Tíminn - 03.07.1965, Page 11
LAUGARDAGUR 3. júlí 1965
TIMBNN
n
SEND TILISLANDS
gengið vel og ekkert hefði komið fyrir þær. Ef hægt hefði
verið að reiða sig á sálarlega fjarskynjun, hefðu flugmenn-
irnir geta lent rólegir og látið okkur sjá um allt erfiðið.
Einn daginn, þegar óvenju vont var í sjó, vorum við orðin
næstum því uppgefin á að reyna að koma einum flugmann-
inum um borð aftur. Móðurskipið var þó nokkuð í burtu, og
jók það á erfiðleika okkar við að sjá, hvers vegna hann í
raun og veru gat ekki lent. Hann reyndi sjö sinnum áður en
honum tókst að lenda, eftir mikið erfiði af okkar hálfu. Á
eftir fannst mér ég vera eins og undin tuska.
Að kvöldi annars dagsins fengum við fyrst að finna fyr-
ir enduróminum frá neðansjávarsprengjunum. Við vorum að
koma frá bátaæfingu og höfðum skriðið upp í rúmin okkar,
þegar skipið titraði og dauf sprenging heyrðist. Það er ofar
mínum skilningi hvernig mér tóks að komast út úr kojunni
minni og grípa björgunarbeltið, án þess að skilja, hvað ég
var að gera. En þarna stóð ég og endurtók hvað eftir annað
eins og kjáni: — Nú er komið að því stúlkur! Þar fyrir utan
veit ég í hreinskilni sagt ekki, hvað ég átti við með þessum
orðum, nema því aðeins að undirmeðvitund mín hafi lært
þýðingu snöggra viðbragða, ef til þess kæmi, að við yrðum
fyrir tundurskeyti. Það, sem á eftir kom, var í samræmi við
þetta, og við vorum rétt að segja búnar að koma á okkur
björgunarbeltunum, þegar rödd fyrir utan dyrnar tilkynnti
okkur, að tundurspillir, sem var í fylgd með okkur, hefði
verið að kasta „blikkdósunum,“ og allt væri í lagi. Ég klifr-
aði aftur upp í kojuna mína og fannst ég hafa hagað mér
eins og mesti bjálfi.
Þessa nótt fór mikill stormur að gera okkur lífið -leitt,
en þeir, sem raunverulega þjáðust voru drengirnir úti á þil-
farinu. Sæmilega stór alda skolaði burtu skilrúmunum og
gerðu þá svo gegndrepa, að þeir voru næstum jafnhræddir
og þeir voru blautir. Næsta morgun, þegar við opnuðum
klefadymar okkar, sáum við, að við urðum að ganga yfir
sofandi menn alla leiðina í morgunverðinn. Það sem eftir var
ferðarinnar sváfu þeir þannig, að flestir þeirra börðust um að
fá að sofa fyrir framan dyrnar okkar. Okku fannst þetta
þægileg tilfinning, þangað til við komumst að raun um,
hvers vegna það var: þær okkar, sem létum ekki hafa okk-
ur í að fara í borðsalinn sendum frá okkur aftur mest af
þeim mat, sem okkur var ætjaður og komið var með til
JANE GOODELL
klefans, og Ethel Rea, sem gat ekki þolað að neitt færi til
spillis eins og sönnum Norðurríkjamanni bar, bjargaði leif-
unum og læddi þeim út fyrir dyrnar til mannanna, sem þar
lágu.
Einn morgun, ekki löngu síðar vöknuðum við, og sáum þá,
að móðurskipið og mestur hluti skipalestarinnar var ekki
lengur í fylgd með okkur. Við höfðum skilið við þau.
Þar sem við sigldum stöðugt lengra í norður'urðu dag-
arnir styttri og myrkvunin lengri, og ég fór að meta hreina
loftið til jafns við líf mitt. Okkur var ekki leyft að vera uppi
á þilfari á meðan myrkvunin var. Vatn var einnig af skornum
skammti. Þeir fáu dropar, sem komu úr krönunum tvisvar
á dag, nægðu varla til þess að halda tönnum okkar hreinum,
og í fjóra daga var drykkjarvatnið svo illa mengað, að að-
eins smásopi var ekki aðeins á bragðið eins og saltskammtur,
heldur hafði sömu hryllilegu áhrifin.
Við hefðu átt að vera orðnar gjörsamlega uppþornaðar eft-
ir þennan þurrk, en samt héldum við áfram að svitna og það
meira en lítið, á meðan við vorum að skemmta mönnun-
um niðri í lestunum.
