Morgunblaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980
19
Engar knattspyrnulýsingar í
Ríkisf jölmiðlunum í sumar
Ríkisútvarpið fer fram á samnings-
gerð sem KSÍ sættir sig ekki við
ÞAÐ HEFUR vakiö athygli fólks aö
í sumar hefur hvorki veriö sjón-
varpað eða lýst nokkrum knatt-
spyrnuleik og hefur þetta eðlilega
vakið mikla gremju meðal manna,
einkum úti á landsbyggðinni, sem
eðlilega eiga erfiöara um vik með að
fylgjast með knattspyrnunni, en
fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
mun stafa af því, að erfiðlega hefur
gengið að ná samningum milli
Ríkisútvarpsins og Knattspyrnu-
sambands fslands. Til þess að fá
nánari skýringu á þessum málum,
sneri blaðið sér til þeirra Ellerts
Schram formanns KSÍ, Hjartar
Pálssonar dagskrárstjóra og Harðar
Vilhjálmssonar fjármálastjóra
Ríkisútvarpsins og innti þá um gang
mála og fara svör þeirra hér á eftir.
KSÍ leggur áherzlu
á sérsamninga
Til skamms tíma sömdu sérsam-
bönd innan íþróttahreyfingarinnar
hvert fyrir sig við Ríkisútvarpið. Nú
hefur það beðið um að ÍSÍ semdi
sameiginlega fyrir hönd allra sér-
sambandanna og talað var um, að til
greiðslu kæmu þrjátíu milljónir,
sem siðan yrði skipt á milli þeirra
og var þessi tilhögun samþykkt af
flestum þeirra," sagði Ellert
Schram, formaður KSÍ, í spjalli við
Mbl.
Stærri samböndin hafa lagst gegn
þessari tillögu og við hjá KSÍ
leggjum mikla áherzlu á eigin
samninga. Knattspyrnusambandið
er algjörlega sjálfstætt innan
íþróttahreyfingarinnar og sér um
allan sinn rekstur sjálft og án
afskipta annarra. Við teljum það
forsendu rekstrar KSÍ að við
önnumst sjálfir allan okkar rekstur
og samninga af hvaða tagi sem er,
allt annað er hreinlega að afsala sér
sjálfstæði og ef beita á okkur
einhverjum sameiginlegum þving-
unum, er um það algjör samstaða
innan stjórnarinnar að hún mun öll
segja af sér.
Miklum og ströngum fundahöld-
um í vor lauk með því að KSÍ lýsti
yfir því, að það sæi sér engan veginn
fært að taka þátt í slíkum sameigin-
legum samningum og gefa þannig
ÍSI umboð til að fara með mikilvæg-
an hluta af stjórnsýslu okkar. Ríkis-
útvarpinu var boðið að taka leiki
sumarsins til útsendinga án þess að
samningar yrðu gerðir strax, það
hefði mátt gera þegar betur stæði á.
Þetta tilboð var algerlega hunzað af
þeirra hálfu. Þess ber auðvitað að
gæta að þetta er mikill tekjumissir
fyrir knattspyrnufélögin sjálf, því
þau fá allar tekjur af eigin leikjum
sjálf.
Það er einnig mjög óhentugt fyrir
samböndin, ef um ákveðinn fastan
samningstíma er að ræða, sem
dæmi um það má nefna að á haustin
veit KSÍ tiltölulega lítið um hvað
verður um að vera sumarið eftir og
fyrir HSÍ er jafnerfitt að gera sér
grein fyrir því á vorin hvað verður
um að vera veturinn eftir.
