Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
13
Afmæliskveðja:
Margrét
sjötíu og
Margrét er fædd á Suðureyri við
Tálknafjörð 24. október 1905. For-
eldrar hennar voru sæmdarhjónin
Gróa Indriðadóttir og Jón Jóns:
sen. Þau eignuðust 10 börn. I
þessum fjölmenna fjölskylduhópi
ólst Margrét upp. Störfin voru
mörg, unnin af öllum í
trúmennsku og dugnaði.
Vorið 1923 kvaddi Margrét
æskuheimilið, foreldra og syst-
kini, og fluttist til Stykkishólms
til heiðurs- og merkishjónanna
Kristínar og Williams Thomasar
Möller. Frá þessum tímamótum í
lífi hennar hefur hún verið ná-
tengd Möllers-fjölskyldunni í sorg
og gleði. Thomas var póst- og
símstjóri, gáfaður og virtur fyrir
frábæra starfsorku. Kristín var
söngvin, spilaði á orgel af snilld,
sjálfri sér til ánægju og öllum,
sem heyrðu, til yndisauka. Hún
spilaði í kirkjunni og viðar. Þau
Möllershjón báru með sér höfð-
inglega prúðmennsku. Heimili
þeirra var búið fallegum húsgögn-
um, og andrúmsloftið innan dyra
var ómetanlega hlýtt og friðsælt.
Þar var gott að koma, enda var
hjá þeim gestkvæmt, bæði af fólki
þorpsins og fjölmörgum ferða-
mönnum, sem dvöldu hjá þeim um
lengri eða skemmri tíma. Hjónin
eignuðust 3 börn, Guðrúnu, óttarr
og Jóhann. Þessi yndislega fjöl-
skylda varð fyrir þeirri sáru sorg
að húsfreyjan — eiginkonan —
móðirin — varð skyndilega veik
snemma á árinu 1923. Eftir það
varð hún aldrei heilbrigð. Drott-
inn leggur líkn með þraut.
Eins og fyrr er sagt í þessari
grein kom til heimilishjálpar ung
stúlka, ein af börnum hjónanna á
Suðureyri. Margrét annaðist af
slíkri prýði, dugnaði og kærleika
húsfreyjuna veiku, börnin og önn-
ur heimilisstörf, að slíkt er að-
dáunarvert og fáheyrt. Yngsta
barnið var 3 ára.
Thomas var fyrirmyndar hús-
bóndi og faðir. Guðrún, tengda-
móðir hans var hjá þeim, hjálp-
söm og ráðholl eldri kona. Þó
Kristín kæmist til nokkurrar
heilsu, gat hún ekki- annast heim-
ilishaldið. Hún andaðist á heimili
sínu 4. janúar 1926. Margrét var
máttarstólpi heimilisins. Hún var
móðurlausu börnunum kærleiks-
gjafi. Umhyggja og margvísleg
störf hvíldu á hennar herðum.
Hún lét hvergi bugast. Þegar ég
hugsa til baka finnst mér, að Guð
hafi gefið henni, af ríkdómi sín-
um, fleiri og margþættari hæfi-
leika, en flestum öðrum. Gáfuð,
góð og prúð tók hún þeim um-
skiptum, sem óhjákvæmilega urðu
á högum fjölskyldunnar.
Thomas Möller kom börnum
sínum í sveit vorið 1926, sitt á
hvorum stað, hjá fólki, sem hann
þekkti og trúði fyrir þeim. Þetta
fór eins og vonir stóðu til. Margrét
útbjó fatnað barnanna og annað,
sem þessari burtför fylgdi. Þegar
hún hafði gengið frá húsinu eins
vel og hægt var, fór hún til
fjölskyldu sinnar á Suðureyri og
dvaldi þar um sumarið. Veturinn
eftir var hún við hússtjórnarnám í
Reykjavík. Margrét Jónsdóttir og
William Thomas Möller gengu í
hjónaband 30. júní 1927. Það var
hamingjudagur þeirra og barna
hans. Þá var Margrét orðin hús-
freyja á heimilinu, sem hún hafði
unnið á áður af dyggð og
trúmennsku. Heimilið í Möllers-
húsi var nú aftur orðið eins og
fyrr er lýst í þessum skrifum.