Þessi líkamlegu óþægindi höfðu samt engin áhrif á huga
okkar, jafnvel ekki þegar við urðum að neyðast til þess að
fá sjóveiki ónæmissprauturnar í einum versta storminum.
Það var aðeins einn atburður, sem vakti daprar tilfinningar
í brjóstum okkar á þessu ferðalagi: hermaður dó á sjötta
degi í hafi, og við fórum aftur á til þess að vera viðstödd
útförina. Minningin um það, þegar líki hans, vöfðu í segl-
dúk, var kastað í sjóinn, gerði mig þunglynda "og dapra í
marga daga á eftir.
Á tíunda degi, eftir vont veður, fór eftirvæntingin eins
og eldur í sinu um allt ski^^ag^y^J^jgð^jffi^þann
veginn að sigla inn í Reykjavíkur-höfn. Allan þann dag
horfðu áköf augu út yfir hafið í átt að sjóndeildarhringnum
í von um að sjá bregða fyrir landi, en það var ekki fyrr
en snemma næsta morgun, að við sáum ljósin úr landi
glampa í fjarska. Klukkan tíu vorum við komin inn í höfn-
ina, og klukkan 10:25 var akkerum varpað, og frammi fyrir
okkur lá Reykjavík og algjörlega nýr heimur.
Það var napurt og kalt úti, en sól skein, hún skauzt upp
fyrir sjóndeildarhringinn og settist aftur að þremur stund-
um liðnum, næstum því á sama blettinum, og þetta var
fyrsta sólskinið, sem verið hafði á íslandi svo vikum skipti.
Þetta virtist einhvern veginn vera góður forboði, og vissu-
HÆTTULEGIR UVFITIRDi — ■ -. — " 1,1
nvmiBKJ LUVJI/HUHII Axel Kielland :. ■■ - : J
52
— Ef Englendingar kæmu nú
hingað . . .
— En þeir gera það ekki.
— Setjum svo að þeir sendu
hingað sendimenn. Setjum svo að
þeir heimtuðu uppgjöf?
—Hvaða þýðingu hefur það að
láta sig dreyma, Gösta? Hingað
kemur enginn.
Hann horfði út stundakorn og
sagði síðan:
— Þjóðverjar væru neyddir til
að ganga að skilmálunum. Herlið
ið er á braut. Náungarnir á torg-
inu eru sennilega þeir einu sem
eftir eru.
— Gösta, sagði ég. — í fyrsta
lagi er það bara sögusögn, að
Englendingar hafi gengið á land.
í öðru lagi verður þeim sjálfsagt
hent í sjóinn aftur. í þriðja lagi
er þetta þorp langt inn á milli
fjallanna og það geta liðið mán-
uðir þangað til þeir koma hingað.
— Hm, sagði hann. — Þú hefur
! víst rétt fyrir þér. Ég er víst
heimskur.
Ég horfði út langa hríð. Svo
stökk Gösta allt í einu upp, tók
utan um mig og kyssti mig og
mér brá svo við að minnstu mun-
aði að ég ylti út á þakið af furðu.
— Nei, sagði hann. — Ég er
ekki heimskur! Svei mér ef ég er
ekki snillingur! Komdu Ann!
— Hvað ætlastu fyrir?
— Ég vil fá trompet! sagði
hann og hljóp á undan mér nið-
ur vindustigann. Ég hugsaði sem
svo, að nú væri aumingja maður-
inn víst búinn að missa vitglór-
una og kannski var ekkert við því
að segja.
XXI
Þeir líktust allir þrír mest
stfákapollum sem hafa fengið
krónu hjá pabba til að fara og
sjá spennandi kúrekamynd og
ég hugsaði með mér, að
karlmenn yrðu aldrei fullorðnir.
Sjálfri fannst mér hugmynd Gösta
einhver sú heimskulegasta sem ég
hafði heyrt á ævi minni, en þegar
karlmaður hefur einsett sér eitt-
hvað er víst vonlaust að reyna að
koma vitinu fyrir hann. Ég gerði
samt tilraun og sagði:
— Hefurðu hugsað út í, að
kannski ...
— Nei, greip hann hlæjandi
fram í. — Þá hlið málsins mátt
þú hugsa um ...
—Fyrirgefðu, sagði ég.
Hann brosi og klappaði mér á
hárið og svo fylgdist hann með
Elenu niður í kirkjukallarann.
Buddy og Rafferty fóru niður líka
og allir voru þeir hinir áköfustu.
Eg stóð ein eftir í kirkjunni og
leið alls ekki vel.
