Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
20
Óskar Halldórsson:
Öfgar bókfestu-
keimingarinnar
Snemma í þessum mánuði flutti
Hermann Pálsson, háskólakennari
í Edinborg, fyrirlestur við Há-
skóla íslands sem hann nefndi
Nýjar rannsóknir á Hrafnkels
sögu og birtist hann í Mbl. þann
12. sl. Þar segir í kynningarorðum
að fyrirlesarinn hafni fyrri rann-
sóknaraðferðum á sögunni, geri
atlögu að sagnfestu- og bókfestu-
kenningu og vísi á bug að unnt sé
að nota fornleifarannsóknir í bók-
menntarannsóknum. „Fornleifa-
fræði og ritskýring eiga hvergi
samleið," segir Hermann. Þar sem
niðurstöður hans orka tvímælis og
fara í Baga við hugmyndir sem
hafa mótast við ýmsa háskóla hin
síðari ár um uppruna og eðli
Islendingasagna er órétt að taka
þeim með þögninni einni.
Það sem nýtt kom fram í nefndu
erindi eru nokkrar hliðstæður í
textum íslenskra fornbókmennta
við setningar í latneskum ritum.
Hermann segir: „Um undanfarin
misseri hef ég unnið við að safna
orðskviðum í íslenzkum fornritum
sem virðast vera þýðingar á latn-
eskum setningum." Ekki skal hér
dregið í efa gildi jæssarar rann-
sóknar fyrir íslenska tungu og
þróun hennar; hún er líka fyrst og
fremst á sviði málsins þótt heim-
ildanna sé vitaskuld að leita í
gömlum bókum. Vafasamt er hins
vegar hverjar ályktanir réttmætt
sé að draga af henni um eðli og
inntak sagnanna. Benda má á að
máisháttarannsóknir tengjast
þjóðfræði, orðskviðir skapast alls
staðar þar sem mál er talað,
uppruni þeirra er hulinn í rökkri
aldanna, lífsreynslan eða spekin
sem þar er að finna yfirleitt mjög
almenns eðlis, enda eru slík orða-
tiltæki ekki kölluð málshættir
nema þau hafi lifað á vörum fólks.
Því er tortryggileg sú tilhneiging
Hermanns, sem hér má merkja, að
eigna orðskviði eða fornmæli
nafngreindum höfundum og
njörva þá við bóklegan lærdóm.
Þeir koma fram bæði í ritum
lærðra manna og máli alþýðu af
því að þeir eru hluti tungunnar.
Enda þótt undirritaður hafi
gert sér títt um málshætti og
unnið að útgáfu þeirra telur hann
að rannsókn á þeim og saman-
burður hrökkvi skammt til að
skýra bókmenntir. Aðferðir við
ritskýringu eru vissulega margvís-
legar, en þó að menn greini á um
þær munu fæstir neita því nú á
dögum að taka þurfi jafnan til
meðferðar og könnunar þann
veruleika í umhverfi og mannlífi
sem fóstraði verkið og höfund
þess. Fyrir þá sök tengjast bók-
menntir og saga. Enn fávíslegra
væri þó að efast um gildi forn-
leifarannsókna fyrir sagnfræðina.
Og þegar deilt er um það hvort
staðbundin fornsaga eins og
Hrafnkatla styðjist við munnmæli
eða eigi þá skiptir máli að fá úr
því skorið hvort á slóðum hennar
var mannabyggð þegar hún átti að
gerast. Annars mun ég ekki ræða
hér um fornleifarannsóknir í
Hrafnkelsdal. Til þess eru að-
standendur þeirra betur hæfir.
Meðal ritskýrenda hefur það
viðhorf orðið lífseigt — og má
rekja allt aftur til Aristótelesar —
sem gerir ráð fyrir tveim megin-
stigum í bókmenntasköpun. Hið
fyrra varðar efnivið verksins, föng
höfundarins, en hið síðara er
listsköpun hans. Ekki þarf að
hafna innspírasjóninni þótt talið
sé að hið fyrra, efniviðurinn, sé að
jafnaði ólistræns eðlis en samt
ákvarðandi fyrir hið síðara, form-
gerðina. Mörkin eru einatt óskýr
svo að skoða verður inntak og
form sem tvær hliðar hins sama,
einkum þegar um góð listaverk er
að ræða; árangur höfundar birtist
í þeirri formgerð sem lesandi fær í
hendur og eftir henni verður hann
að dæma bókmenntagildið. Nú eru
ritskýrendur sjaldan sammála um
túlkun verka en það sýnir að hún
er ekki haldgóð vísindi, enda er oft
haldið fram rétti lesandans til að
finna það í verkinu sem helst er
við hans hæfi. Merking verka er
því túlkunar-atriði, en við rann-
sókn á efniviði jjeirra, formgerð og
tilurð er unnt að beita vísindalegri
vinnubrögðum.
