Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
Jónas Haraldsson skrifstofustjóri L.I.U.:
Um Hellnamálið
Laugardaginn 18. október sl.
birtist í Morgunblaðinu grein eftir
framkvæmdastjóra Náttúru-
verndarráðs undir fyrirsögninni
Hellnamálið. Grein þessari er
ætlað að vera svar framkvæmda-
Stjórans við þeim hluta greinar
minnar, er birtist í Morgunblað-
inu þann 16. október sl. um
deilurnar um byggingu sumarbú-
staða LÍÚ að Hellnum, er fjallar
um afskipti Náttúruverndarráðs
og hans, sem framkvæmdastjóra
þess, af þessu deilumáli.
Þótt grein framkvæmdastjórans
sé ekki mikil að vöxtum, þá gefur
hún mér tilefni tii ýmissa athuga-
semda vegna nokkurra ummæla
hans í greininni, sérstaklega síð-
ari hluta hennar þar sem fram-
kvæmdastjórinn virðist missa
stjórn á skapi sínu og verður
efnismeðferðin eftir því.
Aður en ég sný mér að því að
svara sumum ásökunum hans og
aðfinnslum er hann beinir til mín,
eins og um ónákvæmni, ókunnug-
legar útgáfur af orðum hans,
hártoganir, dæmalausa smekk-
leysu að misnota persónulegar
upplýsingar hans, vanþekkingu á
einfaldri stjórnsýslureglu, að lít-
illækka Náttúruverndarráð,
klunnalega framkomu o.s.frv., þá
tel ég rétt að rekja í stuttu máli öll
samskipti mín sem starfsmanns
LIÚ, við Náttúruverndarráð og
hann sem framkvæmdastjóra
ráðsins og talsmann þess vegna
sumarbústaðamálsins.
Upphaf þessa máls má rekja til
ársins 1977, er LÍÚ ætlaði að
byggja þrjá sumarbústaði að Arn-
arstapa í hraunbrekku, sem þar
er. Var m.a. leitað til Náttúru-
verndarráðs um samþykki á þess-
ari staðsetningu bústaðanna.
Þessari beiðni LIÚ hafnaði fram-
kvæmdastjórinn með þeim kjarn-
yrtu og skemmtilegu orðum að
sumarbústaðir í hraunbrekkunni
skyggðu á fjallasýnina til jökuls-
ins frá Arnarstapabryggju.
Við þessi orð sín vill fram-
kvæmdastjórinn ekki kannast, tel-
ur mig hafa búið þau til, eða man
kannski ekki eftir þeim lengur.
Ástæðan fyrir því að ég man þau
enn, þrem árum síðar, en fram-
kvæmdastjórinn ekki, er einfald-
lega sú, að ég er enn að hlæja að
þessu kjarnyrta svari en fram-
kvæmdastjórinn ekki.
í sjálfu sér skiptir ekki nokkru
máli, hvernig menn koma orðum
að því, sem þeir eru að meina.
Þetta svar táknaði einfaldlega
það, að sumarbústaðabyggingar í
hraunbrekkunni spilltu landslag-
inu og væru til lýta að mati
framkvæmdastjórans. Eg er hon-
um alveg sammála um þetta atriði
og tel að sumarbústaðabyggingar
eigi ekki að leyfa í hraunbrekk-
unni, þótt eftirsóknarvert sé, enda
nóg annað landsvæði, hentugt
undir sumarbústaði, fyrir hendi á
Arnarstapa.
Vil ég reyndar ganga enn lengra
í þessu efni, og láta rífa steypta
húsið sem stendur innar í hraun-
brekkunni og byggt var á fölskum
forsendum fyrir nokkrum árum og
Náttúruverndarráð vafalaust
reynt að koma í veg fyrir að yrði
byggt vegna þeirra lýta, sem húsið
veldur á umhverfinu.
Árið eftir, þ.e. 1978, er LÍÚ
ætlaði að kaupa jörðina Skjald-
artröð að Hellnum, lét Náttúru-
verndarráð þinglýsa yfirlýsingu
um forkaupsrétt sinn á jörðinni,
þar sem til stóð að friðlýsa
ströndina og Bárðarlaug. Þessari
kvöð aflýsti ráðið síðar, þegar LÍÚ
hafði undirritað yfirlýsingu þess
efnis, að samtökin samþykktu
friðlýsinguna.