Margrét og Thomas eignuðust 3
börn: Agnar, Kristínu og William
Thomas. Öll börn Thomasar eru
vel menntuð. Hans áhugamál var
að búa þau, eins vel og kostur var
á, undir störf sem þeirra biðu í
lífsbaráttunni. Systkinin eru góð-
um gáfum gædd. Frá barnæsku
eru þau dugleg og samviskusöm
við nám og störf.
Hjónin fluttu til Reykjavíkur
árið 1957. Hann var orðinn þreytt-
Möller
fimm ára
ur eftir margvísleg störf í Hólmin-
um, auk sinna embættisverka.
Heilsa hans tók óðum að bila. Guð
gaf Margréti líkamlegt og andlegt
þrek, til að stunda hann í bana-
legunni. Hann andaðist á heimili
þeirra í Eskihlíð 18, 17. apríl 1961,
76 ára gamall. Hún syrgði sinn
elskulega eiginmann, en bar það
áfall með prýði eins og annað.
Hún bjó um árabii í Eskihlíð 18,
þaðan flutti hún í Seljugerði 7 til
dóttur sinnar og tengdasonar. Þar
hefur hún ágæta íbúð, og hefur
búið hana gömlu fallegu húsgögn-
unum sínum. Þar erum við gömlu
vinirnir hennar alltaf velkomnir
og njótum hennar yndislegu gest-
risni.
Börn Kristínar og Thomasar
kalla Margréti frænku, sem hún
raunar er. Þeim þykir mjög vænt
um hana, enda hefur hún reynst
þeim eins og besta móðir. Oft er
gestkvæmt í Seljugerði 7, bæði af
eldri og yngri meðlimum Möllers-
fjölskyldunnar. Allur ástvinahóp-
ur hennár hefur sett sér það
markmið, að gera henni æfikvöld-
ið friðsælt, rólegt og fagurt. Þeim
finnst hún eiga það skilið.
Ég er glöð og þakklát fyrir, að
ásamt mínum nánustu ástvinum,
fyrir að hafa notið þess að hafa
átt Thomas Möller, eiginkonur
hans og börn að tryggum og
góðum vinum meðan við dvöldum
öll í Hólminum. Þetta samband
mun haidast, þótt sumir hverfi.
Mér finnst Margrét, mín elskulega
góða vinkona, ekki gömul. Hún er
glöð og hress, enda býr hún með
yndislegum vinum, sem umgang-
ast hana á þann hátt, að hún er
aldrei einmana. Alltaf er hun
eitthvað að starfa.
Ég vona og bið um að framtíð
hennar verði björt og fögur. Við
eigum í minningunni myndir af
dásamlega fögrum júníkvöldum í
Stykkishólmi. Við fórum upp á
Þinghúshöfða og sáum fjalla-
hringinn baðaðan í litadýrð kvöld-
sólarinnar. Sjórinn var spegil-
sléttur. Eyjarnar mörgu voru í
hyllingum eins og í æfintýra-
heimi.
Svona frábærar myndir náttúr-
unnar eru ekki til nema á fáum
stöðum. Þær gleymast okkur ekki,
þær eru okkar lífsnæring. Sál
Margrétar Möller er uppbyggð í
trú, von og kærleika. Af þessu er
kærleikurinn mestur.
Sesselja Konráðsdóttir
Breytt
símanúmer
á afgreiðslu
Morgunblaðsins
w*
83033
Jtiorgimblabto
Á eftir...
Við viljum ekki vera
eftirbátar nágrannaþjóða
okkar hvað nútímaþróun
varðar, hvorki í landbúnaði,
sjávarútvegi, iðnaði né
verslun.
Bætt skipulag og
endurbættur vélakostur hafa
stöðugt aukið framleiðslugetu
þjóðarinnar.
Hlutverk verslunar er að
koma framleiðslu hinna
atvinnuveganna á
neytendamarkað.
Aðbúnaður verslunarinnar
þarf því að vera í samræmi við
aukna framleiðslugetu og
þarfir neytenda.
Hún gegnir hér stóru
hlutverki í okkar daglega lífi -
hugsaðu um það næst
þegar
þú ferð út í búð
Búum beturad versluninni.
Þaö er okkar hagur.
viðskipti
&verzlun