Morgunblaðið - 24.10.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.10.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 Norðurlandameistaramótið í handknattleik: íslenska liðið fékk skell a móti Svíum krónur þegar búið var að gera upp Kreiðslur fyrir hvert stig sem félagið fékk i deildarkeppn- inni. Eða 300.000 islenskar krón- ur. Þetta eru bara aukagreiðslur. 320.000 islenskar sem uppbót i lok timbilsins í Svíþjóð ekki slæmt. Teitur Þórðarson fékk rós frá aðdáanda eftir að sænski meist- aratitillinn var i höfn. Teitur skoraði mark Öster i leiknum sem færði þeim titilinn. En Teit- ur fékk meira en rós. Peninga- verðlaun leikmanna námu 320 þúsund islenskum krónum fyrir stigin í deildinni og sigurinn. Frá GG í Noregi „ÉG ER ekki ánægður með nokk- urn skapaðan hlut sem islenska liðið gerði í leiknum gegn Svíum. Þetta var algjör botnleikur hjá okkur og getur ekki orðið lé- legra. Leikirnir framundan i mótinu verða að skera úr um hvort þetta er raunveruleg geta liðsins. Það var enginn baráttu- vilji i islenska liðinu og hvað eftir annað misnotuðu leikmenn hin bestu tækifæri. Og með að- eins 28% nýtingu í sóknarleik er ekki von á að vel gangi,“ sagði Hilmar Björnsson þjálfari eftir stórtap islenska landsliðsins i handknattleik i fyrsta leik liðsins á Norðuriandameistaramótinu í handknattleik sem fram fór i Hamar i Noéegi í gærkvöldi. íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og lék vel fyrstu 15 mínútur leiksins. Þá var varnar- leikur liðsins góður og boltanum haldið sæmilega í sókninni. Fyrsta mark leiksins skoraði Sigurður Sveinsson og aftur á 9. mÍRÚtU Og hafði ísland þá forystu í leiknum 2—1. Það er ekki fyrr en á 15. mínútu sem Svíar jafna metin 2—2, og komast yfir tvö mörk 4—2 þegar 20 mínútur eru búnar af leiknum. Þegar fimm mínútur eru eftir af hálfleiknum er staðan 4—5 fyrir Svía en þeir náðu góðum endaspretti í lok hálfleiks- ins og staðan var 5 mörk gegn 8 Svíum í hag þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik. "tSr 14:22 Sænska liðið missti mann útaf í byrjun síðari hálfleiksins og Viggó skoraði úr víti og Björgvin af línu. Svíar svara strax og staðan er 10—8. Þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan orðin 14—10 fyrir Svía og þá hrundi leikur íslenska liðsins algjörlega. Síðustu 15 mínútur leiksins var ekki heil brú í leik liðsins hverju sem um það er að kenna. Dauðafæri fóru í súginn. Viggó skaut í stöng úr vítakasti. Stein- dór skaut í þverslá Úr hraðaupp- hlaupi og allt var í þeim dúr. Sænska liðið náði átta marka forskoti 20—12 og gerði alveg út um leikinn. Lokatölur í leiknum urðu svo 22—14 sanngjarn yfir- burðasigur sænska liðsins. Það er ekki hægt að fara mörgum orðum um leik íslenska liðsins hann var í molum eins og sóknarnýtingin segir til um. 28% sóknarnýting er afspyrnulélegt. Það var rétt fyrstu 15 mínútur leiksins sem vörnin stóð sig vel en eftir það var lítil samstaða. Björgvin Björgvinsson kom einna best frá leiknum af íslensku leik- mönnunum og gerði fæst mistökin í leiknum. Allir léku langt undir getu. Mörk íslands skoruðu: Viggó 4, 3v., Sigurður 3, lv., Björgvin 2, Þorbergur 2, Alfreð 1, Bjarni 1, Steindór 1. Bestu menn sænska liðsins voru Claus Ribendahl sem skoraði 11 mörk þar af 4 úr vítaköstum og Ebinde sem skoraði sex mörk flest úr hornunum. —GG. leikur ekki síðari leikinn gegn Kaiserslautern „ Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Þeir sóttu meira fyrstu 20 minútur leiksins en þá náðum við yfirtökunum og hrein- lega yfirspiluðum þá i siðari hálfleiknum “ sagði Ásgeir Sig- urvinsson er Mbl ræddi við hann í gærdag. Eins og skýrt var frá sigraði lið Ásgeirs vestur—þýska liðið Kaiserslautern 2—1 i UEFA — keppninni i knattspyrnu á útivelli i íyrrakvölu. Við spurð- um Ásgeir hvort mikil harka héíði verið í leiknum og af hverju hann hefði fengið gult spjald. Já þetta var harður leikur en ekki grófur. Þýskir knattspyrnumenn leika fast og ákveðið og það þýðir lítið að gefa eftir. Það er rétt ég fékk gult spjald í leiknum. Að vísu eKn' ^yr’r ^rot heldur afar smá- vægileg ,T?