Morgunblaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980
„Hér verður
maður sko að
bjarga sér
sjálfur“
n
En maður verður
ekki einmana í
svona samfélagi,“
segir húsfreyjan á
Valþjófsstöðum,
sem er norskur
búfræöingur
Á ferð um N-Þingeyjarsýslu Texti: Hildur Helga Siguröardóttir
Ljósm: Emilía Björg Björnsdóttir
„Hér er erfitt að vera bóndi,
miðað við í Noregi. Hér vantar
t.d. meiri dýralæknaþjónustu og
vélakost. í Noregi njóta bændur
líka mun meiri styrkja, en hér
verður hver að klóra í bakkann og
bjarga sér sjálfur. Samt vildi ég
ekki skipta. Þetta er lifandi og
fjölbreytt starf og maður sér
árangur erfiðis síns frá ári til
árs. Þetta er engin „níu til fimm“
vinna og snertingin við frum-
þætti lífsins, fæðingu og dauða,
er mjög sterk. Maður verður
hrifnari af lífinu."
Það er Elisabet Hauge, ung
norsk kona, búfræðingur að
mennt, sem þetta mælir. Elisabet
er frá Halden í Suður-Noregi og
fékk áhuga á íslandi þegar hún
var í lýðháskóla eftir stúdents-
próf. Hingað kom hún svo fyrst
fyrir fjórum árum og vann til að
byrja með á Heilsuhælinu í
Hveragerði. Síðan var hún á
Laugardælabúinu á Selfossi og
eftir það lá leiðin í Bændaskólann
á Hvanneyri. Manni sínum, Birni
Halldórssyni kynntist Elisabet
svo í sláturhúsinu á Kópaskeri,
þar sem hún vann um tíma, eftir
að hafa verið á Bændaskólanum.
Nú búa þau hjón, ásamt syni
sínum 7 mánaða og fjölskyldu
Björns að Valþjófsstöðum við
Öxarfjörð, en þar er rekið félags-
bú og er þríbýlt. Þar búa m.a.
amma Björns, Ingunn Arnardótt-
ir og systir hennar Unnur, en þær
voru fyrstu íbúar Kópaskers á
sínum tíma og bjuggu á Bakka,
elsta húsinu þar. En það var
Elisabet Hauge sem blm. spjall-
aði við í þetta sinn, en hún er,
eins og áður sagði, fædd og
uppalin í Halden, einu syðsta og
blómlegasta héraði Noregs og því
forvitnilegt að vita hvernig um-
skiptin eru við það að setjast að í
nýju landi í harðbýlli sveit norð-
ur undir heimskautsbaug.
„Fólkið er harð-
gerðara hér“
„Hér er að sumu leyti eins og á
háfjöllum í Noregi, nema hvað
Elisabet Hauge ásamt manni sin-
um Birni Halidórssyni, synintm
Eiriki, sjö mánaða og heimilis-
hundunum tveimur.
þar er minna um kindur, en
meira um korn og skóga. Ég
sakna samt ekki skóganna þegar
ég er hér, þeir eiga ekki heima
hér í þessu umhverfi," segir
Elisabet, sem talar prýðilega
íslensku. „Við erum bara með
kindur hér. Það yrði of dýrt að
ryðja veginn fyrir mjólkurbílinn í
ófærðinni á veturna, ef við vær-
um með kýr. í fyrra drápust 50
lömb, það var smalað í snjó og
varð að fá ýtu til að ryðja leiðina,
en annars erum við með hesta til
smölunar. Samgöngur eru yfir-
leitt erfiðar á veturna, sérstak-
lega vill flugið bregðast. En fólkið
er lika harðgerðara hér, en þar
sem ég er alin upp, það gefst ekki
upp þótt í móti blási. Fólk mótast
líka af landslagi og veðurfari.
„Risaíjöirog tízkutildur“
„Annars fór ég einu sinni
vestur á firði og þar vildi ég ekki
búa. Mér leist ekkert á þessi
risafjöll fyrir vestan og svo held
ég að veðráttan sé stöðugri hér. í
Reykjavík vildi ég enn síður vera
eða í borgum yfirleitt, það er
miklu betra að vera í sveitinni.
Mér finnst Reykjavík vera allt of
mikill tízkubær. Það er áberandi
hvað fólkið leggur mikið upp úr
því að tolla í tízkunni og vera sem
dýrast klætt. Maður verður ekki
nærri því eins var við þetta í Ósló
og ég skil ekki hvernig fólk hefur
ráð á þessu.“
Fellur ekki færi-
bandavinna
„Ég er alin upp í sveit, en við
töluvert ólíka búskaparhætti, en
íslendingar kunna vel til verka
varðandi ýmislegt sem ekki er
lögð eins mikil áhersla á í Noregi,
t.d. að rækta þurrhey," segir
Elisabet þegar hún er spurð að
því hvort ekki komi sér vel að
hafa gengið í bændaskóla hér á
landi. Hún hefur annars fengist
við ýmis störf utan heimilisins,
önnur . en búskap og veiði-
mennsku, en ... „við höfum verið
að veiða í net í sjónum og hefur
það gengið svona upp og niður,
enda verður að vera sunnanátt til
að hægt sé að leggja. Um daginn
fengum við einhverja furðu-
skepnu í netin. Hún var með
þykkan skráp og langa trjónu og
líktist mest litlum hákarli. Meira
var ekki veitt þann daginn.
„Áður en ég átti barnið vann ég
m.a. í sjoppu á Kópaskeri og
fannst það töluverð reynsla að
vinna á svoleiðis stað. Ég var líka
í verksmiðju, en kunni því miklu
verr. Mér líkar ekki færibanda-
vinna.“
Elisabet lærði vefnað í Noregi
og segist ekki vefa á sumrin, milli
sauðburðar og sláturtíðar, en
töluvert á veturna, aðallega dúka,
teppi og aðra nytjahluti. Fyrst
veturinn er kominn á dagskrá,
liggur beint við að ljúka spjallinu
við þessa viðræðugóðu norsku
stúiku, sem fest hefur rætur í
einni af nyrstu sveitum landsins,
á því að spyrja hvernig sé að vera
í öxarfirðinum á veturna, hvort
það sé eins einmanaiegt og borg-
arbúar kunna e.t.v. að ætla
Veturinn líður hratt
„Veturinn líður hratt hér, það
er nóg að gera og enginn tími til
að láta sér leiðast", segir Elisa-
bet. „Það er mikið af ungu fólki á
Kópaskeri og svo á Björn fjöl-
skyldu hér allt um kring. Það
hefur sína kosti og gaiia að allir
viti allt um alla, en maður er ekki
einmana í svona samfélagi."
SUMMA
I STOFUNA
SUMMA raðskápamir sóma sér vel í stofu, 2
eða fleiri saman, allt eftir húsrými. Uppröðun
getur verið eins og myndin sýnir, — 6 skápar í allt,
þar af einn sjónvarpsskápur, tveir glasaskápar, 6
skúffur, 2 lokaðir skápar, hljómtækjahirsla, bóka-
hillur og skrauthillur, — sem síðan má breyta eftir
þörfum.
SUMMA
í FORSTOFUNA
SUMMA raðskápar henta einnig vel í forstofu,
þar sem alltaf er þörf fyrir góðar hirslur. 1—3
skápar, með 1, 3 eða 6 skúffum og hurðum eftir
þörfum, er lausnin.