Þar sem Náttúruverndarráð á
að gefa umsögn sína um fyrirhug-
aðar sumarbústaðabyggingar, var
enn á ný leitað til ráðsins til að fá
samþykki þess vegna fyrirhugaðra
framkvæmda. Það kom strax fram
hjá framkvæmdastjóranum, að
hann taldi það ekki snerta mikil-
væga náttúruverndarhagsmuni á
hvaða svæði jarðarinnar utan hins
friðlýsta svæðis sumarbústaðirn-
ar yrðu reistir. Voru menn nú
farnir að vona að málið væri nú
komið í höfn hvað Náttúruvernd-
arráð snerti, enda vandséð hvaða
athugasemdir það gæti haft fram
að færa, þar sem um var að ræða
fimm fjöldaframleidda og staðl-
aða sumarbústaði og ekkert
óvenjulegt á döfinni varðandi
staðsetningu eða annað.
Þetta reyndist þó öðru nær.
Eftir vettvangskönnun hafði
framkvæmdastjórinn tvær
athugasemdir fram að færa. í
fyrsta lagi féllst hann ekki á það,
að einn sumarbústaðurinn yrði
staðsettur í litlum hvammi um 20
metrum fyrir neðan hið svonefnda
neðra svæði. Hafði hreppsnefnd
Breiðavíkurhrepps gert sömu
athugasemd. Með tilliti til þessar-
ar athugasemdar var staðsetningu
þessa bústaðar breytt og hann
staðsettur með hinum bústöðun-
um fjórum á neðra svæðinu. Varð
þá að stytta bilið á milli húsanna
til þess að koma þeim öllum þar
fyrir.
í öðru lagi gerði framkvæmda-
stjórinn þá athugasemd, eins og
áður hefur verið sagt frá, að
hornið á efsta húsinu væri of
nálægt fjártóft, sem þar er og gaf
þá ástæðu fyrir þessari skoðun
sinni, að hann teldi, að óbreyttu
yrði of þröngt fyrir ferðamenn að
komast milli hússins og fjártóft-
arinnar og þar af leiðandi þyrfti
að færa húsið fjær tóftinni. Vegna
þessara ummmæla framkvæmda-
stjórans var strax haft samband
við byggingarmeistarann og hann
beðinn að staðsetja efsta húsið
1—2 metrum fjær tóftinni en
fyrirhugað var og búið var að
merkja fyrir af verkfræðingum, er
höfðu mælt út fyrir staðsetningu
bústaðanna.
Eftir að hafa gert það, sem
framkvæmdastjórinn fór fram á,
var nú enn reynt að fá Náttúru-
verndarráð til að samþykkja fyrir
sitt leyti, að LIÚ fengi nú að
byggja sumarbústaðina, enda
höfðu samtökin í einu og öllu farið
eftir óskum og fyrirmælum Nátt-
úruverndarráðs og framkvæmda-
stjóra þess. Taldi LÍÚ að nú hlyti
það að fá samþykki Náttúruvernd-
arráðs, enda afskipti ráðsins orðin
nóg að mati samtakanna.
Eins og framkvæmdastjórinn
réttilega rekur í grein sinni, var
því lýst yfir af hálfu fram-
kvæmdastjórans að Náttúru-
verndarráð gæti ekki gefið um-
sögrv sína fyrr en aðrir tilteknir
umsagnaraðilar hefðu gefið um-
sagnir sínar. Yrði að afgreiða
hlutina í réttri röð. Það væri ekki
hægt að afgreiða B fyrr en búið
væri að afgreiða A, svo vitnað sé í
líkingamál framkvæmdastjórans í
„persónulegu viðtali". Þannig
standa málin varðandi Náttúru-
verndarráð í dag.
Eg hef nú talið upp öll þau
samskipti, sem áttu sér stað milli
mín og hans sem starfsmanna
þessara aðila og hafði reyndar
rakið áður.