Heildarsamningar mikil-
vægt skipulagsatriði
„Við hjá dagskrárdeild Ríkisút-
varpsins erum alveg jafn
áhugasamir og áður um að veita
íþróttum eðlilegt rúm í útsending-
um og áður og veita þannig um leið
hlustendum og áhorfendum sjó-
nvarps og útvarps þá þjónustu, sem
þeir eiga rétt á,“ sagði Hjörtur
Pálsson, dagskrárstjóri Ríkisútv-
arpsins, í spjalli við Mbl. „Þau
vandamál, sem nú eru komin upp,
stafa alls ekki af því að Ríkisútvarp-
ið sé eitthvað á móti íþróttum og sé
að reyna að koma þeim út úr húsi,
heldur er þetta að mestu leyti
skipulagsatriði af okkar hálfu. Við
erum fáliðaðir á dagskrárdeildinni,
svo það hefur verið mjög tímafrekt
og fyrirhafnarmikið að standa í
samningum við hvert sérsamband
fyrir sig, auk þess, sem það hefur
gert okkur mjög erfitt fyrir, hvað
lítið hefur verið vitað um það, sem
fram undan hefur verið á hverjum
tíma og oft höfum við af þessum
sökum þurft að riðla áður ákveðinni
dagskrá vegna lýsinga, sem skynd-
ilega hafa komið upp.
Vegna þessa höfum við talið
heppilegast fyrir alla aðila að samið
væri sameiginlega fyrir öll sérsam-
böndin undir forsæti ÍSÍ, sem þá
jafnframt sæi um skiptingu efnis
milli íþróttagreina og deildi greiðsl-
um niður á sama hátt. Þetta skiptir
okkur verulega máli, skipulagslega
séð. Ég veit ekki til þess að þarna
komi fjármálin nokkuð inn í af
okkar hálfu, það er ekki um neins
konar samdrátt að ræða, sem í för
með sér hefði niðurskurð á íþrótta-
efni. Við leggjum það mikla áherzlu
á að sameiginlegir samningar náist,
að við munum ekki að svo stöddu
fara út i neina samninga við einstök
sérsambönd og ef svo fer að einhver
þeirra kljufi sig útúr sameiginlegri
samningagerð, munum við láta það
ganga fyrir að semja við þau
sambönd, sem vilja semja sameigin-
lega. Hvað síðan verður er ekki
ljóst, en vonandi líður ekki langur
tími þar til heildarlausn hefur
náðst.
„Leggjum megin-
áherzlu á heildar-
samninga við ÍSÍ“
Það er ætlunin innan viku að
reyna til þrautar að fá ÍSÍ til að
samræma samningagerð fyrir öll
sérsamböndin sautján. Við hjá
Ríkisútvarpinu gerum okkur veru-
legar vonir um að skynsemisjón-
armið verði þá látið ráða,“ sagði
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins, í samtali við
Mbl. „Meðan á þessu stendur,
treystum við okkur ekki til að reyna
að ganga til samninga við einstök
sérsambönd, en þau hafa hingað til
verið ófáanleg til að gera heildar-
samninga og á það sérstaklega við
Handknattleiks- og Knattspyrnu-
samband íslands, en það er samn-
ingur í gildi við Körfuknattieiks-
sambandið til 1. október.
Hvað varðar greiðslur af okkar
hálfu til KSI fyrir síðasta keppnis-
tímabil er það að segja, að þegar
hefur verið greitt fyrir alla 1.
deildarleiki, sem sýndir voru, en
aðeins á eftir að gera upp fyrir það,
sem sýnt var úr landsleikjum, en um
þá náðust aldrei samningar í fyrra.
Það er einlægur vilji hjá forráða-
mönnum Ríkisútvarpsins til þess að
ná samningum við
íþróttahreyfingina og gera henni
þau skil í fjöimiðlum, sem henni
ber. Ástæðan til þess að við erum
tregir til að gera samninga við
einstök sérsambönd er sú, að við
teljum eðlilegast að ÍSÍ hafi yfir-
umsjón með samningum fyrir alla
íþróttahreyfinguna. íþrótta-
sambandið hlýtur að vera hæfara til
þess en við, að setja saman slíkan
heildarsamning og koma í veg fyrir
að íþróttum verði mismunað í út-
sendingum.
Fari hins vegar svo, að ekki náist
heildarsamningar við öll sérsam-
böndin, þykir mér líklegt að við
munum fyrst í stað semja við þau
sambönd, sem semja vilja saman og
taka siðan hin samböndin til athug-
unar þar á eftir. Upphæðin, sem
ætlunin hefur verið að greiða ÍSÍ
fyrir íþróttaefni er sú sama og áður,
en að sjálfsögðu vísitölubætt og yrði
þá eitthvað á milli 30 og 40 milljónir
króna.
