Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 37 Góð þátttaka á haustmóti T.R. Þátttakendur i Ilaustmóti TaflfélaKs Reykjavíkur voru að þessu sinni fleiri en oftast áður auk þess sem breiddin hvað stigin varðaði var að þessu sinni mikil. Þannig dugðu 2150 skákstig ekki til sætis í A-riðli. en áður hafa verið dæmi þess að menn með allt niður i 1950 stig hafi fengið þar inni. Þessi mikla þátttaka leiddi síðan til þess að B- og C-flokk- arnir urðu miklu öflugri en áður hefur þekkst, t.d. voru stig þátttakenda f B-flokki á bilinu 1860 til 2095. þannig að um öflugan meistaraflokk var að ræða. Auðvitað er erfitt að geta sér til um ástæðurnar fyrir þessari auknu þátttöku, en þó grunar mig að helgarmótin eigi þar mikinn þátt auk þess sem stutt er liðið frá siðasta alþjóðaskák- móti. Þá hefur skákstarf i skólum aukist mikið upp á síðkastið, sérstaklega með til- komu skólaskákkeppninnar. sem var stórt spor í rétta átt. Þar sem nokkuð hefur verið fjallað um keppnina í A-flokki á síðum Morgunblaðsins er nú kominn tími til þess að víkja að hinum flokkunum, en þar var keppnin engu að síður hörð og skemmtileg. Sérstaklega var lengi tvísýnt um úrslit i B-flokknum, en þar voru flestir þátttakendur á mjög svipuðu stigi að stigum og styrkleika. Fyrir síðustu umferð voru t.d. hvorki fleiri né færri en fjórir skákmenn þar jafnir og efstir, með sex vinninga, þeir Ágúst Karlsson TR, Björgvin Jónsson S. Kefl., Guðmundur Halldórsson T. Hreyfils og Ró- bert Harðarson TR. Róbert fór af stað með miklu offorsi í mótinu, hafði um tíma hlotið sex vinninga úr jafnmörgum skák- um og yfirburða forystu. Þá tapaði hann aftur á móti mikil- vægri biðskák fyrir Björgvini og síðan einnig næstu tveimur skákum sínum. Samt sem áður átti hann möguleika á sigri, en andstæðingur hans í síðustu umferð var einmitt Ágúst Karlsson. Staðan virtist lengst af í jafnvægi, en í endatafli kom Ágúst kóngi sínum vel fyrir og það réði úrslitum, þannig að Róbert náði engum vinningi eftir sprettinn í byrjun. Á meðan þessu fór fram náði Guðmundur sér aldrei á strik gegn Hauki Bergmann S. Kefl., stigahæsta þátttakandanum í flokknum, og tapaði. Björgvin vann hins vegar Daða Jónsson af öryggi, þannig að hann og Ágúst, sem báðir eru mjög ungir og efnilegir skák- menn, urðu jafnir og efstir. Vart Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON líður því á löngu að þeir fái tækifæri á að spreyta sig í A-flokknum. Lokastaðan í B-flokki varð því: 1,—2. Ágúst Karlsson (32,5 stig) og Björgvin Jónsson (29,9), 7 v. af 10 mögu- legum, 3.-4. Guðmundur Hall- dórsson (27,0) og Róbert Harðar- son (24,5) 6 v., 5.-6. Páll Þ. Bergsson (27,5) og Árni Á. Árna- son TR (24,5) 5% v., 7. Daði Jónsson TR 5 v., 8.-9. Haukur Bergmann 4 Vi v. og Ragnar Magnússon TR 4 Vfe v., 10. Lárus Jóhannesson TR 3 Vfe v. og lestina rak Ágúst Ingimundarson TR með hálfan vinning en hann tefldi langt undir styrkleika. Úrslit í C-fiokki urðu á þá leið að þeir Hrafn Loftsson TR og Eiríkur Björnsson TR, urðu jafnir og efstir með 7'/2 vinning hvor af 11 mögulegum, en Hrafn var hærri á stigum. Þriðji varð Sveinn I. Sveinsson TR með 7 v. og fjórði Þorsteinn Þorsteinsson (eldri) úr TR með v. í C-flokki börðust þeir Páll Þórhallsson TR og Stefán G. Þórisson TR lengst af tvísýnni baráttu um efsta sætið. Svo fór að lokum að Páll varð hlutskarp- ari, hlaut 8 vinninga af 10 mögulegum, þar eð Stefán tapaði í síðustu umferð fyrir Jóni Árna Halldórssyni TR, sem náði hon- um þar með að vinningum og var að auki hærri á stigum. Þeir Jón Árni og Stefán hlutu báðir 7 vinninga. Fjórði varð Stefán Aðalsteinsson TR með 5‘/2 v. Úrslit í E-flokki urðu þessi: 1. Gunnar Freyr Rúnarsson TR, 8‘/2 v. af 11 mögulegum, 2. Björn Fr. Björnsson TR 8 v., 3.-5. Jóhannes Ágústsson TR (34,75 stig), Rögnvaldur G. Möller TR (32,0) og Ólafur Einarsson TR (30,5 stig) 7 v. í F-flokki tefldu 34 þátttak- endur 11 umferðir eftir Mon- rad-kerfi og urðu úrslit þessi: 1. Ólafur G. Jónsson S'/i v., 2.-3. Sigurður Sigurðsson S. Kefl. (63,5) og Halldór Gíslason, (61,0) 8 v., 4.