Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
45
íÉS
VELVAKANDi
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEG!
MtuAinx-aa'iJU
eða forystugreinarnar yrðu lesnar
í heild. Síðari kosturinn er hinn
sanngjarni bæði gagnvart hlust-
endum og þeim, sem þessar grein-
ar semja.
K.
• ótrúlegt
ofsóknaræði
Ég held að fáir Reykvíkingar
hefðu trúað því að óreyndu að
ríkisstjórnin notaði fyrsta tæki-
færi til að bregða fæti, svo hraust-
lega fyrir Hitaveitu Reykjavíkur
að hún er nú tilneydd að nema
staðar á sinni stórglæstu fram-
sóknarbraut, sem allt frá upphafi
hefur sparað þjóðinni ótalda
milljarðatugi baeði í gjaldeyris-
sparnaði og stórsparnaði hitak-
ostnaðar þeirra, um eitthundrað-
þúsund Islendinga sem eru þeirrar
gæfu aðnjótandi að vera búsettir á
veitusvæðinu. Hitaveitan og
stjórnendur hennar eru löngu orð-
in fræg, langt út fyrir okkar land,
fyrir alveg óvenjulega framsýni og
ágæta stjórnun.
• Hvað hefur
komið yfir
manninn?
Áreiðanlega hefði engum
dottið í hug að hinn fyrrverandi og
að mörgu leyti ágæti orkuráð-
herra ætti það eftir að hafa
forustu í því óþrifaverki að stöðva
Hitaveituna á stórmerkri fram-
farabraut og neyða hana til að rifa
seglin. Forráðamönnum veitunnar
er borið á brýn að þeir falsi
reikninga og heimtuð er rannsókn.
Líklega verður stórfyrirtækja-
þjófaleitarameistara Ríkisstjórn-
arinnar bráðum falið málið.
• Kippt í
tjóðurbandið
Yfirlýsing Guðmundar G.
Þórarinssonar um hitaveitumálið
hefur vakið mikla athygli. Ég vil
treysta því að hann standi við orð
sín, því hann hefur sýnt mikinn
áhuga á stóraukinni beizlun inn-
lendra orkugjafa í stað hinnar
rándýru erlendu orku, sem nú er
að færa þjóðina á kaf í erlendri
stórskuldasöfnun. Nýlega er búið
að ganga frá lántöku að verðmæti
einnar Kröfluvirkjunar. Megnið af
þessu láni (og áreiðanlega fleirum
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
í undankeppninni fyrir skák-
þing Sovétríkjanna í fyrra kom
þessi staða upp í viðureign alþjóð-
legu meistaranna Razuvajev og
Lputjan.
Razuvajev, sem hafði hvítt og
átti leik, gat hér þvingað fram
vinning á einstaklega skemmtileg-
an hátt með 26. Rg4!!. Svartur er
greinilega nauðbeygður til þess að
leika 26.... hxg4, og eftir 27. Hd5!
á hann enga fullnægjandi vörn
gegn hótuninni 28. Dh4+ — Kg8,
29. Hg5 mát. Razuvajev, sem var í
tímahraki lék aftur á móti 26.
Df5+.
• '&v
sem á eftir koma) fer ekki í
virkjanir eins og haldið er fram.
Það fer beint í gin hins tröllaukna
ríkisbákns, sem stjórnin hefir
þanið út og slegið þar öll fyrri
met. Þau tíðindi gerðust þegar
stjórnin skammtaði Hitaveitunni
10% að núverandi orkuráðherra
vildi fara milliveg og leyfa 20%
sem hafði auðveldað viðunandi
lausn. Og ég vil ekki trúa því að
Albert Guðmundsson styðji þá
ríkisstjórn sem torveldur starf-
semi Hitaveitunnar og veldur með
því stórtjóni bæði Reykvíkingum
og landsmönnum öllum.
Forsetakosningarnar eru liðnar
og ekki lengur hægt fyrir stjórn-
ina að skýla sér bakvið þær, sem
eitthvað verður nú að finna til að
fela nektina. Bæði Framsóknar-
menn og Kommúnistar reka nú
upp mikinn öskursöng í öllum
blöðum sínum, um yfirvofandi
klofning Sjálfstæðisflokksins.
Þessi kórsöngur hefir ómað einna
hæst frá Framsóknarflokknum,
því bæði hann og frávillingarnir
úr Sjálfstæðisflokknum vita að
enginn trúir lengur niðurtaln-
ingarlygum þeirra né treystir
þeim til að leysa nokkurt þeirra
vandamála sem nú hrannast upp
og þola enga bið. Sannleikurinn er
sá að stjórnarliðar óttast nú mjög
stóreflingu Sjálfstæðisflokksins,
því flestir hljóta nú að sjá að
enginn flokkur annar er líklegur
til að leiða þjóðina útúr því
miðaldamyrkri andlegu og efna-
hagslegu, sem hún situr nú í.
Flestir viðurkenna nú viðureisn-
artímabilið. Og staðreynd er að
stjórn Geirs Hallgrímssonar kom
verðbólgunni í 27% án þess að
atvinnuleysi yrði, en þó ærðist
verkalýðsforustan og hleypti öllu í
bál með hinum stórskaðlegu og
óraunhæfu sólstöðusamningum,
og einhver svívirðilegasta ofsókn-
arherferð er um getur var hafin
gegn hinum ágætasta stjórnmála-
foringja þjóðarinnar og núverandi
forínaður Sjálfstæðisflokksins. Ég
vona að þjóðhollir og framsýnir
menn sameinist um að koma
vitinu fyrir stjórnina að hún hætti
aðförinni gegn Hitaveitunni, svo
hún geti óáreitt sinnt sínu þjóðar-
nauðsynlega starfi áfram. Annars
ætti stjórn sem gerir sig seka um
svona stór afglöp að segja af sér
sem fyrst, en allt bendir þó til þess
að hún stefni nú aðeins að því að
sitja meðan sætt er í stjórnarstól-
03^ SIG6A V/öGA í itLVtVAU
unum, og njóta sætleika hins
sósíaliska valds á meðan hægt er.
Ingjaldur Tómasson.
HÖGNI HREKKVISI
Teppadcild JL-hússins er í sumarskapi
og býður glæsilegt teppaúrval á góðu
verði og einstökum greiðslukjörum
Níösterk stigaefni - verð frá kr. 10.400
Ódýr teppi - verð frá kr. 5.400
Þéttofin rýjateppi - einstakt verð, aðeins kr. 18.800 og við
gerum enn betur og bjóðum 10% afslátt í viðbót!
Greiðslukjör í sérflokki:
Útborgun 1/4 -
eftirstöövar á 6-9 mán.
Þjónustan ofar öllu:
Viö mæium gólfflötinn og
gerum tilboð án skuldbindinga
Teppadeitd
Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600
vú vs\wod w
V/6
V* VÚ Ytöfttö /IVRAví AQ
\ v46Ms\(ri^\ 06 im Wi
q£Ki?4 \/\9 V/6 f I
, VlV£RN/ó ' x
'VENóW V4 V/.060 \
aq &
A05/NS AX