Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 41

Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 41 Jólin! Jólin! + Jólin — jólin — jólin koma brátt! Eigi skal sagt um jólaskapið en í henni London virðast menn óðum að komast í jólaham, eins og marka má af myndinni sem var tekin í hinu fræga Oxfordstræti. Persónurnar þekkja allir, gamlir vinir úr teiknimyndasögu Walt Disneys, jú, rétt, Öskubuska, dvergarnir sjö og jólasveinninn Gluggagægir trúlega. félk í fréttum Elísabet úr skónum! + Elízabet Bretadrottning var á dögunum á Ítalíu. Þá átti hún meðal annars samtal við páfa. Frá Ítalíu hélt hún síðan til Norður-Afríku. Þessari mynd var smellt af henni þá hún sté inn í mosku í hinni heilögu borg Kairouan. Sem sjá má, vottar hún múslimum virðingu sína fyrir trú þeirra og fer úr skónum áður en hún fer inn í moskuna. Miðill aðstoðar lögregluna + Þessi kona heitir Doroth.v Allison OR er miðill. Hún aðstoðar nú lögreKluna við að finna morðingja sem myrti 10 svört börn í Atlanta í Georgíufylki. Hún er sögð hafa hjálpað lögreglunni við að leysa að minnsta kosti 13 morðgátur. Frú Allison, sem er 55 ára gömul húsmóðir, hefur fundið um 50 týnd börn á síðustu 12 árum. Sjálf segist hún ekki geta útskýrt mátt sinn og leggur sig ekki eftir því að verja hann fyrir efa- semdamönnum. Þegar hún var 14 ára er hún sögð hafa séð fyrir dauða föður síns, en reyndi að leiða það hjá sér. Hún segist þá hafa hatað mátt sinn. Sem unglingur var hún oft kölluð norn af ná- grönnum sínum en hún gat ekki varist þeim sýnum sem hún sá. „Ég vinn aðeins fyrir foreldra og lögregluna, ég er engin spákona," segir frú Alli- son. Hún hefur aldrei tekið við neinum greiðslum fyrir þjónustu sína. Lokað frá hádegi 31.10 n.k. vegna jarðarfarar. Smurstöðin Klöpp, Skúlagötu. og ekki skemma gæðin eöa verðið. Frá Víkurvögnum Hf., 5 tonna, 7,5 tonna og 10 tonna sturtuvagnar. Þessir vagnar eru nú framleiddir á íslandi með þeim árangri að erlendir eru ekki lengur fluttir inn, líklega vegna verðs og gæða íslenzku framleiðslunnar. Já, það væri kannski rétt að hafa samband við þá í Vélaborg, síminn er: 86655. Vélaborg hf. Sundaborg 10. útlitiö bara Já gott er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.