Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 17 Konur á Alþingi Á þessu ári eru liðin 65 ár, síðan íslenskar konur öðluðust full pólitísk réttindi, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Að vísu voru þessi réttindi í upphafi nokkrum annmörkum háð, því að skv. stjórnarskrárbreytingunni 1915 skyldi við samningu fyrstu kjörskrár eftir breytinguna aðeins taka inn á skrána konur 40 ára og eldri, en lækka skyldi aldurstakmarkið um eitt ár ár- lega, uns jöfnuði væri náð við karla, en kosningaréttur og kjörgengi við kjör- dæmakosningu var þá bundið við 25 ára aldur, en við 35 ára aldur við landskjör. Ekki stóð þó lengi svo, því að með fullveldisstjórnarskránni frá 1920, sem fylgdi í kjölfar sambandslaganna, voru þessi skerðingarákvæði felld úr gildi, og aldursskilyrði hin sömu fyrir konur og karla. Þegar síðan er hugleitt, hver hafi orðið eftirtekjan af þessari réttarbót á 65 árum, blasir við dapurleg mynd. Aðeins 12 konur hafa á þessum langa tíma náð kosningu til Alþingis. í kosningunum 1916, hinum fyrstu eftir stjórnarskrárbreytinguna, buðu konur ekki fram sérlista, eins og þær gerðu í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908, þegar þær fögnuðu nýfengnum kosningarétti og kjörgengi til bæjarstjórnar. I kosningunum 1916 var aðeins ein kona á framboðslistum stjórnmálaflokkanna, og náði hún ekki kjöri. Var það Bríet Bjarnhéðinsdóttir, en hún hafði áður latt konur þess að bjóða fram sérlista, taldi þeim sigurvæn- legra að vinna sér fylgi til framboðs innan stjórnmálaflokkanna. í Alþingis- kosningunum 1922 varð það úr, að konur buðu fram sérlista við landskjör. Fékk listinn mikið /ylgi, og hlaut kosningu Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. Er hún hafði um hríð átt sæti á þingi, gekk hún í íhaldsflokkinn. Mun það vafalaust hafa valdið vonbrigðum þeim stuðningsmönnum hennar, sem fylgdu öðrum stjórnmálaflokkum að málum. Ingibjörg H. Bjarnason átti sæti á þingi Auður Auöuns, fyrr- verandi ráöherra: 1922—1930, en kjörtímabil landskjörinna þingmanna var þá 8 ár. Næsta kona, sem hlaut kosningu, var Guðrún Lárusdóttir, kosin af lista Sjálfstæðisflokksins við landskjör 1930. Guðrún Lárusdóttir átti sæti á Alþingi til 1938, en það sama ár lést hún í hörmulegu slysi. Átti nú engin kona sæti á Alþingi allt fram til 1946, nema hvað kona tók sæti sem varaþing- maður í örskamman tíma 1945, en 1946 er Katrín Thoroddsen kosin fyrir Sam- einingarflokk alþýðu — Sósíalistaflokk- Þátt- taka kvenna sérlista utan flokka. Enn hefur það dregið úr áhrifum þessara fáu kvenna á Alþingi, hve skamman tíma margar þeirra hafa átt þar sæti, en helmingur þeirra 10, sem fyrst voru kosnar, hefur aðeins setið eitt kjörtímabil. Allmargar konur hafa átt sæti á þingi Iengri og skemmri tíma sem varamenn kjörinna þingmanna, og hefur þeim farið fjölg- andi eftir kjördæmabreytinguna 1959. Seint sœkist róðurinn Það er von, að sú spurning sé áleitin, hvað því valdi, að íslenskum konum sækist svo seint róðurinn, þegar alR að fjórðungur þingmanna eru konur hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, sem mun þó vera hæsta hlutfall í vestrænum lýðræðisríkjum. Svar við þessari spurningu er auðvitað margþætt, en umfram annað er það þó gamalgróinn hugsunarháttur og hefðbundið viðhorf til hlutverkaskiptingar milli kynjanna, sem veldur. Ekki er heldur veglegur hlutur kvenna í sveitarstjórnum, en úr hópi sveitarstjórnarmanna veljast oft þingmannsefnin. En hvaða leiðir er vænlegt að fara til þess að rétta hlut kvenna á stjórnmála- sviðinu? Þegar landinu var með kjördæmabreytingunni 1959 skipt í 8 stór kjördæmi, sýndist mönnum, að stórauka ætti möguleika kvenna á þing- mennsku. Ekki virðist það hafa borið verulegan árangur, en samt nokkurn. Fleiri konur hafa skipað framboðslist- ana, en