En hvað kemur jætta nú þeim
fyrirlestri við sem hér er gerður
að umtalsefni? Því er fljótsvarað:
Fyrirlesarinn ber fram túlkun
sína á Hrafnkelssögu byggða á
ófullnæg/andi forsendum. Sam-
kvæmt henni er Hrafnkelssaga
fræðsluskáldskapur (dídaktík) án
epískrar uppistöðu. „Líta má á
hana sem samfléttað safn af
dæmisögum.“ (Leturbreyting
mín). Raunar var hugtakið epík
Hermanni hulið þoku þar sem
hann héit því fram (í umræðum)
að til að skapa epíska sögu þyrfti
stóratburði, helst af höfðingjum,
en eltingaleikur við rollur, þvottur
vinnukonu, óþægileg viðkoma við
sára tá ofl. slíkt dygði lítt! (Sjá
frásögn í Þjóðviljanum 7. okt.)
Samkvæmt þessu teldist Sjálf-
stætt fólk víst lítill frásagnar
skáldskapur.
Við rannsóknir á efniviði Is-
lendingasagna komumst við ekki
hjá því að taka til athugunar
heimildir um líf þjóðarinnar á 10.
og 11. öld en við mat á formgerð
þeirrá og list kemur inn í myndina
menning og þjóðfélag 12., 13. og
14. aldar. Allar líkur eru á að hver
kynslóð af annarri í landinu hafi
varðveitt hin fornu söguefni eftir
jækkingu sinni, auðvitað misjafn-
lega góðri, og haldið Jæim á loft til
skemmtunar og fróðleiks eftir því
sem munnleg frásagnarlist hrökk
til. Málfar sagnanna tilheyrir
þannig hinu síðara sköpunarstigi
en segir ekkert um hinn upphaf-
lega efnivið. Margt í orðalagi
þeirra eins og við höfum þær nú
mun J>ó enn yngra því að engin er
til í frumriti, en uppskrifarar
löngum ófeimnir við að breyta
sögunum, t.d. er Hrafnkelssaga til
í tveim gerðum en þær eru ekki
Athugasemdir
um fyrirlestur
Hermanns
Pálssonar
heilar í eldri handritum en frá 17.
öld. Hér við bætist að rannsóknum
á geymd Hrafnkelssögu er enn
ekki lokið; er því best fyrir
Hermann og aðra að staðhæfa
sem minnst um það hvaða orð séu
upphafleg í henni. Eitt mun þó
mega hafa fyrir satt: Sá sem ritaði
söguna í öndverðu hefur beitt því
máli sem lá honum á tungu eða
honum var tiltækt og skiptir þá
öngvu hvort hann hafði lært það
af foreldrum sínum, kennurum
ellegar að einhverju leyti af bók-
um. I orðskviðunum felst ekkert
söguefni, þeir eru víslega ekki
epískir! Því er í sannleika sagt
meira en hæpið að hugmyndir
þeirra séu „þær einingar sem
leggja verður til grundvallar við
rannsókn sögunnar," eins og Her-
mann segir. Um slíkt gefur sagan
sjálf öngva yfirlýsingu, heldur er
þarna um ályktun að ræða.
Hér á undan var því haldið fram
að forsendur Hermanns fyrir túlk-
un sinni á Hrafnkelssögu væru
ófullnægjandi. Rétt er að athuga
nánar hve sennileg hún er í
einstökum atriðum. í orðskviðum
Publíusar finnur hann setningu
sem hljóðar svo í útleggingu hans:
„Veslum er það hugarbót að hafa
félaga í hörmungum með sér.“ Nú
er að koma þessari hugsun heim
við Hrafnkelssögu. Jú, það virðist
í fljótu bragði hægt með því að
túlka orð Þorbjarnar karls þannig
að í eymd sinni og volæði þætti
honum bót að sjá Sám frænda
sinn hrakinn líka. Yrði þá reyndar
að gera lítið úr von Þorbjarnar um
að vinna málið. Við skuium j>ó
reyna að leggja jæssa hugmynd til
grundvallar og hugsa okkur að
frásögnin um skipti þeirra frænda
sé skrifuð til að leiða hana í ljós.