Það er hinn mesti misskilningur
hjá framkvæmdastjóranum, að ég
hafi í grein minni gert lítið úr
Náttúruverndarráði sem stofnun,
þótt ég hafi fundið að því í grein
minni, að Náttúruverndarráð vildi
ekki gefa umsögn sína um það,
hvort fyrirhuguð bygging 5
sumarbústaða á hinu svonefnda
neðra svæði brjóti í bága við
náttúruverndarsjónarmið eða
ekki. Verður ómögulega séð, að
náttúruverndarsjónarmið breytist
nokkuð, allt eftir því hvernig aðrir
umsagnaraðilar afgreiða umsagn-
ir sínar um óskyld atriði. Þótt
Náttúruverndarráð gefi umsögn
sína þarf LÍÚ eftir sem áður að
leita til annarra umsagnaraðila á
viðkomandi sviðum, sem væntan-
lega gefa eða hafa gefið umsagnir
sínar óháð því, hver umsögn
Náttúruverndarráðs verður um
náttúruverndarsjónarmið. Þótt
ráðið gefi jákvæða umsögn er
ráðið ekki að gefa LÍÚ grænt ljós
varðandi sjálfar byggingar-
framkvæmdirnar eða taka beina
afstöðu með LIÚ, sem er senni-
legasta skýringin á tregðu Nátt-
úruverndarráðs að gefa umsögn
sína.
í grein sinni telur fram-
kvæmdastjórinn það ótímabært
fyrir Náttúruverndarráð að leggja
vinnu í umsögn um fyrirkomulag
mannvirkja í smáatriðum, svo
sem útlit húsa og legu í landi.
Hvað útlit bústaðanna snertir,
hefur enginn haft neitt út á útlit
þeirra að setja, þvert á móti. Hvað
Myndin er tekin í
hraunbrekku
þeirri að Arnar-
stapa. cr LÍÚ vildi
fá að byggja þrjá
sumarhústaði. en
fékk ekki. f suður
á miðri myndinni
sést höfnin að
Arnarstapa. f
norður og ofar er
þjóðvegurinn og
Snæfellsjökuil.
Vofur á vetrarkvöldi nútímans
íslenzki veturinn er að byrja
einu sinni enn.
í margar aldir vakti hver
vetrarbyrjum mörgum þungar
áhyggjur, leyndan ótta.
Nú er þetta breytt til hins
betra. Sumir taka varla eftir
fyrsta vetrardegi.
Hann er þó sannarlega sér-
stæður dagur í þjóðlífi okkar
íslendinga. Mætti gjarnan minn-
ast þess, að þrátt fyrir öll
myrkur og storma íslenzkra
skammdegisnátta, væru vetrar-
kvöldin, kvöldvökúrnar sá tími,
sem bar jafnvel hið bjartasta
Ijós menningar við brautir kyn-
slóðanna.
Þarna sést glöggt sönnun þess,
að allt getur orðið til blessunar,
ef rétt er á haldið.
En vetrarmyrkrið hefur samt
villt um fyrir mörgum, valdið
voða og slysum, vandræðum og
bana.
Þar veldur mestu til varnar
sólskin í eigin sál. Það eru
virkustu varnir gegn ógæfu.
Margir tala nú um bílbelti,
sem ætti að leiða í lög til
verndar í umferðinni. Og vís-
indalegar athuganir sanna gildi
þeirra. Og er það því vel, að þau
verði lögleidd. En einhver sagði
svo sem i léttum tón: „Eg held
það væri heppilegast að kenna
þeim að biðja fyrir sér við
stýrið." í þessu felst alvara og
speki, þótt fjarlæg þyki. Bæn,
það er að segja óskin um blessun
öllum til handa, þótt aðeins sé í
hljóðum huga, er nefnilega sama
og vakandi hugur, sem biður
engla ástúðar og tillitssemi að
vaka yfir vegum sínum.
Sá, sem vakir í kærleika
Krists, lætur jafnan aðra ganga
fyrir, víkur á vegi sínum í krafti
hinnar æðstu speki, Ijóss, sem
bægir vetrarmyrkvum brott.
