Morgunblaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 1
182. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ólgan berst til Gdansk Varsjá. 14. ágúst — AI*. ÓLGAN meðal verkamanna i Póllandi heldur áfram <>k i daK bárust fréttir um ný verkföll i borKunum Gdansk, Wroclaw <>k útborK Lodz. Alexandrow Lodzki. Sjálfsvarnarnefnd andófsmanna. Kor. saKÓi að verkamenn i skipasmíðastöð i Gdansk hefðu laKt niður vinnu til að mótmæla brottrekstri önnu Walentynowicz. sem var fulltrúi í verkfalls- nefnd í óeirðunum 1970. Verkfallsmenn kusu nefnd til að ræða við stjórn skipasmíðastöðvar- innar. Óeirðirnar 1970 hófust í þessari skipasmíðastöð. Verkfallsmenn í Gdansk krefjast þess, að verkfallsnefnd þeirra njóti fullrar verndar, að nýjar kosningar fari fram í verkalýðsfélögum og lífeyrir verði hækkaður. Þeir krefj- ast einnig endurráðningar Andrej Kolodziej, sem hefur tekið þátt í störfum verkfallsnefnda. Þess er einnig krafizt, að reist verði minnismerki yfir verkfalls- menn, sem biðu bana eða slösuðust 1970. Verkamenn munu hafa mynd- að nefndir til að sjá um mannvirki í skipasmíðastöðinni. Flestir starfs- mennirnir eru þar saman komnir. Háttsett nefnd Rússa í Kabul Carter fagnar sigri Carter forseti fagnar tilnefningu sinni. þar sem hann fylgist með landsþinKÍ demókrata í sjónvarpi á hóteli í New York. Með honum eru Robert Strauss, sem stjórnar kosninKabaráttu forsetans, og Esther Peterson, ráðunautur Hvíta hússins í neytendamálum. Nýju I)flhi. 14. ágúst. AP. NEFND háttsettra Rússa er komin til Kabul <>k það Kefur til kynna að hafin sé meiriháttar endurskoðun á umsvifum þeirra i landinu að sögn vestrænna diplómata í dag. Hreyfanlegri fjarskiptastöð hefur verið komið fyrir í gestahúsi, þar sem Rússarnir gista, en það gerðist síðast þremur vikum fyrir innrásina i desember í fyrra. Heimildirnar herma, að Rússar kunni að vera óánægðir með viðureignina við skæruliða til þessa. Rússar og afghanskir stuðn- ingsmenn þeirra ráða enn Kabul, Jalalabad og þjóðvegum, en hrjóstrug landsbyggðin er á valdi skæruliða og barizt er um Herat. Nefnd vestrænna lækna og sjúkra- liða varð að fara frá Herat á þriðjudaginn vegna ástandsins þar. Árásir hafa nýlega verið gerðar á herflutninga- og birgðalestir Rússa í þremur héruðum lengst í norðvestri, Badakshan, Tahar og Kunduz. Sovézkt herlið hefur ný- lega lokað 20 km breiðum land- skika sem teygir sig eins og fingur austur á bóginn til Kína norður af Pakistan. Kínverjar, Bandaríkja- menn og aðrir eru sakaðir um að smygla hergögnum eftir landskik- anum til skæruliða. Bardögum virðist lokið í héruð- unum Wardak og Ghazni suður af Kahul eftir uppreisn afghanskra hermanna. Staðfest er, að allt að 3.000 menn hlupust undan merkj- um í Ghazni fyrir þremur vikum, tóku með sér vopn og gengu í lið með skæruliðum. Bardagarnir við liðhlaupana geisuðu í héraðinu Wardak. Miklar breytingar hafa orðið á hernaðaraðferðum Rússa og stjórnmálastefnu þeirra í Afghan- istan, en breytingarnar hafa vald- ið erfiðleikum samkvæmt heimild- Carter beinir skeytum sinum að repúblikönum New York. 14. áKÚst. AP. EDWARD Kennedy öldungadcildarmaður ákvað í daj; að beiðni Jimmy Carters íorseta að koma fram með honum ojí Walter Mondale varaforseta til að sýna fram á einingu í lok landsþinKs demókrata. Uetta er hápunktur vikulangra sátta í kjölfar níu mánaða harðrar og stundum beiskrar baráttu Kennedys og Carters. Carter gerði harða hríð að Ronald Reagan og repúblikönum þegar hann vann að undirbúningi