400 milljóna halli á
Sjónvarpinu fyrri
hluta ársins:
Viljum ekki gerast
of háðir auglýsendum
segir Höröur Vilhjálmsson fjármálastjóri
VIÐ viljum ekki að sjónvarpið
verði of háð auglýsendum hvað
tekjur varðar. og því mun verða
farið mjög varlega í að hækka
auglýsingaverð mikið frá þvi sem
nú er eða að gera auglýsinga-
tekjur hlutfallsiega meiri i heild-
artekjum sjónvarpsins,“ sagði
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri Rikisútvarpsins i samtali
við Morgunblaðið í gær. Ilörður
var að því spurður, hvort til
greina kæmi að hækka auglýs-
ingaverð sjónvarps til að bæta úr
erfiðri rckstrarstöðu stofnunar-
innar. Fram hefur komið, að tap
á rekstri sjónvarpsins fyrri hluta
þessa árs nemur 400 milljónum
króna. Munar þar mest um að
stofnunin fær nú ekki lengur
tolltekjur af sjónvarpstækjum
eins og áður var. bær renna nú
beint i rikissjóð.
Hörður Vilhjálmsson sagði, að
það væri mikill misskilningur, að
auglýsingaverð Sjónvarps væri nú
hlutfallslega lægra en var á fyrstu
árum þess, ef miðað er við heilsíðu-
auglýsingu í dagblöðum. . Hörður
sagði að verð sjónvarpsauglýsinga
hefði að vísu verið mun hærra
fyrstu mánuðina, en því síðan
breytt, „vegna þess að það stóðst
ekki“. Hörður sagði erfitt að finna
hliðstæður á verði sjónvarpsaug-
lýsinga, þar sem þær væru ekki
algengar í sjónvarpsstöðvum Evr-
ópu. Þó væri þess að geta, að í
Finnlandi væri ríkið með sjón-
varpsstöð, með auglýsingum eins
og hér tíðkaðist. Sagði Hörður að
20.1% af tekjum sjónvarpsstöðvar-
innar kæmu inn í auglýsingum, og
væri það mjög svipað og hjá þeirri
islensku. Yfir verð á auglýsingum
fyrir hverja mínútu kvaðst Hörður
ekki hafa yfirlit. „En í dag fékkst
samþykkt hækkun á auglýsinga-
verðinu," sagði Hörður, „og fer
verð hverrar mínútu í 350 þúsund
krónur þann 1. okt. n.k., úr 250, og
er því um 40% hækkun að ræða. Þá
hafði verðið hækkað um 25% þann
1. júní, og ef farið verður að
mínum ráðum verður ekki um
örari verðhækkanir að ræða.“
Kvaðst Hörður telja að halla-
rekstri yrði því að mæta með
auknum ríkisútgjöldum. „Mér
finnst það óheillastefna, ef Sjón-
varpið færi að berjast fyrir aug-
lýsingatekjum, á sama hátt og
síðdegisblöðin gera til dæmis,"
sagði Hörður, „yið viljum að sjón-
varpið haldi frelsi sínu gagnvart
auglýsendum." Hörður kvaðst að
lokum ekki telja, að þessi fjárhags-
vandi myndi bitna á gæðum efnis
sjónvarpsins á þessu ári, en þó yrði
að leita ódýrra og kostnaðarminni
lausna, það væri augljóst.
í framhaldi af orðum Harðar
Vilhjálmssonar fjármálastjóra
Ríkisútvarpsins birtir Morgun-
blaðið hér yfirlit yfir þróun aug-
lýsingaverðs í sjónvarpi og dag-
blöðunum. Miðað er við eina mín-
útu í sjónvarpsútsendingu, og heil-
síðuauglýsingu í Morgunblaðinu.