„Allt, sem þér viljið, að aðrir
menn gjöri yður, skuluð þér og
þeim gjöra."
Sá eða sú, sem þetta kann í
verki, varast slysin eins og
ósjálfrátt og á það Ijós, sem lýsir
á lífsins hættubrautum.
Það var þessi vaka, þetta ljós,
sem blessaði bænir Guðmundar
biskups góða, er hann vígði
brunna og björg og bægði þannig
brott vofum og draugum í vetr-
armyrkvum sinnar samtíðar.
Þá var því trúað, að slíkar
verur villtu um fyrir vegfarend-
um, sem gætu svo farið sér að
voða á sléttum vegi og björtum
degi.
En eru ekki vofur og draugar,
sem fáir trúa nú að séu til, ekki
aðeins okkar eigin andlegu
skuggar eigingirni og frekju,
sem gera allar brautir hættu-
legar og sólskinsdag á sumarvegi
öllum vetrarmyrkvum dimmari
til að valda tjónum, slysum,
örkumlun og dauða?
En svo eru líka aðrir vegir til
en hraðbrautir, breiðgötur eða
aurtroðningar íslenzkra bifreiða.
Einnig verða önnur slys og ekki
síður ömurleg og átakaþrungin,
ef vakandi hugsun vantar í
umferð á ævileið. Þar er æskan
og raunar við öll á ferð, en
auðvitað mest hætta þeim ungu
og óreyndu.
Ég veit um móður, já, víst
fleiri en eina, sem ráðið hafa sér
bana í örvæntingaræði yfir
slysabrautum barna sinna. Son-
urinn, indæll efnisdrengur var
áður en varði orðinn eiturlyfja-
neytandi. Þar urðu slysin tvö á
bjartri æskubraut um hásumar
ævidags á beinum og breiðum
vegi.
Þar voru verri öfl en vofur og
draugar í hjátrú liðinna alda að
verki og villtu um fyrir þessum
ógæfusömu mægðinum.
Vofurnar heita tízka ög
heimska, og draugarnir hroki og
sj álf birgi ngskapur.
Allt þetta skapaði gjörninga-
nætur og villumyrkur, sem
orsakaði ógæfu og fjörtjón.
Þetta hófzt með hassreyking-
um að húsabaki á föstudags-
kvöldum. Hvers vegna ætti hann
að vera eftirbátur annarra
drengja, ágætra félaga?
Og hassið heimtaði meira og
fleira, sterkari fínilyf. Og útveg-
un þeirrar eyðslu, sem leiddi til
innbrota, glæpa, ávísanafölsun-
ar og allskonar blekkinga og
lyga. Vetrarmyrkrið algjört um
miðjan sumardag.
Foreldrarnir börðust fyrst
bjartsýn í góðri von þess að „góði
og gáfaði drengurinn þeirra gæti
aldrei orðið eins og hinir ræfl-
arnir".
En allt kom fyrir ekki.
Slíkir atburðir í baráttu við
vofur á vetrarkvöldum í
heimskuhríð eru algengari og
ægilegri slys en nokkurn fær
grunað og kannski í næsta húsi.
„Marga hefur vetrarmyrkrið
villt á sína slóð.“
Draugar og vofur á vegum
genginna kynslóða voru oft erfið
viðureignar.
En ægilegustu djöflar á vegi
nútímaæskunnar eru: Upplausn,
glaumur, græðgi, og ábyrgðar-
leysi, sem sleppt er lausum á
alfaraleið með alls konar grímur
og gervi. Sumt af þessu illþýði er
vissulega í ljósengilslíki, jafnvel
eins og skrípamynd af sjálfum
Kristi.
Og þess má einnig geta, að
þarna eru ekki einungis áfengi
og eiturlyf á leiðinni til að trylla
og æra.
Þarna eru meira að segja
ávonefndir vinir og félagar, jafn-
vel stjórnmálaforingjar og
gervileiðtogar, stundum myndir
og málefni, til að skapa blekk-
ingarmyrkrið og gjörningaþok-
una.