Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 15

Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30L OKTÓBER 1980 15 -«r Myndbygging Qlíukaupsamningur við Sovétmenn: 280 þúsund tonn keypt á næsta ári Á FÖSTUDAGINN var undirrit- aður i Reykjavík samningur við Sovétrikin um kaup á oliuvörum þaðan á næsta ári. Samningurinn gerir ráð fyrir, að keypt séu 100.000 tonn af gasolíu, 70.000 tonn af bensíni og 110.000 tonn af svartolíu. Er hér um að ræða heldur meira magn af gasolíu en afgreitt verður frá Sovétríkjunum í ár en nokkru minna magn af bensíni og svart- olíu. Sérstök áhersla var lögð á að fá keypt meiri svartolíu, en sov- éska olíufélagið taldi sig ekki geta nú skuldbundið sig til að full- nægja áætluðum þörfum okkar á næsta ári. Verðviðmiðun og önnur skilyrði eru að mestu óbreytt frá gildandi samningi ngma hvað verðálagning vegna gæða svartolí- unnar er hækkað. Samninginn undirrituðu Nikolai Markov, aðstoðarforstjóri Sojuz- nefteexport og Þórhallur Ásgeirs- son, ráðuneytisstjóri. Er samning- urinn gerður í nafni viðskipta- ráðuneytisins, en hann verður framseldur olíufélögunum og tóku forstjórar þeirra einnig þátt í samningaviðræðunum. Söludeild í Reykjavík sími: 15945. Sími 96-71340 eða 96-71161 HÚSEININGAR SIGUJFIRÐI ^ Fjarðarhús Tvílyfta byltingin frá Húseiningum hf Húseiningar hafa nú sett á markaðinn tvílyft einingahús. Kosti einingahúsa þarf tæpast að tiunda. en efri hæðin bætir fjölmörgum við: — Hver nýtanlegur flatarmetri er ódýrari — Húsið er auðvelt að staðsetja á litlum lóðum — Taka má húsið í notkun i tveimur áföngum, þar eð full- komin íbúð er á neðri hæð — Rishæðin gefur skemmtilega möguleika í innrétt- ingum Ef þessir kostir vekja áhuga þinn ættirðu að hafa samband og biðja um bækling með öllum nauðsynlegum upplýsingum ásamt sýnishornum að teikningum. 110 íslendingar, en alls eru starfs- menn Cargolux um 620 talsins. Cargolux notar nú 5 DC-8-vélar og á sjálft þrjár vélar, en ein leiguvél er í eigu Flugleiða og ein í eigu World Airways en hún er leigð til Air Alsir. Þá er ein Boeing 707-vél sem flýgur fyrir Air Uruguay sem heimamenn eiga meirihluta í en Cargolux er stærsti hluthafinn. Cargolux er nú annað stærsta vöruflutningaflugfélag í heimin- um síðan Tiger og Seaboard sam- einuðust í stærsta félagið. Númer þrjú er TMA, Beirút. Flutnings- geta Cargolux er nú 365 tonn með eigin vélum. Eignahlutfall í Cargolux er þannig að aðilar í Luxemborg eiga 52,62% (þar af á Luxair 11%), en Flugleiðir eiga 25% og Salen í Svíþjóð 22,38%. Á sl. ári var veltan 106 milljónir dollara og hagnaður var 2,6 milljónir dollara, en alls voru flutt 57 þúsund tonn af vörum. Tíu ár eru nú liðin síðan Cargo- lux hóf starfsemi með gömlu Rollsunum frá Loftleiðum, en þeir voru allt upp í 5 í gangi hjá félaginu þar til þoturnar komu 1973. Með tilkomu þotanna breyttist reksturinn mikið, en með hækk- andi eldsneytiskostnaði er kapp- kostað að ná fullri nýtingu í þeim efnum. Nýja Boeing 747-vélin, sem félagið fékk 10. okt. sl., ber til dæmis meira en eldri vélin, en notar þó 2% minna eldsneyti sem þýðir um 500 þús. doilurum minni kostnað á ári. Eldsneyti á eina slíka vél á ári kostar um 23 V2 milljón dollara á ári, eða um 12 milljarða íslenskra króna. Til þess að gera sér í hugarlund hve stór salur er fyrir vörur í Boeing 747 má nefna að þar rúmast 25 stórir Benz-fólksbílar, en fyrir skömmu flutti Cargolux einmitt 100 slíka í fjórum ferðum til Nigeríu. Hljómtæki ® toppgæði... Bestu kaupin hvernig sem á er litið SG-330 A„to P,oq,arr. Soarr.h SystBm TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR MAGNARI 2x20 WOTT R.M.S. ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR, FM FW, STERIO LW, MW, SW. PLÖTUSPILARI: HÁLF- SJÁLFVIRKUR, S-ARM- UR, MAGNETIC PICKUP. SEGULBAND: MEÐ SJi» SJÁLFLEITARA. HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT. Verö meö hátölurum: kr. 480.000. ^[KARNABÆR Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ Eplið Akranesi — Eplið ísafirði Álfhóll Siglufirði —Cesar Akureyri Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.