Tíminn - 03.07.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1965, Blaðsíða 7
7 liAUGAKDACfUR 3. júlí 1965 TIMINN NÝJAR ERLENDAR BÆKUR The Truce. Höfundur: Primo Levi. Útgefandi: The Bodley head 1965. Verð 21/-. Þessi bók er þýdd úr ítölsku af Stuart Woolf. Hún kom fyrst út á Ítalíu 1963. Höfundur er fæddur í Túrinó 1919. Hann er efnafræðingur, var tekinn hönd um og fluttur til Auschwltz snemma árs 1944 ásamt ítölsk- um Gyðingum. Hann setti sam- an bók um reynslu sína í fanga- búðunum, sem heitir í ensku út- gáfunni „If This Is a Man.“ f þessari bók segir höfundur frá heimferðinni, sem hefst einn vetrarmorgun árla. Og heimferð in tekur átta mánuði. Höfund- ur flækist um Pólland, Rúss- land, Rúmeníu, Ungverjaland, Austurríki og loks heim. Á þess ari ferð kynnist höfundur f jölda fólks af sundurleitustu þjóðem- um, sem er eins og hann á leiðinni heim til sín, og mörg- um þeirra verður sú leið held- ur en ekki löng. Leví gefur ágætar myndir af þessu fólki og ýmsum undarlegum og oft bæði dapurlegum og sorglegum atburðum. Hann er ekki sár við neinn, kennir engum um ófarir sínar og vandræði, alltaf jafn hlýr og mildur í dómum og al- veg laust við siðfeðisprédikan- ir. Höfundur er ágætur söguma ur og bókin er einkar læsileg. La Goerre de Vendée. Höfund- ur: Georges Bordonove. Útgef- andi: Julliard 1964. Verð: f 15.40 Þessi bók er gefin út í bóka- flokk, sem nefnist „II y a tou- jours un reporter.“ Höfundur hefur samið fjölda bóka og greina og hefur þegið margvís- leg verðlaun fyrir rit sín. Hér er saga uppreisnarinnar sögð með samtíma heimildum og frá- sögnum samtíðarmanna. Höf- undi hefur tekizt að setja sam- an bók, sem lýkur upp öldinni og hugsanagangi manna og at- burðum. Þótt byltingunni 1789 væri víðast vel tekið af almenn ingi í Frakklandi í fyrstu, var ekki svo í Vendée. Héruðin vor byggð bændum og borgir fáar og smáar, prestar og aðalsmenn voru þama einráðir um alla skoðanamyndun almenn- ings. 1791 var þegar farið að bera á óróa í þessum héruðum og þá var komið upp um sam- særi konungssinna þar. Bein uppreisn brýzt þarna út gegn stjórninni í París, þegar her- skylda er lögleidd 1793, bænd- ur gera árásir á bæina og drepa lýðveldissinna í hrönnum. Út- flytjendumir styðja og styrkja uppreisnina og þingið í París lýsti alla þá útlæga, sem þátt tækju í uppreisninni. Heiftin gegn lýðveldisstjóminni jókst mjög við aftöku konungs í janú- ar 1793. Herdeildir voru send- ar til héraðanna, en biðu ósig- ur fyrir bændaherjunum, sem vora vel vopnaðir (ensk vopn) og þekktu landið, auk þess voru ýmsir forustumenn þeirra dug- andi hermenn eins og Bonc- hamps, d'Elbée og La Rochja- quelein. Fleiri liðssveitir voru sendar á hendur þeim og nú vora þeir sigraðir, en tókst að fylkja liði aftur en voru sigr- aðir og meginhluti liðs þeirra tekinn af lífi við Savanay í des- ember 1793. Eftir að ógna- stjórninni lýkur var reynt að vinna að sættum og friður kemst loks á 1796. í þessum átökum voru framdar margar hetjudáðir, sem enn eru í minn um hafðar í þessum héruðum Georg Letliam, Arzt und Mörd er. Höfundur: Ernst Weiss. Út gefandi: Droemer Knaur 1964 Verð: DM. 4.80. Höfundurinn fæddist Briinn í Austurríki 1884 og dó í París 1940. Hann stundaði læknisfræði. Ilann hafði snemma mikinn áhuga á hljóm- list og hafði miklar hljómlistar- gáfur. Hann dvaldi í Bern og Vínarborg sem skurðlæknir og ferðaðist sem skipslæknir til Austurlanda. Eftir fyrra stríð, settist hann að í Berlín og hóf að skrifa þar skáldsögur. Hann flyzt til Parísar skömmu eftir 1930. Hann var góðvinur Kafka og skrifar í anda expressjónis- mans. Þessi bók kom út 1931. Sagan segir frá lækni, sem end ar sem morðingi. Hann efast um tilgang mannlegrar tilvera og sveiflast milli algjörrar ör- væntingar og furðulegra hug- sýna um mannlegan tilgang. Þetta er löng -bók, sem tekur til meðferðar mannleg vanda- mál og baráttu við yfirmennsk öfl. The Lurking Fear and other Stories. Höfundur: H. P. Love- craft. Útgefandi: Panther Books 1964. Verð: 3/6. Ilöfurinn hefur hér sett sam an óhugnarlegar sögur um dul arfulla atburði, sem erfitt er að fá viðhlítandi skýringu á. Slík- ar sögur eru alltaJE eftirsótt lesn ing hvort sem þær eru sannar eða ekki. Höfundi hefur tekizt að skapa það rétta hryllings andrúmsloft í þessum sögum sín um. Hér fara menn um fáfarna stigi að næturlagi og verða fyr- ir ásókn afla, sem vekja með þeim skelfingu og ótta trylling. Aðrar gerast í yfirgefnum hús- hjöllum á afskekktum stöðum og sumar í kirkjugörðum að næturlagi. Höf. hefur sett sam- an fjölda slíkra sagna og hef- ur útgefandinn gefið út tvær aðrar bækur þessa höfundar, sem eru „The Ilaunter of the Dark and Other Tales of Terr- or“ og „The Case of Charles Dexter Ward.