Morgunblaðið - 24.10.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.10.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 Pólverjar eiga undir högg að sækja Pólverjar eru langtum háðari Sovétríkjunum efnahagslega en menn virðast halda í fljótu bragði. Astæðan er sú að Sovét- ríkin hafa verið í þeirri valda- aðstöðu að geta gert leppríki sín háð sér. Þróunin á hinum síð- ustu 35 árum í þessum löndum hefur verið slík að þeim væri nær ógerningur að brjótast und- an veldi Sovétríkjanna af efna- hagsástæðum, svo ekki sé minnzt á sovézka herinn. Þó verður að segja, að Rúmenar hafa ekki ætíð verið Sovét- mönnum þægur ljár í þúfu, og hefur það haft sín áhrif. Pólverjar hafa orðið að sitja og standa eins og valdhafarnir í Kreml hafa fyrirskipað. Það hefur líka verið hægt að kúga Pólverja til hlýðni með olíunni, því að ef þeir fá ekki nægar birgðir af henni frá Sovétríkjun- um verða þeir að kaupa hana á uppsprengdu heimsmarkaðs- verði, sem þeir hafa ekki efni á, og borga hana í útlendum gjald- eyri, sem kemur sér illa. Olíuvopnið er því afar áhrifa- ríkt. Talið er að Pólverjar kaupi í ár 15,9 milljón tunnur af olíu frá Sovétríkjunum, en það er 87,3% af öllum olíuinnflutningi þeirra. Árið 1978 keyptu þeir 13,5 milljón tunnur, sem var 80,1% af olíuinnflutningnum. Pólverjar myndu gjarnan vilja kaupa alla sína olíu af Sovét- mönnum, því að Austantjalds- löndin fá hana keypta með hagkvæmari kjörum en á heims- markaðinum. Þótt Sovétmenn vilji gjarnan aðlaga olíuverð sitt heimsmarkaðsverðinu hefur Austantjaldslöndunum hingað til tekizt að fá þá ofan af því. Því mætti segja að Pólverjar hefðu yfir engu að kvarta í þessum efnum. I dag verða Austantjaldslönd- in samt að borga Sovétmönnum fimm sinnum hærra verð fyrir olíuna en árið 1971, og segja því sumir að sú efnahagsaðstoð, sem Pólverjar fá frá Sovétríkjunum, sé aðeins brot af því sem þeir hafa út úr þeim á öðrum sviðum, enda neyðast Pólverjar til þess að auka útflutning sinn jafnt og þétt til þess að geta greitt olíuna. Þetta sannast á því að árið 1972 gátu Pólverjar keypt eina tunnu af olíu fyrir sama magn af kolum, en í dag fá þeir fyrir sama magn af kolum að- eins 440 kg af olíu, enda hagnast Sovétmenn dálaglega á þeim viðskiptum. Fyrir nokkrum árum gátu Pólverjar keypt alla þá olíu, sem þeir þurftu á að halda, í Sovét- ríkjunum á niðursettu verði, en þeir tímar eru liðnir. Létu Sovét- menn eftir sér að hækka olíu- verðið til jafns við heimsmark- aðsverð, yrðu þeir að bæta lepp- ríkjunum það upp á annan hátt, og er þá verr farið en heima setið. Pólverjar eru svo háðir olíu- kaupum sínum frá Sovétríkjun- um að ef þau drægjust saman að verulegu leyti myndi iðnaður þar í landi næstum stöðvast því að þeir eiga ekki nægan útlendan gjaldeyri til þess að kaupa hana á heimsmarkaðinum. Þetta sýnir að þó að vestrænar iðnaðarþjóð- Þeir verða sifellt háðari Sovétríkjunum ir séu háðar OPEC, þá eru Austantjaldslöndin miklu háðari Sovétríkjunum. Þetta var allt með ráðum gert, því að árið 1937 var aðeins 7% af utanríkisverzlun Pólverja við Sovétríkin, en 1945 var hún orðin 60%. Um þetta var samið árið 1945, þegar lögð voru drög að kolaútflutningi Pólverja til Sovétríkjanna. Þeir urðu enn háðari Sovétmönnum árið 1949 þegar sett var á laggirnar ráð sem stuðla átti að gagnkvæmri efnahagsaðstoð ríkjanna. En ráð þetta