Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 32
(oRunpio)
LITTÆKI
100.000 kr. staðgr. afsláttur
eöa 300.000 kr. útborgun.
Gildir um öll littæki.
GRUNDIG vegna gmöanna
AKAI
HLJÓMTÆKI
100.000 kr. staögr. afsláttur
eöa 300.000 kr. útborgun
t' flestum samstæöum
AKAI er hágaaöa merki A góöu veröi.
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
ASÍ og VSÍ hársbreidd frá því að skrifa undir í nótt:
Byggingamenn komu í
veg fyrir samkomulag
BYGGINGAMENN komu í vej?
fyrir. að samkomulaK tækist
milli Vinnuveitendasambands
íslands ok Alþýðusambands ís-
lands klukkan 00.30 í nótt, eítir
að sambondin höfðu náð sam-
komulaKÍ um tillrtKu sáttanefnd-
ar frá 11. október siðastliðnum.
SamkomulaK ASÍ ok VSÍ fólst i
því, að VSÍ bauðst til að sam-
þykkja launastÍKa tillóKunnar,
en á móti félli ASÍ frá sérkröf-
um fyrir farandverkafólk ok um
Kreiðslur fyrir matartima á
helKÍdöKum.
Um miðnætti í nótt var allt útlit
fyrir, að unnt yrði að skrifa undir
samninKa, er Samband bygKÍnKa-
manna, sem er eitt aðildarsam-
band ASÍ, neitaði að fallast á b-lið
1. liðar sáttatillögunnar, sem seg-
ir: „Reiknitölur ákvæðisvinnu
byggingariðnaðarmanna hækki
um 6%.“ Vildu byggingamenn
ekki skrifa undir samninga, nema
með fyrirvara um að þessi reikni-
tala væri opin og ófrágengin.
Neitaði þá VSÍ að ganga frá
samningum.
Fulltrúar VSÍ bentu ASÍ-
fulltrúunum á ályktun 43ja manna
nefndar ASI frá 15. október síð-
astliðnum, þar sem segir um
sáttatillöguna: „Þrátt fyrir veru-
lega annmarka á tillögu sátta-
nefndar telur 43 manna nefnd
Alþýðusambandsins, að miðað við
ríkjandi aðstæður megi fallast á
tillöguna og ná þannig samning-
um.“
Einn samninganefndarmanna
Smygluðu fíkniefnum fyrir 100 millj.
FÍKNIEFNADEILD lögreKl-
unnar i Reykjavík hefur að
undanförnu upplýst innflutning
á fíkniefnum að söluverðmæti
yfir 100 milljónir króna.
Eins og komið hefur fram í
fréttum Morgunblaðsins að und-
anförnu hefur fíkniefnadeildin
unnið að rannsókn umfangsmik-
ils fíkniefnamáls. Guðmundur
Gígja lögreglufulltrúi tjáði
Morgunblaðinu í gær að vegna
þessa máls hefðu yfir 70 manns
verið í yfirheyrslum hjá deild-
inni. Upplýstur hefur verið inn-
flutningur og dreifing á miklu
magni fíkniefna og er um að
ræða nokkrar tegundir slíkra
efna. Stærstur hluti fíkniefn-
anna mun þó vera hass.
Grikklandsárið
Fjórða minningabókin eftir
Halldór Laxness komin út
GRIKKLANDSÁRIÐ. ný bók
eftir Ilalldór Laxneas, kom út
hjá Helgafelli i gær. Þetta er
fjórða bókin. sem hefur að
geyma frásögn Halldórs frá
æsku hans og unglingsárum. en
Halldór Laxness
þær fyrri eru: t túninu heima,
ÚnKur ég var, og Sjömeistara-
sagan. Halldór Laxness sagði i
samtali við Mbl. i gærkvöldi. að
með þessari bók léti hann Iokið
þessum minningaflokki.
„Grikklandsárið snýst um
„yndislegasta ár lífsins, nítjánda
árið“, svo tekið sé upp orðalag
höfundar á einum stað í bók-
inni,“ segir Kristján Karlsson á
bókarkápu.
„Það er sagt, að þegar maður
er 18 ára, sé það skemmtilegasti
aldur manna. Eg veit ekki, hvort
það er satt og rétt,“ sagði
Halldór. „Maður tekur upp í sig
svona orðaleppa; ýmislegt, sem
fólk hefur fyrir satt, en það er
ekki þar með sagt að maður
skrifi alveg undir þá. Hitt er
víst, að þetta ár er það skemmti-
legasta í þessari bók.“
Grikklandsárið er 256 blaðsíð-
ur og því fylgir nafnaskrá yfir
minningabækurnar fjórar.
Hrauneyjafossvirkjun:
17 ára gamall piltur
klemmdist til bana
SAUTJÁN ára piltur frá Hvols-
velli beið bana, er hann klemmd-
ist milli véla í verkstæði við
Hrauneyjafossvirkjun i gær-
morgun. Nafn hans er ekki unnt
að birta að svo stöddu.
Slysið varð klukkan rúmlega 8 í
gærmorgun. Á verkstæðinu voru
menn að lyfta upp stórri dráttar-
vél, þegar einn lyftarinn gekk
niður úr gólfinu og jarðýtan seig á
hliðina. í sömu andrá gekk piltur-
inn þar hjá og klemmdist hann
milli jarðýtunnar og dísilvélar,
sem stóð við verkstæðisvegginn.