“ MINNING Jakobína Grímsdóttir BustarfeBli Hinn 10. apríl s.l. andaðist Jak- obína Soffia húfrú á Bustarfelli í Vopnafirði. Jakobína var af oreiðfirzkum ættum, dóttir Gríms Þorláksson- ar, Bergsveinssonar, Eyjólfssonar alþingis- og dannebrogsmanns Einarssonar i Svefneyjum á Breiðafirði og konu hans, Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Bústöðum við Reykjavík. Hún var fædd hinn i0. september 1893 á Eskifirði, og var tekin í fóstur á 1. órí af frænda sínum, séra Jóhanni Lúter Sveinbjörnssyni, prófasti á Ilólm um í Reyðarfirði, og konu hans, P.lsrgréti Daníelsdóttur, og ólst þar upp. Legar Jakobína var 6 ára dó fósturmóðir hennar. Semna kvæntist sr. Jóhann Lúter aftur Guðrún Torfadóttur frá Flateyri og ólst Jakobína síðan upp h]ó þeim til fullorðinsaldurs Ilún stundaði nám í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík vet- urinn 1909—10. Dvaldi í Kaup- mannahöfn árið 1920. Giftist 28. maí 1924 Snorra Sturlusyni frá ísafirði. en missti hann eftir eins árs sambúð. Þau vora búsett í Reykjavík og eignuðust eina dótt \ ur, Arnfríði, .sem nú er gift Þórði’ Guðmundssyni, fulltrúa hjá Sölu-i miðstöð hraðf rystihúsann-i, syst- ursyni Methúsalems á Bustarfelli. Hinn 27. maí 1932 giftist hún eftirlifandi manni sínum. Methú- salem Mehúsalemssyni, óðals- bónda á Bustarfelli. Þau eignuð- ust eina dóttur, Elínu, sem nú er húsfreyja á Bustarfelli, gift Ein ari Gunnlaugssyni, bónda þar. Jakobína var greind kona og glæsileg. Hún var góðum gáfum! gædd og las mikið, enda duldistí engum, sem gaf sig á tal við hana að hún var víða heima. Var unun að tala við hana. Hún var hrein og bein og bar hlýjan hug til allra, ekki sízt þeirra, sem aldraðir voru eða áttu eitthvað erfitt Á Bustarfelli hefur alltaf verið mjög gestkvæmt, og ekki sízt á seinni áram eftir að bílvegurinn var lagður frá Möðrudal til Vopna fjarðar, því að hann liggur rétt hjá Bustarfelli. Bustarfell ei ætt- aróðal, og hefur sama æ'G ' þar síðan 1532, eða ; '33 ár. er gamall og reisulegur bær, sem enn er búið í, og fýsir því ferða- fólk mjög að koma þar heim og — Framhald a 12. síðu MiðhAlendið — Norður- og Austurland. % - 14 daga ferB icdit.VerSkr.SJDl figðat. VerS kr. 6.200, Farnrstjóri: Pétur Pétursson. Ekið fyrsta dag til Veiðivatna, annan dag að Ey- vindarkofaveri f Jökuldal, þriðja dag I öskju norð ur fyrir Tungnafellsjökul um Gœsavötn og Trölladyngjuháls, fjórða dag dvalið f öskju og ekið f Herðubreiðarlindir, fimmta dag verið í Herðubreiðarlindum, sjötta dag ekið um Mývatna öræfi í Möðrudal, Jökuldal og um Egilsstaði á Seyðisfjörð, sjöundi dagur dvalið á Seyðisfirði ek ið upp á Hérað og um það til Borgarfjarðar eystra, áttundi dagur ekið að Egilsstöðum og I Hallormsstaðaskóg f Atlavík, nfundi dagur dvalið f Atlavfk, tfundi dagur ekið að Mývatni, ellefti dagur dvalið við Mývatn og ekið tii Akureyrar, tólfti dagur ekið frá Akureyri um Skagafjörð, Blöndudal og Auðkúluheiði til Hveravalia, þrett ándi dagur dvalið á Hveravöllum, fjórtándi dagur ekið til Reykjavlkur. I báðum ferðum er innifal- ið fæði, l heit máltíð á dag, kaffi og súpur. Þátt- takendur þurfa að hafa með sér viðieguútbúnað og mataráhöld . tAN O S y N 1 Skólavörðusfíg 16, II. hæð Lausar stöður Hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík eru lausar eftirtaldar stöður: Staða gjaldkera IH Staða ritara og Staða símastúlku. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs- manna. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist sknfstofu minni fyrir 15. júlí næstk. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. júlí 1965. TRÉSMIDIR Trésmiðir eða trésmiðaflokkur óskast til upp- sláttar á fjórum stigahúsum. Góð kjör. Upplýsingar í síma 3 64 52. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.