Tímabil 1 mínúta 1 síða
30. sept. 1966 12.000 13.000
1. marz 1967 9.000 13.000
1. apríl 1970 12.000 20.000
1/11-31/12/70 15.000 25.000
1. jan. 1971 12.000 25.000
1/11-31/12-71 15.000 25.000
1. jan.1972 12.000 27.000
1. ágúst1972 15.000 36.000
1/11-31/12/72 20.000 36.000
1. jan.1973 15.000 36.000
1. maí 1973 16.000 40.000
1/11-31/12/73 22.000 48.000
1. jan. 1974 19.000 48.000
1/11-31/12/74 26.000 80.000
, 1. jan.1975 26.000 80.000
1/11-31/12/75 38.000 100.000
1. jan. 1976 52.000 100.000
1. marz 1976 66.000 120.000
1. okt. 1976 84.000 132.000
8/9-1/10/77 102.000 180.000
1. okt. 1978 140.000 288.000
1. marz 1979 360.000
1. júlí 1979 420.000
20. sept 1979 480.000
1. jan.1980 200.000 540.000
1. júní1980 250.000 580.000
Formaður Félags kartöflubænda
við Eyjaf jörð:
Bjartsýnn á uppskeruna,
en svartsýnn á afkomuna
- INNFLUTNINGUR á erlendum
kartöflum kemur verulega til með
að draga úr sölu á fslenzkum kart-
öflum og gcra okkur erfitt fyrir, en
svo sannarlega var ekki á það
bætandi, — sagði Sveinberg Laxdal
á Túnsbergi á Svalbarðsströnd f
samtali við Mbl. i gær, en hann er
formaður Félags kartöflubænda við
Eyjafjörð. Hann sagði að mjög vel
liti út með uppskeru i ár, en var hins
vegar langt frá þvi að vera bjart-
sýnn á möguleika bænda á að losna
við framleiðsluna.
— Á sama tíma og nægar íslenzkar
kartöflur gætu verið á markaðnum er
mokað inn hundruðum tonna af
útlenzkum kartöflum, sagði Svein-
berg. — Það þýðir lítið fyrir okkur að
vera að taka upp kartöflur þegar við
getum ekki losnað við þær og því er
skárra að láta þær liggja í jörðinni og
stækka aðeins. Mín skoðun er sú að
vísitalan sé fölsuð með því að skella
niðurgreiðslum á þessar innfluttu
kartöflur og um leið erum við útilok-
aðir frá markaðnum. Það var ein-
kennandi, að nóg var af þessum
innfluttu kartöflum í verzlunum
nokkrum dögum fyrir útreikning vísi-
tölunnar, en með þessu er einungis
verið að falsa vísitöluna og plata
launafólk í þrjá mánuði.
— Síðasta ár var mjög erfitt hjá
kartöfluframleiðendum og flestir
berjast við langa skuldahala, en t
fyrra varð víða nær algjör uppskeru-
brestur. Ég seldi t.d. ekki einn einasta
kartöflupoka í fyrrahaust og uppsker-
an þá var tæpur helmingur af því
útsæði, sem ég notaði í vor. Við fórum
fram á aðstoð úr Bjargráðasjóði, en
fengum ekki. Hins vegar fengum við
loforð fyrir einhverjum lánum, en
höfum ekki séð þau ennþá. Á sama
tíma og þetta gerist eru ráðamenn að
hvetja bændur til aukinnar kartöflu-
ræktunar, en um leið virðist allt gert
til að drepa búgreinina.
— Aðstæður nú minna á sumarið
1978. Þá var mjög góð uppskera, en
hins vegar mikið flutt inn og erlendar
kartöflur voru i verzlunum langt
fram á vetur. Bændum gekk illa að
losna við sína uppskeru og það segir
sig sjálft hversu erfitt það er að
liggja lengi með afurðirnar í þeirri
vaxtavitleysu, sem ríkir t þessu þjóð-
félagi, — sagði Sveinberg Laxdal.
Útsala
Dömuullarpokabuxur
Dömupils
Dömublússur
Herraskyrtur
Herraæfingagallar
Herraflannelbuxur
Röndóttir barnabolir
Barna deminpokabuxur
Ljósakróna
Kryddhilla m/klukku
Aður Nú
t&öeer- 5.995.-
t&œcr- 4.995.-
12r900T- 4.995.-
&r9957- 2.995.-
15900:- 7.995.-
IBrSeOr- 3.995.-
899.-
1*900-.- 7.995.-
19900:- 11.900.-
299007- 9.995,-
HAGKAUP
Akureyri og
Reykjavík.