Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 29 Ýmisleift jferist 1 þættinum „Andvoku" sem Fóstbræðrakonur sjá um. Karlakórinn Fóstbræður: Fjölbreytt skemmtiatriði á skemmtikvöldum KARLAKÓRINN Fóstbræður hef- ur að undanförnu gengist fyrir skemmtikvöldum fyrir styrktarfé- laga sína í félagsheimili kórsins að Langholtsvegi 109—111. Skemmt- anir þessar eru á föstudags- og laugardagskvöldum kl. 20.30 og verða þær haldnar fram eftir næsta mánuði. Á skemmtununum syngur kór- inn nokkur létt lög undir stjórn Ragnars Björnssonar en einnig er einsöngur og kvartettsöngur. Sitt- hvað fleira er til skemmtunar, t.d. eru ýmsir skemmtiþættir fastur liður á dagskránni og hafa Fóst- bræðrakonur veg og vanda af þeim. Að lokum leikur hljómsveit- in Alfabeta fyrir dansi til kl. 3.00. Stjórnandi skemmtananna er einn af félögum kórsins, Þorgeir Ást- valdsson. Miðar á skemmtikvöldin verða afhent og tekið á móti pöntunum daginn fyrir hverja skemmtun og samdægurs milli kl. 17 og 19 í Fóstbræðraheimilinu, sími 85206. Húsið er opnað kl. 21.00. Fyrsti Barbershop-kvartettlnn á tslandi kemur fram og syngur bandariska rakarasöngva. Frú Gunnhildur Kram stjórnar „Andvöku'*, sem er fastur liður á skemmtikvöldum Fóstbræðra, af mikilli röggsemi. Á myndinni sést hún ræða við einn gest þáttarins. Stundardansinn — þaulæft ballettatriði með tilheyrandi hljóðum og músík — hefur gert mikla lukku á skemmtikvöldum Fóstbræðra. Vídd á NÝLEGA var opnað nýtt hús- næði fyrir almenning, þar sem Nýlistasafninu mun vera ætlað- ur samastaður. Fyrsta sýning á þessum stað hefur þegar verið opnuð, er hollensk að uppruna og ber nafnið „Vídd á pappír". Það er á Vatnsstíg 3 B, sem þetta Myndllst éftir VALTÝ PÉTURSSON sýningarpláss er, og er það á jarðhæð, þar sem Gallerí SÚM var á lofti. Þarna mun áður hafa verið kaffibrennsla og hefur hópur ungra listunnenda gert þetta að mjög ágætum sýningar- stað. Allt mun þarna hafa verið unnið í sjálfboðavinnu, og er það sannarlega virðingar- og þakk- arvert starf, sem þessir ungu menn hafa leyst af hendi. Hús- næðið er sérlega vel fallið til sýninga, og nú kemur upp sá vandi, að verk þau er valin verða til að gera staðinn fýsilegan til fróðleiks og ánægju, séu rétt valin og sæmi staðnum. Þessi fyrsta sýning í Nýlista- safninu er um margt forvitnileg og einkum og sér í lagi fyrir þá tilraun, er þarna kemur fram. Það er að segja, gerð er tilraun til að senda á milli landa upp- köst og hugmyndir að Skúlptúr í stað hinna fyrirferðarmiklu skúlptúra sjálfra. Það á að vera hægt að fá hugmynd um sjálf verkin af þessum frummyndum, pappír sem eru afar þægilegar í flutn- ingi og geta þvi komið að verulegum notum. Það er opin- ber stofnun, sem sér um kynn- ingu á sjónlistum frá Hollandi erlendis, sem stendur fyrir nú- verandi sýningu. 12 listamenn eiga þarna verk, og eru þau nokkuð mismunandi að gerð og eðli. Einn af þessum lista- mönnum, Douwe Jan Bakker, hélt hér sýningu á árunum og er- því okkur kunnur. David van de Kop vakti athygli mína með sterkum teikningum. Johan Claassen á þarna einnig eftir- tektarverða hluti. Sama er að segja um Carel Visser og einnig nefni ég Jan van Munster' Ég er ekki sannfærður um, að ég hafi meðtekið þessi verk eins og ætlast er til, en í því sambandi visa ég til rits þess, er þessari sýningu fylgir, og þar gera listamennirnir grein fyrir verk- um sínum á aðgengilegan hátt. Sýningin fer vel í þessu hús- næði, og ég hafði ánægju af að skoða hana. Byrjunin hjá hinu nýja fyrirtæki er með ágætum og vonandi verður áframhaldið þeim, er að þessu standa, til sóma. Það er mikill vandi að varðveita og umgangast list, í hvaða formi sem er. Því er það ekki út í hött að vona hið besta, þegar nýtt safn fer á stað. Sum söfn verða nefnilega fyrr en varir að reglulegum ruslakomp- um, en önnur vaxa ár frá ári og gegna hlutverki sínu ágætlega. Ég veit ekki, hvort aðstandendur þessa nýja safns gera sér grein fyrir, hverja ábyrgð þeir takast á hendur með því að stofna safn sem þetta. Ef þeir eru þess meðvitandi, þarf vart að óttast um framhaldið. Vonandi eru þessar vangaveltur mínar óþarf- ar og allt gengur að óskum. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Skrifstofustarf óskast Óska eftir hálfsdagsstarfi Vön alhliöa skrifsfofstörfum, þ. á m. merkingu bókhalds, launaútr., vélrltun o.fl. Uppl. í síma 74520. ~Wn' tilkynningar Húshjálp óskast 6—8 tíma á viku. Ágústa P. Snæland, Túngötu 38, s. 13733. Húseigendur Smíöum laus fög, fræsum út glugga fyrir tvöfalt gler, útvegum allt efni. Verötilboö eöa tíma- vinna. Tökum einnig alla nýsmíöi og breytingar, skrifum upp á teikningar. Húsasmíöameistari, síma 40924 og 52865. Arinhleósla Magnús Aöalsteinn, sími 84736. Ljótritun meöan þér bíöiö. Lauf- ásvegi 58. — Sími 23520. ---v—w»' y»» WIA*— i bílar Jeppabílar til sölu Rússajeppi, árg. '77 í sérflokki meö sætum fyrir 12 farþega. Landrover diesel, árg. '75, í góöu lagi. Uppl. í síma 95-5134 eftir kl. 8 á kvöldin. Til sölu Benz árg. 61, 34 farþegar Ný upptekin vél. Góö dekk, ný sprautaöur. Uppl. í síma 97- 4217. Gull — Silfur Kaupum brotagull og silfur, einnig mynt og minnispeninga úr gulli og silfri. Staögreiösla. Opiö 11 —12 f.h. og 5—6 e.h. íslenskur útflulningur, Ármúla 1, síml 82420. Keflavík Til sölu 2ja herb. íbúö í ágætu ástandi. Verö kr. 12 millj. Mögu- leiki á aö taka bíl upp I sem útb. Einstök kjör. Eignamiölun Suöurnesja, Hafn- argötu 57, sími 3868. IOOF 11 = 16210308’A = Fl. IOOF 5 = 16210308 Vt = SK UTIVISTARFEFTÐIR Föstud. 31.10 kl. 20 Snæfellsnet, góö gisting á Lýsuhóli, sundlaug, ökuferöir, gönguferöir, kvöldvaka meö kjötsúpu á laugardagskvöld (glaöst meö Gísla Albertssyni áttræöum.) Upplýsingar og far- seölar á skrifst. Lækjarg. 6A. Útlvist Hjálpræðisherinn Fimmtudaginn kl. 20.30: Kvöld- vaka. Major Edward Hannevik talar. Kvikmyndin .Transformed lives" veröur sýnd. Unglinga- sönghópur syngur. Veitingar Föstudag kl. 20.30: Einkasam- sæti fyrir hermenn og heimil- isambandssystur. Veriö velkom- in. Stykkishólmskonur Fundur veröur í dag, fimmtudag- inn 30. okt. kl. 8.30 í Domus Medica. Nefndin AD KFUM Kvöldvaka í kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstíg 2B. Svipast um á Hornströndum. Birgir Alberts- son kennari sér um efniö. Hug- leiöing. Ólafur Jóhannsson stud. theol. Veitlngar. Allir karlmenn velkomnir. Samhjálp Samkoma veröur í Hlaögeröar- koti í kvöld kl. 20.30. Bílferö frá Hverfisgötu 44 kl. 20. Allir vel- komnir. Samhjálp Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Ungt fólk talar og syngur. Heimatrúboöið Óðinsgötu 6A Vakningarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Bazar Kvenfélags Háteigssóknar verö- ur aö Hallveigarstööum, laugar- daginn 1. nóv. kl. 2. Vandaöar handunnar gjafavörur, kökur og alls konar varningur. Skemmti- fundur í Sjómannaskólanum 4. nóv. Bingó o.fl. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu ( kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Freeportklúbburinn Fundur í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Stjórnin Frá GuAspeki- félaginu Aatotftarsfmi Ganglera «f 39573. í kvöld kl. 21.00 veröur Sigvaldi Hjálmarsson með erindi: »Söng- ur ( hjartanu". (Septíma). Hug- ieiöingartími kl. 18.10. Öllum opiö. Fyrirlestur um biblíurannsóknir og bibliuspádóma haldinn í Fáksheimilinu í kvöld kl. 20.30. Hvert stefnir þú? Unglingavaka veröur ( húsi KFUM og K aö Lyngheiöi 21, Kópavogi í kvöld kl, 20.30. Dagskrá í umsjá ungs fólks. „Hvað er Biblían?" Stína Gísla- dóttir æskulýöstulltrúi talar. Fjörmikill söngur og hljóöfæra- leikur. Frásögur í myndrænum búningum. Allir eru velkomnir. M ta.YKIMiAKIMINN KR: 2248D JHargunblfltiib

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.