið það, sem Platon eða Marx sögðu og reynt að koma því í framkvæmd. Þessi orð hafa miklu dýpri merkingu en svo. Þau þýða, að raunveruleg persóna, Kristur, hefur áhrif á þig hér og nú, í herberginu, þar sem þú ert að biðja bænir þínar. Hér er ekki um að ræða góðan mann, sem dó fyrir 2000 árum. Það er lifandi maður, sem er ennþá maður á sama hátt og þú og ennþá Guð með sama hætti og hann var, þegar hann var skapaður í heiminn, hann kemur í raun og veru og skiptir sér af sjálfum þér, innsta eðli þinu, drepur hinn gamla náttúrukjarna í þér og setur í staðinn hinn sama og hann hefur sjálfur. Fyrst aðeins andartak í senn, síðar um lengri tíma. Að lokum snýr hann þér að fullu og öllu í aðra veru, ef allt fer að óskum, breytir þér í nýjan, lítinn Krist, veru, sem hefur sams konar líf og Guð, þótt í smáum stíl sé, veru, sem er hluttakandi í valdi hans, gleði, visku og ódauðleika. Segja má, að Guð sjái í raun og veru fyrir sér manndýr, sem er haldið af sérhyggju og græðgi, önugt og uppreisnargjarnt. En Guð segir: „Setjum svo, að þetta sé ekki einungis dýr, heldur sonur vor. Það er líkt Kristi að því leyti að það er maður, því að hann varð maður. Setjum svo að það sé einnig líkt honum í anda. Förum með það, eins og það væri það, sem það er í rauninni ekki. Vér skulum látast, til þess að gera yfirskinið að raunveruleika." Guð lítur á þig eins og þú værir lítill Kristur. Kristur stendur við hlið þína til þess að breyta þér í sig ... Er þetta svo undarlegt sem það virðist í fyrstu? Er það ekki svona sem hið æðra reisir hið lága alltaf við? Móðir kennir barni sínu að tala, með því að tala við það eins og það skildi hana, löngu áður en það gerir það í raun og veru. Við förum með hundana okkar eins og þeir væru „næstum því mannlegir". Þessvegna verða þeir líka í reynd- inni „næstum mannlegir" að lok- um. Biblíu- lestur vikuna 20. —26. júlí Sunnudagur 20. júlí Mark. 8: 1—9 Mánudagur 21. júlí Mark: 8: 13—21 Þriðjudagur 22. júlí Jak. 3: 1—10 Miðvikudagur 23. júlí I. Kor. 6: 19—20 Fimmtudagur 24. júlí Mark. 9: 43—50 Föstudagur 25. júlí Róm. 12: 1—2 Laugardagur 26. júlí I. Kor. 9: 24—27 á Jesúm Krist.... sem getinn er af heilögum anda. fæddur af Mariu mey. Fáar greinar trúarjátn- ingarinnar hafa orðið mönnum meiri ásteytingarsteinn en þessi. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að bjóða upplýstu fólki upp á svona nokkuð! Eins og maður viti ekki hvernig börnin verða til! Og svo er blínt á ómöguleika þess að Jesús kunni að hafa verið getinn af heilögum anda og lítið gert úr þeim mönnum sem færðu þessa játningu í letur rétt eins og þeim hafi í fávísi sinni verið ókunnugt um hvernig börnin verða til! Væri ekki ráð að hugleiða stundarkorn hvað þessi hluti hinnar postullegu trúarjátn- ingar felur í sér? í kristinni guðfræði er talað um hold- tekju, á erlendum málum in- karnation. Hugtakið felur í sér þá sannfæringu kristinna manna að í Jesú Kristi gerist Guð maður. Atburðurinn er einstæður, á sér enga hlið- stæðu í fortíðinni og mun aldrei endurtaka sig. Skapar- inn gengur inn í hinn skapaða heim í Jesú Kristi. í trúar- bragðafræði sinni kallar G. van der Leeuw gyðingdóminn „trú viljans og hlýðninnar", en kristindóminn „trúarbrögð kærleikans". Kærleikur Guðs birtist í holdtekjunni. Þar gef- ur Guð mönnunum sjálfan sig fullkomlega. Holdtekjan felur það í sér, að það sem hér á sér stað er hið fullkomna, hér er ekkert að draga frá og engu að bæta við (Kól. 1,19). Kristur er sá sem koma á og einskis annars að vænta (Matt. 11,3). Hann boðar ekki aðeins sann- leika um Guð, sem kemur til viðbótar við annan sannleika, heldur er hann sjálfur sann- leikurinn (Jóh. 14,6). Holdtekj- an er ekki aðeins mörkuð af fæðingu Jesú heldur allri veru hans og ekki síst þjáningu hans og dauða og upprisu. Sé þetta allt skoðað í samhengi verður á vegi manns nóg af undrunar og ásteytingarefnum „sem ekki þýðir að bjóða upp- lýstu fólki“. Þetta á ekki síst við um sjálfan hornstein krist- innar trúar, upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þessi játning: getinn af heil- ögum anda fæddur af Maríu mey, felur ekki aðeins í sér játningu trúar á hið einstæða við fæðingu Jesú Krists heldur einnig játningu trúar á hið einstæða við alla veru Jesú Krists. Hér var heilagur andi Guðs að verki frá upphafi til enda. Hér var Guð sköpunar- innar. Þess vegna er hér ekkert svigrúm til dýrkunar á hinni blessuðu móður Guðs, Maríu mey. Hér er aðeins svigrúm fyrir lotningarfulla tilbeiðslu heilags anda. Hér, sem í allri veru Jesú Krists, lífi dauða og upprisu var að verki heilagur andi Guðs föður, skapara him- ins og jarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.