Morgunblaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980 11 verskum, egypzkum — og íslenzk- um. Aðrir hafa verið notaðir við olíuborpalla á Norðursjó. Flotinn, sem hafði um fimm hundruð togurum á að skipa meðan allt lék í lyndi á Islandsmiðum, minnkaði niður í þrjú hundruð nítíu og níu skip árið 1975 og var orðinn tvö hundruð sjötíu og tvö skip í fyrra. Að sögn brezka fiskveiðisam- bandsins er hann nú kominn niður fyrir hundraðið. Stóru frystitogurunum var lagt fyrst en minni togararnir hafa siðan fylgt í kjölfarið. Spá heillum horfnir togarasjómenn því að stórtogarafloti Breta hverfi alger- lega af sjónarsviðinu fyrir lok ársins, geri stjórnvöld ekki skurk í málinu. Afli íslenzku togaranna, sem nú er landað í brezkum höfnum, er aðeins brot af þeim innflutningi, sem togarasjómenn kvarta yfir að sé að drekkja brezkri togaraút- gerð. Mest af afla þessum er landað frosnum eða isuðum. Fisk- urinn er ekki seldur við höfnina heldur fer hann beint til innflytj- andans, sem kaupir hann í heilu lagi og verðleggur símleiðis eða í telex sambandi. Innflutningur á þorski á síðasta ári nam hundrað niutíu og sjö þúsund tonnum, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en þau sextíu og fjögur þúsund tonn, er brezkir togarar lönduðu. Vaxandi aðstreymi íslenzka þorsksins bendir til þess að fyrr- nefnd tala verði jafnvel hærri á árinu, sem er að líða. Ástæða fyrir því að þessir hlutir eiga sér nú stað er sú að fiskiðnað- urinn, sem stutt hefur við bakið á togarasjómönnum síðan á sjötta áratugnum, leitar nú í síauknum mæli hráefnis erlendis. Þriðjung- ur þeirra sex hundruð þúsund tonna af fiski, sem Bretar neyta árlega fer í tilbúna matarrétti og er þorskur helzta hráefnið. Kapp- kostar iðnaðurinn að hafa fyrsta flokks þorsk, ýsu og kola á boð- stólum gegn vægasta verði. Segir sig þvi sjálft að bezta hráefnis er leitað þar sem það fæst. Eftirsóttur markaður Markaðsstærðin og styrkleiki pundsins hafa laðað að útflytjend- ur frá löndum eins og Danmörku, jHollandi, Noregi og íslandi. Eftir- | spurn eftir þorski er ólíkt minni á meginlandi Evrópu og hafa þessar þjóðir því látið einskis ófreistað til að koma ár sinni fyrir borð í Bretlandi. En efnahagssamdrátturinn hef- ur spillt afkomu fiskimanna. Með því að neytendur hafa dregið við sig kaup á fiski, hefur fiskiðnaður- inn dregið saman seglin að sama skapi með þeim afleiðingum að verði er haldið niðri. Heimafyrir segjast togarasjó- menn ekki gramir íslendingum fyrir að selja í Grimsby, Hull og Fleetwood, þar sem þeir fari löglega að, borgi tolla og örvi atvinnulíf í höfnunum. Það sem einkum er þeim þyrnir í augum, er fiskurinn, sem inn kemur bak- dyramegin i kössum og hamlar eðlilegri verðlagningu — vöru- sendingar frá Efnahagsbanda- lagslöndunum, svo sem Hollandi, Danmörku, Þýzkalandi og Frakk- landi. Líta togarasjómenn svo á að Efnahagsbandalagið hafi lagt á ráðin um gríðarlegt samsæri gegn þeim í því skyni að ræna þá miðum sínum, en tvö hundruð og sjötíu fermílna fiskveiðisvæði Breta er nú partur af sameigin- legri hafauðlind Efnahagsbanda- lagsins. Brezka fiskveiðisamband- ið sakar EBE í sífellu um að reyna að slá eign sinni á brezkan fisk og segir hin aðildarríkin efla flota sinn hröðum skrefum samtímis því að Bretar kasti skipum sínum á hauga. Þar eð ekki hefur náðst samkomulag innan Efnahags- bandalagsins um skiptingu há- marksafla getur hver