Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 12

Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 Hallgrímssöfnuður 40 ára: Stefnt að því að byggingarfram- kvæmdum ljúki á næsta ári Gert er ráð fyrir að HallKríms- kirkja verði komin undir þak í lok næsta árs. I lok nóvember á þessu ári verður lokið við að steypa upp vettK> kirkjunnar of; hafist handa um (?erð þaksins. Þetta kom m.a. fram í máli Jóhanns Guðmunds- sonar yfirverkfræðings hjá Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen á fundi sóknarnefndar Hallgrímskirkju á 40 ára afmæli safnaðarins. Það 20. október 1940 var Hall- grimssöfnuður formlega stofnaður í Dómkirkjunni. I desember fimm árum síðar var fyrsta skóflustung- an tekin að kirkjubyggingunni á Skólavörðuholtinu. Síðastliðinn mánudag, 20. október, var boðað til afmælisnfundar hjá sóknarnefnd kirkjunnar og þangað boðið m.a. biskupi íslands og borgarstjóra ásamt þeim sem starfað hafa að málefnum kirkjunnar í þessi 40 ár. Hermann Þorsteinsson núver- andi formaður sóknarnefndar bauð gesti velkomna en að því loknu hóf séra Ragnar Fjalar Lárusson, ann- ar presta Hallgrímssóknar, fund- inn með lestri úr Biblíunni og bæn. Á fundinum voru heiðraðir margir þeir menn sem starfað hafa við Hallgrímskirkju. Fyrsti sókn- arnefndarformaðurinn, Sigurbjörn Þorkelsson sem orðinn er 95 ára, var þar mættur ásamt konu sinni og fyrstu prestar sóknarinnar, Sigurbjörn Einarsson biskup og Jakob Jónsson ásamt sínum kon- um. Þá voru og heiðruð þau Baldur Pálmason, Gunnar Jóhannesson, Haraldur Sigurðsson og kona hans Brynhildur Sigþórsdóttir sem öíl hafa sungið í kór kirkjunnar frá byrjun, Páll Halldórsson sem var organleikari við kirkjuna frá upp- hafi og þangað til fyrir 3 árum, Margrét Einarsdóttir sem séð hef- ur um blóm á altarið frá upphafi og Magnús Brynjólfsson sem starf- að hefur við kirkjubygginguna frá byrjun. Var þessu fólki öllu færð mynd af kirkjunni. Látinna manna, sem starfað hafa við Hallgrímskirkju að ein- hverju leyti eða stuðlað að fram- gangi málefna hennar, var minnst með því að viðstaddir risu úr sætum. Gjöf til kirkjunnar Kirkjunni barst gjöf í tilefni afmælisins. Er það vegleg Ijósa- stika sem Björgvin Frederiksen vélsmíðameistari smíðaði og gaf kirkjunni. í gjafarbréfinu segir Björgvin: „Ég undirritaður bið formann sóknarnefndar Hall- grímskirkju í Reykjavík að veita viðtöku til kirkjunnar meðfylgj- andi ljósastiku sem ég hef hannað og smíðað til minningar um giftu- ríka sjóferð með litlum fiskibáti á Ilópurinn sem var heiðraður. Á myndina vantar Pál Halldórsson organista. Myndir Kristján. Ilermann Þorsteinsson formaður sóknarnefndar ávarpar fundar- gesti. Biskup íslands og frú voru meðai gesta. Biskupinn og séra Jakob Jónsson voru fyrstu prestar Hallgrímssóknar. viðsjálverðum stríðstímum fyrir 40 árum frá Danmörku til íslands. Það var sem hulin hönd stýrði þessum litla fátæklega búna 50 ára gamla farkosti í örugga höfn. Það ber að þakka." Áhöfn bátsins var: Lárus Blöndal skipstjóri, Gísli Jónsson alþingismaður, Konráð Jónsson skrifstofumaður, Teodór Skúlason læknir, eru þeir allir látnir en á lífi eru, Gunnar Guð- jónsson skrifstofumaður, Úlfar Þórðarson læknir og Björgvin Frederiksen. Eftir að byggja fyrir 69 milljónir Er fundargestir gæddu sér á kaffiveitingum skýrðu þeir Jó- hanns Guðmundsson yfirverkfræð- ingur og Garðar Halldórsson húsa- meistari ríkisins frá því hvar á vegi kirkjubyggingin væri stödd. í máli Jóhanns kom það fram að kirkjan verður komin undir þak að öllum líkindum í lok