var stofnað til þess eins að koma í veg fyrir að Pólverjar hefðu nokkur samskipti við vest- ræn ríki. Krútsjof tókst að vísu ekki að skikka Austur-Evrópuþjóðirnar til þess að einskorða framleiðslu sína við ákveðnar vörutegundir. Eftir uppreisnina í Póllandi árið 1956 fengu Pólverjar hærra verð fyrir kol, en áður höfðu þeir aðeins fengið einn Bandaríkja- dal fyrir kolatunnuna. Árið 1971 varð sú breyting á í Austantjaldslöndunum að stefnt var að nokkurs konar efnahags- bandalagi innan þeirra. í fyrsta skipti fóru þessi lönd að miða framleiðslu sína við þarfir hinna landanna, eins og tíðkast í hin- um vestræna heimi. Átti þessi samvinna að komast til fram- kvæmda á árunum milli 1971 og 1990. En þótt ekki hafi verið horfið frá þessari alhliða sam- vinnu opinberlega, þá hefur áherzla verið lögð á það í seinni tíð að beina öllum kröftum að vinnslu hráefna, landbúnaðar- vara, véla og flutningatækja. Segja sérfræðingar, sem fjalla um málefni Austantjaldslanda á Vesturlöndum, að stefna þessi Eftir von Hans J. Mahnke kunni að valda miklum breyting- um í þeim löndum. Verja skal óhemju miklu fjármagni til þessara framkvæmda eða sem svarar 100—130 milljörðum Bandaríkjadala til ársins 1990. í - næstkomandi fimm ára áætlun er því gert ráð fyrir að megin- markmiðið verði orkufram- leiðsla í Sovétríkjunum sjálfum, allt frá jarðgasi til kjarnorku. Rúmenar einir hafa borið fram mótmæli þar eð þeim finnst gengið á sinn hlut, og þeir vildu gjarnan koma á fót stór- iðju í sínu landi. En Sovétmenn virðast með samvinnu þessari vilja hirða gróðann, en jafna byrðinni á leppríkin. Hafnarverkamenn i Danzig reistu þetta minn- ismerki til þess að minnast þeirra sem féllu í óeirð- unum árið 1970, en þá gerðu pólskir verkamenn uppreisn af efnahagsástæð- um. Annar ávinningur Sovét- manna með samvinnu er sá að með hlutdeild sinni og fjár- framlögum til slíkra stórverk- efna minnka möguleikar land- anna til þess að eiga viðskipti við Vesturveldin. Sovétmenn hafa löngum séð ofsjónum yfir við- skiptum leppríkja þeirra við Vesturveldin sem þeir telja að spilli stórum samvinnu og sam- stöðu Austantjaldslandanna. Innan ramma þessarar sam- vinnu hafa Pólverjar lagt megin- áherzlu á skipasmíði, smíði járn- brautarlesta, byggingar og vega- lagningu, sem og smíði rafeinda- tækja, efnaframleiðslu og fram- leiðslu sykurs. Einn fimmti hluti alls útflutnings Pólverja til hinna Austantjaldslandanna á rætur sínar að rekja til þessara milliríkjasamninga, en árið 1971 voru það aðeins 2,3% af heildar- útflutningi. Því er spáð að árið 1985 verði þetta einn þriðji af heildarútflutningi. Pólverjar eru því háðari Austantjaldslöndun- um um útflutning en t.d. Vest- ur-Þjóðverjar Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en þó eru Vestur- Þjóðverjar ekki jafnháðir einu einstöku landi og Pólverjar, því 35,4% heildarinnflutnings þeirra og 31,3% heildarútflutn- ings þeirra er til Sovétríkjanna. Pólverjar áttu mest viðskipti við Vestur-Þjóðverja af þjóðum Vestur-Evrópu, en útflutningur þangað nam 6,5% og innflutn- ingur einnig 6,5%. Á síðasta ári jukust viðskipti Pólverja við þróunarlöndin, og nam innflutn- ingur 7,9% og útflutningur 8% af heildarviðskiptum. Þeir eru enn háðir viðskiptum við Vestur- veldin, því enn sem fyrr geta þeir aðeins þaðan aflað sér nauðsynlegrar tækni til þess að draga