farið sínu fram enn sem komið er. Niðurgreiðslur Ráðherranefnd Efnahagsbanda- lagsins ákveður árlega hámark leyfilegs afla á hverri fisktegund — þrjú hundruð fjörutíu og tvö þúsund tonn af þorski í ár — og tekur hvert aðildarríki eins mikið og það telur sér heimilt, án þess að segja nákvæmlega til um hve mikið. Bretar höfnuðu tilboði bandalagsins um 26.5 af hundraði ársaflans og var hlutfallið því hækkað í 33.6 af hundraði. Togarasjómenn fullyrða hins veg- ar að allt að því sjötíu af hundraði fiskjarins á sameiginlegu veiði- svæði bandalagsins sé að finna á brezkum miðum og beri því Bret- um að minnsta kosti fjörutíu og fimm af hundraði aflans. Þeir telja sömuleiðis að mikil brögð séu að veiðiþjófnaði að hálfu sjó- manna frá meginlandinu, sem sjái sér leik á borði að selja afla sinn á lágu verði til brezkra neytenda i krafti niðurgreiðslna stjórnvalda í viðkomandi löndum. Franska stjórnin greiðir niður verð á eldsneyti, Hollendingar veita sjáv- arútvegi vaxtalaus lán og Danir gefa þeim eigendur rekstraraðstoð er hyggjast leggja togurum sínum. Brezkir togarasjómenn tilfæra í þessu efni verðskrá EBE varðandi þorsk, en samkvæmt henni ætti sextíu og þrjú kíló af þorski að seljast á tuttugu og átta pund og áttatíu pence, eða þó nokkru lægra verði en íslendingar fá fyrir fisk sinn í Bretlandi. Því aðeins gætu sjómenn frá meginlandi Evrópu, segja þeir, selt afla sinn á því verði að til kæmu niðurgreiðslur. Tilraun var gerð fyrr á þessu ári til að vernda uppskipunarverð á fiski í brezkum höfnum og veitti stjórnin til þess þremur milljón- um punda. Var peningum þessum varið til þess að greiða togarasjó- mönnum, sem ekki kusu að selja afla sinn á uppboði. Fiskverð hrundi þó jafn skjótt og þessir peningar voru á þrotum og seldist þá fiskurinn aftur á uppboði á tveimur pundum kassinn. Togarasjópienn hafa nú farið þess á leit við stjórnvöld að þau veiti þrjátíu og fimm milljónum punda til að fleyta útgerðinni yfir erfiðasta hjallann og gera henni kleift að endurhæfa sig með tilliti til ánnarra fisktegunda og nýrra markaða, einkum útflutnings- markaða. Raunsæismenn viðurkenna að þeir hafi tapað orrustunni um brezka þorskmarkaðinn. Þar eru það íslendingar, sem ráða ríkjum og Bretar ófærir um að keppa við þá vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að þorskmiðunum. Það sem þeir óttast nú er að þeir kunni einnig að verða af fiskinum um- hverfis Bretland, verði fjárskortur til þess að þeir geta ekki aðlagast breyttum aðstæðum. Endalok? Svo fjarstæðukennt sem það kann að virðast kunna Bretar verri skil á miðunum umhverfis Bretland en nokkur erlend þjóð. Á meðan þeir sigldu til íslands og Noregs til veiða létu þeir Spán- verjum, Frökkum, Belgum og öðr- um eftir sín eigin fiskimið. Það sem þeir þurfa nú eru ný skip, ný tækni og endurþjálfun. Komi stjórnvöld þeim ekki til hjálpar, segja togarasjómenn að brezki fiskiðnaðurinn kunni að lognast út af eftir sex mánuði. Fari svo, verða allar hugleiðingar um aflaskerf Breta í Efnahags- bandalaginu að engu, segja þeir ennfremur. Félögum þeirra hafa þá verið lögð vopnin í hendur og gætu þeir bent á að nú þyrfti ekki að útdeila Bretum aflamörkun meir, af því þeir gætu ekki lengur veitt fiskinn. (The Daily Telegraph) Þannig leysa SUMMA raðskápar geymsluvanda heimilisins, auk þess að bæta aðstöðu allra í fjölskyldunni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.