Tíminn - 03.07.1965, Page 2

Tíminn - 03.07.1965, Page 2
LAUGARDAGUR 3. júlí 1965 TÍMINN NTB-Salgon Bandarískar flugvélar sprengdu í dag í loft upp mikla olíubirgðastöð, um 5 kílómetra frá höfuðborg N.- Vietnam, Hanoi. Áður höfðu Bandaríkjamenn dreift flu.gmið um, þar sem sprengj'uárásim ar voru boðaðar og að ráðist yrði á önnur iðnaðarfyrirtæki á næstunni. Gífurlegur eldur kom upp og stóðu eldsúlur upp í 60 m hæð, en reykjarmökkur inn var meira en 3500 m á hæð. Austur-þýzk yfirvöld birtu f dag lista yfir 180 manns, sem stóðu framarlega í nazist? flokknum á stríðsárunum, en skipa nú mikilvægar stöður í Vestur-Þýzkalandi. Prófessor Albert Norden, áróðursmeistari ríkisins sagði, að bráðlega yrði birt opinberlega ,,Brún bók“, með nöfnum margra núverandi ráðherra og opinberra starfs manna, sem á Hitlers-tímabil inu stóðu framarlega í flokki nazista. NTB-Bonn — Tveir austur-þýzk ir vatnabátar voru stöðvaðir á leið inn á vestur-þýzkt yfirráða svæði. Stendur stöðvunin í sam bandi við ákvörðun austur- þýzkra yfirvalda um, að þau ein gefi út farseðla en vestur- þýzk yfirvöld viðurkenna ekki þann rétt austur-þýzkra aðila. NTB-London — Utanríkisráð herra Breta, Mieliael Stewart hefur þegið boð ungverska utan ríkisráðherrans, Janos Peter 1P að koma í heimsókn til Ungverjalands, að því er segir í frétt frá Lundúnum I dag. NTB-Korfu — Læknar Onnu Maríu, Grikklandsdrottningar sögðu í dag, að ekki væri lík- legt, að hún eignaðist barnið fyrr en á mánudag. Frá hirð inni var tilkynnt, að heilsa drottningar væri ágæt og ekki væri nein ástæða til áhyggna, þótt lengur liði til fæðingar, en búizt var við fyrr í vikunni. NTB-Lacal — Sjö ungar konur hafast nú við í helli um 100 metra undir yfirborði jarðar nálægt Lacave í Suður-Frakk- landi. Voru þær hinar brött ustu í dag og spauguðu við tal- Stöðvarmenn uppi á yfirborði. Ætla þær að dvelja í hellinuin í 15 daga og er aðaltilgangur dvalarinnar að rannsaka. hver áhrif það hefur á konur. sem aldrei hafa sézt áður og eru af ólíkum uppruna, að dvelja svo lengi saman í algerri ein- angrun. I NTB-Genf. — í dag kom til harðrar orðasennu milli full trúa Sovétríkjanna og Banda ríkjanna í Fjárhags- og félags málanefnd Sameinuðu þjóð- anna, út af Vietnamdeilunni og ástandinu í Dominikanska Lýð veldinu. Tillögur um breyting- ar á laxveiöilögunum Reykjavík, föstudag. Á Skúlatorgi stendur nú til sýnis ný gerð af sumarbústöð um, sem er mjög nýstárleg í útliti. Þessi gerð er seld ósam sett, en framleíðslan hefur samt ekki hafizt enn, og mun ekki býrja fyrr en vitað verður hvort grundvöllur sé fyrir slíkri framleiðslu hér. Bústaðurinn er 15 ferm. á stærð og kostar 97 þús. kr., en hann er þannig gerður að eig endur hans gætu hæglega stækkað hann ef þörf krefði í framtíðinní. Með hverjum ó samsettum bústað fylgir teikn ing og leiðarvísir, sem skýrir frá hvernig á að setja hann saman. Veggir, gólf og þak eru úr tvöföldu byrði. Einangrun í gólfi er plast, en í veggjum og loftí er alúmínpappír. í risi eru svefnstæði fyrir tvo. Kaup endur verða að greiða flutn- ingskostnað, en sökklar fylgja í kaupverðinu. Fasteignaval sér um söluna, en framleiðandi er Erlendur Magnússon, sem og teiknaði bústaðinn. i vm ÍSLENZK AÐSTOÐ VIÐ VAN- ÞRÓUÐ RÍKI UNDIRBÓIN Á síðasta þingi Æskulýðssam- bands íslands var einróma sam- þykkt, að samtökin skipuðu nefnd er starfi að framkvæmd „herferð- ar gegn hungri" (Freedom from Hunger Campaign), en hún fer fram um allan heim á vegum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (Food and Agricúlture Organisation). Skal