-6. Vilhjálmur Þorvalds- son TR, Haraldpr Baldursson TR og Thor Thoroddsen TR, 7 v. í unglingaflokki, 14 ára og yngri, varð Arnór Björnsson TR enn einu sinni hlutskarpastur. Hann hlaut 8V4 vinning af níu mögulegum. Næstur varð Georg Páll Skúlason TR með 7 v. og síðan komu þeir Arnaldur Loftsson TR (43,5 stig), Snorri Bergsson TR (43,0) og Sveinn Gylfason S. Kefl. (38,0), allir með sjö vinninga. Við skulum síðan að lokum líta á eina bráðskemmtilega skák sem tefld var í B-flokki: Hvítt: Róbert Ilarðarson Svart: Daði Jónsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Be2 - e5, 7. Rb3 - Be7, 8. 00 - Be6, 9. f4 - Dc7, 10. Be3 - 0-0, 11. Í5 - Bc4 12. g4 (Algengasti leikurinn í stöðunni er 12. a4!) - h6, 13. h4 - d5!, (Árás á væng skal svara með aðgerðum á miðborði er gömul og góð regla sem Daði útfærir hér.) 14. g5 — d4!. 15. Bxc4 — Dxc4, 16. gxf6 - Bxf6, 17. Rd5 (Hvítur heldur sig nú vinna heilan hrók, en það er ekki allt sem sýnist) — dxe3, 18. Rb6? (18. Dg4! var öflugur leikur.) — de4,19. Df3 - Dxhl, 20. Rxa8 - Hc8,(Hótar b«eði 21. — Hc4,' 21. - Hxc2 og 21. - Rd7. Þótt hvitur sé hrók yfir er hann furðulega varnarlaus.) 21. Dxe3 - IIxc2,22. Hf2 - Bg5,23. Dí3 - e4, 24. Dg2 - Be3. 25. Hafl og hvítur gafst upp um leið, því enda þótt ótrúlegt megi virðast leikur svartur 25. — Rc6, og síðan Re5 og Rf3+ án þess að nokkrum viðundandi vörnum verði við komið. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Barðstrendinga Fimmta og síðasta umferðin i tvímenningskcppninni lauk mánudagskvöldið 27. pktóber og sigruðu Þórarinn Árnason og Ragnar Björnsson með mikl- um yfirburðum. En að lokinni keppni var staða 10 efstu para þessi: Þórarinn Árnason — Ragnar Björnsson 669 Magnús Halldórsson — Jósef Sigurðsson 609 Gunnlaugur Þorsteinsson — Hjörtur Eyjólfsson 600 Kristján Ingólfsson — Jón Björnsson 578 Sigurður Kristjánsson — Hermann Ólafsson 572 Þórir Bjarnason — Hermann Samúelsson 558 Ágústa Jónsdóttir — Guðrún Jónsdóttir 553 Viðar Guðmundsson — Pétur Sigurðsson 550 Mánudaginn 3. nóvember hefst síðan 5 kvölda hraðsveita- keppni. Spilarar mæti stundvís- lega kl. 7:30. Frá keppni hjá Tafl- og bridgeklúbbnum, Bridgedeild Húnvetninga- Tólf pör taka þátt í fimm kvölda tvímenningskeppni sem stendur yfir hjá félaginu. Þegar tveimur umferðum var lokið var staða efstu para þessi: Jóhann — Jón 259 Haukur — Karl 252 Dóra — Sigríður 243 Haraldur — Kári 237 Valdimar — Sigrún 226 Meðalárangur 220 Spilað er í húsi Húnvetninga- félagsins Laufásvegi 25. (Gengið inn frá Þingholtsstræti) á mið- vikudögum. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 46. og 52. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Neðstutröö 6, þing- lýstri eign Kristjáns Oddgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 16'3°'______Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 46. og 52. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Birkigrund 34, þing- lýstri eign Braga Kristiansen, en talinni eign Guömundar Sveinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., og 109. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979, og 2. tölublaði 1980, á Löngubrekku 14 — hluta —, þinglýstri eign Halldórs Ásgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Þverbrekku 2 — hluta —, þinglýstri eign Róberts Róbertssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979, á Skólagerði 64, þing- lýstri eign Þórarins Jakobssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 46. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Ásbraut 9 — hluta —, þinglýstri eign Ingólfs Ágústssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 46. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Skálaheiði 1 — hluta —, þinglýstri eign Sjafnar Sigurgeirsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 17.00 Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107. og 111. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979 og 5. tölublaði 1980, á Löngubrekku 47, þinglýstri eign Hjartar Guð mundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 6. nóvember 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56 og 59. tölublaöi Lögbirtingarblaösins 1979, á Holtageröi 56 — hluta —, þinglýstri eign Konráös Guömundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 10.00 Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979, á Hamraborg 22 — hluti —, þinglýstri eign Guömundar Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. nóvember 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.