útnefningarræðu sinnar í dag og kvaðst hlakka til að berjast við „óábyrga" repúblikana. Hann kvað repúblikana klæðast sam- festingi á fjögurra ára fresti, en með vanmati á kjósendum mundu þeir uppskera sorgarkranza í nóv- ember. Hann sagði, að hann hefði haft „náið og vinsamlegt" samband við Kennedy þrátt fyrir nokkurn ágreining í vissum málum og í forkosningunum. Hann sagði, að nú hefði þessi ágreiningur verið leystur og greindi frá því að hann Var tvífari Oswalds grafinn i hans stað? DhIIh.s, 14, áKÚKt.AP. CHARLES Petty, réttarlæknir í Dallasiimda mi. sagði í dag að hann ætlaði að rannsaka lík Lee Harvey Oswald, sem var ákærður um að myrða John F. Kennedy forseta, en brezkur rithöfundur, sem hefur barizt fyrir þessu sagði. að nokkrir lagakrókar stæðu ennþá í vegi fyrir því, að þetta yrði hægt. Með rannsókninni verður reynt að skera úr um hvort það er raunverulega Oswald sem hvílir í gröfinni, eða tvífari hans. Petty sagði, að hann mundi framkvæma rannsóknina fyrir brezka rithöfundinn Michael Eddowes, sem hefur barizt fyrir því árum saman, að líkið verði grafið upp og segir, að líkið sé af rússneskum njósnara, sem kom til Bandaríkjanna 1962 og þótt- ist vera Oswald. Lee Harvey Oswald fór til Sovétríkjanna 1959 og sótti einu sinni um rússneskan ríkisborg- ararétt áður en hann sneri aftur til Bandaríkjanna 1962 ásamt rússneskri eiginkonu. Blaðið Dallas Morning News segir, að röntgenmyndir hafi verið teknar af tönnum Oswalds 1958 og þær megi nota til að bera kennsl á líkið. Eddowes hélt því fram í fyrra, þegar hann krafð- Lee Harvey Oswald kannski tvifari hans? ist þess fyrst að líkið yrði rannsakað, að það væri tveimur þumlungum styttra en mælingar á Oswald frá herþjónustuárum hans sýndu. Eddowes staðfesti í viðtali við AP, að nokkrar lagalegar hindr- anir stæðu ennþá í vegi, en vildi ckki gera grein fyrir þeim. Hann vildi ekki svara því, hvort hann hefði dómsúrskurð, sem getur reynzt nauðsynlegur til að grafa upp líkið. Hann sagði aðeins, að ef hindrununum yrði ekki rutt úr vegi innan eins sólarhrings yrði að hætta við að grafa upp líkið að sinni. hefði talað við Kennedy nokkrum sinnum í síma í dag, þótt tilraunir til að koma í kring fundi með honum hefðu ekki tekizt. Forsetinn spáði því, að demó- kratar mundu sigra í nóvember með einhverri „sameinuðustu og markvissustu kosningabaráttu" í sögu Bandaríkjanna. Hann sagði, að breitt bil væri milli repúblik- ana og demókrata og þjóðin mundi taka óafturkræfa grundvallar- ákvörðun um þróunina út öldina í kosningunum. Carter sagði, að árangur sinn á þingi væri meiri en annarra for- seta demókrata, þar á meðal F.D. Roosevelts og L.B. Johnsons. For- setinn sagði þetta i ræðu með stuðningsmönnum í Plaza-hóteli á fundi til undirbúnings formlegri útnefningu á flokksþinginu. Ronald Reagan sagði í yfirlýs- ingu í dag að Kennedy hefði mælzt vel i ræðu sinni á þingi demó- krata, en málið snerist fyrst og fremst um Carter. Þetta voru fyrstu opinberu viðbrögð hans við atburðum á flokksþinginu. Ferja rauf hafnbann Le Havre, 14. ágúst. AP. ENSKA ferjan Jaguar ruddist i dag grgnuni röð fiskiháta. sem hafa lokað höfninni i Le Havre. olli skemmdum á togara og addi inn í höfnina með fiskihátana á hælun- um. Hættulegur eltingaleikur tók við á 10 hnúta hraða á klst. Ferjan gat ekki lagzt að bryggju og hörfaði að lokum út á rúmsjó. Franski flotinn hafði áður skorið á legufæri tíu til tuttugu báta til að reyna að rjúfa hafnbannið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.