En þá hlyti Þorbjörn líka að vera
með sæmilega hýrri há J)ótt jæir
lytu í lægra haldi. En það er nú
eitthvað annað. Þegar höfðingjar
höfðu neitað j>eim um liðveislu á
alþingi og hið sæta sameiginlega
skipbrot blasti við báðum segir
sagan þetta:
Sámur gengur heim til búðar
Jsinnar, og var þeim frændum
þungt í skapi og uggðu að þeirra
mál mundu svo niður falla að
þeir mundu ekki fyrir hafa
nema skömm og svívirðing; og
svo mikla áhyggju hafa þeir
frændur að þeir njóta hvorki
svefns né matar ...
í næsta kafla sögunnar áréttar
höfundur svefnleysi Þorbjarnar og
segir ennfremur að hann hafi
brostið í grát. Slík varð „hugar-
bót“ hans í reynd.
Annað dæmi um þann lærdóms-
grundvöll sem Hermann telur
Hrafnkelssögu byggða á er skýr-
ing hans á atferli Einars smala-
manns. Fyrst rifjar hann upp orð
sögunnar eftir að Hrafnkell hefur
boðið Einari varnað á að ríða
Freyfaxa:
Einar kvað sér eigi mundu svo
mein gefið (meingefið í útg.)
að ríða þeim hesti einum, er
honum var bannaö, ef þó
væru mörg önnur til.
„Þótt hér sé að vísu ekki um
orðskvið að ræða,“ segir Her-
mann, „þá bendir bygging máls-
greinarinnar glögglega til þess að
hér iiggi spakmæli til grundvallar.
Andstæðan milli eins hests, sem
ekki er leyfður, og margra hrossa
sem eru leyfð, gefur sterkan grun
um, að hér sé um að ræða
útlendan lærdóm." Þeim sem
jætta ritar býður hins vegar í grun
að með þessum ályktunum sé verið
að sækja vatnið yfir lækinn. En
lítum á málsháttinn sem á að hafa
kveikt á perunni hjá höfundinum.
Hann er þessi: „Girndin elskar
ekkert meira en það sem ekki er
leyft.“
Ef hér er fundinn grundvöllur
sögunnar um Einar smalamann
þá hefur höfundi öldungis láðst að
gera grein fyrir því að Einar hafi
haft löngun til að ríða Freyfaxa.
Að því er ekki vikið einu orði.
Einar reyndi að ná hinum hross-
unum en þau voru stygg. Þá hætti
hann á að taka Freyfaxa, eina
hrossið sem stóð kyrrt, svo að
hann fengi sinnt skyldustörfum
sínum. Þetta er vitnisburður sög-
unnar en Hermann veit betur.
En víkjum nú að „atlögu" Her-
manns að þeim kenningum um
tilurð Islendingasagna sem nefnd-
ar hafa verið sagnfesta og bók-
festa. Eins og flestum mun kunn-
ugt átti sagnfestukenningin rætur
að rekja til þeirrar trúar sem
virðist hafa verið rótgróin með
Islendingum og fleirum um aldir
að sögurnar hefðu að geyma trú-
verðugar frásagnir; þær hefðu
verið settar saman og varðveist
lítt eða ekki breyttar í munnlegri
meðferð allt þar til í fyrsta lagi á
12. öld þegar menn tóku að rita.
Blómaskeið sagnfestunnar var um
síðustu aldamót, enda j>ótt fræði-
menn fylgdu henni misjafnlega
fast og hefðu ýmsa fyrirvara.
Eftir nánari rannsóknir á heim-
ildagildi sagnanna í einstökum
atriðum og listareinkennum j>ótt-
ust menn síðar sjá að þær hlytu að
vera skáldskapur að meira eða
minna leyti og skrifborðsvinna,
hefðu aldrei verið munnmælasög-
ur í núverandi mynd, rithöfundar
hcfðu samið þær eftir hugmynd-
um sínum og heimildum um sögu-
öldina. Framhald þessarar bók-
festukenningar varð síðan sú
skoðun að sögurnar ættu miðalda-
menningu Evrópuþjóða meira að
þakka en fyrri fræðimenri höfðu
gert ráð fyrir. Þessar hugmyndir
hafa haldið áfram að þróast hjá
Hermanni Pálssyni sem leitar,
eins og áður hefur komið fram,
undirstöðunnar í klassískum orðs-
kviðum og spekimálum. Hann
stendur því á herðum bókfestu-
manna, telur t.a.m. Hrafnkelssögu
skáldskap eins og Sigurður Nor-
dal, er í rauninni meiri bókfestu-
maður en hann, því að Hermann
telur Hrafnkelssögu ekki allein-
asta höfundarverk heldur einnig
efniviðinn bókfærðar setningar.