Hjúkrunarkona við Hrauneyja-
fossvirkjun var strax kvödd á
slysstað og lögreglunni á Hvols-
velli gert viðvart. Talið er að
pilturinn hafi látizt samstundis.
Sjúkrabíl 1 flutti lík hans tii Hellu,
þaðan sem það var flutt til
Reykjavíkur.
Vegna rannsóknar málsins
hefur orðið að hneppa nokkra
einstaklinga í gæzluvarðhald. Nú
sitja þrír í gæzluvarðhaldi, tveir
karlmenn og ein kona. Einum
manni var sleppt úr gæzlu í gær.
Það er aðallega ungt fólk, sem
komið hefur við sögu þessa fíkni-
efnamáls.
VSÍ sagði í samtali við Morgun-
blaðið á sáttafundi í nótt: „Með
þessu hefur uppmælingaraðallinn
komið í veg fyrir að allir almennir
launþegar þessa lands fái kaup-
hækkunina, sem þeir hafa svo
lengi þurft að bíða eftir.“
Samkomulagið, sem menn voru
hársbreidd frá, fjallaði eins og
áður sagði um Iaunastigann,
reiknitölu ákvæðisvinnu bygg-
ingaiðnaðarmanna, að starfsald-
urshækkanir einstakra hópa
skyldu haldast óbreyttar frá gild-
andi samningum, um verðlagsbæt-
ur samkvæmt lögum um stjórn
efnahagsmála o.fl. og nokkrar
sérkröfur einstakra landssam-
banda og félaga. Þá gerði sáttatil-
lagan ráð fyrir, að gildistími
samnings yrði frá undirskriftar-
degi til 1. nóvember 1981.
Þá hafði Morgunblaðið af því
spurnir í gærkveldi, að ASI hefði
ekki átt í erfiðleikum með að gefa
eftir sérkröfu farandverkafólks-
ins, þar sem baráttuhópur þess
hafði sjálfur hafnað þeirri lausn,
sem sáttatillagan gerði ráð fyrir.
ísleikur
F.joHm. Mbl. Emilía.
Jr
20 punda
lax með
loðnunni
ÞAÐ ER ekki aðeins loðna,
sem kemur í nætur loðnuskip-
anna, þó svo að þetta „nýsilf-
ur“ hafsins vegi að sjálfsögðu
flest tonnin. Nokkur kíló er þó
þar að finna af öðrum fiskum
sjávarins og þessi myndarlegi
lax kom einn daginn upp með
loðnunni í nót Hafarnarins.
Þá var Haförninn á veiðum
milli Grænlands og Jan May-
en. Kokkurinn var ekki seinn á
sér að matreiða laxinn á bezta
hugsanlega máta og fengu
skipverjar tvær fyrsta flokks
máltíðir úr laxinum, sem skip-
verjar töldu hafa verið 20—25
pund á þyngd. Á myndinni er
það Gunnar Svavarsson 1.
stýrimaður, sem heldur á lax-
inum góða, hinni rennilegustu
skepnu.
(Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson.)
Geir Hallgrimsson í þingræðu í gærkveldi:
Má búast við „leiftur-
sókn og „febrúar-
lögum“ eftir áramót?
í ÚTVARPSUMRÆÐUM írá
Alþingi í gærkveldi um stefnu-
ræðu forsætisráðherra sagði
Geir Hallgrimsson. formaður
Sjálfstæðisflokksins, að gera
mætti ráð fyrir 20 til 25%
launahækkun fyrir áramót, þ.e.
11 til 12% hækkun kaupgjalds-
vísitölu og grunnkaupshækkun,
sem samkvæmt tillogu sátta-
nefndar yrðu um 11%. Geir
Hallgrimsson sagði, að búast
mætti við sömu hækkun fisk-
verðs um áramót, ef ekki ætti
að hýrudraga sjómenn. Útgerð
og frysting eru rekin með tapi
áður en til þessara kostnaðar-
hækkana kemur. Þess veKna er
ljóst, að fyrir höndum er stór-
fellt „gengissÍK í einu stökki“.
eins ok Tómas Árnason orðaði
það — saKði formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Þá sagði Geir Hallgrímsson,
að gera mætti ráð fyrir allt að
20% hækkun vísitölu 1. marz og
álíka á 3ja mánaða fresti næsta
ár, ef ekkert yrði að gert. Geir
Hallgrímsson varpaði fram
þeirri spurningu, hvort búast
mætti við „leiftursókn" og nýj-
um „febrúarlögum" frá ríkis-
stjórninni eftir áramót.
í stefnuræðu sinni sagði
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra, að gjaldmiðilsbreyt-
ingin um áramót gæti því aðeins
orðið að gagni, að aðrar ráðstaf-
anir fylgdu á eftir. Forsætisráð-
herra sagði, að ríkisstjórnin
hefði í huga margháttaðar efna-
hagsaðgerðir. „Gagnger athugun
og endurskoðun er nú hafin á
þeirri víðtæku sjálfvirkni, sem
nú á sér stað ýmist samkvæmt
lögum, samningum eða venjum
um verðlag, vexti, kaupgjald, lán
og önnur atriði, er verulegu
skipta um þróun efnahagsmála,"
sagði Gunnar Thoroddsen.