nefndin starfa að fjársöfnun hér á landi til ákveðins verkefnis í þróunarlandi, er ákveðið verður í sameiningu af hinni íslenzku framkvæmdanefnd HGH og Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- Útsvarsstiginn reiknaður út . og f jölritaður Reykjavík, föstudag. — Sam- band íslenzkra sveitarfélaga hefur látið reikna út og fjölrita útsvars- stiga til notkunar við álagningu útsvara samkvæmt þeim breyting- um, sem gerðar voru á lögum um tekjustofna sveitarfélaga á sein- asta Alþingi. Stigarnir eru reiknaðir út í skýrsluvélum rikisins og Reykja- víkurborgar en offsetfjölritaðir í Letri h.f. Reiknuð eru eignaútsvör milli 40.000.00 og 250.000.00 krón- ur og tekjuútsvör milli 35.000.00 og 395.00S.00 krónur miðað við nettótekjur að frádregnu tekjuút- svari s. 1. árs. Ennfremur útsvars- stigi félaga milli 10.000.00 og 150.000.00 krónur. Útsvarsstigarnir hafa verið sendir öllum sveitarstjórnum og j má þá búast við, að álagning út- j svara fari fram næstu daga í flest- öllum kaupstöðum og hreppum landsins. einuðu þjóðanna. Nefndinni til aðstoðar starfar samstarfsnefnd, sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju aðildarsambandi ÆSÍ. Síðast liðið haust skipaði ÆSÍ undirbúningsnefnd til þess að at- huga möguleika á því, að samtök- in tækju þátt í alheimsbaráttu þessari. í nefndina var skipaður einn fulltrúi frá hverju hinna pólitísku æskulýðssambanda, þeir Sigurður Guðmundsson, sem var formaður nefndarinnar, Elías S. Jónsson, Magnús Jónsson, Ragn- ar Kjartansson og auk þess Örlyg- ur Geirsson úr stjórn ÆSÍ. Á þinginu var samþykkt að sömu menn skyldu eiga sæti í fyrstu framkvæmdanefnd HGH, og má þvi segja, að nefndin hafi starfað óslitið um 8 mánaða skeið að undirbúningi þeirra aðgerða, sem fyrirhugaðar eru næsta haust. Nú hefur nefndin opnað skrif- stofu að Fríkirkjuvegi 11 og ráð- ið framkvæmdastjóra, Jón Ásgeirs son. Sími nefndarinnar er 14053. Hingað til lands er væntanleg- ur hr. Kjeld B. Juul fulltrúi frá Evrópudeild HGH, til viðræðna við hina íslenzku HGH-nefnd og fleiri aðila. — Ávarp frá aðilum samstarfsnefnda birtist á öðrum Tillögur hafa verið lagðar fram til breytinga á laxveiðilögunum. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Landssambands veiðifé laga, sem haldinn var fyrir nokkru. Aðalfundurinn gerði ákveðna sam þykkt þar sem skorað er á Al- þingi og ríkisstjórn að auka til muna starfsemi í þágu veiðimála. Aðalfundur landssambandsins, sem haldinn var í Borgarnesi 20. júní s.l. sátu fulltrúar veiðifélaga úr þremur landsfjórðungum, þrjú ný veiðifélög gengu I sambandið á fundinum. Þórir Steinþórsson, for- maður Veiðimálanefndar greindi frá tillögum Veiðimálanefndar og veiðimálastjóra um breytingar á laxveiðilöggjöfinni. Þór Guð- jónsson, veíðimálastjóri, flutti er- indi um A'tand og horfur í veiði málunum. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundinum: „Þar sem ræktun og veiði göngu fiska er sívaxandi og arðbær þátt ur í þjóðarbúskap íslendinga, álykt ar aðalfundur Landssambands Veiðífélaga, haldinn í Borgarnesi 20. 6. 1965 að skora á ríkisstjóm og alþingi: 1. að veita það ríflegt fé til Veiðimálastofnunarinnar að hún geti sinnt aðkallandi verkefnum í rannsóknar- og upplýsingaþjónustu á viðunandi hátt. 2. að séð verði fyrir, að fé sé fyrir hendi til að styrkja nauðsyn lega fiskvegagerð og veiðieftirlit. 3. að ríkisvaldið styðji með lög um og hagkvæmum lánum eldís stöðvar fyrir nytjafisk.