Morgunblaðið - 24.10.1980, Page 19

Morgunblaðið - 24.10.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 19 Afmæliskveðja: Guðmundur Runólfsson útgerðarmaður Melrakkaey heldur vörð við mynni Grundarfjarðar. Til suðurs frá Melrakkaey blasir Grundar- fjörður við, með sínum fagra Grundarkampi í bogadreginni línu til vesturs að nesi — Grafarnesi. Hús eru þar nokkur, Neshús, Sólvellir, Fagurhóll og Götuhús, þar sem út kemur ungur maður, ungur maður sem gengur íbygginn niður troðninginn í átt til sjávar. Þessi ungi maður er Guðmund- ur Runólfsson, sem varð sextugur 9. október sl. Ég ætla að staldra aðeins við, þar sem sér yfir þennan fagra fjörð og leitast við að fylgja þessum unga manni eftir. Leiðin lá til sjávar, til fiskimanna, til atorkusamra sjó- sóknara til afbragðs manna jafnt til lands og sjávar, leiðin lá til þjálfunar og þroska, til þess að nema það sem gott var og til gagns, leiðin lá til þess að verða sjómaður, til þess að verða skip- stjóri, til þess að verða undir- mönnum sínum það sama og stjórnendur hans höfðu orðið hon- um, vinur þeirra og leiðtogi og efla hæfileika sína til þess að verða þeim, byggðalaginu og þjóðinni til gagns. Leiðin lá til m/b Runólfs no. 1, m/b Runólfs no. II og b/v Runólfs no. III. Leiðin lá til skipstjórnar hjá öðrum aðilum með góðum árangri. Leiðin lá til félagslegra áhrifa í þágu sveitar- félagsins. Leiðin lá til forystu í stéttarfélagi sjómanna á Snæ- fellsnesi, sjómannadagsráði Grundarfjarðar og þátttöku í starfi Landssambands ísl. útvegs- manna og svo mætti lengi telja. Samfara öllum þessum ferli komu margir fleiri menn til sögu, menn með hugsjónir svo sem ungi maðurinn frá Götuhúsi, til þess að gera að veruleika áform um stór- kostleg verkefni til handa nesinu með fáu húsunum og götuslóðina sem ungi maðurinn Guðmundur Runólfsson gekk forðum einbeitt- ur til sjávar, til sjávar þar sem hann var ákveðinn í að bjargar væri að leita. Nú þegar ég stend hér og horfi yfir athafnasvæðið, sem nú er almennt kallað Grund- arfjörður og sé að litla Grafarnes Hópur japanskra kvikmyndagerðarmanna kom hingað til lands fyrir um það bil hálfum mánuði og hafa þeir tekið kvikmyndir viða um iandið þann tima sem þeir hafa verið hér. Eru þeir að gera kvikmynd fyrir japanska sjónvarpsfyrirtækið Asahi um mannlif og náttúrufar á Islandi. I.jósm. Gunnlauxur Mormónar þinga KIRKJA Jesú Krists hinna siðari daga heiiögu (mormónar) heldur ráðstefnu nú um helgina að Skólavörðustig 46. Gestir ráðstefnunnar eru öld- ungur Robert D. Hales, yfirmaður kirkjunnar í Vestur-Evrópu, og eiginkona hans Mary Elene Hales. Einnig Richard C. Jensen, trú- boðsforseti kirkjunnar í Dan- mörku og eiginkona hans Valeen Jensen. Öldungur Hales hefur gegnt mörgum embættum innan kirkj- unnar. Störf hans í flugher Bandaríkjanna hafa gert honum mögulegt að þjóna sem biskup og stikuforseti í Bandarikjunum, Englandi, Þýskalandi og á Spáni. Hann varð svæðisfulltrúi árið 1970 og aðstoðarmaður tólf- mannaráðsins árið 1975 og einn hinna sjötíu árið 1976. Fyrri hluti ráðstefnunnar hefst laugardaginn 25. okt. kl. 7 e.h., en síðari hluti hennar sunnudaginn 26. okt. kl. 2 e.h. Ráðstefnan er öllum opin. með fáum húsum og götuslóðum í öndverðu er orðið að myndarlegu sjávarplássi með 7—800 íbúum og félagslegu menningarlegu samfé- lagi, á borð við aðra sambærilega byggðarkjarna á landi voru. Þar tel ég að ungi maðurinn sem forðum gekk frá Götuhúsi til sjávar eigi sinn þátt stóran. Nú læt ég lokið hugleiðingum mínum á hæðinni á milli Eiða og Vindáss og stíg upp í minn bíl og ek eftir Hamrahlíðinni og Grund- arbotni til Grundarfjarðar. Þá kemur í hug mér sú gæfa sem þér, Guðmundur, hlotnaðist