næsta árs eins og getið er um að framan. Kostn- aður við það sem eftir er að sjálfri byggingunni var á verðlagi í sept- ember 1980 um 69 milljónir króna. Nú er einkum unnið við teikn- ingar og ýmis tæknileg atriði Björgvin Fredriksen og frú við kirkjunni í tilefni afmælisins. varðandi raflýsingu kirkjunnar að innanverðu, hita- og loftþrýsti- kerfi og bruna- og eldvarnarmál. Síðar í vetur verður farið að vinna að tæknimálum varðandi hljómburðinn í kirkjunni. Búist er ljósastikuna sem Björgvin færði við að veggir kirkjunnar að innan verði að mestu úr steinefnum og sagði Garðar að það ylli ýmsum vandræðum varðandi hljómburð- inn og yrði að finna einhverja leið til að leysa það mál. Afmælissamkoma Er þeir Jóhann og Garðar höfðu lokið máli sínu var orðið gefið frjálst og notfærðu sér margir tækifærið til að ávarpa fundar- gesti. Meðal þeirra sem tóku til máls voru séra Garðar Svavarsson, biskup íslands Sigurbjörn Einars- son, séra Jakob Jónsson og borgar- stjórinn Egill Skúli Ingibergsson sem var rafmagnsverkfræðingur við kirkjuna í mörg ár. Þá til- kynnti formaður kvenfélags Hall- grímskirkju, Lydía Pálmadóttir, að kvenfélagið hygðist gefa kirkjunni merkilegan hökul. Séra Karl Sigurbjörnsson sókn- arprestur í Hallgrímskirkju lauk fundinum með nokkrum ávarps- orðum og bæn. Næstkomandi mánudag verður afmælissamkoma í Hallgríms- kirkju. Þar flytja ávörp kirkju- málaráðherrann, Friðjón Þórðar- son, og dómprófastur en séra Jakob Jónsson flytur ræðu dagsins. Á mánudaginn er 306. ártíð séra Hallgríms Péturssonar og verður þess minnst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju þann dag kl. 20.30. Séra Eiríkur Eiríksson þjóð- garðsvörður á Þingvöllum mun prédika. Almenna bókafélagið: Bók um veiðar og veiðar- færi eftir Guðna Þorsteinsson ALMENNA bokafélagið hefur gefið út bók eftir Guðna l>or- steinsson. fiskifræðing. og nefnist hún „Veiðarfærabtik AB — Veiðar og veiðarfæri“. Guðni lýsir í bókinni gömlum og nýjum veiðiaðferðum og veið- arfærum við veiði sjávardýra hvar sem er í heiminum. Bókin er prýdd fjölda mynda og ítar- legar skrár yfir veiðarfæri, nöfn þeirra á ensku og íslenzku, fylgja. Bókin er 186 bls. og kemur út i sama bókaflokki og Fiskabók AB og Jurtabók AB. Már Elísson, fiskimálastjóri, ritar formála fyrir bókinni og segir m.a.: „Bók sú, er nú kemur fyrir almenningssjónir, er hin gagn- legasta og bætir úr brýnni þörf... Höfundurinri, Guðni Þorsteinsson, býr augljóslega yfir mikilli þekkingu á fiskveið- um og margvíslegri veiðitækni og þróun hennar víðsvegar um veröld, svo og sögu fiskveiða ... Þótt höfundur sýni fram á margvíslega þróun og framfarir í gerð veiðarfæra á liðnum áratugum og öldum kemur greinilega í ljós við lestur bók- arinnar að í grundvallaratriðum Guðni Þorsteinsson hafa veiðarfæri, svo sem lína, net, sjálfur öngullinn og raunar fleiri, verið notuð lítt breytt frá ómunatíð, að öðru leyti en því, að í þau eru yfirleitt notuð önnur efni en fyrrum. Bók þessi á erindi til allra þeirra, sem vilja kynna sér veiðarfæri og veiðitækni, sem notuð er meðal þjóða. Hver veit nema upplýs- ingar þær, sem í henni má finna, verði kveikja nýrra hugmynda, sem leitt geta til þess, að menn tileinki sér tækni, sem lítt hefur verið kunn, og lagi hana að íslenskum aðptæðum." Leiðrétting í FRÉTT Mbl. um kjör Reykjavík- urfulltrúa á landsfund Alþýðu- flokksins féll niður nafn eins fulltrúans, Jóns Otta Jónssonar, sem hlaut 70 atkvæði. Morgunblaösins 83033 JtUrgunblfttoito

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.