þó sjaldnast í sætum, sem telja má örugg til að ná kosningu. Eins og áður segir, hefur þetta þó orðið til þess í vaxandi mæli, að konur taki sæti á þingi sem varamenn, og það reynist mönnum oft ávinningur síðar meir, þegar keppt er um skipan á framboðslista. Sú tíð er nú liðin, að gengið sé á eftir konum í framboð, en þær séu ófúsar að gefa kost á sér. Nú verða þær iðulega að keppa um listasætin í prófkosningum flokkanna, og hledrægnin er sem betur fer á hröðu í íslenskum stjórnmálum Útifundurinn Kvennaársdaginn 24. október 1975. inn. Átti hún sæti á þingi eitt kjörtíma- bil, þ.e. til 1949, en það ár hljóta kosningu 2 konur. Kristín Sigurðardóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Rannveig Þorsteinsdóttir fyrir Framsóknarflokk- inn. Sátu þær báðar eitt kjörtímabil, þ.e. 1949—1953, og átti nú engin kona sæti á þingi fram til ársins 1956, en þá hlýtur kosningu fyrir Sjálfstæðisflokkinn Ragnhildur Helgadóttir. Átti hún sæti á þingi 1956—1963 og 1971—1979. Næst er kosin fyrir Sjálfstæðisflokkinn Auður Auðuns, og átti hún sæti á þingi 1959—1974. Þá er Svava Jakobsdóttir kosin 1971 fyrir Alþýðubandalagið og sat á þingi til 1979. Sigurlaug Bjarnadóttir undanhaldi. Prófkjörin, sem stjórnmála- flokkarnir taka nú upp í auknum mæli í einhverri mynd, ættu að opna konum aukna möguleika til stjórnmálaframa, ef vel er að staðið. Ef svipast er um á sviði opinberrar stjórnsýslu, er hlutur kvenna ekki upp á marga fiska. í Stjórnarráðinu er engin kona ráðuneytisstjóri né skrifstofustjóri, en í lægstu launaflokkunum eru flestallt konur, rétt eins og í láglaunaflokkunum á vinnumarkaði athafnalífsins. Við slíkt ástand mála er kannske ekki að undra, þótt rýr sé hlutur kvenna á löggjafar- samkomunni og í sveitarstjórnum. Nú á dögum hafa konur á íslandi úr bókinni Fjölskyld- an í frjálsu samfélagi Fyrir fimm árum, 24. október 1975, var hinn svonefndi kvennaársdagur haldinn, og héldu konur m.a. fjölmennan útifund é Lækjartorgi þann dag. Af þessu tilefni géfu Hvöt, félag sjélfstæðiskvenna í Reykjavík og Landssamband sjélfstæðis- kvenna nú út bókina FJöLSKYLDAN í FRJÁLSU SAMFÉLAGI, þar sem fjöldi kvenna og karla skrifa um mélefni fjölskyldunnar og konunnar sem frjéls einstaklings. Morgunblaöið hefur fengið leyfi til að birta eina greinina úr bókinni — eftir brautryðjandann frú Auði Auðuns, en hún var fyrsta konan, sem lauk lagaprófi, og líka fyrsta og raunar eina konan, sem var borgarstjóri og réöherra. hlýtur þar næst kosningu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og átti sæti á þingi 1974 til 1978, en það ár er Jóhanna Sigurðar- dóttir kosin fyrir Alþýðuflokkinn, og 1979 hljóta kosningu Salóme Þorkels- dóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Guð- rún Helgadóttir fyrir Alþýðubandalagið. Eru þessar 3 síðasttöldu einu konur, sem nú eiga sæti á Alþingi. Eins og sjá má af ofantöldu skiptast konurnar þannig á flokka, að 6 hljóta kosningu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, 3 samtals fyrir Alþýðubandalagið og Sam- einingarflokk alþýðu — Sósíalista- flokkinn, 1 fyrir Framsóknarflokkinn, 1 fyrir Alþýðuflokkinn og 1 er kosin af almennt möguleika á góðri menntun, og er í þeim efnum mikil breyting á orðin frá því, sem var fyrir 65 árum, þegar íslenskar konur bjuggu sig undir að feta fyrstu sporin á braut nýfenginna rétt- inda og fundu þá einatt sárt fyrir þeim tálma, sem menntunarskortur er. Að- stöðumunur er að þessu leyti orðinn allur annar, og þar við bætist, að nú er vaknaður almennur áhugi og umræður í þjóðfélaginu um jafnstöðu kynjanna, sem kvennaár Sameinuðu þjóðanna átti mikinn þátt í að glæða. Þetta hvort tveggja er gott veganesti í sókn kvenna til aukinna áhrifa í íslenskum stjórnmál- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.