“ Kaus fundurinn þrjá menn þá Jörund Brynjólfsson, Kaldaðarnesi Guðmund Magnússon, Leirvogs- tungu og Haldór Jónsson, Leys- ingjastöðum, til þes að fylgja til- lögunni eftir til landbúnaðarráð- herra og fjármálaráðherra. , Stjórn Landssambands veiðifé- SVANUR LEIKUR Á AUSTURVELLI , Lúðrasveitin Svanur leikur á; Austurvelli á sunnudaginn klukk- an 3. Stjórnandinn er Jón Sigurðs-1 son trompetleikari. laga var endurkjörín, en í henni eiga sæti Þórir Steinþórsson, skóla stjóri, Reykholti, formaður, Hinrik Þórðarson, Útverkum, og Óskar Teitsson, Víðidalstungu. 120 þúsund komu inn í Pakistan- söfnunina. Fjársöfnun Hjálparsjóðs Rauða kross íslands til aðstoðar bágstödd um í Austur-Pakistan er nú lokið. Loka uppgjör fyrír köfnunina er ekki enn fyrir hendi, þar sem upp gjör hefur ekki borizt ennþá frá nokkrum Rauða kross deildum ut an af landi, en hjálparsjóður R.K.Í. hefur nú þegar sent samtals kr. 120.000, — til Dacca. Rauði kross íslands Þakkar fyrir hönd hjálparsjóðsins fyrir þá góðu aðstoð sem bæði fyrirtæki, starfs hópar og einstaklingar veittu söfn uninni. GISTING AÐ LÖNGUMÝRI Í SUMAR FB-Reykjavík, fimmtudag. Um næstu helgi verður byrjað að taka á móti gest um til gistingar að Löngu- mýri. Hér verður ekki um venjulegan hótelrekstur að ræða, en þó fá næsturgestir morgunmat, ef þeir vilja. Rúm eru fyrir 20—25 gesti en auk þess verður hægt að fá svefnpokapláss, og fær fólk að búa með eigin ferða útbúnað á staðnum. Næg tjaldstæði eru á Löngumýri. Það munu vera tveir hús- mæðrakennarar, sem standa fyrir þessum rekstri í sum- | ar. Báftir vinningarnir sóttir í happdrætti Krabbameinsfélags ins voru báðir vinningsmiðarnir seldir í Reykjavík. Iðnaðarmaður hér í bænum keypti miða nr. 32381 og hreppti þar með bif- reið, en sá, er fékk miða nr. 26201 og þar með hjólhýsi, sendi miðann til félagsins ásamt svohljóðandi bréfi: „Hér með sendist yður happdrættismiði vegna vinnings í happdrætti yðar á hjólhýsi. Er mér kært að senda félaginu þetta sem gjöf fyrir kærleiksríkt og fórnfúst starf á liðnum árum“. Skoðunarferðir um Mý- vatnssveit og nágrenni Sunnudaginn 20. júní s. 1. hóf- ust reglubundnar skoðunarferðir um Mývatnssveit og nágrenni. Lönd og Ieiðir, Akureyri, standa fyrir ferðum þessum í samvinnu við Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit. Allar ferðirnar hefjast við Hótel Reynihlíð. Um helgar eru tveggja og fjögurra tíma ferðir um Mý- vatnssveitina. Eru þá skoðaðir þar undir leiðsögu kunnugra manna allir þekktustu staðirnir, eins og Dimmuborgir, Námaskarð, Grjóta gjár o. fl. Á virkum dögum er síðan farið í lengri dagferðir. Á þriðjudögum er farið niður með Jökulsá á Fjöll um að vestan og stanzað við Detti- foss, Hólmatungur, Hljóðakletta og Ásbyrgi og síðan til baka upp með ánni að austan. Er leiðin með fram ánni að vestan mjög sér- kennileg og skemmtileg. Á miðvikudögum og föstudög- um er farið upp með Jökulsá allt upp að Herðubreiðarlindum og síðan áfram inn í Öskju. Þar eru , skoðaðir gígarnir og hraunið frá | gosinu 1961, en ennþá er þar mik- i ill hiti í jörðu og gufan rýkur úr i gígborgunum. Einnig verður far- | ið inn að Öskjuvatni og Víti. I Framhair) » '2 *iðu KJÖRINN PRESTUR STÓRANÚPS- PRESTAKALLI Prestskosning fór fram í Stóra- núps-prestakalli í Árnesprófasts- dæmi sunnudaginn 20. júní s. 1. og fór talning atkvæða fram í skrif- stofu biskups 28. júní s. 1. Á kjör- skrá voru 360 manns en 204 kusu. Umsækjandi var aðeins einn. séra Bernharður Guðmundsson, áður prestur í Ögurþingum. Hlaut hann 184 atkvæði, en 20 seðlar voru auðir. Kosningin var því lögmæt. (Frá skrifstofu biskups).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.