ungum, að eignast mikilhæfa konu, sem hefur staðið þér við hlið og styrkt þig í gegnum öll árin, svo og að ykkur auðnaðist að eignast börn, sem hafa orðið til þess að stuðla áð þeim áformum, sem þú settir þér, þegar þú ungur gekkst út úr Götuhúsi í átt til sjávar, sem leitt hefur til þess að þú, ennþá ungur í anda, stjórnar með mikl- um myndarbrag þínum fyrirtækj- um sem framleiða mikið verðmæti til hags fyrir byggðarlagið og þjóðarheildina. Minn ágæti vinur Guðmundur Runólfsson. Ég hefi ekki í þessum fáu orðum rakið ættir þínar og uppruna, það munu aðrir gera á öðrum vettvangi. Ég hef leyft mér þann munað að huga að sveitinni og þínum ferli varðandi hana en orðið að láta mér nægja að stikla á stóru. I lok þessara orða vil ég geta þess að við höfum ekki alltaf verið sammála og á tímabili miklir andstæðingar, sem börðumst hart hvor fyrir okkar viðfangsefni, en við börðumst drengilega. Af þeim ástæðum sem ég hefi hér að framan stiklað á svo og því að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast og njóta dreng- lundar þinnar, sé ég og fjöiskylda mín sérstaka ástæðu til þess að óska þér og fjölskyldu þinni til hamingju með sextugsafmælið. Þórarinn St. Sigurðsson. Dagur Samein- uðu þjóðanna DAGUR Sameinuðu þjóðanna er í dag og í tilefni þess hefur blaðinu borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á ísiandi: Þann 24. október er dagur Sam- einuðu þjóðanna og á þeim degi er starfs samtakanna minnst víða um heim. Oft á tíðum virðist mönnum, sem það starf sé til lítils unnið og að samtökunum hafi mistekist það ætlunarverk sitt, „að forða mannkyninu frá hörm- ungum styrjalda". Verður mönn- um þá starsýnna á það sem miður hefur farið, en hinn mikli árangur Sameinuðu þjóðanna á ýmsum sviðum vill gleymast. Sameinuðu þjóðirnar hafa fært milljónum manna um víða veröld von um betra líf, sérstofnanir samtakanna á borð við Matvæla- og landbúnaðarstofnunina, FAO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO, Barnahjálpina og Flótta- mannastofi anina, hafa unnið sleitulaust og oft við erfið skilyrði að því að gera vanþróuðum þjóð- um kleift að tileinka sér nútíma- tækni svo þær geti á komandi tímum búið við betri lífsskilyrði en í dag og stofnanirnar hafa aðstoðað hjálparþurfi eftir megni. Sameinuðu þjóðirnar hafa einn- ig gert þúsundum ungmenna kleift að afla sér menntunar og enn má nefna starf samtakanna á sviði mannréttinda. Þessir þættir eru einungis hluti þess mikla starfs, sem samtökin hafa unnið í þágu alls mannkyns og þó að fyllstu vonir, sem bundn- ar eru við þau, hafi ekki ræst enn, þá er víst að veröldin er betri staður fyrir fjölskyldu manna, en verið hefði án Sameinuðu þjóð- anna. Því er það að þetta mikil- væga starf má ekki gleymast, þó að mönnum sýnist oft leiðin löng og torfarin. SKÁPAR GLÆ.SILEGIR - STERKIR - HAGKVÆ.MIR Lítum bara á hurðina: Fœranleg fyrir hœgri eða vinstri opnun, frauðfyllt og níðsterk - og i stað fastra hillna og hólfa, brothœttra stoða og loka eru fœranlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrlr smjör, ost. egg, áiegg og afganga, sem bera má á borð. , W* 888 Dönsk gœði með VAREFAKTA, vottorði dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunargildi, kæli- svið, frystigetu, orkunotkun og aðra eiginleika. Margar stærðir og litir þeir sömu og á VOSS eldavélum og vlftum: hvítt-gulbrúnt-grænt-brúnt. Einnig hurðarammar fyrir lita- eða viðarspjöld að eigin vali. GRAM BÝDUR EINNIG 10 GERDIR AF frystiskApum og frystikistum /FQ nix HÁTÚNI 6A • SlMI 24420 Richard C. Jensen Mitsubishi BÍLASÝNING um helgina IhIHEKLAHF ; * ^ UHKjaveqi 170 172 Simi 212 40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.