úr orkuþörf og iðnvæðast, svo að eitthvað sé nefnt. En þó að Pólverjum sé þetta tvennt mikið nauðsynjamál vegna þess að olían frá Sovétríkjunum verð- ur æ torfengnari, þá munu þeir enn um hríð verða að hlýða yfirboðurum sínum í Kreml. Erlendar bækur: Fjármálaráðherrann myrtur Ný bók eftir Andreas Norland ANDREAS Norland. aðalrit- stjóri norska hiaðsins Verdens Gang sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína i fyrra, saka- málasögu þar sem norska stór- þingið mun hafa verið sogusvið: þingmaður einn fannst þar myrtur. Norland hefur nú sent frá sér nýja bók. en færir ekki sögusviðið ýkja langt. en þó um set: nú er það fjármálaráðherr- ann sjálfur sem er myrtur. Fjármálaráðherrann hefur jafnan með í pússi sínu brúsa með sérlöguðum drykk, sem hann dreypir á öðru hverju í dagsins önn, sér til hressingar og vegna þess að kaffið í fjár- málaráðuneytinu og þinginu er svo vont(l). Nú er einhver sem laumar blásýru í brúsann og fyrir tilviljun er það ekki fyrr en í sjónvarpssal um kvöldið að ráðherrann fær sér sopa úr brúsanum og uggir ekki að sér. En hnígur niður í augsýn sjón- varpsáhorfenda. Ráðherrann, Gunnar Undheim, er umdeildur maður, eins og fjármálaráðherra er vandi, og auk þess hafði hann kvöldið áður látið í ljós hispurs- lausar skoðanir á þingflokks- fundi. Þar hafði hann mælt með róttækum niðurskurði á ýmsum tegundum tryggingabóta, auk þess sem hann vildi láta draga úr kostnaði við yfirbygginguna og báknið. Fyrir einhver svik lekur þetta út af fundinum og síðasti ævidagur fjármálaráð- herrans er æsingslegur og menn bræða með sér, hvort hann neyðist ekki til að segja af sér vegna þessara meinvondu skoð- ana sinna. Ýmsir kollegar hans eru að vísu á sama máli, en þá skortir djörfung Undheims til að skýra frá því í áheyrn alþjóðar. Lýsingin á síðasta degi Und- heims er spennandi og skil- merkileg. Síðan hefst rannsókn morðsins og til hennar er kvadd- ur rannsóknarlögreglumaðurinn Kaare Jespersen, sem nýtur að- stoðar Nils nokkurs Hejle, fyrr- verandi þingmanns, sem virðist eyða öllum stundum í þinghús- inu. Rannsókninni eru gerð góð skil, en þegar kemur að upp- ljóstruninni dettur botninn held- ur úr og hann verður hálf flatneskjulegur. Ég minnist ekki í fljótheitum að hafa lesið margar sakamála- sögur eftir norska nútímahöf- unda. Fjármálaráðherrann myrtur er mæt afþreygingar- saga og skrifuð af leikni og kunnáttusemi. Hins vegar er ég ekki öldungis sammála því sem segir á kápusíðu bókarinnar að hún sé einnig spennandi samfé- lagssaga. En það er eins og oftar, að það er eins og ekki megi segja snjalla sögu, stöðugt þarf að bisa við að fylla hana af boðskap. Og ég get ekki séð að lýsingin á ríkisstjórnarfundinum sé sér- lega traustvekjandi fyrir neina ríkisstjórn ef þeir fara fram á þann hátt. Og auðvitað gætu konur reiðzt og mótmælt þeim viðbrögðum sem trygginga- og heilbrigðisráðherrann — sem er kona — sýnir. Þegar fjármála- ráðherrann þverneitar að láta hana hafa meiri peninga til að byggja sjúkrahús og öldrunar- heimili, hleypur ráðherrann há- skælandi af fundi! En.svo langt sem hún nær er bókin hugnanlegur lestur. Það er ágætt að hafa svona bækur til að glugga í, jafnvel þótt ekki sé þar með sagt, að hér sé á ferð meiri háttar bókmenntaverk. Norsk Gyldendal gefur bókina út. Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.