I fyrirlestri sínum víkur Her-
mann á nokkrum stöðum að hug-
myndum sagnfestumanna og segir
m.a.: „ ... sagnfestumenn líta að
sjálfsögðu á þetta (þ.e. orð
Hrafnkels um heitstrengingu sína
— innskot mitt) eins og önnur
atriði í ræðu Hrafnkels sem orð-
rétta lýsingu á því sem Hrafn-
katli dettur í hug eftir að hann
hefur banað smalamanni sínum
fyrir að ríða Freyfaxa." (Letur-
breyting mín). Þessi tilvitnun
nægir til að sýna að gagnrýni
Hermanns á sagnfestunni er
nokkrum áratugum á eftir tíman-
um. Það er öngvu líkara en hann
hafi gert ráð fyrir að þeir Andreas
Heusler, Knut Liestol og Finnur
Jónsson yrðu meðal viðstaddra.
Sagnfestukenningin hefur nefni-
lega ekki staðið í stað fremuren
bókfestan. Á 7. áratugi þessarar
aldar tóku að myndast ný viðhorf
um tilurð Islendingasagna byggð á
vísindalegum rannsóknum á
munnlegum skáldskap, fyrst og
fremst ævintýrum og þjóðkvæðum
og má rekja upphaf þeirra lengra
aftur í tímann. Hafa þessar rann-
sóknir m.a. leitt í ljós að munn-
legar menntir geymast yfirleitt
ekki óbreyttar að efni, síst í
smærri atriðum, fylgja á hinn
bóginn vissum lögmálum forms
sem sagna- og kvæðamenn hafa í
heiðri, enda þótt þeir endurskapi
verkið að meira eða minna leyti í
hvert sinn sem þeir flytja það.
Þegar atburðir verða söguefni eru
þeir að jafnaði þessum örlögum
háðir en kjarni þeirra getur eigi
að síður varðveist furðulega lengi.
Þessar niðurstöður hafa leitt til
endurmats á eðli íslendingasagna
og hafa vísindamenn við banda-
ríska háskóla haft þar forgöngu
öðrum fremur; þó er þarna mikið
verk óunnið. Á íslensku hefur
Vésteinn Ólason lýst hinni nýju
sagnfestukenningu í Skírni 1978:
Frásagnarlist í fornum sögum og
hennar gætir einnig í ritgerð
minni, Uppruni og þema Hrafn-
kelssögu. Rvík. 1976. Síðast víkur
Kristján Eldjárn að henni í Morg-
unblaðinu 25. okt. sl.: Minning um
Prófessor Delargy.
Nýja sagnfestan á sammerkt
hinni gömlu í því að báðar gera
ráð fyrr atburðum sem undirstöðu
sagna frá þjóðveldisöld. Sú nýja
hlýtur hins vegar að viðurkenna
að munnmælin hafi verið að
smábreytast í skáldskap og sú
þróun náð hámarki þegar úr þeim
voru sköpuð bókmenntaverk tveim
til þrem öldum eftir atburðina.
Samkvæmt henni er og ekkert því
til fyrirstöðu að lærdómur og
menning ritunartímans hafi haft
úrslitaþýðingu fyrir listræna sam-
setningu sagnanna, formgerð
þeirra. Að því leyti er hún ekki
ósamrýmanleg hugmyndum bók-
festumanna um skerf höfunda.
Fyrirlestur Hermanns Pálssonar
er hins vegar glöggt dæmi um þær
öfgar sem bókfestukenningin hef-
ur hafnað í.
Ný verslun:
Bækur, hljómplötur
og „hollar
AÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 hefur
opnað verslunin „Frækornið", rek-
in af söfnuðinum „Sjöunda dags
aðventistar". Þessi verslun hefur á
boðstólum bækur frá Bókaforlagi
Úr nýju verslun
„Sjöunda dags
aðvcnlista“.
matvörur“
aðventista á Islandi, og rit,
hljómplötur o.fl. frá útgáfufyrir-
tækjum aðventista erlendis. Einn-
ig eru til sölu í þessari verslun
„hollar matvörur" frá matvæla-
verksmiðjum aðventista víða um
heim. Verslunin verður opin virka
daga, nema laugardaga, á almenn-
um verslunartíma, utan föstu-
daga, þá aðeins til 2 e.h.