Elena hafði lánað mér sjalið
sitt. Ég sveipaði því um höfuðið,
opnaði kirkjudyrnar og læddist út
að torginu, en gætti þess að halda
mig fyrir innan múrinn, svo að
enginn tæki eftir mér. Ég var
óhreinni og skítugri en nokkur
grísk kona, svo að ég féll ágæt-
lega inn í heildarmyndina.
Hérna niðri á torginu fann ég
enn bétur hið óhugnarlega and-
rúmsloft sem hvíldi yfir fólkinu,
þetta þrungna, innibyrgða hatur,
sem gat á hverri stundu brotizt
út og haft í för með sér ægileg-
ustu blóðúthellingar. Þjóðverjarn-
ir sem stóðu hinum megin við
torgið virtust ekki í neinu sól-
skinsskapi. Þeir stóðu fölir og
spenntir með byssurnar tilbúnar
og voru mjög óöruggir.
Mínúturnar liðu og ég hugsaði
að þeir hlytu að vera komnir bak
við kirkjuna núna. Þessi fáránlega
sýning gat hafizt á hverri stundu.
Eg var hrædd.
Svo rauf hornablástur skyndi
lega þrúgandi kyrrðina og mér
varð ljóst að Gösta var hinn frá-
bærasti sálfræðingur ofan á allt
annað og að hann hafði vitað hvað
söng, þegar hann heimtaði tromp
etinn og hætti ekki fyrr en hann
fékkst.
Það var eins og rafmagnsleiftur
færi um mannþröngina. Sekúndu-
brot ríkti dauðaþögn. Enginn
hreyfði sig. Svo gjallaði hornið
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Eigum dún- og fiðurheld ver,
æðardúns- og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3 — Sími 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
aftur bak við kirkjuna, ógurleg
öskur komu frá mannfjöldanum
og fólk þusti í áttina sem hljóðið
kom út. Þjóðverjarnir litu út eins
og þeir hefðu dottið niður úr
skýjunum.Dyrnar á ráðhúsinu voru
opnaðar upp á gátt og akfeitur
kapteinn kom kjagandi út með
byssu í hendi.
Fagnaðaröskur gullu við. Fólk-
ið var viti sínu fjær af gleði:
höttum og stöfum var hent upp í
loftið og fólkið þaut fram eins
og flóðbylgja. Hvítt flagg blakti
yfir flokknum.
Eg hafði ákafan hjartslátt og
ég starði eins og dáleidd á her-
mennina. Núna . . . ! Núna
skjóta þeir, hugsaði ég.
Fólksþyrpingin var komin fram
á mitt torgið núna. Fagnaðarhróp-
in þögnuðu skyndilega, flokkur-
inn dreifðist og umhverfis menn-
ina þrjá varð autt svæði. Ég
stökk út á torgið og blandaði mér
í fjöldann.
Gösta gekk í miðið, Buddy bar
stöngina með hvíta fánanum og
Rafferty hélt á trompetnum. Þeir
marséruðu áfram sem einn beint
að skriðdrekanum og byssukjöft-
um hermennína og virtust alger-
lega áhyggjulausir. Rafferty hélt
á vélbyssunni i armkrikan-
um, Buddy hélt á sinni og Gösta
hafði skammbyssu við belti sér.
Þýzki kapteinninn starði for-
viða á þrenninguna og nokkur
andartök hélt ég hann myndi gefa
fyrirmæli um að skjóta. Svo rétti
hann úr sér og heilsaði að her-
mannasið meðan þeir gengu
nær.
Æsingurinn og forvitnin var að
ná hamarki og ég held ekki að
þarna í hópnum hafi nein mann-
eskja gert sér grein fyrir, hvað
lífshættulegt þetta var.
Gösta nam staðar fyrir framan
kapteininn, sló saman hælum og
heilsaði glæsilega að hermannasið.
Ósegjanleg kaldhæðni lá í þessari
kveðju og þýzki kapteinninn fann
það og varð blóðrjóður í andliti.
Hann endurgalt kveðjuna, stirð-
lega og sagði:
— Kleiber höfuðsmaður. Hvað
viljið þér?
— Simmons kapteinn, sagði
Gösta.
— Hvernig komust þér inn í
bæinn? sagði hann.
— Þorpið er umkringt.
Kleiber höfuðsmaður kyngdi
nokkrum sinnum og augun virt-
ust verða of stór fyrir þetta litla
höfúð. Hann sagði ekkert.
— Mér hefur verið falið að
krefjast uppgjafar samstundis.