útmæli við dómarann. Ég hafði náð boltanum af and- stæðingi og brunaði upp völlinn með boltann er dómarinn flautaði. Mótherji minn hafði látið sig falla og fékk aukaspyrnu. Þegar ég kom til baka með boltann gerði ég smávægilega athugasemd með því að veifa höndinni en sagði ekki eitt einasta orð. Það var nóg dómarinn tók gula spjaldið úr vasar.RRl. Har.n ætiaði sér greini- lega að hafa góð tök á leiknum. Þetta verður til þess að ég fæ ekki að leika heimaieiiunn. Eg fcklC gult spjald í síðari leiknum gegn Rúmenum og er því kominn í leikbann í Evrópukeppninni. En ég tel víst að Standard komist áfram í UEFA—keppninni, við eigum allavega mjög góða mögu- leika eftir þessi hagstæðu úrslit. Eina mark Kaiserslautern var skorað úr greinilegri rangstöðu, það sást vel í sjónvarpinu. Þá fékk Benny Vennt að sjá rauða spjaldið er hann sló einn af leikmönnum Standard beint í andlitið í síðari hálfleik. Við vorum ekki með okkar sterkasta lið í þessum leik. Það léku tveir nýliðar. Við áttum að geta gert fleiri mörk til dæmis þá skaut Tahamata framhjá úr dauðafæri og fleiri tækifæri fóru forgörðum. Það er orðið langt síðan þeir hafa tapað á heimavelli oe það fór greinilega I skapið á þeim. Næsti leikur Standard er á laug- ardag gegn Beerschot, leikmenn áttu frí í gærdag hvíldu og fóru í nudd. Þjálfari Standard Happel kom F.C. Brugge í úrslit í UEFA—keppninni fyrir fjórum árum. —ÞR. Skíðadeild Víkings SKÍÐADEILD Víkings verður með árlegt vetrarkaffi á sunnu- daginn kl. 15, i skiðaskála Vik- ings I Sleggjubeinsskarði. Allir Vikingar velkomnir. Opiö mót Badmintonfélag Hafnarfjarð- ar heldur sitt árlega opna B. fl. mót I íþróttahúsinu við Strand- götu sunnudaginn 2. nóv og hefst stundvíslega kl. 13.00. Keppt verður með fjaðrabolt- um. Keppt verður í einliða- og tviliðaleik karla og kvenna og tvenndarleik. Keppnisgjald er kr. 4000.00 i einliðaleik. 3000.00 i tviliðaleik og 3000.00 í tvenndarleik. £r>ifmenn GOLFÁHUGAMEinix .haía enn ekki lagt kylfurnar á hilluna heldur leika nú af fullum krafti á túninu við Korpúlfsstaði. f kvöld verða þeir með kvikmyndasýn- ingu i golfskálanum i Grafarholti og skemmtun á eftir. Hefst kvik- myndasýningin kl. 20.00. • Ásgeir fær leikbann i J^vrt,Pu' keppninni, og leikur ekki næsi& heimaleik Standard gegn Kais- erslautern. i.jósm. þr. Það kemur oft fyrir hér heima á fslandi að menn velta þvi fyrir sér af hverju íslenskir knatt- spyrnumenn sækja orðið svo mjög til annara landa til að gerast atvinnumenn eða hjálfat- vinnumenn i knattspyrnu. Ástæð- an er enginn önnur en sú að það er hreint ótrúlegt hversu mikið er gert fyrir iþróttamenn erlend- is. Sem dæmi má nefna að sænsku blöðin sögðu frá þvi að leikmenn Öster hefðu fengið 6000 krónur sænskar fyrir að verða sænskir meistarar. Hver leikmaður. Eða 90.000 islenskar krónur. Auk þess fengu þeir 20.000 sænskar Ásgeir fer í leikbann Teitur fékk 320 þúsund • Björgin Björgvinsson fer inn af linunni og skorar. Til vinstri má sjá Viggó Sigurðsson fylgjast vel með. Björgvin var skástur íslensku leikmannanna i gærkvöldi. „Þetta var agalega lélegt“ Frá Guðmundi (íuðjónssyni hlaðamanni MorKunblaðsins i Hamar Norejci. „Þetta var alveg agalega lélegt hjá okkur i kvöld gegn Svium“ sagði Viggó Sigurðsson er ég ræddi við hann eftir landsleik- inn. — Það var fyrst og fremst mjög slakur sóknarleikur sem varð okkur að falli. Sóknarleik- urinn brást alveg. Sóknirnar voru ekki nægilega langar leik- menn voru að reyna skot i mjög svo ótimabærum færum. Við vor- um tiltölulega afslappaðir fyrir leikinn og það er sérlega góður andi i hópnum og þvi erfitt að finna skýringu á þessum óförum. Eina sem hægt er að gera er að lofa betri leikjum sagði Viggó að lokum. „Engin barátta" „Það var enginn barátta i liðinu hjá okkur, menn voru annars hugar og stemminginn i leiknum var ekki til. Enginn sigurvilji“ sagði hinn leikreyndi Björgvin Björgvinsson eftir slaka frammi- stöðu islenska landsliðsins i handknattleik gegn Svium i gær- kvöldi. — Undirbúningurinn und- ir þetta Norðurlandamót var mjög góður og þvi ekki hægt að kenna honum um þessar ófarir. Hins vegar finnst mér að það hefði átt að ræða meira um leikinn áður en farið var i hann. Það voru rétt fyrstu 15 minútur leiksins sem við lékum eins og menn og stóðum þá sænska liðinu fyllilega á sporði. Ungu leik- mennirnir voru greinilega tauga- trekktir og kom það niður á leik þeirra. M a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.